Dagur - 07.10.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur
Akureyri, laugardagur 7. október 1989
192. tölublað
Þrátt fyrir atvinnu-
leysi á Akureyri:
Sækir fólk
ekki um störf
Guðjón Björnsson,
sveitarstjóri:
„Samstarfið getur
orðið mun meira“
„í Ijósi upplýsinga um atvinnu-
leysi í bænum er ég hissa á því
hve fáir hafa svarað tveim
atvinnuauglýsingum,“ segir
Reynir Sveinsson, starfs-
mannastjóri Iðnaðardeildar
Sambandsins - skinnaiðnaðar,
en fyrirtækið auglýsir nú eftir
starfsfólki og getur það hafið
störf strax.
„Mér telst til að það hafi ekki
nema 10 manns svarað tveirn
auglýsingum. Ég átti von á flóði
af umsóknum frá fólki sem er á
atvinnuleysisskrá en það virðist
ekki hafa komið,“ segir Reynir.
Ástæða þess að Iðnaðardeildin
auglýsir nú eftir fólki er sú að
ráða þarf í þau störf sem losnuðu
er skólarnir tóku til starfa. Reyn-
ir sagði að um væri að ræða vinnu
á dagvöktum og væri fyrirsjáan-
leg næg atvinna á næstunni. óþh
Haustdagur í lystigarði.
Mynd: KL
Jakob Frímannsson níræður í dag:
Heiðursborgari Akureyrar
heiðraður á Hótel KEA í dag
Jakob Frímannsson, fyrrver-
andi kaupfélagsstjóri KEA og
eini núlifandi heiðursborgari
Akureyrarbæjar, er níræður í
dag. Af því tilefni efnir Kaup-
félag Eyfirðinga og Bæjar-
stjórn Akureyrar til kaffisam-
sætis Jakobi til heiðurs kl. 16 á
Hótel KEA í dag. Ávörp flytja
meðal annarra Magnús Gauti
Gautason, kaupfélagsstjóri
KEA, og Sigfús Jónsson,
bæjarstjóri.
Fjöldi gesta verður í hófinu og
koma þeir víða að. Má þar nefna
Braga Sigurjónsson, Tryggva
Helgason og Steingrím Aðal-
steinsson. Allir sátu þeir á sínum
tíma með Jakobi Frímannssyni í
Bæjarstjórn Akureyrar.
Jakob er eini núlifandi heiðurs-
borgari Akureyrarbæjar en hann
hlaut þá útnefningu árið 1974.
Áður voru útnefndir heiðurs-
borgarar Akureyrar þeir Matthí-
as Jochumsson skáld á Sigurhæð-
um árið 1920, Finnur Jónsson
prófessor árið 1928, Jón Sveinson
(Nonni) árið 1930, Oddur
Björnsson prentari árið 1935, frú
Margrét Schiöth árið 1941 og
Davíð Stefánsson skáld frá
Fagraskógi árið 1955.
Jakob Frímannsson varð kaup-
félagsstjóri KEA árið 1940 og
gegndi því starfi til ársins 1971.
Hann var fulltrúi í Bæjarstjórn
Akureyrar 1942-1970 m.a. sem
forseti hennar.
Kona Jakobs heitir Borgildur
Jónsdóttir og dvelja þau hjónin á
hjúkrunardeild Dvalarheimilis
Hlíðar á Akureyri. Pau áttu
eina dóttur, Bryndísi, sent nú
er látin. Börn hennar eru Jakob
Frímann, tónlistar- og kvik-
myndagerðarmaður og Borghild-
ur háskólanemi.
Dagur færir Jakobi Fríntanns-
syni og konu hans bestu heilla-
óskir á merkum tímamótum.
„Jú það er alveg rétt að menn
eru mjög opnir fyrir því að
kanna möguleika á aukinni
samvinnu milli sveitarfélaga,“
sagði Guðjóu Björnsson, sveit-
arstjóri í Hrísey, vegna hug-
mynda um samvinnu og jafn-
vel samruna sveitarfélaga við
utanverðan Eyjafjörð.
„Samstarf milli þessara sveitar-
félaga er nú þegar orðið mjög
mikið og ég er sannfærður um að
það getur orðið mun meira.
Breytt verkaskipting ríkis og
sveitarfélaga um áramót hreyfir
við mörgu og ég hef trú á að það
muni leiða til þess að menn vinni
meira saman en áður,“ sagði
Guðjón. Hann sagði ekkert mæla
því í mót að Hríseyjarhreppur
tæki virkan þátt í auknu sam-
starfi. Að vísu væri hreppurinn
landfræðilega einangraður en
það kæmi í sjálfu sér ekki í veg
fyrir að Hríseyingar ynnu með
nágrannasveitarfélögum. óþh
Tvö slys á Austurlandi
Jakob Frímannsson.
Tvö slys urðu á Austurlandi í
vikunni. Við höfnina á Borgar-
firði eystra slasaðist ellefu ára
gamall drengur á mánudags-
kvöld. Slysiö vildi til er drengir
voru að leika sér við löndun-
arkrana, gengu þeir frá krók
hans í keng á bryggunni og
hífðu síðan til að taka slakann
af, en þá klemmdust fingur á
hægri hendi drengsins í
kengnum. Drengurinn var
fluttur á sjúkrahús á Akureyri
en missti fremst framan af vísi-
fingri og löngutöng.
Á miðvikudagkvöld kviknaði í
Ladabifreið á Fjarðarheiði. Öku-
maður missti stjórn á bílnum er
hann varð var við eld í vélarhúsi,
og ók á brúarhandrið. Hann var
einn í bílnum og meiddist við
ákeyrsluna en komst þó hjálpar-
laust út úr bílnum, og var fluttur
með sjúkrabíl til Egilsstaða eftir
að hjálp barst. Bíllinn gjöreyði-
lagðist í brunanum.
Að sögn lögreglu hefur verið
tíðindalítið og rólegt á Héraði að
undanförnu. Einna átakamest
mun vera að ná upp kartöflun-
um, sem steitast á móti upptöku-
fólki þannig að beita þarf þær
valdi. “ IM