Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 6. október 1989 Aðalfundur Iðnþróunarfélags Þingeyinga verður haldinn í Hlíðskjálf, Hótel Húsavík, laug- ardaginn 14. okt. kl. 14. Á dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kynning á atvinnuþróunarverkefni fyrir Húsavík. Allt áhugafólk boðið velkomið. Iðnþróunarfélag Þingeyinga. Yiðskiptavinir athugið! Sölustarfsemi, birgðahald og vörudreifing Lindu hf. og Tómasar Steingrímssonar og co. hefur nú verið sameinað að Hvannavöllum 14 (Linduhúsinu). Símanúmerin eru hin sömu og áður: 22880, 23660, 23280 og 23999. Laugardagur kl.13:55 40. LEIKVIKA- 7. OF :t. 1989 11! m m Leikur 1 Blackburn. - Middlesbro Leikur 2 Bradford - Brighton Leikur 3 Hull - Swindon Leikur 4 Ipswich - Newcastle Leikur 5 Oldham - Barnsley Leikur 6 Oxford - Portsmouth Leikur 7 Plvmouth - Stoke Leikur 8 Port Vale - Leicester Leikur 9 Sunderland - Bournemouth Leikur 10 Watford - W.B.A. Leikur 11 West Ham - Leeds Leikur 12 Wolves - Sheff. Utd. Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Ath. Tvöfaldur Pottur Tvímenningur Stórmót Bridgefélags Akureyrar, minningar- mót, verður haldið helgina 7. og 8. október og hefst kl. 13.00 í Félagsborg. Öllum bridgespilurum er heimil þátttaka. ★ Vegleg verðlaun. Uppl. og þátttökutilkynningar í símum 24222 Hörður og 96-24624 Ormar. Einnig er hægt að skrá sig á mótsstað. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 1100 ár VÁTRYGGINGAFÉLAC siováHWai mfnnar w ISLANDSHF Ferðaskrifstofa Akureyrar h/f RAÐHUSTORGI 3 SÍMI 96-25000 slippstödinH Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í viðt Næsta ár verður ár þrota á höfuðborgars Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, með og án Borgaraflokks, hefur nú setið við völd í rúmt ár. í upphafi stóðu fjórir flokkar að stjórn- inni en fimmta hjólinu var skotið undir vagn- inn fyrir nokkrum vikum. Við stýrið er Stein- grímur Hermannsson og hefur það erfiða hlut- verk að sætta ólík sjónarmið flokkanna. Dagur hitti forsætisráðherra að máli í Stjórnarráðinu á dögunum og ræddi við hann um þjóðmálin. Svokölluð landsbyggðarmál voru ofarlega á baugi. Byggðastefnuna bar fyrst á góma og var forsætisráðaherra inntur eftir því hvort ekki sé tími til kominn að stjórnmálamenn viðurkenni að byggðastefnan hafi mistekist og stokka þyrfti spilin upp á nýtt. „Ég held mig oft við þá skilgrein- ingu að í byggðastefnu felist að halda jafnvægi í byggð landsins. Hins vegar geta menn spurt sig hvert jafnvægið sé á hverjum tíma. Ég segi að það verði að meta með tilliti til breyttra aðstæðna í t.d. fjölmiðlun og samgöngum. Ég er að skipa nefnd til þess einmitt að endurskoða áherslurn- ar í byggðamálum. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn og er nú beðið eftir tilnefningu í nefndina. Henni er ætlað að svara þeirri spurningu hvert sé æskilegt og rétt jafnvægi í byggð landsins miðað við núverandi aðstæður.“ Guðrún Agnarsdóttir, þing- maður Kvennalista, setti fram á fundi á Siglufirði að því er mörg- um fannst orð í tíma töluð. Hún sagði einfaldlega að stjórnmála- menn yrðu að viðurkenna að landinu væri ekki hægt að halda öllu í byggð, slíkt væri m.a. of dýrt. Nær væri að styðja betur við þau svæði landsins sem hefðu alla burði til að eflast og dafna. Um þessi orð Guðrúnar sagði Stein- grímur: „Þetta á hljómgrunn sumstaðar og sumstaðar ekki. Ég hef nýverið fundað með Stefáni Valgeirssyni og hans mönnum og þeir mega ekki heyra þetta nefnt. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að í endurmati á jafnvægi í byggð landsins hljóti þetta mál að koma upp. Það er hins vegar mjög snú- ið að taka á þessu og málið þarf ítarlegrar skoðunar við.“ Presthólahreppur í eyði? „Menn geta spurt sig hvort Prest- hólahreppur eigi að fara í eyði. Þar eru sagðir hvað mestir mögu- leikar í fiskeldi hér á landi. Byggðastofnun er búin að lána 173 milljónir króna þar í fiskeldi. Töluvert hefur einnig verið sett í að styðja við sjávarútveginn en rækjan og útgerðin almennt hefur brugðist og þá hefur hið dýra fjármagn sogað til sín allt laust fjármagn í byggðarlaginu. Byggðastofnun á engan kost í þessari stöðu. Hún getur ekki gefið þessa peninga því hún verð- ur að standa undir eigin lánum. Ég fól Byggðastofnun að taka málefni Presthólahrepps til sér- stakrar meðferðar og það hefur verið gert skipulega. Nýlega fékk ég í hendur greinargerð frá stofn- unni um málið og verður það áfram skoðað. Þetta er vitaskuld stórt mál og tekur til margra þátta. Til dæmis er hagræðing í slátrun á svæðinu liður í þessu og mér hefur þótt skorta á samstöðu sveitarfélag- anna um það mál.“ Flutningstregða ríkisstofnana í stjórnarsáttmálanum segir m.a að gerðar verði ráðstafanir til aukinnar valddreifingar, m.a. með því að auðvelda flutning stofnana og svæðisbundinna verkefna frá miðstjórn ríkisvalds- ins út í héruð. Mörgum lands- byggðarmanninum finnst þetta ganga hægt í meira lagi. Forsætis- ráðherra viðurkennir að lítið hafi gerst til þessa. „Eina dæmið er flutningur aðalstöðva Skógræktar ríkisins austur á Hérað. Það verð- ur að segjast eins og er að tilraun- ir sem gerðar hafa verið til að flytja höfuðstöðvar stofnana út á land hafa gengið illa. Ég nefni Byggðastofnun, sem ýmsir vildu flytja til Akureyrar og RALA, sem rætt var um að flytja að Hvanneyri. í báðum þessum til- fellum strandaði á því að starfs- fólk vildi ekki flytja sig um set og svo hitt að mönnum þótti stofn- kostnaður við flutning stofnan- anna of mikill. Þá er því ekki að neita að í mörgum tilfellum hafa komið andmæli frá öðrum landshlutum við að stofnanirnar flyttust frá höfuðborginni. Ég taldi lengi vel og sé reyndar ekk- ert því til fyrirstöðu að Rafmagns- veitur ríkisins hafi höfuðstöðvar á Akureyri. Ég man eftir því að þegar þetta mál bar á góma fékk ég hörð andmæli frá Vestfjörð- um. Þeir spurðu hvort einhver rök væru fyrir því að flækjast um allt land til að sækja stofnanir heim. Tregðan við flutning stofn- ana út á land er því víða en engu að síður er ætlunin að skoða slíka flutninga á ný.“ Vara við stóriðju sem einu lausninni „Ég hallast mjög að því og tel að eitt af svörum við að skapa dreif- býlisverslunni betri afkomu sé að efla Akureyri sem verslunar- kjarna,“ sagði Steingrímur, þeg- ar hann var inntur álits á nauðsyn þess að efla Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðið sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið. „Nauðsyn- legt er að þar séu á boðstólum vörur samkeppnishæfar í verði við höfuðborgarsvæðið,“ bætti hann við. „Til þess að efla Akureyri sem „Án orkufreks iðnaðar er Blöndu un mistök“ „Sé fyrir fjölgun gjaldþrota á h borgarsvaeðinu“ „Kvótakerfið í sjávarútvegi þarf e skoðunar við“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.