Dagur - 10.08.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, fimmtudagur 10. ágúst 1989_________150. tölublað
Steinullarverksmiðj an:
Steinullarverksmiðjan á Sauð-
árkróki gerði í síðustu viku
samning við japanska stórfyr-
irtækið Nitto Boseki í Tokýó
um að fyrirtækið bræði 75 tonn
af hráefni sínu í rafbræðsluofni
verksmiðjunnar. Japanska
fyrirtækið er að leita að meiri
hagkvæmni og gæðum, auk
minni mengunar við bræðslu í
sinni verksmiðju ytra, þar sem
þeir bræða sandinn með hefð-
bundinni aðferð í koxofni.
Bræðsla mun hefjast í Steinull-
arverksmiðjunni um miðjan
október nk. og tekur þrjá
daga. Með 75 tonnum af sandi
koma 4-5 starfsmenn Nitto
Boseki til að kynna sér raf-
bræðsluna og fylgjast með.
Til marks um stærð fyrirtækis-
ins, þá var veltaþess á síðasta ári
um 60 milljarðar ísl. króna. Nitto
Boseki framleiðir ýmislegt,
s.s. glerull, steinull, vefnaðarvör-
ur, efnavörur, byggingavörur
o.fl. Fyrirtækið hefur ekki áður
gert samning af þessu tagi við
íslenskt framleiðslufyrirtæki.
„Þeir eru að sækjast eftir þeirri
tækniþekkingu sem við höfum í
rafliræðslu hráefnis til fram-
leiðslu steinullar, sem þekkist
hvergi annars stáðar í heiminum í
dag. Ég tel að við höfum náð
mjög góðum samningi við Japan-
ina,“ sagði Einar Einarsson,
framkvæmdastjóri verksmiðj-
unnar, í samtali við Dag. Einar
sagði að það yrði að koma í ljós
hvort sú ull sem kæmi úr hráefni
Japananna, yrði söluhæf vara. Til
að byrja með munu Boseki-menn
verða sér úti um prufueintök af
framleiðslunni. -bjb
í gær var sett ráðstefnan Líf undir leiðarstjörnu sem haldin er á vegum Háskólans á Akureyri. Uni er að ræða þver-
faglega ráðstcfnu og eru þátttakcndur frá íslandi, Kanada, Bandaríkjunum og Skotlandi. Á myndinni sést Dr.
Margaret E. Wilson prófessor í hjúkrunarfræði flytja erindi sitt. Mymi: ki.
fslenskir smábátaeigendur í þróunaraðstoð:
Gefa ósjálíVirkar handfærarúllur
tfl starfsbræðra á Grænhöfðaeyjum
- hið besta mál, segir Björn Dagbjartsson hjá þróunarsamvinnustofnun
Samningur gerður
við Nitto Boseki
- japanskt stórfyrirtæki ætlar að bræða
7 5 tonn af sandi í rafofni verksmiðjunnar
Kópasker:
Rækjuvinnsla
Geflu í gang
- nýr bátur Jökuls
á Raufarhöfn, áður
Mummi GK, í sínum
fyrsta rækjutúr
í dag munu hjól rækjuverk-
smiðju Geflu hf. á Kópaskeri
snúast að nýju eftir langt hlé.
Jökull hf. á Raufarhöfn hefur
fest kaup á Mumma GK-120
frá Sandgerði og mun hann
leggja upp rækju hjá Geflu.
Mummi er nú í sínum fyrsta
rækjutúr og er væntanlegur
með afla til vinnslu í dag.
Mummi GK-120 er 176 lesta
stálskip, smíðað í Brattvaag í
Noregi árið 1959. Hann var áður
í eigu Rafns hf. í Sandgerði og er
á sóknarmarki með rækju og síld-
arkvóta. Búið er að veiða megnið
af þorskkvótanum en eftir er
óskertur rækju- og síldarkvóti
skipsins. Hólmsteinn Björnsson,
framkvæmdastjóri Jökuls, segir
að ætlunin sé að gera Mumma út
á rækju í haust og sjá þannig
Geflu fyrir hráefni. Hann segir
ljóst að afli hans nægi ekki til að
keyra rækjuvinnsluna á Kópa-
skeri á fullum afköstum en ekki
sé útséð með að fá meira hráefni
fyrir hana.
Fimm menn eru í áhöfn
Mumma, þar af þrír frá Raufar-
höfn. Skipstjóri er Ragnar Tóm-
asson frá Raufarhöfn. óþh
Islenskir smábátaeigendur
hafa ákveðið að leggja sitt af
mörkum í þróunaraðstoð við
Grænhöfðaeyjar. Á stjórnar-
fundi Landssambands smá-
bátaeigenda á Hornafirði um
síöustu helgi fékk Örn
Pálsson, framkvæmdastjóri
LS, umboð stjórnar til að
beina því til félaga í LS að ís-
lenskir trillukarlar gæfu ósjálf-
virkar handfærarúllur, sem
hafa verið lagðar til hliðar, til
starfsbræðra sinna á Græn-
höfðaeyjum. Björn Dagbjarts-
son, hjá Þróunarsamvinnu-
stofnun Islands, fagnar mjög
þessari ákvörðun smábátaeig-
enda og segir að handfærarúll-
urnar muni koma trillukörlum
á Grænhöfðaeyjum að góðum
notum.
Að sögn Arnar Pálssonar tók
stjórn LS mjög vel í þá hugmynd
að gefa handfærarúllurnar til
Grænhöfðaeyja enda væru þær
betur komnar þangað niður eftir
en liggja ósnertar í geymslum
víða um land. Örn sagði að
ástand handfærarúllanna væri
auðvitað mismunandi, sumar
væru í mjög góðu lagi en aðrar í
miður góðu ástandi. „Við viljum
hvetja þá menn sem hafa færa-
vindur í fórum sínum að hafa
samband við Landssambandið
sem fyrst,“ sagði Örn.
Forsaga þessa máls er sú að í
júní sl. var haldin fjölmenn ráð-
stefna strandfiskimanná í Portú-
gal. Þátttakendur á ráðstefnunni
komu víða að, frá S-Ameríku,
Bandaríkjunum, Evrópu, Afríku
og Asíu. Örn Pálsson var fulltrúi
LS á fundinum og bar þetta mál á
góma í viðræðum hans við full-
trúa Grænhöfðaeyja á ráðstefn-
unni. í ljós kom mikill áhugi þar-
lendra á að fá færavindur héðan.
„Það verður að segjast að hér
er hið besta mál á ferðinni,"
sagði Björn Dagbjartsson, hjá
Þróunarsamvinnustofnun Is-
lands. „Við höfum sent 30-40
færavindur héðan og þeir sem
hafa komist upp á lag með aö
nota þær vilja helst ekkert annað.
Sveinbjörn Laxdal formaður
Félags' kartöflubænda í Eyja-
firði segist ekki eiga von á því
Það er ánægjulegt aö smábátaeig-
endur vilja aðstoða Grænhöföa-
eyinga með þessu móti og viö hjá
Þróunarsamvinnustofnun mun-
um sjá um að senda vindurnar
niður cftir. Viö þurfum hvort
sem er aö senda gám at veiðar-
færum og plastkössum til Græri-
höfðaeyja í haust.“
Björn sagði að ósjálfvirku
að kartöflubændur á svæðinu
fari að taka upp að ráði fyrr en
í byrjun september. Með óska-
tíð næsta mánuðinn telur hann
að uppskera geti orðið í meðal-
lagi.
„Það getur verið að einhverjir
fari af stað um miðjan mánuðinn
en heilt yfir held ég að þetta verði
ekki fyrr en í næsta mánuði.
Ennþá eru þetta bara smáber
undir grösunum en miðað við
það hvað menn settu seint niður
þá finnst mér garðar ekki líta illa
út. Ef við fáum óskatíð næsta
mánuðinn þá gæti útkoman
kannski orðið meðaluppskera,"
sagði Sveinberg.
Flestir bændur gátu ekki sett
niður fyrr en komiö var fram í
júní og algengt er að menn hafi
verið um þremur vikum síðar á
ferðinni en í meðalári. Ekki er
I hægt að fresta upptekt í svo lang-
handfærarúllurnar hefðu valdið
straumhvörfum hjá trillukörlum
á Grænhöfðaeyjum. Til þessa
hafi þeir dregið fisk úr sjó með
því að slaka línu út fyrir horð-
stokkinn og draga aftur upp mcö
berum lúkum. „Eftir áð næloniö
varð allsráðandi eru þeir allir
sundurskornir á höndunum,"
sagöi Björn. óþh
aii tíma. „Það þarf helst að vera
búið að taka upp svona um
20. scptember en eftir það fer
þetta að verða hættuspil vegna
vcðra,“ sagði Sveinberg.
Sveinbcrg segist giska á að
haustverð til framleiðenda vcrði
á bilinu 60-70 krónur fyrir kílóið.
Sú þumalfingursregla hefur
gjarnan verið notuð að verð í
verslunum sé tvöfalt þetta verð
eða 120-140 krónur.
Ingi Þór Ingimarsson bóndi að
Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðs-
eyri hefur á undanförnum árum
gjarnan verið fyrstur bænda á
Eyjafjarðarsvæðinu til þess að
senda afurðir sínar á markað. En
hvernig er staðan núna? „Ja, ég
er farinn aö borða þær og það
getur verið að ég fari eitthvað að
skoða þetta betur. Fyrst er að sjá
hvaða verð maður fær,“ sagði
Ingi í samtali við blaðið. ET
Kartöflurækt í Eyjafirði:
Fjögurra vikna óskatíð
gæti gefið meðaluppskeru
- haustverð í verslunum á bilinu 120-140 krónur fyrir kílóið