Dagur - 10.08.1989, Blaðsíða 3
Togarinn Bjartur frá Neskaupstað:
lullkominn gír reyndist
vitlaust smíðaður
- þrjú ár síðan gírinn var keyptur frá Þýskalandi
Togarinn Bjartur frá Nes-
kaupsstað hefur undanfarna
fjóra mánuði verið í umfangs-
miklum breytingum og endur-
bótum í Slippstöðinni á Akur-
eryri. Yerkinu er nú lokið að
öðru leyti en því að nýr gír fyr-
ir aðalvél og rafala skipsins er
af einhverjum ástæðum vit-
laust smíðaður og getur því
ekki sinnt hlutverki sínu að
öllu óbreyttu. Ekki er vitað
hver ber ábyrgð á þessum
mistökum en útgerð skipsins
hefur leigt annan togara til að
veiða þangað til lausn finnst.
Bjartur NK er einn hinna
. svokölluðu Japanstogara en flest-
; ir þeirra hafa á undanförnum
árum farið í umfangsmiklar
breytingar og viðhald til
Póllands. Bjartur var hins vegar
sendur til Akureyrar þar sem
undanfarna fjóra mánuði hefur
verið unnið við skipið.
Fyrir þremur árum stóð til að
skipta um gír og skrúfu á skipinu
og voru þessir hlutir þá keyptir af
hollenskum aðila. Gírinn er
smíðaður í Þýskalandi. Hætt var
við að setja hinn nýja búnað í
skipið fyrir þremur árum. Þegar
síðan kom að þeim verkþætti í
Slippstöðinni á dögunum kom
babb í bátinn því í Ijós kom að
gírinn er vitlaust smíðaður.
Úttak fyrir riðstraumsrafal snýst
með þeim hraða sem ætlaður er
jafnstraumsrafli og öfugt.
Ekki liggur ljóst fyrir hvar sök-
in á þessum mistökum liggur.
Eftir því sem næst verður komist
voru réttar teikningar sendar til
Hollands en þar eða í Þýskalandi
virðast þær með einhverjum
hætti hreinlega hafa snúist við.
Að sögn Karls Þórleifssonar
tæknifræðings sem hefur yfir-
umsjón með breytingunum fyrir
hönd eiganda skipsins, Síldar-
vinnslunnar hf. á Neskaupsstað
er hægt að leysa þetta vandamál
með ýmsum hætti en ekki hefur
verið tekin um það ákvörðun
hvaða leið verður valin. Ljóst er
þó að skipiö verður frá veiðum
um sinn en á meðan hefur togar-
inn Júlíus Geirmundsson frá ísa-
firði verið leigður til þess að
veiða eitthvað af þeim 1600
tonna þorskkvóta sem skipið á
eftir. ET
Félag smábátaeigenda á Austurlandi ályktar:
Smábátasjómenn sitji vid sama
borð og aðrir með aílatilfærslu
Á fundi í Félagi smábátaeig-
enda á Austurlandi, sem hald-
inn var í Egilsbúð í Neskaup-
stað 30. júlí sl. var rætt um
ýmis hagsmunamál smábáta-
eigenda. Samþykkt var eftir-
farandi ályktun í (imm liðum.
1. Fundurinn ítrekar þá megin-
kröfu smábátasjómanna að allar
krókaveiðar verði gefnar frjálsar
á bátum undir 10 tonnum.
2. Fundurinn gerir þær kröfur
til stjórnvalda að smábátasjó-
menn sitji við sama borð og aðrir
útgerðaraðilar varðandi aflatil-
færslu milli ára og lýsir sig jafn-
framt andvígan hverskonar sölu á
óveiddum fiski í sjónum.
3. Einnig telur fundurinn það
algjört réttlætismál að aflahá-
mark hjá smábátum sé reiknað í
slægðum fiski svo sem gildir hjá
öllum öðrum útgerðaraðilum á
landinu og verði því breytt án
þess að til lækkunar á tonnatölu
komi.
4. Ennfremur gerir fundurinn
þær kröfur til stjórnvalda að
frjálsar tryggingar verði á öllum
bátum undir 10 tonnum.
5. Fundurinn samþykkir að
beina því til stjórnvalda að bol-
fiskveiðar í dragnót verði ekki
leyfðar yfir hrygningartímann í
víkum, flóum og innfjörðum.
Ólafsij ar ð argöngin:
Sprengt í nokkrar
vikur Dalvíkurinegin
Starfsmenn Krafttaks hafa nú
flutt sig tímabundið inn fyrir
Múlann og eru byrjaðir á
sprengingu jarðganganna Dal-
víkurmegin. Fyrstu sprengju-
hleðslurnar voru settar í berg-
stálið sl. fimmtudag og verður
áfram sprengt í vestur í gegn-
um Múlann næstu tvær til
þrjár vikurnar.
Ástæða þess að hafin er
sprenging jarðganganna Dalvík-
urmegin er sú að bygging veg-
skála Ólafsfjarðarmegin er á því
stigi að sprengjumenn eiga þar
erfitt með að athafna sig. Fjölnis-
menn á Akureyri, sem sjá um
byggingu vegskálans, eru sem
stendur í fríi. Þeir taka upp þráð-
DAGUR
AkureýTi
0 96-M
Norðlcnskt dagblað
inn að nýju eftir um viku og fljót-
lega upp úr því verður unnt að
halda áfram við sprengingu gang-
anna Ólafsfjarðarmegin.
Starfsmenn Krafttaks sem
vinna við sprengingu jarðgang-
anna eru nýlega komnir endur-
Að sögn Hreiðars Valtýssonar
útgerðarmanns Þórðar Jónas-
sonar EA verður skipið ekki
sent á loðnuveiðar fyrr en lok-
ið hefur verið við að veiða
þorsk- og rækjukvóta skipsins.
I fyrra var þorskkvóti skipsins
lánaður til Útgerðarfélags
Akureyringa og því er það tvö-
faldur skammtur sem nú má
veiða.
Þórður Jónasson lá inni yfir
nærðir úr góðu sumarfríi. Áður
en það hófst voru göngin orðin
174.0 metrar. Það eru því ekki
margar vikur í að tveggja kíló-
metra markinu verði náð en
heildarlengd Ólafsfjarðargang-
anna er 3,1 kílómetri. óþh
verslunarmannahelgina en í vik-
unni fer hann af stað á þorsk-
veiðar. Alls eru það tæp 200 tonn
sem skipið má veiða, kvótinn
sem nú var úthlutað og það sem
ÚA fékk að láni á síðasta ári og nú
fæst til baka. Auk þess á Þórður
Jónasson eftir um 50 tonna
rækjukvóta og að sögn Hreiðars
verður hann veiddur á eftir
þorskinum en því næst tekist á
við loðnuna. ET
Þórður Jónasson EA:
Þorskur og rækja
kláruð fyrst
- en síðan farið að huga að loðnunni
Fimmtudagur 10. ágúst 1989 - DAGUR - 3
5 ►5*4
?ia nP3
eraóöur" o<&
Bjartur er nú buiidinii við bryggju í Slippstöðinni á Akureyri.
Hef flutt fcy
tannlæknastofu mína
aö Hofsbót 4, annarri hæö.
Steinar Þorsteinsson, tanniæknir, sími 22242.
Aðalfundur
Aðalfundur húsnæðissamvinnufélagsins
Búseta á Akureyri verður haldinn fimmtu-
daginn 17. ágúst kl. 20.00 í Alþýðuhúsinu
v/Skipagötu.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Harmoniku-
dansleikur
Harmonikufélags Þingeyinga verður í
laugardagskvöld 12. ágúst frá kl. 23.00.
H.F.Þ.
Lóni
Tííkynnmg
Vegna námsdvalar erlendis mun Lára Ólafs-
dóttir tannlæknir sjá um rekstur stofu minnar
frá 14. ágúst 1989 til 30. júní 1990.
Hörður Þórleifsson, tannlæknir
Kaupangi.