Dagur - 05.08.1989, Síða 2

Dagur - 05.08.1989, Síða 2
2 -PÖÁéÖR - Lauijaröagur 5. ágúst 1989 Hallfreður Örgumleiðason: Einu sinni var bæjarstjóri. Hann var ckki langhlaupari og hafði ekki yfir 300 þúsund krónur í laun á mánuði. Hins vegar hafði hann yndi af lax- veiðuin. Hann hnýtti sínar flugur sjálfur og þóttu þær bera af öðrum flugum. Það fannst laxinum að minnsta kosti því bæjarstjórinn var veiðikló hin mesta og ekki óalgengt að hann kæmi með 20-30 laxa eftir hálfsdagsveiði. Mikil gleði ríkti á heimili hans þegar hann kom klyfjaður stórlöxum sem fóru annað hvort beint í pottinn eða ofan i frystikistuna. Bærinn sem bæjarstjórinn stjórnaði var ekki stór. Eitt íbúðarhús, eitt útihús fyrir kanínur og hænur og tvær loð- dýraskemmur. I annarri skemmunni voru blárefir en minkar í hinni. Reyndar voru þarna líka rústir fjárhúss en féð var allt fyrir löngu komið á útigrill landsmanna. Bæjar- stjórinn hafði einnig átt nokk- ur hross en Japanir keyptu þau dýrum dómum og átu hrá með ofurlítilli sojasósu. Á hinn bóginn vildi enginn éta loðdýr- in en úmhverfisverndarmerin keyptu þó skinn þeirra til þess að nota í áróðurskvikmyndum. Hænurnar sáu fjölskyldunni fyrir eggjum og bæjarstjóra- frúin prjónaði undirföt úr kanínuull, auk þess sem þau steiktu eina og eina kanínu til hátíðarbrigða. Lífsbaráttan var oft hörð á bænum því börnin voru alls níu, auk tveggja lausleikskróga á öðr- um bæ sem bæjarstjórinn hafði gengist við og borgaði meðlag með. Þá bjó afi gamli hjá þeim og hann var sannkallaður mat- hákur og bölvaður gikkur líka því hann vildi ekki sjá neitt nema spikfeitt kindakjöt af rígfullorðnu fé. Slíkt kjöt var erfitt að nálgast. Neyðin kennir naktri konu að spinna úr kanínuull, en forsenda þess að bæjarstjóra- fjölskyldan gat haft í sig og á var þó laxinn. Ekki bara laxinn sem bæjarstjórinn veiddi held- ur líka laxinn scm aðrir vciddu. Bæjarstjórinn átti nefnilega land, hina herfileg- ustu óræktarspildu, sem bless- unarlega lá að gjöfulli á. Hann seldi veiðilcyfi á þessu svæði fyrir 50 þúsund kall per stöng yfir daginn og 5 stangir leyfði hann í einu á þessum 10 metra Ianga árbakka sínum. Ávallt var barist um veiðileyfin, íslenskir og erlendir auðjöfrar dvöldu löngum draugfullir við laxvciðar. Þeir vöru ekkert að setja út á verðlagið, en reyndar þótti þeim dýrt að kaupa sér í matinn. Bandarískur forstjóri hótaði að koma aldrei aftur til íslands éftir að hann þurfti að borga 350 krónur fyrir einn hamborgara í norðlenskri sjoppu. Þetta sumar var hins vegar hreinasta kvalræði fyrir bæjar- stjórann. Laxinn hvorki gekk né synti upp ána og þeir fáu tittir sem veiddust voru með snyrtilegu netamynstri. Talna- glöggur maður reiknaði út að miðað við fjölda veiddra laxa í júní og júlí og verð á veiðileyf- um þá hefði hver laxatittur kostað 1,2 milljónir króna. Svo eru menn að kvarta yfir verði á ýsuflökum og hamborgurum. Nei, bæjarstjórinn var orðinn uggandi um sinn hag því menn voru farnir að kurra yfir laxa- leysi og verðlagi í ánni. Sjálfur þurfti hann að standa skil á staðgreiðslu skatta 15. hvers mánaðar og ekkert mátti út af bera þótt álagningarseðillinn * hefði sýnt væna inneign, öllum til mikillar furðu. Þessi dæmisaga kennir okk- ur margt: Bóndi er bústólpi. Bæjarstjóri er ekki bæjarstjóri nema síður sé. Sjaldan er ein kanína stök. Betri er einn lax í hendi en þrír í ánni. Of seint er að reka herinn þegar landinn er dottinn fða. Hráum hesti vilja fæstir ríða. Illt er að eggja ungar hænur. Hefur réfur til síns ágætis nokkuð en mink skal að morgni lofa. íslands sveinar: Passið ykk- ur á brennivíninu og kvenfólk- inu um verslunarmannahelg- ina. Konur: Sýnið staðfestu og viljastyrk. Góða skemmtun! Mikil hlunnindi gcta fylgt jörðum sem liggja að laxveiðiám. Auðjöfrar eru fúsir til að greiða stórfé fyrir örfáa titti. Dæmisaga úr daglegu lífi g matarkrókur Pað verður ýmislegt á boð- stólum í matarkróknum í dag eins og venjulega og upp- skriftirnar hafa yfirleitt verið reyndar og réttirnir líkað vel. Við vonum að ykkur falli líka vel við kjúklingaréttinn, svínakjötsréttinn, fiskréttinn og kökuna sem við erum með á dagskrá í dag. Blómkálsfiskur 1-2 fiskflök 1 blómkálshöfuð 1 pk. Hollandaise sósa salt, pipar rifinn ostur brauðrasp Blómkálið er tekið í hríslur og soðið í 6-7 mínútur. Helmingur- inn settur í eldfast mót. Fiskflök- in skorin í bita, krydduð og sett ofan á kálið. Þar ofan á er afgangurinn af kálinu settur. Sós- an búin til eftir leiðbeiningum á pakkanum, henni hellt yfir rétt- inn og raspi og osti stráð yfir. Bakað í 35 mínútur. Það er ágætt að bera snittubrauð fram með þessum rétti. Svínagúllas með papriku '/2 kg nýtt svínakjöt 2 laukar 2 msk. smjör 2 tsk. paprikuduft 2 tsk. salt 1 grœn paprika 2 dl vatn 1 dl jógúrt 1 dl rjómi 2 tsk. maisenamjöl Laukurinn er saxaður og kjötið skorið í teninga og brúnað í smjöri á pönnu. Paprikan skorin í bita og sett út í ásamt kryddinu. Vatni bætt á pönnuna, rjóma og jógúrt blandað saman og sett að síðustu út í. Soðið í 30 mínútur og vatni bætt í ef þurfa þykir. Sósan jöfnuð með maisenamjöli. Hrísgrjón borin með. Indverskt kjúklirigagratín 1 steiktur kjúklingur 250 g makkarónur (soðnar) salt 2 laukar 2 grœnar paprikur 50 g smjörlíki 1 epli 125 g rifinn ostur 4 tómatar 2 tsk. karrý 'A 1 rjómi Laukarnir saxaðir og paprikur skornar í strimla, léttsteikt ásamt Smjörlíki, sykur og síróp er ylað í potti og eggin þeytt þar í. Þurr- Indverskt kjúklingagratín er heillandi breyting frá kjúklingi meö frönskum. réttur og vissulega skemmtileg til- rifnu epli. Rjóma og karrý bætt út í, saltað og soðið í 10 mínútur. Þá er kjötinu, í litlum bituin, bætt út í og síðan rifna ostinum. Makkarónur eða spaghetti er sett í eldfast mót, þar ofan á tómatar í sneiðum og grænmetis-kjöt- blandan efst. Einnig má strá raspi og rifnum osti yfir. Þetta er bak- að í 10 mínútur og síðan borið fram með grófu salati. Sírópskaka með sítrónukremi 125 g smjörlíki 1 dl sykur 125 g síróp 1 tsk. kanill '/2 tsk. engifer '/2 tsk. negull '/2 tsk. natron 1 tsk. lyftiduft 2 egg 2 dl súrmjólk 250 g hveiti Krem: 150 g smjörlíki 125 g flórsykur 1 tsk. riftnn sítrónubörkur 1-3 tsk. sítrónusafi efnum blandað saman og fara þau ásamt súrmjólkinni saman við. Deigið er síðan sett í 2 smurða lagkökuforma og bakað í u.þ.b. 20 mínútur við 180 gráður. Botnarnir eru lagðir saman með smjörkremi og má setja glassúr ofan á. Bon appetit! SS Góðgæti af ýmsu tagi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.