Dagur


Dagur - 05.08.1989, Qupperneq 7

Dagur - 05.08.1989, Qupperneq 7
L’áugardagur 5. ágúst 1989 - ÐA<aiiJR - 7 The Who - seinni hluti: Þráhyggjan um Tommy var fjötur um fót Pete Townshend í miklum ham á tónleikum. Nú er hann hins vegar mun rólegri, enda getur hann ekki leikið á gítar á hljómleikum sökum heyrnar- depru. Þá er komið að seinni hlutanum í umfjölluninni um hina síungu rokk- hljómsveit, The Who. í fyrri hlutan- um var rakinn aðdragandinn að stofnun sveitarinnar og fyrstu skref hennar í átttil heimsfrægðar. End- að var á því í síðasta þætti að segja frá fjárhagsvandræðum og öðrum vandræðum sem sveitin þurfti að glíma við. En nú er komið fram á árið 1966. Það ár átti Who þrjú vinsæl lög; Substitute, sem kost í 5. sætið á vinsældalista; l’m a boy, sem komst í 2. sætið og Happy Jack, sem náði í 3. sæti og var jafnframt fyrsta lagið með Who sem var gefið út í Bandaríkjunum. Þar komst lagið í 24. sæti. Á þessum tíma var hljómsveitin og meðlimir hennar, smátt og smátt aö breyta um ímynd og skipta um stíl. Þeir voru ekki lengur að reyna aö höfða til uppanna, heldur fóru að klæða sig frjálslega og láta hárið vaxa. Ekki er þó hægt að segja að þeir hafi orðið hrein- ræktaðir hippar en þó komust þeir nálægt því. Stefnubreytingar í tónlist komu fram á sama tíma, á árinu 1967 sendi hljómsveitin tvær smáskífur frá sér, Pictures of Lily, sem komst í 4. sæti breska listans en aðeins í það fimmtug- asta og fyrsta hinum megin Atlants- hafsins. Hitt lagið varð öllu vinsælla þar vestra, sló í gegn og náði 9. sætinu þar. Lagið, sem heitir I can see for miles, náði hins vegar aðeins að klifra upp í 10. sætið á vinsældalista heima- landsins. í kjölfar þessa brugðu piltarnir sér yfir til Ameríku til að leggja hana að fótum sér. Lagt var upp í heilmikla hljómleikaferö með Herman’s Hermits en það eina sem Who fengu út úr henni til að byrja með voru bölbænir hótelhaldara víöa um Bandaríkin. Hljómsveitarmeðlimir létu sér nefnilega ekki nægja að brjóta og bramla hljóðfæri sín á sviði, heldur lögðu þeir hótelherbergi sín gersam- lega í rúst hvarvetna sem þeir gistu. Eins og nærri má geta er ekki barist um það að bjóða hljómsveitinni gistingu og meira að segja er hljómsveitin ekki alls staðar velkomin núna um þessar mund- ir þegar hún er á hljómleikaferðalagi, rúmum 20 árum eftir þessa fyrstu Amer- íkuferð. En það rættist úr hljómleikaferðinni áður en yfir lauk og hljómsveitin náði að heilla Kanana og leggja grunninn að áframhaldandi vinsældum þar i landi. Hér hefur aðallega verið fjallað um smáskífur þær sem Who hefur gefið út en ekki minnst á breiðskífurnar, utan þá fyrstu. Tvær breiðskífur að auki hafa komið út, þegar hér er komið við sögu; The Quick One og The Who sell out. Þessar stóru plötur vöktu hins vegar litla athygli, hljómsveitin virtist ekki hafa burði til að gera heilsteypta plötu, smá- skífurnar virtust henta þeim betúr. Sell out platan var þó mjög skemmtilega uppbyggð, hún var í útvarpsstíl, með auglýsingum o.þ.h. milli laga. En með næstu plötu, sem kom út áirð 1969, breyttist þetta verulega, enda var þar á ferð meistaraverk. Aukinheldur var plat- an tvöföld. Þarna var á ferðinni rokk- óperan Tommy, sem fjallaöi um líf drengs sem var mállaus, heyrnarlaus og blindur. Með Tommy urðu straum- hvörf hjá Who. Textarnir urðu beittari, þyngri og ádeilukenndari og tónlistin varð flóknari. Roger Daltrey, sem ekki hafði verið mjög áberandi af söngvara aö vera, varð fyrirliði sveitarinnar. Hljómsveitin fór í tveggja ára tónleika- ferð með Tommy, þar sem verkiö var flutt í heild sinni. Who flutti Tommy í óperuhúsum beggja vegna Atlantshafs- ins. Það má geta þess að í Metropolitan óperunni í New York, risu áheyrendur úr sætum sínum og hylltu hljómsveitina í heilar 14 mínútur. Roger Daltrey og Pete Townshend gerðu mikla lukku í hlutverki persónanna í óperunni, ekki síst á Woodstock tónlistarhátíðinni en frammistaða Who þar, tryggöi vinsældir hennar í Ameriku fyrir lifstíö. 1970 kom hljómleikaplatan Live at Leeds, sem þótti ná vel því sérstaka andrúmslofti sem ríkti á hljómleikum sveitarinnar. Næsta stúdíóplata á eftir Tommy var hins vegar frekar misheppn- uð. Hún hét Lifehouse og þrátt fyirr hina miklu vinnu sem hljómsveitarmeðlimir lögðu í hana gekk hún ekki upp. Það var því ákveðið að hætta við útgáfu plöt- unnar en það sem nothæft þótti var hirt og notað i plötuna Who’s next sem kom út árið 1971. Það er tvennt athyglisvert viö þessa plötu, annars vegar var nýr upptökustjóri, Glyn Johns, við takkana og hins vegar voru hljómgervlar notaðir í fyrsta skipti á plötu með Who en þaö var alls ekki það síðasta. Næsta stórverkefni The Who var platan Quadrophenia en á henni hvarf hljóm- sveitin aö nokkru leyti aftur að svipuöu sándi og á fyrri plötum. Quadrophenia var hins vegar freklega vanmetin og fékk bölvanlega dóma. Hins vegar fékk platan uppreisn æru árið 1979 þegar hún var endurútgefin sem kvikmynda- tónlist við samnefnda mynd sem Who gerði. Þá fékk hún þá athygli sem hún átti skilið. Nú erum við komin fram til ársins 1975. Þá höfðu allir meðlimir Who gefið út að minnsta kosti eina sólóplötu en ekkert nýtt efní hafði verið tekið upp frá því að Quadrophenia kom út árið 1973. En það virtist ekkert geta náð viðlíka vin- sældum og Tommy. En áriö 1975 gerði Ken Russell kvik- mynd um Tommy og var Roger Daltrey í titilhlutverkinu. Að sjálfsögðu var gefin út tónlist við þessa kvikmynd og við það að Tommy kom á markað aftur, jukust vinsældir hljómsveitarinnar á nýjan leik. Á sama tíma kom svo'út önnur plata með Who, sem innihélt nýtt efni. Sú plata, Who by numbers, fékk afar slaka dóma en féll í skuggann af Tommy. 1975-1976 var Who i hljómleikaferð um heimsbyggðina og hélt sig aðallega við stóra knattspyrnuvelli. Konsert sem hljómsveitin hélt í maímánuöi 1976 á leikvangi Charlton, eru háværustu rokk- hljómleikar sem sögur fara af og komst sveitin i Heimsmetabók Guinness fyrir vikið. Nýtt efni var svo ekki hljóðritað fyrr en 1978 en þá kom platan Who by numbers út. Sú plata reyndist vera vinsælasta plata Who siðan tittnefndur Tommy leit dagsins Ijós. Einnig náöi titil- lag plötunnar hærra á vinsældalista en undanfarnar smáskífur höfðu gert. Allt virtist leika í lyndi hjá hljómsveitinni en það breyttist á einni nóttu, 7. sept- ember 1978, þegar trymbillinn Keith Moon fannst látinn í sundlaug. Það dauðsfall hefur aldrei verið skýd til fulln- ustu en Moon var langt leiddur af eitur- lyfjaneyslu. Við dauða Moons voru alvarleg áform uppi um að leggja hljóm- sveitina niður en 1979 gekk i garð og ákváðu aðrir meðlimir Who að halda áfram með nýjum trommara, Kenney Jones sem lék með Faces og þar áður með Small Faces. Hann féll gífurlega vel inn í hljómsveitina og eftir fyrstu hljómleika hennar með Jones á tromm- unum, snemma árs 1979, var skrifað um það í fjölmiölum að árið 1979 yrði ár Who. Umfangsmikil hijómleikaferð var farin og hljómsveitin geröi tvær kvik- myndir; The kids are alright og Quadrophenia. Auðvitað komu svo út plötur með tónlist úr þessum myndum og náðu þær töluverðum vinsældum, áður hefur verið minnst á Quadrophenia sem kom þarna út í annað skipti. En árið endaði jafnilla og þaö byrjaði vel. I byrjun desember þetta ár gerðist sá hörmulegi atburður að 11 aðdáendur hljómsveitarinnar tróðust undir á hljóm- leikum í Cincinnati. Enn einu sinni hug- leiddu meðlimir The Who að leggja sveitina niður en eins og jafnan áður var hætt viö þau áform. Árið 1981 kom svo út ný stúdíóplata, sú fyrstasíðan 1978. Platan, Facedances, fékk engar sérstakar viðtökur og raunar var hljómsveitin dottin mikið niður í vin- sældum í heimalandinu Bretlandi. Á þessum tima var Pete Townshend á leiðinni niður í svaðiö, hann haföi áhyggjur af hljómsveitinni og átti í erfið- leikum með að laga poppstjörnulífið að heimilislífinu. Afleiðingin var sú að hann sökkti sér niður í brennivín og eiturlyf og var ansi langt leiddur um tíma. En hann tók sig á og var orðinn alveg edrú árið 1982, þegar allir héldu að dagar Who væru taldir. Aðrir meðlimir Who voru alls hugar fegnir þegar rann af Town- shend og sveitin dreif sig í að hljóðrita aðra plötu, It’s hard, fóru i hljómleika- ferð, og sönnuðu að þeir væru hvergi farnir aö slaka á. En eftir að pönkið og nýbylgjan komu til sögunnar i Bretlandi eftir miðjan sjö- unda áratuginn, hafði hróður Who farið þverrandi þar í landi en hins vegar voru þeir með allra vinsælustu hljómsveitum í Bandaríkjunum. 1982 ákváðu þeir að hætta samstarfinu og héldu kveðju- hljómleika i Bandaríkjunum, þar sem 40 milljónir dala komu í kassann. Síðan þá hafa þeir ekki viljað koma saman, þ.e.a.s. Townshend vill það ekki, en þó létu þeir tilleiðast aö koma fram á Live- Aid hljómleikunum árið. 1985 og einnig erú þeír á 25 ára afrrigplishijómleikum um þessar mundir eins og greint var frá í upphafi fyrri greinarinnar. Einnig er Townshend aö gera sólóplötu, þannig að lengi lifir í gömlum glæðum. Kristinn G. Jóhannsson skrifar Bakþankar Um framlengingar Þegar ég átti heima í Ólafsfirði forðum var voða, voða stór lóð í kringum húsið mitt á vatnsbakk- anum. Það sem verra var, það þurfti að slá hana. Ég átti á þeim dögum handsláttuvél sem ég böðlaðist með á undan mér um heyskapartímann. Mér þótti þetta afleit atvinna. Síðan þá hefi ég eignast nokkrar lóðir og sama bölið fylgt þeim öllum. Það hefur sprottiö á þeim gras sem samkvæmt borgaralegum siðalögmálum á að slá þegar það hefur náð rúmlega fimm sentimetra hæð. Það urðu hins vegar þáttaskil í lífi mínu fyrir þremur árum eða svo þegar mér var bent á að fá mér í staðinn fyrir þá hand- knúnu, aðra sem gengi fyrir raf- magni. Mér þótti þetta þjóðráð og í staðinn fyrir að strita við að ýta læt ég nú þetta tæki draga mig eftir lóðinni á nokkurra daga fresti. Rafmagnið sem knýr spólu- rokkinn ferðast í gegnum snúru úr næstu innstungu. Mér var því uppálagt þegar í byrjun að það væri einkum tvennt sem ég yrði að hafa í huga við sláttinn. Hið fyrra var að nauösynlegt væri að setja vélina í samband við rafmagn og efttir það að forðast í lengstu lög að slá í sundur snúruna. Þetta hefur gengið giftusamlega enda er ég býsna góður að fara eftir regl- um ef þær eru ekki margar og ekki of flóknar. Þar að auki hefi ég verið heppinn með lóðir. Þetta hafa verið hálftíma lóðir. Svo verður mér það á í vetur þegar allt er á kafi i snjó að kaupa mér enn hús. Það var þarna í skaflinum og leit sak- leysislega út og snjóalög þann- ig að mér datt ekki gras, gróður, eða heyskapur í hug. Það er svo skemmst frá því að segja að þegar snjóa leysti sat ég uppi með dagsláttu eða svo sem hafði leynst undir snjónum. Ég varð því í sláttarbyrjun að kaupa mér svakalega langa framlengingu á sláttuvélina til þess að verða ekki rafmagns- laus er fjær dró húsinu. I mestu gróskunni fyrri hluta sumars lá við að ég þyrfti að slá einhvers staðar á hverju kvöldi. Af þessu varð ég dálítið mædd- ur og píslarvættislegur aftaná að sjá. Konan mín sá þá fram á að sennilega mundi ég slá mig í hel ef fram héldi sem horfði. Eg hafði ekki síðan ég fékk þessa forláta sláttuvél talið hana kvennameðfæri og verið dálítið drjúgur yfir að geta bæöi sett hana í samband hjáiparlaust og sloppið við að keyra yfir snúr- una. Frú Guðbjörg hafði hins vegar uppgötvað þessa tækni- legu leyndardóma hjálparlaust og einhverju sinni þegar ég var af bæ, ákveður hún að létta nú undir með mér við sláttinn. Hún tekur því fram sláttuvélina og hið fyrra atriðið mundi hún hár- rétt þ.e. að setja í samband við rafmagn en að því loknu varð henni á í messunni vegna þess að hún setur í gang og ekur sem leið liggur beint yfir fram- lengingarsnúruna. Hún fékk hrottalegt högg í hendurnar en slapp að öðru leyti ósár. Það var hins vegar ekki sjón að sjá rafmagnssnúruna þar sem hún lá sundurtætt í grasinu. Þar sem við höfðum grun um að tengja mætti saman svona vírenda settum við hönkina í viðgerð og fengum aftur í fyll- ingu tímans en þá brá svo við að snúran hafði stytzt um helm- ing sem helgaðist af því að í staðinn fyrir að tengja saman endana hafði viðgerðarmaður- inn sett klóna á þar sem í sund- ur fór og hent hinum helmingn- um af snúrunni. Þaö er þess vegna dálítiö kúnstugt verklag sem ég viðhef við sláttinn um þessar mundir. Allt er sem fyrr meðan ég er í nágrenni hússins en þegar ég ætla hins vegar út í horn og jaðra lóöarinnar kemst ég hvergi vegna þess hve fram- lengingin á rafmagninu er orðin stutt. Eg er þess vegna dálítið eins og opinberar stofnanir að þessu leytinu, stofnanir sem sjá t.d. um húsnæðis- og byggða- mál. Þær rækta og nostra undir húsveggnum hjá sér, einkum suðvesturhliðinni, en síðan kippir tjóðurbandið í ef lengra á að fara. Horn og útkjálkar hjá mér í lóðinni eru að verða dálít- iö óræktarlegir eins og sýnist stefna í með þá landshluta og byggðarlög sem lengst eru frá peningainnstungunni. Fyrir mig, framsóknarmann- inn, er það mikil heimilismæða hve frú Guðbjörg er lítið hrifin af ríkisstjórninni okkar, núverandi. Henni er aldeilis fyrirmunað að greina snilldina í stjórnar- athöfnunum nú upp á síðkastiö. En þrátt fyrir þennan skilnings- skort hennar tileinkaði hún sér samt vinnubrögð ríkisstjórnar- innar við garðsláttinn. Fyrst fékk hún sér framlengingu eins og stjómin. Hjá henni var þetta að vísu bara rafmagnssnúra en hjá stjórninni heita svona fram- lengingar atvinnutryggingar- sjóður, hlutafjársjóður, víkjandi lán, endurgreiðsla á uppsöfnun o.s.frv. Þau eiga það svo eitt sameiginlegt frú Guðbjörg og Steingrímur Hermannsson að verða bæði aldeilis hissa þegar framlengingin fer í sundur þeg- ar þau keyra yfir hana vegna smávægilegrar gleymsku. Frú Guðbjörg stóð uppi með lífvana vélina eftir að hún haföi rofið rafmagnið og hætt er við að ekki verði mikið fjör í ríkisstjórn- inni heldur eftir að hún hefur klippt á rekstrargrundvöllinn og í hvert skipti sem Steingrímur minn og hinir reyna að tjasla saman framlengingunni. styttist hún tii muna þannig að nú nær hún ekki nema rétt með suð- vesturhliöinni og síðan verða þeir bara afskaplega undrandi að órækt skuli koma upp þar sem framlenginguna þrýtur. Ég ætla á næstu dögum að koma mér upp lengri snúru í sláttuvélina mína og ég er viss um að þaö gerir ríkisstjórnin mín líka. Ég gæti best trúað að hún stofnaði svo sem tvo eða þrjá sjóði til viðbótar til að fram- lengja sjálfa sig eða hún tekur borgaraflokksbút sem gæti dugað henni hænufet. Kr.G.Jóh.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.