Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 7
»'\ '4.
Miðvikudagur 26. júlí 1989 - DAGUR - 7
Þessi garður við Áshlíð á Akureyri er hannaður af Iialldóri.
Umhverfi Akurcyrarkirkju hefur tekið miklum breytinguin. Þar er allt
hellulagt og notkun misinunandi lita gefur skeinmtilegan svip.
talið það eftir mér að skreppa til
þeirra aðila sem ég hef verið að
vinna fyrir ef einhver vandamál
koma upp. Það er ekkert erfiðara
að þjóna öllu landinu frá Akur-
eyri heldur en Reykjavík því að
samgöngur eru góðar.“
„Ég reyni að sinna einkaaðil-
um líka en það er mjög misjafnt
hversu mikið menn vilja leggja í
hönnunina. Ég tel að fólk ætti að
láta hanna fyrir sig. Það eru mikl-
ar fjárfestingar sem fólk fer út í
og einnig fer mikill tími í að gera
umhverfi húsanna aðlaðandi.
Það er mjög algengt að fólk sem
hefur unnið garðinn sinn sjálft sé
að koma hundóánægt með árang-
urinn. Ekki voru til peningar í
upphafi og þess vegna hafi þetta
verið gert svona en núna vilji það
láta gera hlutina almennilega.
Þetta fólk er búið að tapa
þónokkuð mörgum árum sem
hefðu getað farið í uppbyggingu
lóðarinnar." Halldór sagði þetta
ótrúlega algengt og sjaldgæft væri
að hann fengi að kljást við hús
áður en allt væri frágengið. Æski-
legt væri að haft væri samband
um leið og farið væri að ræða
hönnun hússins. Landslagsarki-
tektar og byggingararkitektar
ættu því að vinna saman að hönn-
un húss og lóðar. „Þetta er spurn-
ing um nákvæma staðsetningu á
húsi, gluggum, hurðum, bílskúr,
aðkomu að húsi og fleiri atriðum
sem skipta máli ef á að fá
almennilega nýtingu á húsið.
Þegar síðan kemur að vinnu er
nákvæmlega vitað hvar þarf að
skipta um jarðveg, allar hæðir
eru á hreinu og magn efnis er
nákvæmlega vitað. Það er eins og
mörgum finnist þetta hálfgerð
svikavinna að fá bara pappír í
hendurnar frá hönnuðinum.“ KR
Unnið hefur verið eftir teikningum Hulldórs við Dvalarheimilið Hlíð á
Akureyri í sumar.
til að skilja. Menn hafa verið að
hringja og benda á staði þar sem
sniðugt gæti verið að setja upp
skilti og um daginn kom einn,
með hugmynd um að taka há-
lendið fyrir.“
Talað hefur verið um að gefa
upplýsingarnar einnig út í plakata-
formi. Þau yrði síðan hægt að
setja upp í sjoppum og þeim
stöðum sem upplýsingar eru
veittar ferðamönnum t.d. á
hótelum. Bæði yrði hægt að
hengja slíkt upp á vegg en einnig
gæti fólk tekið með sér blöð í
bílinn. „Svona er þetta fariö að
virka vel,“ sagði Halldór. „Þetta
er virkilega spennandi verkefni
sem virðist ætla að heppnast vel,
svo ég segi sjálfur frá.“ KR
Frá framkvæmdum við tjaldstæðið í Mývatnssveit. Hlut-
irnir vilja oft fara úr skorðum þegar framkvæmdir standa
yfir. Þessi kona sem var gestur á tjaldstæðinu dó ekki
ráðalaus.
■ ................................
amst öll verðbréfaviðskipti og vei
s konar ráðgjöf á sviði fjármála
........ «838»
Vextir umfram
Tegund bréfs verðtryggingu
Einingabréf 1,2 og 3 ............. 8,3-12,5%
Bréf stærri fyrirtækja ........... 9,0-11,5%
Bréf banka og sparisjóða ...... 7,0-8,0%
Spariskírteini ríkissjóðs ...... 5,5-6,0%
Skammtímabréf .................. 8,0-8,5%
Hlutabréf ............................ ?
Gengi Einingabréfa
26. júlí 1989.
Einingabréí 1 4.055.-
Einingabréf 2 .... 2.246,-
Einingabréf 3 .... 2.652.-
Lífeyrisbréf ..... 2.039.-
Skammtímabréf .. 1,394
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700
Verbbréf er eign
sem ber arð