Dagur - 05.08.1989, Blaðsíða 14
14 ^O^yFL-eMwaugaFdagur
Bananar:
Þeir ávextir
Banana-Matthiessen flutti
þá til Norðurlanda
Það var fyrst í byrjun þessarrar
aldar, sem farið var að flytja inn
banana til Norðurlanda. Þar var
fremstur í flokki norðmaðurinn
Carl Matthiessen, eða Banana-
Matthiessen, eins og hann var
kallaður.
Innflutningur til Svíþjóðar var
seinna á ferðinni. í lok þriðja
áratugarins, þegar móðir þess,
sem þetta ritar, var tíu ára fékk
hún í fyrsta skipti banana í
hendur. Þegar hún var búin að
bíta í hann einu sinni, fleygði hún
honum frá sér og tók fyrir
munninn. Það hafði enginn frætt
hana á því, að hún ætti að afhýða
.hann áður en hún borðaði, og
bananahýði er beiskt á bragðið
sem alkunna er.
Áður fyrr notuðu þó grasa-
guddur þeirra tíma hýðið sem
vörtumeðal. Áhrifin þóttu því
betri sem hýðið var meyrara og
klístraðra. Þurrkað hýði var líka
hægt að nota í kaðla
(manillahamp) og sem þakklæðn-
ingu.
hluta
Það er hægt að nota þá í kaðla
eða þakklæðningu auk ótalmargs
annars. Og svo auðvitað til
matar, og þá ekki aðeins sem
ljúffengan bita á milli mála, held-
ur og sem forrétt, aðalrétt, eftir-
rétt eða álegg. Og þeir hafa að
geyma fjölda vitamína og stein-
efna.
Auk þess eru þeir til, sem
halda því fram að skilningstréð
fornfræga hafi ekki verið eplatré
heldur bananaviður.
En eitt skulum við strax fá á
hreint: Hvernig bera menn sig að
við að rífa hýði af banana? Byrja
ntenn við stilkinn eða á hinum
endanum?
Könnun á þessu leiddi í Ijós,
að meirihlutinn, og þá einkum
karlntenn, brjóta stilkinn og rífa
hýðið af frá þeim enda.
En minnihlutinn, og þar voru
konur í meirihluta, heldur aftur á
móti urn stilkinn og notar negl-
urnar til að losa um hýðið við
hinn endann og síðan er það rifið
af í þremur til fjórum samsíða
lengjum. Sé bananinn ofþroskað-
ur orðinn, er það hentugasta
aðferðin. Ef sú aðferð er notuð
að brjóta stilkinn, má allt eins
gera ráð fyrir því, að til verði
bananakássa,
Yidkvæmur ávöxtur
Banani er viðkvæmur ávöxtur,
sem illa þolir högg eða pressu.
eru til flestra
nytsamlegir
Hann er líka mjög viðkvæmur
fyrir hitabreytingum. Sé hann
geymdur við minni hita en 10
gráður, t.d. í kæliskáp, verður
hann svartur. Og fari hitinn upp í
27-28 gráður, fer hann strax að
morkna. Það er því best að láta
hann ekki liggja efst í nestiskörf-
unni, ef farið er á sólarströnd.
Vegna þessa er líka mikilvægt,
að hitinn í lestum þeirra skipa,
sem flytja banana sé jafn, hann
má aldrei vera minni en 12 gráð-
ur og aldrei meiri en 18.
Sérfræðingar hafa komist að
þeirri niðurstöðu, að kjörhitinn
sé 13,4 gráður - þá stöðvast
þroskaferillinn.
Þess vegna breytast bananarnir
ekki mikið á leiðinni, þó að
skipin sem flytja þá séu allt að
hálfum mánuði á siglingu frá
Mið-Ameríku. Þegar bananarnir
berast til Norður-Evrópu, eru
þeir jafngrænir og þeir voru,
þegar þeir voru skornir af
bananaviðnum á akrinum. Þegar
landað hefur verið úr skipunum,
fara bananarnir í til þess gerðar
þroskunargeymslur og eftir 4ra til
14 daga vist þar, hafa þeir fengið
það útlit og bragð, sem kaupend-
ur sækjast eftir. Og þegar banan-
arnir eru loks komnir í neytenda-
verslanirnar, seljast þeir fljótt.
Bananar eru um það bil 10
prósent af heildarneyslu Norður-
landabúa á ávöxtum, eða ca. 10-
12 kg á hvert mannsbarn á ári.
Hollur og næringarríkur
Næringarfræðingar líta bananana
með velþóknun, því að þeir eru
meðal hollustu nytjajurta, sem
völ er á. í þeim er mikið af
vitamínunum A, C, B^ og B6 og
steinefnunum magnesíum, járni,
kalcium og kaliurn, og miðað við
þurrefnismagn eru þeir trefjarík-
ari en hráar gulrófur.
í næringarfræðilegu tilliti eru
bananar og mjólk mjög ákjósan-
leg blanda. Auk þess bragðast
sú blanda vel - hugsið ykkur bara
að hafa bananabita með korn-
flögunum!
Þá eru banananar auðmeltir.
Banani „bráðnar" í þörmunum á
einni klukkustund og þremur
stundarfjórðungum, epli þarf tvo
og hálfan tíma til að leysast upp,
soðnar kartöflur þrjá tíma, og
kjöt morknar ekki fyrr en það
hefur legið a.m.k. fjóra klukku-
tíma í þörmunum!
Vegna þess að í bönunum er
mikill ávaxtasykur, eru þeir bæði
mettandi og hressandi - kolvetn-
in berast fljótt út í blóðið og auka
blóðsykurmagnið. Þetta er
skýringin á því, hvers vegna
bananar eru svo vinsælt nesti í
ferðalögum. Það er erfitt að
hugsa sé.r skólaferðalag eða
langferð í járnbrautarlest án þess
einhverjir sjáist sitja og borða
banana.
Talið er, að upprunalegir
vaxtarstaðir banana séu í
Suðaustur-Asíu, Indónesíu og
Malasíu. Á tuttugustu öldinni
hefur ræktun þessarar fjölæru
jurtar breiðst út um allt hitabeltið
og heittempruðu beltin. { grasa-
fræðilegum skilningi er hægt að
kalla bananaviðinn skrautjurt
eða bara jurt og ávöxtinn -
banana - ber. Jurt þessi hefur nú
náð sérstaklega mikilli útbreiðslu
í Suður- og Mið-Ameríku, en
hana er einnig að finna í Vestur-
Afríku. Og þeir, sem farið hafa
til Kanaríeyja kannast vafalítið
við dvergvaxna bananaviðinn,
sem þar vex.
1 erlendum vettvangi
Þeir bananar, sem yfirleitt eru
á neytendamarkaði á Norður-
löndum, eru undantekningalítið
ávaxtabananar. En til eru fleiri
tegundir, eins og til dæmis vefjar-
bananar, dvergbananar, rauðir
skrautbananar og mjölbananar,
sem þarf að sjóða áður en þeir
eru borðaðir.
Einn bananaklasi er um það bil
25 kíló og hann vex út frá toppn-
um á bananajurtinni, sem verður
ca. 10 metrar á hæð. Á banana-
leggnum myndast 6-9 brúskar og
eru 14-20 bananar í hverjum.
Sá hluti jurtarinnar, sem ofan-
jarðar er, deyr eftir að hann hef-
ur borið ávöxt. Fjölgun jurtanna
gerist ekki með fræjum og
frjóvgun, eins og algengast er hjá
jurtum, heldur með svonefndri
vaxtaræxlun: Sá hluti jurtarinnar,
sem er undir yfirborði jarðar,
jarðstöngullinn, sendir frá sér
rótarskot, jarðstöngla.
Þannig dreifist jurtin með
sífellt nýjum rótarskotum og
getur að lokum myndað heilan
skóg af bananaviði.
Var skilningstréið góðs
og ills bananaviður?
Saga banananna fellur nokkuð
saman við sögu mannkynsins,
þegar fjallað er um útbreiðslu
þeirra og nytjar. Það hefur orðið
til þess, að sú kenning hefur skot-
ið upp kollinum, að skilningstréð
í aldingarðinum Eden hafi hvorki
verið eplatré né fíkjutré, heldur
bananaviður. Það væri góð skýr-
ing á því hvers vegna ávöxturinn
nefnist Musa paradisiaca
(paradísarávöxtur) eða Musa
sapientun (ávöxtur vitringanna) á
latínu.
Og, satt best að segja, ef það
var í rauninni ætlun Adams og
Evu að fela sköp sín hvort fyrir
öðru, þá hentar stórt og mikið
bananablað miklu betur til þess
en agnarlítið fíkjulauf . . .
(Bengt Bengtsson í Fakta 9/88. - Þ.J.)
Bananar eru ekki
bara millimálabiti
Algengast er, að bananar séu
borðaðir eins og þeir koma fyrir.
En það er auðvelt að nota þá við
hverskonar matargerð til að auka
á fjölbreytnina.
Áuðveldast er að nota þá sem
efni í eftirrétt, t.d. má skera þá
að endilöngu og hella yfir þá
hindberja- eða jarðarberjasósu,
hrásafti eða ávaxtasafa.
Séu bananar skornir í sneiðar,
henta þeir vel með kremi eða ís,
og þá má gjarna strá súkkulaði-
spónum yfir.
Pressaður banani er hin ákjós-
anlegasta fylling í kökur. Þá er
líka hægt að hafa banana með
kjöti eða fiski - og ekki bara til
skrauts. Steikið t.d. banana í
smjöri eða smjörlíki á pönnu í
svo sem tíu mfnútur eða þar til
hann hefur fengið á sig gullinn lit
Kryddið svo með karrý, engifer
og svörtum pipar.
Yfirleitt hentar pipar vel með
bönunum til að skerpa bragðið,
ekki síst ef nýtt grænmetissalat
fylgir með. Byrjið á því að fjar-
lægja hýðið (notið kvenlegu
aðferðina), stráið pipar á aldin-
kjötið og leggið síðan hýðið yfir
það aftur, til þess að bananinn
verði ekki dökkur á lit. Stórkost-
legt og gott!