Dagur - 16.08.1989, Page 2

Dagur - 16.08.1989, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 16. ágúst 1989 ‘‘ \ •, • .. -1* 'i>- xív< fréttir ■ .m Utsalan hefst í dag SiMI (96)21400 Mikill afsláttur „Veguriim að Sólborg er stórhættulegur“ - segir Pórhildur Svanbergsdóttir þroskaþjálfi „Það er um 40 manna hverfi hérna útfrá og hvers eiga þessir íbúar Akureyrarbæjar að gjalda?“ spyr Þórhildur Svan- bergsdóttir þroskaþjálfi á vist- hcimilinu Sólborg ráðamenn bæjarins vegna slæms vegar sem liggur að heimilinu. A undanförnum árum hefur starfsfólk Sólborgar reynt að benda á hversu slæmur vegurinn þangað er. Um 40 manns búa á Sólborg og starfsmenn eru yfir 100. „Við sem vinnum hérna borgum auðvitað okkar skatta til bæjarins en í hvert skipti scm ein- hver fer um þennan veg þá setur hann sjálfan sig og aðra í stór- hættu. Vegurinn er mjög hlykkj- óttur og ofarlega á honum er hlífðargrindverk en það er brotið og vegurinn hallast niður að gljúfrinu við Glerá. Þetta er eina leiðin sem við getum farið að ganga með okkar fólki og útivist er það sem allir hafa gott af og einn af þeim þáttum sem við ráð- um við í okkar starfi," sagði Þór- hildur. Starfsfólk og- vistfólk sendi undirskriftalista til allra bæjar- fulltrúa fyrir u.þ.b. tveimur árum en ennþá hefur ekkcrt gerst í málunum. „Mér finnst alveg sjálfsögð krafa að eitthvað verði gert fyrir þessa rúmlega 40 íbúa. Það væri engu öðru íbúðahverfi boðið upp á svona hluti.“ Vistheimilinu var fyrir nokkru gefnir bekkir til þess að setja við veginn en Þórhildur sagði ekki hægt að nýta þessa gjöf fyrr en eitthvað yrði gert fyrir veginn. „Það er mikið ryk á veginum í þurru veðri og þegar rignir er hann ein leðja. Hann er alveg hrikalegur. Ég veit að Akureyr- ingar hafa metnað til að hafa fal- legt í kringum sig eins og sést á bænum en ég skil ekki hvers þess- ir íbúar eiga að gjalda. Þeir geta ekki sjálfir látið í sér heyra og því verðum við að gera það. Það er ekkert óeðlilegt við að einhver spyrji fyrir hönd íbúa í þessu hverfi: Hvað með veginn, hvenær á að laga veginn heim til okkar?“ Sigfús Jónsson bæjarstjóri reyndist ekki fáanlegur til að tjá sig um þetta mál. Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur tæknideildar bæj- arins sagði að reynt væri að halda veginum við en engar fjárveiting- ar hefðu fengist til stærri við- gerða. „Málið mun leysast þegar Dalsbraut og Borgarbraut koma til sögunnar en ég get ekkert um það sagt hvenær það veröur. Auðvitað ber okkur skylda til að halda veginum við svo þar sé fært þangað til -aýr vegur leysir hinn af hólmi,“ sagði hann. KR Ekkert svar hefur borist vegna undirskriftarlistans sem sendur var bæjar- yfirvöldum. Skrifstofutækninam fyrir þá sem horfa björt- um augum fram á við Hjá okkur færðu greinagóðan bækling sem seg- ir þér allt um þetta einstæða nám. Hringdu strax og við sendum hann um hæl. Tölvufrczðslan Afcureyri fif. Gíerárgötu 34, Akureyri. Síminn er 27899 cða 27886. Vegurinn að Sólborg er fremur illa útlítandi í rigningu. Mynd: KL Sala lambakjöts á lágmarksverði gengið vel - verið er að skoða framhaldið Undanfarinn mánuð hefur sérpakkað lambakjöt verið selt á lágmarksverði. Kjötinu hefur verið mjög vel tekið og meira selst en rciknað var með í upp- hafi. Verið er að skoða fram- haldið á sölu lambakjöts og afstaða verður tekin á næstu dögum. Þórhallur Arason fram- kvæmdastjóri samstarfshóps um sölu lambakjöts sagði allt hafa gengið ljómandi vel og áætluð sala lyrir júlímánuð væri 800 tonn. Þar af voru 470-80 tonn í pokunum. „Þetta gera um 70 þúsund pokar sem er álíka mikið og heimilin í landinu. Þetta er líklega söluhæsti mánuðurinn um töluvert langt skeið og meira heldur en ég reiknaði með. Salan í júní var t.d. 680 tonn.“ Verið er að skoða framhald á sölu á lambakjöti almennt. „Við gerðum könnun til að vita hvað neytendur vilja og til þcss að geta komið betur til móts við þá. Búast iná við niðurstöðum úr henni á næstu dögum og í fram- haldi af því munum við spila ein- hverju út í takt við það sem við teljum að sé skynsamlegt," sagði Þórhallur. „Við erum þeirrar skoðunar að lambakjöt á lágmarksverði sé eitthvað sem kemur til með að vera vcgna þess hve vel fólk tók þessu. Þetta verður alltaf hag- kvæmasta og ódýrastá lamba- kjötið þegar fólk er búið að læra að umgangast þessa 6,5 kg. ein- ingu. Það verður aldrei ódýrari leið fyrir neytandann að kaupa lambakjöt en þessi, hvort sem það er á sérstöku tilboðsverði eða ekki og við ætlum að reyna að leggja áherslu á það áfram að konta kjötinu til fólksins í því formi sem það er ánægt rneð, snyrt og sneitt,“ sagði hann. KR Suður-Þingeyingar Guðmundur, Valgerður og Jóhannes verða til viðtals og viðræðna við heimamenn sem hér segir: Barnaskólanum Svalbarðsströnd, fimmtud. 17. ágúst kl. 21.00. Gamla skólanum Grenivík, föstud. 18. ágúst kl. 21.00. Komið í kvöldkaffi með þingmönnum og spjallið við þá um þjóðmáiin. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.