Dagur - 07.10.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 07.10.1989, Blaðsíða 16
Akureyri, laugardagur 7. október 1989 Dæmi um vöruverð: Coca-Coia 2 lítrar 99 kr. Coca-Cola 11/2 lítri 91 kr. Sykur 2 kg 138 kr. Nýjar kartöflur 2 kg 158 kr. Egg pr. kg 356 kr. Hrossabjúgu pr. kg 252 kr. Verslunin ÞOEPIE Móasíöu 1 • Sími 27755. Opið alla daga vikunnar frá kl. 8-23 Heimsendingar- þjónusta. .30. K íslensk bókaútgáfa: Útgefendur mótfallnir virðisaukaskattinum - titlafjöldi jólabóka svipaður og í fyrra Nýja línubcitingavélin frá Hafspili hf. til í slaginn. Hreinn Elliðason segir að unnið sé að framlciðslu og hönnun vél- arinnar í samvinnu við sjómenn og útgerðarmenn á Hornafirði. Myml: kl Ný línubeitingavél frá Hafspili hf. Otlit er fyrir að svipað magn af jólabókum komi út í ár og fyrir síðustu jól en engar tölur liggja fyrir um fjölda titla ennþá. Jón Veðurguðir í helgarskapi: Kuldakastið bíður fram yfir helgi Gunnar Fanndal, veðurfræð- ingur á Veðurstofu íslands, segir að Norðlendingar þurfí ekki að kvíða helgarveðrinu. Áfram verði hæglætisveður en búast megi þó við að eftir morgundaginn fari heldur að kólna. „Á laugardag verður líklega hægviðri hjá ykkur, sennilegast skýjað en úrkomulítið eða úr- komulaust. Á sunnudaginn fer hann í vestan eða norðvestanátt og líklega einhverjar smáskúrir. Á laugardaginn verður nokkuð hlýtt þarna hjá ykkur en hiti á síðan að fara niður undir frost- markið upp úr helginni þannig að eftir daginn á morgun sígur hita- súlan niður á við. Eg get því ekki sagt annað en útlitið sé þokkalegt hjá ykkur,“ segir Gunnar Fanndal, veðurfraeðingur. JÓH Yfirvinnu var sagt upp í Slipp- stöðinni á Akureyri fyrir hálf- um mánuði og tekur uppsögn- in gildi á mánudag. Ekki er vit- að hvenær yfírvinna hefst almennt á ný hjá stöðinni. Að sögn Gunnars Skarphéð- inssonar, starfsmannastjóra, var yfirvinnu sagt upp í öllum deild- um vegna verkefnaskorts, en þróunin hefur verið sú að verk- efni hafa færst meira yfir á sumarmánuðina en áður þannig að minna verður um vinnu aðra mánuði. Þessi þróun, auk sam- dráttar í nýsmíðum, væri mjög bagaleg fyrir Slippstöðina, því menn gerðu sér grein fyrir að stöðin gæti ekki lifað á sveiflu- kenndum viðhaldsverkefnum ein- göngu. Yfirvinnu í Slippstöðinni var sagt upp á svipuðum tíma í fyrra, og var hún ekki tekin upp á ný fyrr en síðastliðið vor. Nýr kjarasamningur hefur ver- ið undirritaður milli Slippstöðv- arinnar hf og stéttarfélaga starfsmanna, en þau eru sex talsins. Samningurinn gildir til 1. mars á næsta ári, en hvað launa- Karlsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sagði að það yrði eflaust ekki ljóst fyrr en í byrjun desember hve margar bækur kæmu út fyrir jólin en hann bjóst þó við að magnið yrði svipað og í fyrra. Samkeppni er hörð meðal bókaútgefenda og þeir vilja sem minnst segja um helstu tromp sín á hinum stóra jólabókamarkaði. Þá segja útgefendur að það skýr- ist oft ekki fyrr en á síðustu stundu hvort sumar bækur kom- ist út í tæka tíð, enda vilja skil á handritum dragast. „Það er engin spurning að þjóðin vill lesa bækur en þetta er þungur róður samt sem áður. Bókin er að keppa við fjölmargt annað og nú erum við að berjast gegn virðisaukaskattinum sem á að leggja á bækur, en útgefendur reyna hvað þeir geta að halda bókaverði niðri. Bókaútgáfa er náttúrlega erfið í svona litlu málsamfélagi," sagði Jón Karls- son um stöðuna í bókaútgáfu. Það hefur mælst illa fyrir hjá bókaútgefendum að virðisauka- skatturinn eigi að leggjast á bæk- ur en ekki blöð og tímarit, en sem kunnugt er hefur söluskattur á bókum lengi verið þyrnir í aug- um útgefenda. Um verð á jóla- bókunum sagði Jón að það yrði á bilinu 2-3000 krónur, en auðvitað misjafnt eftir eðli og umfangi bókanna. SS hækkanir varðar er hann um flest hliðstæður við ASÍ samning- ana sem gerðir voru síðastliðið vor. EHB „Það er mikið um að vera og mikið framundan,“ segir Hreinn Elliðason hjá Hafspili hf á Akureyri, en fyrirtækið vinnur nú að framleiðslu og þróun á nýrri gerð línubeit- ingavéla, í samvinnu við sjó- menn og útgerðarmenn á Hornafírði. Hreinn sagði að undanfarna mánuði hefði verið unnið að ákveðinni endurskipulagningu hjá fyrirtækinu, og væri nú bjart- ara framundan. Menn sæju fram á mikla vinnu allt til áramóta, a.m.k. Hjá Hafspili hf eru framleiddar margar gerðir af vindum og spil- um í skip og báta, eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna. Nýlega voru seldar níu vindur og spil frá Hafspili í Bjart NK frá Neskaupstað, svo eitt dæmi sé nefnt, einnig hefur verið mikið selt af línuspilum um land allt og eru margar pantanir fyrirliggj- andi á slíkum spilum. Erfiðleikar útgerðarinnar hafa bitnað illa á þjónustufyrirtækjum og aðilum sem framleiða hluti til útgerðar, og fór Hafspil ekki varhluta af þeim fremur en aðrir. „Maður bíður alltaf eftir aðgerð- um ríkisvaldsins til að hjálpa útgerðinni og er búinn að bíða lengi,“ segir Hreinn. Miklar vonir eru bundnar við línubeitingavélina, og segir Hreinn hana vera bæði ódýra og einfalda miðað við aðrar gerðir á markaðnum. Asiaco hf tók nýlega að sér að vera söluaðili um land allt fyrir Frá því verkfall rafíðnaöar- manna hjá ríkinu hófst hefur í tvígang þurft að sækja um undanþágu til viðgerða hjá Pósti og síma á Norðurlandi, í bæði skiptin vegna bilunar í stafrænu símstöðinni á Sauðár- króki. Síðara tilvikið var í gærmorgun en þá voru fjórir hreppar í Skagafirði síma- sambandslausir. Um er að ræða Viðvíkursveit, Hóla- hrepp, Rípurhrepp og Hegra- nes. Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi sagðist í gær gera ráð fyrir að undanþága fengist fíjótt og ætti viðgerð að hafa lokið í gærkvöld. „Alls eru 10 rafiðnaðarmenn hjá Pósti og síma á Norðurlandi í verkfalli. Á Akureyri höfum við getað sinnt viðgerðum þar sem er starfandi tæknifræðingur í sér- búnaðinum og hann er ekki í verkfalli. Enn sem komið er hafa vélar og tæki frá Hafspili hf, en Asiaco er eitt stærsta fyrirtækið á íslenskum veiðarfæramarkaði. Hreinn er nýkominn úr hálfs mánaðar löngu söluferðalagi um Austfirði. „Það er mikilvægt að fara á staðina, kynna sér hlutina og hitta sjómenn og útgerðar- menn að máli. Við væntum mikils af samstarfinu við Asiaco, og höfum ástæðu til þess, eins og þegar er farið að koma í ljós,“ sagði Hreinn Elliðason. EHB ekki komið upp vandamál en við gætum verið illa settir ef upp koma erfið vandamál því einn maður getur ekki ráðið við allt. En sem betur fer höfum við ekki orðið fyrir alvarlegum bilunum," segir Ársæll. „Það hefur alltaf verið þannig hjá Pósti og síma gagnvart dreif- býlinu að við höfum haft ákveðin forgang í sambandi við viðgerðir enda teljum við að þar sé nauð- syn á að hafa símann í lagi. Við vitum um aðrar smábilanir en förum ekki fram á hluti sem við fáum neitun á. Slíkt verður að bíða en hvað dreifbýlið varðar þá er þetta að mínu mati spurn- ing um öryggi," segir Ársæll. „Hér hefur verið mjög góð samvinna við okkar menn og hér gengur enginn í þeirra verkefni. Þeim er því sýnd fyllsta tillitssemi enda hefur ekki komið til neinna vandræða í verkfallinu,“ bætti Ársæll við. JÓH I gærmorgun rifu starfsmenn Akureyrarbæjar gripahús í Búðargili á Akureyri. Lögregla fylgdist með þessum aðgerðum að beiðni bæjaryfír- valda þar sem húsið var rifið gegn vilja eiganda þess. Samkvæmt upplýs- ingum varðstjóra var húsið rifíð án nokkurra mótmæla. Mynd: kl Slippstöðin á Akureyri: Uppsögn yfirviimu tekur gildi Rafiðnaðarmenn í verkfalli: Tvær undanþágubeiðmr vegna bilunar í síma á Sauðárkróki - Qórir hreppar í Skagafirði síma- sambandslausir í gærmorgun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.