Dagur - 16.08.1989, Page 6

Dagur - 16.08.1989, Page 6
6 - Ð'AGUfi - Miðvikudagur 16. ágúst 1989 Heiðarbær í Reykjahverfi: Sundlaug og veitingasala vel sótt í siunar Ný sundlaug og tveir heitir pottar við Félagsheimilið Heiðarbæ í Rcykjahverfí voru teknir í notkun við hátíðlega athöfn á þjóðhátíðardaginn. Síðan hafa þrjár ungar konur í Reykjahverfí haft sundlaugina og aðstöðu í félagsheimilinu á leigu, séð um rekstur sund- laugarinnar og verið með veit- ingasölu í vistlegum húsakynn- um Heiðarbæjar. Esther Björk Tryggvadóttir sá um reksturinn þá stundina sem Dagur leit við í Heiðarbæ en hin- ir þremenninganna eru Linda Björk Reinhardtsdóttir og Anna María Helgadóttir. Sundlaugin er opin frá kl. 13-22 alla daga til 31. ágúst, en þá rennur leigu- samningurinn út. Á sama tíma er veitingasalan opin og þar er hægt að fá kaffi, kaldar samlokur, kökuskammta, öl og sælgæti og á sunnudögum stendur til boða kaffihlaðborð frá kl. 14-18. Esther sagði aðsóknina í sumar framar vonum, starfseminni væri vel tekið og aðsókn ágæt. Ferða- fólk, bæði erlent og innlent, hefur staldrað við í Heiðarbæ í sumar. Húsvíkingar hafa sótt staðinn bæði á daginn og kvöldin en Reykhverfungar koma aðallega á kvöldin, sagði Esther aðspurð um aðsóknina. IM Esther við sundlaugina, heitu pottarnir í baksýn Ferðaþjónusta bænda í Bláhvammi: miklu betur en - segir Jón Frímann og þar hafa ekki gist fleiri síðan ég þyrjaði með þessa þjónustu. I húsinu eru 12 uppbúin rúm.“ - Pantar fólk gistingu með löngum fyrirvara eða kemur það og spyr hvort gisting sé fáanleg? „Bæði og, á næstu þrem vikum eru það fjórir dagar sem enginn hefur pantað gistingu hér. En í gærmorgun áttum við ekki von á neinum gestum þó þeir væru orðnir 22 í gærkvöldi og miklu fleiri vildu koma, svo fólk dettur bara svona inn líka. Þau sem fengu inni voru með tjöld og á leið upp á hálendi. Pau voru í Vaglaskógi í fyrrinótt og þar flaut allt upp hjá þeim. Einn í hópnum hafði gist hér fyrsta sumarið svo „ADt gengið Jón Frímann í Bláhvammi, Reykjahverfi er aðili að Ferða- þjónustu bænda og býður ferðafólki gistiaðstöðu í sér- stöku gestahúsi, Laufahlíð, sem stendur aðeins örfáa metra norðan við íbúðarhúsið í Blá- hvammi. Mjög skemmtileg eldunaraðstaða er í Laufahlíð þar sem nýttur er hiti frá hver sem er skammt frá bænum. Heitt vatn og gufa frá hvernum er einnig notað í sundlaug og gufubað sem eru rétt við gesta- húsið. Þetta er fjórða sumarið sem ferðaþjónusta er starfrækt í Bláhvammi, og er Dagur átti leið um Reykjahverfi var kom- ið við hjá Jóni til að spjalla og spyrja hvernig gengi. „Já, gestahúsið heitir Laufa- hlíð og maður nokkur sem kom hér og gisti með fjölskyldu sína í þrjár nætur, sagði að hann hefði staðið í þeirri trú að hann væri í Bláhvammi, en þegar hann fór að skoða Byggðir og bú komst hann að því að hann hafði aldrei í Blá- hvamm komið. Petta eru í raun- inni tvær jarðir; Bláhvammur og Laufahlíð. Pað hefur verið mikið að gera í sumar við ferðaþjónustuna og margir gist hér. Oft er fullt hús og langt fram yfir það. í nótt var metaðsókn, það gistu 22 í húsinu Jón Frímann í Bláhvammi og íslcnsku hænsnin. lítið tímakaup, ef þannig væri reiknað. En mér líkar þetta vel og sé ekki eftir að hafa byrjað á 'þessu. Ég hefði nú samt orðið stressaður í gær ef það hefði ver- ið brakandi þurrkur þegar allt þetta fólk kom og ég þurfti að fara að búa upp öll rúmin. Guðný dóttir mín sem hjálpar mér er í fullri vinnu á Hveravöllum og drengirnir eru líka í vinnu og ekki alltaf hér heima. Fólk sem fer út í ferðaþjónustu má ekki vera að hugsa um hvaða tími sól- arhringsins er, heldur alltaf að vera tilbúið að sinna gestunum. Þetta hefur allt gengið mikið bet- ur en ég bjóst við. Ekki hefur einn einasti svartur sauður slæðst með öllum þeim fjölda sem búinn er að koma. í Laufahlíð er mikið af bókum og ýmsu dóti og aldrei hefur neitt horfið þaðan.“ Það er gaman að fá að skreppa út í fjárhúsið með Jóni og líta.á dýrin hans, og ekki er víst að jafn margar tegundir dýra finnist í öðru fjárhúsi hér á landi. Jón er nýlega orðinn þjóðfrægur fyrir ræktun kínversku dverghænsn- anna sinna en auk þeirra á hann ítölsk hænsni og íslensk hænsni, heldur betur skrautleg. Hæna og hæna er nefnilega alls ekki það sama. Kanínur eru í búri og grísir í stíu. Kötturinn og hundurinn spígspora innan um fuglana og á hlaðinu leika heimaalningarnir sér, en hestarnir eru í girðingu rétt við húsið. Jón er óþreytandi við að segja frá og veita af sínum hafsjó af fróðleik um dýrin sín, sem greinilega njóta góðrar umhirðu. - Þú hefur dýr til að leyfa kaupstaðabörnunum að skoða. „Kaupstaðabörnin, það er ekkert síður stóru kaupstaða- börnin sem skoða dýrin. Það komu t.d. hjón um þrítugt úr Kópavogi hér í fyrra og hvorugt þeirra hafði komið við kind eða kálf. Það er ábyggilega að verða stór hluti af þjóðinni sem ekki hefur komist í beina snertingu við skepnur." Þessu finnst Jóni greinilega þurfa að ráða bót á. Þó skemmti- legt og fróðlegt sé að spjalla við Jón er hann kvaddur og haldið af stað frá Bláhvammi, með fullum skilningi á því af hverju sumt ferðafólkið kemur þangað aftur og aftur. IM hann þekkti til hjá okkur.“ - Finnst þér Ferðaþjónusta bænda njóta meiri vinsælda með árunum? „Já, mikið meiri. Ef ég þyrfti að fara að standa í að auglýsa þetta núna eftir þessi ár, þá væri eitthvað bogið við þetta hjá mér. Ég sagði það strax og við byrjuð- um að ef miklu þyrfti að kosta til auglýsinga eftir þrjú ár en þetta hefði ekki spurst út, þá væri þetta ekki í lagi. Það hefur sýnt sig að sama fólkið kemur hér aftur og aftur.“ „Hvernig er afkoman af ferða- þjónustunni, borgar þetta sig? „Ósköp held ég að við höfum ég bjóst við,“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.