Dagur - 10.08.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 10.08.1989, Blaðsíða 9
Verðlaunasamkeppni um bestu bamabókina fimmtíu þúsund króna verðlaun í boði - eitt hundrað og Verðlaunasjóður íslcnskra barnabóka efnir nú í fímmta sinn til samkeppni um handrit að bókum fyrir börn og ungl- inga. íslensku barnabókaverð- launin 1990 nema 150.000 krónum, en auk þess fær sigur- vegarinn í samkeppni sjóðsins greidd höfundarlaun fyrir verkið samkvæmt samningi Rithöfundasambands íslands og Félags íslenskra bókaútgef- enda. Frestur til að skila handritum í verðlaunasam- keppnina er til 31. nóvember 1989, en verðlaunabókin mun koma út vorið 1990 á vegum Vöku-Helgafells í tengslum við afíiendingu verðlaunanna. Þess má geta að ákveðinn hundraðshluti af útsöluverði hverrar bókar rennur til sjóðsins. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður árið 1985. Meginmarkmið sjóðsins er að stuðla að auknu framboði á vönduðu íslensku lesefni fyrir æsku landsins. í þessu skyni efnir sjóðurinn árlega til sagnakeppni og hyggst þannig örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og ungl- inga. Höfundur besta handrits að mati dómnefndar hlýtur svo Á vegum fjármálaráðuneytisins verður á næstu mánuðum unnið að viðamiklu kynningarstarfi í tengslum við grundvallar- breytingar á skattkerfinu um næstu áramót. Jafnframt er fyrir- hugað aö auka upplýsingastreymi og efla umræðu um veigamestu þætti tekjuöflunar og útgjalda ríkisins. Upptaka virðisaukaskatts í stað söluskatts verður umfangs- mesta skattkerfisbreyting um árabil hérlendis, og hefur í för með sér ný vinnubrögð hjá þúsundum fyrirtækja og einstakl- inga. í undirbúningi er einnig ný löggjöf um skattlagningu fjár- magnstekna og samstarf við almenning um aukið aðhald við innheimtu skatta. Auk þessa upplýsingastarfs á íslensku barnabókaverðlaunin hverju sinni. Að verðlaunasjóði íslenskra barnabóka standa bókaforlagið Vaka-Helgafell, fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar rithöf- undar, Barnabókaráðið (íslands- deild IBBY-samtakanna) og Barnavinafélagið Sumargjöf. Formaður stjórnar Verðlauna- sióðs íslenskra barnabóka er Ólafur Ragnarsson bókaútgef- andi. Þess má geta að í öll fjögur skiptin sem íslensku barnabóka- verðlaunin hafa verið veitt hafa verðlaunabækurnar jafnframt verið fyrstu bækur höfundanna. Árið 1986 hlaut Guömundur Ólafsson verðlaunin fyrir bók sína Emil og Skundi, Kristín Steinsdóttir árið 1987 fyrir bók- ina Franskbrnuð með sultu, Krístín Loftsdóttir árið 1988 fyrir bókina Fugl í búri og nú í vor hlaut Heiður Baldursdóttir verð- launin fyrir bók sína Álagadalur- inn. Væntanlegum þátttakendum í samkeppninni um íslensku barnabókaverðlaunin 1990 skal bent á að ekki eru sett nein tak- mörk varðandi lengd sagnanna og einungis við það miðað að efn- ið hæfi börnum og unglingum. sviði skattamála hefur verið ákveðið að efna til víðtækrar kynningar á þróun ríkisútgjalda og skiptingu þeirra milli ein- stakra málefnaþátta. Slíkt kynningarstarf er forsenda efnis- legra umræðna um ráðstöfun fjármuna úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna. Til að annast skipulagningu þessara verkefna hefur Mörður Árnason verið ráðinn í starf upp- lýsingafulltrúa fjármálaráðherra frá 1. ágúst 1989. Jafnframt mun upplýsingafulltrúinn aðstoða fjölmiðla og almenning við upp- lýsingaöflun af vettvangi fjármálaráðuneytisins og þeirra stofnana sem því tengjast. Slík þjónusta var m.a. á starfssviði upplýsingafulltrúa fjármálaráðu- neytisins, en það starf hefur ekki verið mannað á þessu ári. Sögurnar skulu merktar dul- nefni en rétt nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Óskað er eftir að handrit séu send í ábyrgðarpósti og utanáskriftin er: Verðlauna- sjóður íslenskra barnabóka, Vaka-Helgafcll, Síðumúla 29, 108 Reykjavík. Borgarbíó Fimmtud. 10. ágúst Kl. 9.00 Young Guns Kl.-9.10 Syndagjöld Kl. 11.00 Presidio irmwFi) Kl. 11.10 Réttdræpir Nauðungaruppboð á eftirtalinni fasteign fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Áma á Bakka ÞH-380 , þingl. eign Sæbliks hf., Kópaskeri, fimmtud. 17. ágúst '89, kl. 13.10. Uppboðsbeiðendur eru: Þrotabú Sæbliks hf., Tryggingastofnun ríkis- ins, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og Útvegsbanki íslands hf. * Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Bæjarfógeti Húsavíkur. .. Mm Fj ármálaráðuneytið: Mörður Ámason ráðinn upplýsmgafulltrúi Fimmtudagur 10. ágúst 1989 - DAGUR - 9 AKUREYRARB/ÍR Kartöflugeymsla Vegna hreinsunar á kartöflugeymslunni í Kaupvangsgili eru leigjendur hólfanna beönir aö tæma þau fyrir 18. ágúst. Geymslan verður opin 14.-18. ágúst frá kl. 13-17. Garðyrkjuverkstjóri. Atvinna • Atvinna • Atvinna SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Vistheimilið Sólborg Lausar stöður þroskaþjálfa og almennra starfsmanna á deildum nú þegar og í haust. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sól- borgar frá kl. 10-16. Forstöðumaður. Starfsfólk óskast til afgreiðslustarfa í matvöruverslun strax. Annars vegar til starfa á daginn og hins vegar á kvöldin. Uppl. á staðnum að Móasíðu 1. Útgáfan hcfur ákveðið að bjóða nýjum áskrifendum eina bók ókeypis um lcið og þcir gcrast áskrifendur. I’cir geta valið úr cftirtöldum bókum. Spcnnusiiguflokkurinn: Morðið í Tauerngöngunum, Þcir dauðu drckka ekki Síðasta bónin, Likið stjórnar lciknum. Ástarsöguflokkurinn: Hrakfallabálkur, Ómótstæðilegur karlmaður Sjúkrahúsið í frumskóginum, lndíánaprinsessan. SNORRAHÚS Pósthólf 58 ■ 602 Akureyri ■ tsr 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.