Dagur - 06.10.1989, Síða 12

Dagur - 06.10.1989, Síða 12
Næg atvinna er hjá bygginga- mönnum á Akureyri um þessar mundir, og hefur stööugrar spennu gætt undanfarna mán- uði. Ennþá er tíðarfar gott til útivinnu, en hversu lengi það varir veit enginn. Innan raða byggingamanna heyrist þeirri skoðun fleygt að ástandið verði líkast til með erfiðara móti eftir áramót, því sam- dráttur í opinberum fram- kvæmdum hafi þegar verið boðaður, en hlutfallslega lítið hefur verið byggt á vegum einakaaðila hin síðari ár. Guðmundur Ómar Guðmunds- son, formaður Trésmiðafélags Akureyrar, segir að mikið sé undir því komið að tíðarfar hald- ist gott fyrrihluta vetrar. Ef verktakar ná að steypa nægilega mikið fyrir áramót verði vinna fyrir trésmiði fyrstu mánuði ársins, í innréttingum, þökum o.s.frv. „Ég get ekki sagt að ég sé svartsýnn með veturinn. Menn eiga nóg fram að áramótum en hvað þá tekur við veit maður ekki. En ég hef ekki heyrt um Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða áhersl- ur stjórnvalda í byggðamálum. Þetta hefur verið kynnt í ríkis- stjórn en ekki hefur verið gengið frá tilnefningum í nefndina. Samningafundi í Krossanesdeil- unni var frestað laust eftir hádegi í gær. Fulltrúar VSÍ og Krossanesverksmiöjunnar annars vegar og VMSÍ og Ein- ingar hins vegar höfðu þá ræðst við frá því síðdegis á þriðjudag og fram á nótt og frá því í gærmorgun og fram yfir hádegi. Lítið þokaðist í sam- komulagsátt. „Það ber enn töluvert á milli og málið er á viðkvæmu stigi,“ sagði Sævar Frímannsson for- maður Einingar í gær. Hann sagði að Eining hefði fallist á að fresta boðuðu vakta- og yfir- vinnubanni sem taka átti gildi á laugardag en í staðinn féllust forráðamenn Krossanesverk- smiðjunnar á að fella niður vakta- vinnu. neinar unpsagnir," sagði Guð- mundur Ómar. Sigurður Jónsson hjá Meistara- félagi byggingamanna segist vera svartsýnn á atvinnuástandið næsta vetur, einkum eftir ára- mótin. Greiðslustaða margra þeirra sem eru að láta byggja fyr- ir sig sé slæm, og valdi það áhyggjum með hvernig málin komi til með að þróast. Verktak- ar þurfi oft á tíðum að kosta fjár- mögnun framkvæmda sjálfir lengi vel, en fyrirtækin ekki náð að setja vaxtabyrðina inn í verk- kostnað. Vaxta- og fjármagns- kostnaður hleðst því upp, og get- ur slíkt sett fyrirtækjum þröngar skorður. „Fjármagnið er orðið mjög dýrt. Undanfarin ár hafa fyrir- tæki stundum tekið lán til að hefja framkvæmdir í von um að geta selt íbúðirnar fljótlega, en hafa síðan ekki getað komið vaxtakostnaðinum yfir í verðið. Það segir sig að eftir eitt til tvö ár getur verið um háar upphæðir að ræða. Sum fyrirtækin eiga líka tugi milljóna króna útistandandi hjá hinu opinbera og öðrum aðil- um,“ sagði Sigurður. EHB Frá þessu greinir Steingrímur í viðtali við Dag sem birtist á mið- opnu í dag. Forsætisráðherra seg- ir að nefndinni sé ætlað að svara þeirri spurningu hvert sé æskilegt og rétt jafnvægi í byggð landsins. „Eg held mig oft við þá skilgrein- ingu að í byggðastefnu felist að Ákveðið var að samningsaðilar hittust aftur á Akureyri nk. þriðjudag og héldu viðræðum áfram. VG Minkaskyttur fara nú um lög- sagnarumdæmi Dalvíkur og leita uppi alla þá minka sem kunna að leynast í gjótum í bæjarlandinu. Rafn Arnbjörnsson, kunn veiðikló á hreindýr, gæs og yfir- leitt allt kvikt, fékk það verkefni „Okkur flnnst orðið tímabært að sveitastjórnir ræði þessi mál. Ég veit ekki hvort þetta getur leitt til sameiningar sveit- arfélaganna. Persónulega er halda jafnvægi í byggð landsins. Hins vegar geta menn spurt sig hvert jafnvægið sé á hverjum tíma. Ég segi að það verði að meta með tilliti til breyttra aðstæðna í t.d. fjölmiðlun og samgöngum.“ Víða er komið við í viðtalinu og segir Steingrímur m.a. að menn megi ekki blindast af stór- iðju sem eina raunhæfa valkost- inum í atvinnuuppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu. Hins vegar segir hann að án orkufreks iðnað- ar hafi bygging Blönduvirkjunar verið mistök. Steingrími er tíðrætt um flutn- ing ríkisstofnana út á land og seg- ir hann að mikillar tregðu gæti víða með að flytja höfuðstöðvar þeirra út á land. Hann nefnir RARIK í þvf sambandi og telur ekkert vera því til fyrirstöðu að höfuðstöðvar þeirrar stofnunar verði á Akureyri. óþh að leita að minkunum og nýtur hann aðstoðar Vilhjálms Jónas- sonar, minkabana á Sílalæk í Aðaldal, og hunda hans. Ætlunin var að þeir félagarnir hæfu störf í gærkvöld og búist er við að eltingarleiknum verði fram haldið í dag. óþh ég á því að heppilegra sé að vinna þetta út frá svokölluðum byggðasamlögum eins og við höfum raunar gert hér út með firði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, en á samráðsfundum forsvarsmanna Dalvíkur, ÓI- afsfjarðar, Hríseyjarhrepps, Svarfaðardalshrepps og Ar- skógshrepps 15. og 29. sept- ember var í Ijósi stóraukinnar samvinnu þessara sveitarfélaga m.a. rætt hvort raunhæft væri að stefna að sameiningu þeirra í framtíðinni í einni eða ann- arri mynd. Á undanförnum árum hafa umrædd sveitarfélög aukið sam- starf sín í milli og bendir allt til að það samstarf muni aukast verulega á næstu árum. í ljósi þess hafa forsvarsmenn sveitar- félaganna varpað þessu máli til viðkomandi sveitarstjórna til Fjárhagsvandi Presthóla- hrepps var ræddur í gær á fundi nefndar sem félagsmála- ráðherra hefur skipað til þess að kanna fjárhagsstöðu verst stöddu sveitarfélaga í landinu. Ekki voru gerðar neinar tillög- ur um leiðir til að koma sveita'r- félaginu til hjálpar en búist ei; við að þær liggi fyrir í næstu viku. Húnbogi Þorsteinsson, for- maður nefndarinnar, sagði í sam- tali við Dag í gær að vandi Prest- hólahrepps væri auðsjáanlega mikill, burðarásar í atvinnulífinu væru mjög veikir og það kæmi illa við lítið sveitarfélag. „Menn eru að reyna að kortleggja þenn- an vanda og þá er málið á borði þess að vekja umræðu um það. Eins og fram hefur komið hafa bæjaryfirvöld í Ólafsfirði og á Dalvík rætt um sameiginlega nýt- ingu hafnarmannvirkja staðanna og þá hafa Ólafsfirðingar og Dal- víkingar auk Svarfdælinga og Árskógsstrendinga sameinast um sorpbrennslu norðan Dalvíkur. Þá hefur komið til tals að Hrísey- ingar flytji sitt sorp til brennslu þar. Menn eru sammála um að jarð- göng í gegnum Ólafsfjarðarmúla ýti nú verulega á þessa umræðu og þá hefur breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga um áramót sitt að segja. Nefna má samvinnu Dalvíkur og sveitanna í kring varðandi Dalbæ, heimili aldraðra, Heilsu- gæslustöð, Almannavarnir, Slökkvilið, Tónlistarskóla, Grunnskóla, Heimavist, Héraðs- skjalasafn og Byggingaeftirlit í Svarfaðardal og á Dalvík. óþh Byggðastofnunar," sagði Hún- bogi. Eins og fram kom í frétt Dags í gær eru uppi efasemdir um að ábyrgðir hreppsfélagsins vegna skulda Sæbliks hf. séu nægilega haldbærar. Húnbogi segir að fyrir liggi beiðni um að félagsmála- ráðuneytið geri athugun á gildi ábyrgðanna og muni lögfræðing- ar ráðuneytisins annast þá athug- un. „Það liggur fyrir beiðni Prest- hólahrepps hér í ráðuneytinu um stuðning úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga og sömuleiðis hefur ver- ið leitað eftir fyrirgreiðslu úr Lánasjóði sveitarfélaga. Að svo stöddu er ekkert hægt að segja til um hvaða leið verður farin í þessu rnáli, “ sagði Húnbogi. óþh Akureyri, föstudagur 6. október 1989 Píanó - hljómborð - blokkflautur - klassiskir gítarar - taktmælar - píanóbekkir o.fl., á góðu £ ð AKU™ Sérpöntum ef óskað er. Skipagötu 1 • Sími 96-25611. Byggingaiðnaðurinn á Akureyri: Ennþá næg atvinna hjá húsasmiðum - en óvissa með atvinnu eftir áramót „Ég æfla að verða vörubílstjóri þegar ég verð stór.' Mynd: KL Sameining sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð?: „Viljum vekja umræðu um má]ið“ Forsætisráðherra: Áherslur í byggdamálum endurskoðaðar Samningafundi í Krossanesdeilunni frestað: litið þokaðist í samkomulagsátt - vakta- og yfirvinnubanni frestað Dalvík: Rafii og Vilhjálmur leita uppi minka Presthólahreppur: Fundað án niðurstöðu í félagsmálaráðuneyti

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.