Dagur - 16.08.1989, Side 3

Dagur - 16.08.1989, Side 3
fréftir Miðvikudagur 16. ágúst 1989 - DAGUR - 3 I Vélsleðamenn úr Eyja- firði byggja skála - verður íluttur í Laugafell til afnota fyrir Ferðafélagið Nokkrir vélsleðaáhugamenn úr Eyjafirði eru nú að leggja lokahönd á skála sem flytja á í Laugafell norðaustan við Hofsjökul. Ferðafélag Akur- eyrar sem á fyrir einn skála í Laugafelli kemur til með að hafa afnot af honum yfir sumartímann en sleða- mennirnir yfir veturinn. Þeir sem standa að bygging- unni eru hópur vélsleðamanna sem ferðast hefur saman í nokkur ár, meirihlutinn er úr sveitinni innan Akureyrar en einnig eru bæjarmenn í hópnum. Hreiðar Hreiðarsson einn Eyfirðinganna sagði ástæðuna fyrir byggingunni vera þá að skálinn í Laugafelli væri orðinn nokkuð gamall og oft upptekinn. „Við ákváðum því að leggja á okkur nokkra vinnu til að geta haft það gott en það má segja að þetta sé líka hugsjóna- starf. Við ætlum að fá að nota skálann yfir veturinn meðan við endumst. Ferðafélagið hefur hann síðan til ráðstöfunar yfir sumarið og að okkur gengnum verður hann eign þess." Skálinn er smíðaður í sjálfboðavinnu og var byrjað á því að rífa gamalt hús þar sem mikið efni fékkst. Það var síðan vélunnið og er aðaluppistaðan í grindinni. Skálinn er svotil til- búinn og verður fluttur upp eftir um miðjan september. „Það á ekki að vera svo erfitt að flytja hann því við höfum fagmenn í okkar hópi. Tveir kunningjar okkar eiga síðan dráttarbíla og þeir ætla að sjá um flutninginn þannig að við sleppum býsna vel frá því," sagði Hreiðar. KR Dalbær, heimili aldraðra á Dalvík tíu ára: Heimilisfólk býður fólki upp á ijúkandi kafB og meðlæti Um þcssar mundir eru liöin um 10 ár frá því að Dalbær, heimili aldraðra á Dalvík, tók til starfa. í tilefni af því ætlar heimilisfólk að gera sér glaðan dag nk. sunnudag og efna til kaffldrykkju og skemmti- dagskrár. Heimilið verður opið gestum og gangandi og segist Halldór Guðmundsson, forstöðumaður, vilja hvetja sem flesta til að líta við og eiga góðan dag með gamla fólkinu. I tengslum við þennan „opna dag“ verða settar upp ýmsar upplýsingar varðandi starfsemi Dalbæjar. Starfsmenn voru ráðnir að Dalbæ í júlí og ágúst árið 1979 og því hefur það nú starfað í tíu ár. Heimilisfólk er nú 44 að tölu á tveimur deildum, hjúkrunar- og dvalarheimilisdeild. Þá er rekin dagvistun við hcimilið og eru 7- 10 manns sem nýta sér þá þjón- ustu að jafnaði. Yfir veturinn er ýmislegt félagsstarf í gangi ásamt þjónustu eins og hár- og fótsnyrt- ingu. Að sögn Halldórs var sú nýbreytni tekin upp á þessu ári að vera með hvíldarinnlagnir á hjúkrunardeild, en í því felst að fólk er tekið til skemmri vistunar, allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Það nýjasta í starfi Dalbæjar er tilraun í samráði við hcilbrigðis- yfirvöld sem verið hefur í gangi frá því í vor. Fólki er gefinn kost- ur á að prófa þjónustu eins og hún er í vernduðum þjónustu- Fræðsluskrifstofa Norðurlands- umdæmis eystra er sem stend- ur í leiguhúsnæði að Furuvöll- um 13 á Akureyri og rennur leigusamningur út árið 1991. Að sögn Trausta Þorsteinsson- ar, fræðslustjóra, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hús- næðismál skrifstofunnar el'tir að leigusamningur rennur út en þessi mál eru á borði ráðu- neytis og fræðsluráðs. Trausti segir að núverandi húsnæði skrifstofunnar henti að sumu leyti vel fyrir starfsemina, að öðru leyti ekki. Æskilegast væri að skrifstofan fengi húsnæði nær „hjarta“ skólastarfs Akur- eyrar. Ein af hugmyndum um íbúðum. „Þessi prófun hefur gef- ist vel og hafa þeir íbúar sem tck- ið hafa þátt í hcnni sýnt þessu áhuga og viljað að þessari starf- semi verði fram haldið," sagði Halldór. óþh húsnæði fyrir fræðsluskrifstofuna er hús Húsmæðraskólans, sunnan húss Háskólans á Akureyri. Trausti telur einsýnt að það fáist ekki fyrir starfsemina sökum þcss að það sé nú þegar fullnýtt af Verkmenntaskólanum og Háskól- anum. „Þetta mál hefur verið í nokkurri biðstöðu sökum þess aö ekki hefur legið fyrir hvort fræðsluskrifstofur myndu lenda hjá ríki eða sveitarfélögurn. Nú er Ijóst að húsnæði og rekstur fræðsluskrifstofa verður á hendi ríkisins. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort ríkið vill leigja áfram eða kaupa húsnæði fyrir fræðsluskrifstofuna," segir Trausti. óþh Húsnæðismál Fræðsluskrifstofu NE: Óvíst með kaup eða áframhaldandi leigu Landsvirkjun: Helmingur milljarðaláns til Blönduframkvæmdanna Landsvirkjun hefur fengiö lán frá Norræna fjárfestingarbank- anum aö upphæð 2,4 milljarö- ar króna. Lánið er til 15 ára og greiðist með jöfnum hálfsárs- legum afborgunum að 5 árum liðnum. Norræni fjárfestingarbankinn hefur oft áður lánað til fram- kvæmda hér á landi en þetta lán til Landsvirkjunar er hið stærsta sem sjóðurinn veitir íslenskum aðila. Lánsfénu verð.ur að hálfu varið til fjármögnunar fram- kvæmda Landsvirkjunar við Blönduvirkjun og að hálfu til að greiöa upp eldri lán með óhag- slæðari kjörum. óþh Frá undirritiin láns.sainnings Landsvirkunar og Norræna fjárfestingarbank- ans í Hclsingfors á dögunuin. Frá vinstri: .lannik Liudbæk, bankastjóri Norræna fjáifestingabankans, Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjun- ar og Þórhallur Ásgeirsson, stjórnarmaður í bankanutn. Stórsýning Stórsýning verður á hinum þekktu CEM rafsuðu- og kolsýruvélum ásamt starttækjum, plasma skurðarvélum og öðrum nýjungum. ★ Sýningin verður haldin hjá Véladeild KEA Óseyri 2 (Hjólbarðaverkstæði) laugardaginn 19. ágúst frá kl. 10-16. Allir áhugamenn velkomnir. Véladeild Óseyri 2 Akureyri • Símar 21400 og 22997. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði er laus til umsókn- ar 1/2 staða kennara í frönsku. Við Fósturskóla íslands er laus til umsóknar Vá staða kennara í islensku og barnabókmenntum. Frekari upp- lýsingar veittar á skrifstofu skólans milli kl. 10.00-15.00 alla virka daga. Við Menntaskólann á Egilsstöðum er laus til umsóknar staða kennara i tölvufræði, stærðfræði og viðskiptagreinum. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, framlengdur er umsóknarfrestur um stöðu kennara í íslensku. Við Menntaskólann í Hamrahlið er laus til umsóknar staða stundakennara í vélritun. Frekari upplýsingar veittar á skrifstofu skólans. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 21. ágúst næstkomandi. - o - Við Landsbókasafn íslands er laus til umsóknar staða deildarstjóra í deild erlendra rita. Ráðið verður í stöðuna frá 1. október næstkomandi. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi í bókasafnsfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs- feril skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 4. september næstkomandi. - o - Viö sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri eru eftir- taldar stöður lausar til umsóknar: 1) Staða forstöðumanns sjávarútvegsdeildar. 2) Staða lektors í stærðfræði, aðal kennslugreinar stærðfræði og tölfræði. 3) Staða lektors í tölvufræði. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjanda, ritsmíða og rannsóknir, námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. september 1989. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.