Dagur - 29.09.1989, Page 5

Dagur - 29.09.1989, Page 5
Föstudagur 29. september 1989 - DAGUR - 5 — . Hvað er að gerast Matthías og Pétur - ljóð og gítar Ljóöaklúbbur Almenna bókafé- lagsins efnir til bókmennta- og tónlistardagskrár á Sal Mennta- skólans á Akureyri, föstudags- kvöldið 29. september klukkan níu um kvöldiö. Þar munu þeir Matthías Johannessen skáld og Pétur Jónasson gítarleikari flytja dagskrá sem byggist á samspili ljóös og gítars. Á efnisskránni verður meðal annars verk eftir Atla Heimi: Veglaust haf, níu hugleiðingar um samnefnt ljóð eftir Matthías, auk þess sem leiknir verða þættir úr verkinu Tilbrigði við jómfrú eftir Kjartan Ólafsson. Matthías Johannessen er eitt af ágætustu skáldum okkar íslend- inga og hefur sent frá sér á annan tug ljóðabóka sem allar hafa not- ið verðskuldaðrar athygli. Pétur Jónasson er meðal bestu hljóð- færaleikara okkar. Hann kemur reglulega fram sem einleikari, kennir á námskeiðum og leikur í útvarpi og sjónvarpi, hér heima og erlendis. Það má því fullyrða að samleikur þeirra Matthíasar og Péturs verður athyglisverður og spennandi listviðburður. Dagskráin verður hljóðrituð. Sýningu Iðunnar í Vín lýkur á sunnudag Nú eru síðustu forvöð að sjá mál- verkasýningu Iðunnar Agústs- dóttur í Blómaskálanum Vín í Eyjafirði. Iðunn sýnir þar 30 pastelmynd- ir á einkasýningu sem opin er frá kl. 13.00-22.00 fram á sunnudag. Iðunn hefur áður haldið fjölda einka- og samsýningar á verkum sínum. Knattspyrnudeild KA: Þakkarhátíð SjaUanum í kvöld 1 Knattspyrnudeild KA ætlar að halda „Pakkarhátíð" fyrir stuðn- ingsmenn KA í Sjallanum í kvöld föstudaginn, 29. september. Þangað verður starfsmönnum féiagsins, leikmönnum meistara- flokks, stjórnum og forsvars- mönnum fyrirtækja er stutt hafa félagið dyggilega fyrst boðið í mat, en síðan verður húsið opnað um miðnætti. Þá er öllum stuðn- Vetrarstarf Glerárkirkju Nú er að hefjast vetrarstarf í kirkjum landsins. Á sunnudaginn þann 1. októ- ber byrjar barnastarfið við Gler- árkirkju, og verður það vikulega í allan vetur. Góður hópur starfs- fólks hefur boðið sig fram til að vinna við barnastundirnar og gera þær sem ánægjulegastar. Allir aldurshópar barna eru vel- komnir og rétt er að hvetja for- eldra og annað fullorðið fólk til að koma með börnunum, sér- staklega þeim yngri, því vafalaust hafa bæði ungir sem eldri ánægju af því sem þarna fer fram. Fyrsta barnasamkoman verður eins og áður er sagt sunnudaginn 1. októ- ber kl. 11. Þennan sania dag verður guðs- þjónusta kl. 14. Ræðuefni þenn- an dag verður: Koma syndir for- eldranna niður á börnunum. Organisti verður Jóhann Bald- vinsson. Eftir messuna verður Kvenfélagið með kaffiveitingar og meðan kirkjugestir fá sér kaffisopa kynnir bygginganefnd kirkjunnar stöðu framkvæmda við kirkjuna og það sem á döfinni er á næstu mánuðum. Einnig fær fólk að heyra af segulbandi í sams konar kirkjuklukkum og pantaðar hafa verið í Glerár- kirkju. Akureyrarkirkja: Vetrarstarfið að Sunnudaginn 1. október hefst barnastarfið í Akureyrarkirkju. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 og verður svo framvegis í vetur. Öll börn, eldri sem yngri, eru vel- komin. Starfið fer fram bæði í kirkjunni og í kapellunni. Á síð- astliðnum vetri komu margir for- eldrar með börnum sínum í sunnudagaskólann og var það mjög ánægjulegt. Vonandi verða enn fleiri með í vetur. Sóknarprestarnir munu leiða starfið ásamt Sigrúnu Sigurðar- dóttur og Þóru Bragadóttur, en til aðstoðar verður áhugafólk úr söfnuðinum. Vilji fleiri koma til starfa er það velkomið því ætíð er þörf á góðu starfsfólki. Auk samverustundanna í Akureyrar- kirkju verða aðrar kirkjur heim- sóttar og margt gert til þess að auka ánægjuna. Fermingarundirbúningur hefst í næstu viku og fljótlega byrjar starfið í Æskulýðsfélagi Akureyr- arkirkju. Hópur úr félaginu sótti æskulýðsmót á Suðurlandi ný- lega. Á vegum Bræðrafélags Akur- eyrarkirkju er nýhafið biblíu- lestrarnámskeið. Leiðbeinandi verður Björgvin Jörgensson og mun hann ljúka við Jóhannesar- heíjast guðspjall og byrja lestur Matt- eusarguðspj alls. Biblíulestrarnir eru á mánudagskvöldum kl. 20.30 og allir velkomnir. Starf Kvenfélags Akureyrar- kirkju verður að vanda marg- þætt. Það hefst nk. sunnudag með kaffisölu í kapellunni eftir messu, sem hefst kl. 14. Fyrirbænaguðsþjónustur verða áfram á fimmtudögum kl. 17.15. Margir hafa þreifað á þeirri bless- un sem fyrirbænastarfinu fylgir. Að lokum er minnt á mikilvægt starf kirkjukórsins. Þar er einnig margt á döfinni og nýir félagar velkomnir. ingsmönnum félagsins sem náð hafa aldri til þess að vera á vín- veitingahúsi og gestum þeirra boðið að koma á dansleik. Á sunnudaginn, 1. október verður svo haldin skemmtun í Sjallanum fyrir yngsta fólkið í KA. Stendur hún frá kl. 14.00- 16.00 en auk kvikmyndasýningar þar sem sýndar verða fótbolta- myndir, verður diskótek. Fimmtudaginn 5. október nk. stendur knattspyrnudeildin loks fyrir unglingaskemmtun í Sjall- anum frá kl. 21.00-23.00. Aðgangur á allar skemmtanirnar verður ókeypis. VG HAUSTVORURNAR '89 K0MNAR Glæsílegur fatnaður fyrir íslenskar athafnakonur. Pils, peysur, buxnapils, blússur og kjólar Hönnun og gæði í hávegum höfð. 'Hllu.ve’ilLvLn. ^teinunnax -Hafnarstræti 98 • Akureyri • Sími (96) 22214- Snyrtivörukynning í dag ld. 13-18 kynnir snyrtifræðingur nýju haust- og vetrarlitina frá ~Biodroqa ásamt NO. 1 sem er enn ein rósin í hnappagat TZiodroqa Verið velkomin T3iodroqa Lífrænar jut-tosriyrt ivoinir í 25 ár SÍMI (96) 21400

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.