Dagur - 10.08.1989, Blaðsíða 12
Akureyri, fimmtudagur 10. ágúst 1989
Sauðárkrókur Húsavík Reykjavík
95-5960 96-41585 91-17450
Höfnin á L.-Árskógssandi dýpkuð:
Var orðið mjög aökallandi
Dýpkunarfélagið hf. lauk fyrir
nokkru dýpkun Dalvíkurhafn-
ar og hélt þá með sín tæki og
tól til Akureyrar til að ná um
11 þúsund rúmmetrum upp úr
nýju fiskihöfninni. Þær fram-
kvæmdir eru nú hafnar og er
áætlað að þeim Ijúki um næstu
mánaðamót. A leið inn Eyja-
fjörð höfðu Dýpkunarfélags-
menn viðkomu á L.-Arskógs-
sandi um síðustu helgi og
dældu þar úr höfninni.
Að sögn Sveins Jónssonar,
oddvita hreppsnefndar Árskógs-
hrepps, var 2500 rúmmetrum
dælt upp úr höfninni, á milli
gamla hafnargarðsins og nýrrar
viðlegubryggju Hríseyjarferjunn-
ar. „Þetta var orðið mjög aðkall-
andi og verkið gekk fljótt og
vel.“
Heildarkostnaður við dýpkun-
ina er um 1200 þúsund krónur,
tæpar 500 krónur á rúmmetra.
„Við byrjuöum að dýpka í fyrra
með gröfu úr landi og náðum
þannig 1000 rúmmetrum. Síðan
héldum við áfram nú þar sem frá
var horfið," sagði Sveinn. óþh
húsa höfðu mótmælt byggingu
umrædds húss, aðallega vegna
frávika frá aðalskipulagi, vt'saði
bæjarstjórn málinu aftur til
skipulags- og byggingarnefnda.
Áöur en nefnditnar tóku májið
fyrir var háidinn fundur með
íbúum hverfisins þar sem aðilar
kynntu sín sjónarmið. Á fund-
inum kynnti fulltrúi frá SS-
Öyggi að hugntyndin væri að
leigja íbúöirnar í húsinu til
„Túrhestar“ streyma til Þórshafnar:
Astæða til að huga að
úrbótum í ferðaþjónustu
„Hingað hefur verið áberandi
ineiri ferðamannastraumur í
sumar en undanfarin ár,“ sagði
Daníel Árnason, svcitarstjóri á
Kópasker:
Árni á Bakka
á uppboð
- skipið enn til sölu
segir skipstjóri
Nauðungaruppboð á ms. Árna
á Bakka ÞH-380 er auglýst í
Degi í dag og til stendur að
taka uppboðið fyrir 17. ágúst
nk. hjá sýslumannsembættinu í
Þingeyjarsýslu. Árni á Bakka
er eign þrotabús Sæbliks hf. á
Kópaskeri.
Skipið liggur við bryggju á
Akureyri. Það var gert út í janú-
ar og febrúar en síðan lagt og á
að mestu óveiddan kvóta ársins,
530 tonn af ýmsum fisktegund-
um.
„Skipið er enn til sölu þó upp-
boðsmál sé byijað. Menn eru að
spyrjast fyrir um skipið, því
margir eru að leita sér að skipi,
sem betur fer," sagði Örlygur
Hnefill Jónsson, skiptastjóri
þrotabúsins, aðspurður um fyrir-
hugað nauðungaruppboð.
Rækjuverksmiðja þrotabús
Sæbliks á Kópaskeri hefur þegar
verið seld.
Þórshöfn, í samtali við Dag. „I
Ijósi þess fcljum við ástæðu til
að skoða hvort hér er um
marktæka aukningu í komu
ferðamanna að ræða.“
Ferðamannastraumur á
Norðurlandi hefur verið með
mesta móti í sumar eins og fram
hefur komið. Þeir hafa sem fyrr
verið hvað mest áberandi í
Mývatnssveit og á Akureyri en
samkvæmt orðum Daníels hafa
þeir einnig lagt leið sína í sumar
fyrir Melrakkasléttu. Hann orðar
það svo að sveitarstjórn Þórs-
hafnarhrepps telji fulla ástæðu til
að huga að uppbyggingu ferða-
þjónustu á staðnum. Menn vilji
þó fara að öllu með gát í því efni
og ekki leggja í of miklar fjárfest-
ingar. Daníel segist stefna að því
að eiga fund með Birgi Þorgils-
syni, ferðamálastjóra, í haust þar
sem þessi mál verði reifuð.
„Hér er til staðar þokkaleg
gistiaðstaða, tjaldstæði og Hótel
Jórvík. Þetta er ekki spurning um
að bæta úr gistiaðstöðu. Það
sem þarf er að byggja upp
annarskonar þjónustu í kringum
þetta, t.d. að koma á skipulögð-
um ferðum fyrir ferðamenn hér í
nágrenninu," sagði Daníel.
Að sögn Daníels hefur lítillega
verið rætt um hugsanlegt sam-
starf Þórshafnarhrepps og
Raufarhafnarhrepps í uppbygg-
ingu ferðaþjónustu. Um það hafa
þó engar ákvarðanir verið teknar
og þarf frekari athugunar við.
óþh
Veiðifélag Ólafsijarðarár:
Skákuðu veiðiþjófiun með
sölu veiðileyfa í Ósinn
- tvær stengur leyfðar á dag og hámarkskyóti á stöng er 4 laxar
Veiðifélag Ólafsfjarðarár hóf
sl. föstudag að selja veiðileyfi í
ós Ólafsfjarðarár. Sala veiði-
leyfanna var ákveðin í samráði
við embætti veiðimálastjóra.
Þetta þykir nokkrum tíðindum
sæta því Veiðifélagið hefur
lengi staðið í stríði við óprúttna
veiðiþjófa sem hafa rennt fyrir
lax og bleikju í ósnum, jafnt að
nóttu sem degi. Gunnar L.
Jóhannsson á sæti í stjórn
Veiðifélagsins og sagði hann
að ákveðið hafi verið að í
fyrstu atrennu yrðu seld veiði-
leyfi í rúma viku, frá föstudegi
til sunnudags en um framhald-
ið væri enn allt óráðið.
„Það var orðinn mikill þrýst-
ingur frá heimamönnum um að
leyfa veiði í ósnum. Menn voru
farnir að standa við ósinn bæði á
nóttu og degi og kasta fyrir fisk.
Veiðimálastjóri taldi það gott ráð
að leýfa veiði í ósnum til skamms
tíma til að iægja öldurnar," sagði
Gunnar.
Eins og áður segir byrjuðu
menn veiðar um síðustu helgi í
ósnum. Leyfðar eru tvær stengur
Verslunar- og gistihús við Hlíðarlund 2:
kjallari ekki talinn auka nýtingu lóðarinnar
Skipulagsnefnd og byggingar-
nefnd Akureyrarbæjar af-
greiddu á fundum sínuin fyrir
helgina erindi vegna bygg-
ingar tveggja hæða verslunar-
og gistihúss á lóð númcr tvö
við Hlíðarlund. Nefndirnar
samþykktu áður gerðar til-
lögur að liúsinu nánast
óbreyttar. „
Eftir að eigendur nálægra
skólafólks yfir vcturinn en til
ferðamánna yfir sumartimann.
Skipulagsnefnd tók málið fyr-
ir á fundi sfnum síðastliðinn
fimmtudag og þar var fyrri sam-
þykkt hennar um 35% nýtingu
lóðarinnar staðfest. í þeirri tölu
er ekki tekið tillit til kjallara
undir húsinu. „Nefndin lítur svo
á að kjallari auki ekki nýtingu
löðarinnar svö fremi sem hamf
er tengdur efri hæðurn sem
geymslu- og þjónusturými og
þar verði ekki gert ráð fyrir
neinni starfsemi sem kalli á
aukna umferð að liúsinu," segir
í bókun nefndarinnar.
Á föstudaginn fundaði bygg-
ingarnefnd svo um málið og
áfgreiddi þaö með sams konar
hætti. Málið fer fyrir næsta fund
bæjarstjórnar þar sem það verð-
ur endanlega afgreitt. ET
á dag og er hámarksveiði á stöng,
sem kostar 3000 krónur á dag,
fjórir laxar. Ekki má veiða nær
gildru Óslax hf. en sem nemur
150 metrum.
Um er að ræða 3-4 punda haf-
beitarlax sem talið er fullvíst. að
hafi sloppið fram hjá gildrunni í
sumar, Ösinn ruddi sig nálægt
gildrunni í tvígang fyrr í sumar
og þá telja menn að laxinn hafi
sloppið upp í ósinn og Ólafsfjarð-
arvatn. Hans hefur orðið vart í
torfum skammt frá brúnni yfir
ósinn og þar halda veiðimenn sig
nest. Þegar veiðar voru leyfðar
ím síðustu helgi, fylgdist múgur
>g margmenni með gráðugum
veiðimönnum reyna að drepa
laxinn. Viðmælandi Dags orðaði
það svo að laxveiðin hafi líkst
bíósýningu! Að vísu var laxinn
tregur til að taka agn veiði-
manna, flugu eða maðk, og hefur
Dagur einungis spurnir af einni
veiðíkló sem tókst að ná kvótan-
um, fjórum löxum.
Eins og áður segir hefur ekki
verið tekin ákvörðun um fram-
haldið. „Við munum taka það til
athugunar fyrir helgina hvort við
e.t.v. leyfum veiðar liálfan
daginn. Ef framhald verður á
þessu munum við selja leyfin
helmingi dýrar. Það hefur verið
grimm sala og menn eru farnir að
panta leyfi ef við höldum áfram
að selja veiðileyfi í ósinn," sagði
Gunnar. óþh
900 pakkar af ítalíu-
skreið frá Dalvík
Síðastliðinn föstudag var fyrsta farmi Ítalíuskreiðar á þessu ári á vegum Fiskmiðlunar Norðurlands
skipað út frá Dalvík. Skreiðin var sett í gáma og flutt sjóleiðis til Reykjavíkur. Þar voru gámarnir fluttir
yfir í skip sem lagði af stað áleiðis til Ítalíu í gær. Að sögn Hallsteins Guðmundssonar hjá Fiskmiðlun-
inni fóru í þessari fyrstu ferð 900 pakkar en í heildina verða sendir á bilinu 15-18 þúsund skreiðarpakkar
til Ítalíu í gegnum Fiskmiðlun Norðurlands. óþh
Mynd: RSF