Dagur - 05.08.1989, Page 1
72. árgangur
Akureyri, laugardagur 5. ágúst 1989
148. tölublað
Mesta ferðahelgi ársins er byrjuð. Það var líf og fjör við Uniferönrmiöstöðina á Akureyri í gær og margir að leggja í'ann.
Mynd: KL
Dagur og Dagsprent h.f. fara fram á greiðslustöðvun:
„Deilum sorg og sút með fjöl-
mörgum fyrirtækjum í landinu“
- segir Sigurður Jóhannesson formaður stjórna fyrirtækjanna - Unnið að sölu eigna
á greiðslustöðvunartímabilinu - Sameining Dagsprents og P.O.B. hugsanleg
- Greiðslustöðvun hefur engin áhrif á rekstur fyrirtækjanna á greiðslustöðvunartímabilinu
Fyrirtækin Dagsprent h.f. og
Dagur hafa farið fram á
greiðslustöðvun til þriggja
mánaða. Beiðnin er nú til
umfjöllunar hjá embætti bæjar-
fógetans á Akureyri og verður
úrskurður væntanlega felldur
um eða eftir helgina. Rétt er
að taka það fram að greiðslu-
stöðvun, ef af verður, kemur
ekki til með að hafa nein áhrif
á daglegan rekstur fyrirtækj-
anna.
Ástæðan fyrir þessari beiðni er
fyrst og fremst erfið lausafjár-
staða vegna mikilla fjárhags-
skuldbindinga, að sögn Sigurðar
Jóhannessonar, formanns stjórna
Dags og Dagsprents h.f. „Vand-
inn er hrein og klár offjárfesting
og að því leyti deilum við sorg og
sút með fjöimörgum fyrirtækjum
í landinu. Við réðumst í miklar
framkvæmdir á uppsveifluárun-
um 1986-1987. Þær áætlanir sem
gerðar voru þá hafa ekki staðist,
enda mikill samdráttur síðustu
misserin á öllum sviðum efna-
hagslífsins. Rekstur fyrirtækj-
anna stendur ekki undir þeim gíf-
urlega fjármagnskostnaði sem á
þeim hvílir og við þurfum ráðrúm
til að létta þessum kostnaði af
rekstrinum. Greiðslustöðvun er
tæki til að skapa slíkt ráðrúm,"
segir Sigurður.
Dagsprent er hlutafélag en
Dagur sjálfseignarfélag. Fyrir-
tækin voru rekin samtals með
rúmlega 19 milljóna króna tapi á
síðasta ári. Þar vó þyngst að vext-
ir og verðbætur námu um 25 millj-
ónum króna. Dagsprent tapaði
um 9 milljónum króna fyrstu sex
rnánuði þessa árs, cn Dagur skil-
aði rúmlega 4 milljónum í hagn-
að á sama tíma, fyrir fjármagns^
gjöld. Þegar þau eru tekin með
inn í dæmið er reksturinn í
járnurn.
Að undanförnu hafa staðið yfir
viðræður milli Dagsprents h.f. og
Prentverks Odds Björnssonar
h.f. á Akureyri um hugsanlega
sameiningu fyrirtækjanna. Sam-
eining kemur sterklega til greina
en hið nýja fyrirtæki þyrfti nauð-
synlega á því að halda að selja
eignir til að tryggja reksturinn.
Reyndar er það meginforsenda
fyrir sameiningu. „Ef af samein-
ingu verður, höfum við eitt stórt
prentiðnaðarfyrirtæki með of
miklar fjárfestingar. Til að
tryggja rekstur þess þarf að selja
þessa offjárfestingu. Við höfum í
því sambandi leitað til þeirra
aðila sent við teljum hugsanlega
kaupendur. Þeir eru ekki mjög
ntargir, því hér er um það stórar
eignir að ræða," segir Hörður
Blöndal, framkvæmdastjóri Dags
og Dagsprents h.f. Stjórn Byggða-
stofnunar hefur m.a. verið sent
bréf þar sent hcnni eru boðnar
eignir Dags og Dagsprents h.f.
við Strandgötu til kaups.
„Rökin fyrir því að Byggða-
stofnun kaupi þessar eignir eru
mjög sterk. I fyrsta lagi hefur
Byggðastofnun í hyggju að kaupa
eða byggja hús yfir starfsemi úti-
bús stofnunarinnar á Akureyri.
Æskileg staðsctning fyrir slíkt
hús er í nágrenni miðbæjarins.
Hús Dagsprents er í u.þ.b. 200
metra fjarlægð frá þeim stað við
Strandgötuna, sem Byggðastofn-
un hefur augastað á. Áuk þess er
stór hluti af húsinu innréttaður
sem skrifstofuhúsnæði og því til-
búinn til þeirrar notkunar sem
starfsemi Byggðastofnunar
krefst. Með kaupunum myndi
Byggðastofnun jafnframt stuðla
að því að áfram yrði rekin stór og
öflug prentsmiðja á Norðurlandi.
sem hlýtur að teljast nauðsynlegt
fyrir byggðarlagið. Kaupin
myndu þannig tvímælalaust
styrkja til muna rekstur þriggja
gróinna fyrirtækja á Akureyri,
þ.e. Dagsprents, Dags og P.O.B.
Við erum því ekki að leita til
Byggðastofnunar eftir einhverri
ölumsu, heldur ráða hrein við-
skiptasjónarmið ferðinni. Við
teljum það tvímælalaust beggja
'nag að af kaupunum geti orðið,"
segir Hörður Blöndal. Einnig er
inni í myndinni sala á fasteignum
P.O.B. við Tryggvabraut. Það
húsnæði gæti hentað mjög vel
undir væntanlega starfsemi sjáv-
arútvegsbrautar við Háskólann
á Akureyri. „Ég tel það engan
veginn í anda byggðastefnu ef
Byggðastofnun eða aðrar stofn-
anir hins opinbera hyggjast
byggja stórhýsi á Akureyri á
santa tíma og nægt framboð er af
hentugum fasteignum á staðnum.
Með því myndi ríkisvaldiö cin-
ungis stuðla að lækkun fasteigna-
verðs og því að fyrirtæki og ein-
staklingar sætu uppi með illselj-
anlegar eignir," segir Höröur
ennfremur. Stjórn Byggðastofn-
unar tók erindið fyrir á fundi á
miðvikudag en afgreiðslu þess
var frestað.
Sigurður Jóhannesson segir að
enginn bilbugur sé á þeim sem að
útgáfu blaðsins standa með að
rekstur blaðsins verði áfallalaus.
„Það hefur þegar verið sýnt frant
á að blaðið er rekstrarhæft miðað
við eðlilega fjármögnun. Hins
vegar stendur enginn rekstur
undir mikilli offjárfestingu,
hvorki dagblaðsrekstur né annar.
Rekstur Dags hefur skilað hagn-
aði undanfarna mánuði en sá
hagnaður hefur allur farið í að
greiða fjármagnskostnað. Við
þurfum nauðsynlega á því að
halda að selja eignir og koma þar
með rekstrinum í eðlilegt horf að
nýju. Ég hef cnga trú á öðru en
að okkur takist að leysa þau
vandamál sem við blasa á næstu
mánuðum og tryggja áframhald-
andi rekstur þessara fyrirtækja.“
sagði Sigurður Jóhannesson að
lokum. BB.