Dagur - 29.09.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 29.09.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. september 1989 - DAGUR - 7 Hér er tækifærí til þess að leysa húsnæðismál íslenskrar Getspár með góðum hætti og skapa um leið fjölbreyttara atvinnulíf á Akureyri. Akureyrí, 11. september, 1989, Pétur Jósefsson, sölustjórí Fasteigna- og skipasölu Norðuríands.“ Svar íslenskrar Getspár Pann 22. september sl. barst Pétri Jósefssyni, fyrir hönd Fast- eigna- og Skipasölu Norðurlands, svar frá Birni Ástmundssyni, stjórnarformanni íslenskrar Get- spár. Svarbréf Björns er svo- hljóðandi: „Við þökkum ábendingar og tilboð yðar í fasteignir á Akur- eyri undir starfsemi íslenskrar getspár. Fréttaflutningur af húsbygg- ingamálum fyrirtækisins hefur því miður verið misvísandi eins og búast mátti við þegar einstakir aðilar í stórum félagssamtökum vilja ekki sætta sig við ákvarðanir stjórnar og bera fjölmiðlum rang- ar upplýsingar. A þetta við um byggingakostnað, eignaraðild og stærðir fyrirhugaðrar húsbygg- ingar. Það breytir hins vegar ekki áformum okkar um að byggja yfir fyrirtækið hér í Laugardaln- um í samvinnu við íþróttasam- band íslands á því svæði sem þessi stærsti eignaraðili íslenskr- ar Getspár rekur höfuðstöðvar sínar. Hvað varðar staðsetningu fyrirtækisins á Akureyri má benda á þann kostnaðarauka, sem hlytist af því að senda boð um símalínur frá stærsta mark- aðssvæðinu hér á SV-horni Iands- ins til Akureyrar. Þá er viðgerð- arþjónusta augljóslega best kom- in þar sem flestir notendur eru, en af 180 sölukössum íkerfi okk- ar eru 115 hér á SV-horninu. Við vonum að fasteignir þær sem þú bendir á, eigi eftir að nýt- ast fjölbreyttu atvinnulífi á Akur- eyrí á komandi árum. Með vinsemd, Björn Ástmundsson, stjórnarformaður íslenskrar Getspár.“ Forvitnilegt mál Með þessu bréfi hefur stjórn- arformaður íslenskrar getspár, væntanlega fyrir hönd fyrirtækis- ins, kveðið upp endanlegan úr- skurð í þessu máli. Höfuðstöðvar Lottósins verða að vera í Reykja- vík. Rökin sem Björn færir fyrir því geta naumast talist stórvægi- leg, en vissulega er athyglisverð staðhæfing hans um að höfuð- stöðvarnar íslenskrar Getspár verði að vera á sama stað og við- gerðarþjónustan. Bréfið er viss áfellisdómur yfir þeim „draumór- um“ landsbyggðarmanna að eitt- hvað af þjónustustarfseminni á höfuðborgarsvæðinu verði flutt út á iandsbyggðina á komandi árum. í þessu sambandi er rétt að taka það fram að tölvutæknin hefur fyrir löngu náð til Akureyr- ar, ef einhverjum er ókunnugt um það. Nokkur fyrirtæki í bæn- um annast meira að segja þjón- ustu á þessu sviði og ferst það vel úr hendi. Varla yrði margt því til fyrirstöðu að ráða viðgerðar- menn á höfuðborgarsvæðinu til að annast viðhald sölukassa íslenskrar Getspár þar, þótt höfuðstöðvarnar væru á Akur- eyri, eða hvað? Hvað sem um þetta mál má segja að öðru leyti, er ljóst að einhverjum, ekki aðeins á Akur- eyri, kann að þykja það dálítið forvitnilegt. BB. Akureyrskt framtak í heimspeki Komin er út í hinum kunna lær- dómsritaflokki Hins íslenska bókmenntafélags bókin Undir- stöður reikningslistarinnar eftir Gottlob Frege. Að útgáfu hennar unnu m.a. tveir Akureyringar, Kristján Kristjánsson og, Guð- mundur Heiðar Frímannsson, er til skamms tíma kenndu við M.A. en stunda nú framhalds- nám í heimspeki í Bretlandi. Þýddi Kristján bókina úr þýsku en Guðmundur ritar ítarlegan inngang. Gottlob Frege, sem oft er nefndur faðir. nútíma rökfræði, fæddist 1848 og lést 1925. Hann kenndi lengst af við háskólann í Jena í Pýskalandi og gaf út tíma- mótaverk í heimspekilegri rök- fræði árið 1879, Begriffsschrift. Svo fór þó að fáir lásu verkið og enginn skildi enda var það æði tæknilegt í framsetningu. Frege afréð því að rita aðra bók, styttri og aðgengilegri, og er það sú sem nú kemur fyrir almenningssjónir á íslensku. Ekki var hún þó held- ur metin að verðleikum af þorra heimspekinga fyrr en löngu eftir að Frege var allur. í bókinni veltir Frege fyrir sér sjálfu töluhugtakinu og spyr hverju sannindi reikningslistar- innar lýsi. Hann hafnar því m.a. að þau lýsi eiginleikum efnis- heimsins, innviðum mannlegrar hugsunar eða reglum sem aðeins séu leikur að tómum táknum. Pvert á móti virðist mega draga þá ályktun af bók Freges að sann- indi reikningslistarinnar hvíli á rökfræðilegum grunni og þau skírskoti til eilífs veruleika sem sé til óháður mannlegri hugsun. Auk vangaveltna um töluhugtak- ið má finna í bók Freges umfjöll- un um ýmis efni í rökfræði sem haft hafa djúpstæð áhrif á við- gang hennar og óbein áhrif á þróun annarra fræða, svo sem hvers konar tölvuvísinda. Þá er hvarvetna andæft þeirri hugmynd að hægt sé að skýra rökleg sann- indi með sálfræðilegum aðferð- um. Telja má mikinn feng að útkomu þessarar bókar á íslandi þar sem áhugi á heimspeki er sífellt að aukast. Áður hafa kom- ið út í lærdómsritaflokknum rit hugsuða á borð við Platón, Hume, Mill og Frcud. Ritstjórar hans eru þeir Þorsteinn Gylfason og Þorsteinn Hilmarsson. Laugardagur kl.13:55 39. LEIKVIKA- 30.sept.1989 1 X 2 Leikur 1 Aston Villa - Derby Leikur 2 Chelsea - Arsenal Leikur 3 C. Palace - Everton Leikur 4 Man. City - Luton Leikur 5 Millwall - Norwich Leikur 6 Nott. For. - Charlton Leikur 7 Sheff. Wed. - Coventry Leikur 8 Southampton - Wimbledon Leikur 9 Tottenham - Q.P.R. Leikur 10 PortVale - Leeds Leikur11 Sunderland - Sheff. Utd. Leikur 12 Watford - Middlesbro Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Munið hópleikinn ll * Aukablað — Bílar Priðjudaginn 31. október nk. mim aukablað um bíla fylgja Degi. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild Dags hið íýrsta, í síma 96-24222. Vinsamlegast athugið að skila- íirestur auglýsinga er til mánu- dagsins 23. október nk. Auglýsingadeild, sími 24222. HRISALUNDUR Fyrir sælkerana: Úrval sjávarrétta i helgarmatinn!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.