Dagur - 07.10.1989, Blaðsíða 13
Jakob Frímaimsson níræður
Fyrrverandi stórhöfðingi í
íslenzku athafnalífi, Jakob Frí-
mannsson á Akureyri, er níræður
í dag, laugardaginn 7. október.
Flann fæddist á Akureyri árið
1899, sonur alkunnra sæmdar-
hjóna, þeirra Sigríðar Björns-
dóttur og Frímanns Jakobssonar,
sem þar bjuggu um áratuga skeið
og nutu hvers manns trausts fyrir
mannkosta sakir. Annar lands-
kunnur sonur þeirra hjóna er
Svanbjörn Frímannsson, fyrrv.
bankastjóri Landsbanka íslands
og nú eftirlaunamaður í Reykja-
vík, en með þeim bræðrum hafa
ávallt verið miklir kærleikar.
Þótt nærfellt 20 ár séu liðin frá
því að Jakob lét af sínum
umfangsmiklu störfum í athafna-
lífinu er starfsferill hans enn fjöl-
mörgum í fersku minni og óþarft
að rifja hann upp í smáatriðum,
enda yrði sú upptalning alltof
löng fyrir stutta afmæliskveðju.
Helztu atriði má þó rifja upp til
uppfyllingar í fátæklegri ritsmíð:
Hann starfaði að afloknu Verzl-
unarskólanámi, um 53 ára skeið,
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, fyrst
við almenn verzlunarstörf, síðan
sem fulltrúi kaupfélagsstjórans,
Vilhjálms Þórs, og að lokum sem
kaupfélagsstjóri um rúmlega
þriggja áratuga skeið, eða þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir á öndverðu ári 1971. Hann
var áratugum saman stjórnar-
maður í Sambandi íslenzkra sam-
vinnufélaga og árum saman for-
maður stjórnarinnar, áratugum
saman stjórnarmaður í Sam-
vinnutryggingum g/t og Olíu-
félaginu h.f., auk fjölmargra
atvinnufyrirtækja annarra þar
sem sérstaklega má nefna
Flugfélag íslands h.f., síðar Flug-
leiðir h.f. eftir sameininguna við
Loftleiðir h.f., en Jakob var mik-
ill áhugamaður um flugmál og
einn af frumkvöðlum að stofnun
- Afmæliskveðja
Flugfélags Akureyrar, sem var
forveri Flugfélags íslands. Hann
var bæjarfulltrúi á Akureyri um
áratuga skeið og heiðursborgari
Akureyrar síðustu fimmtán árin,
sá eini núlifandi. Hvar sem hann
kom við sögu var hann kjörinn til
forystu sakir hæfileika sinna,
ávallt boðberi öryggis, festu og
framþróunar fremur en byltinga
og gat að störfum loknum litið til
baka yfir óvenju glæstan og far-
sælan feril, sem var landi og þjóð
til heilla. Gæfuspor hans sjást
enn víða í atvinnulífinu og þá
sérstaklega í heimabyggðum.
Yfir þau mun ekki fenna langa
hríð.
í upphafi nefndi ég Jakob fyrr-
verandi stórhöfðingja í íslenzku
athafnalífi og vissulega lét hann
af störfum fyrir mörgum árum,
svo sem hér hefur fram komið.
En Jakob Frímannsson verður
ávallt og hefur alltaf verið mikill
höfðingi, þannig er öll hans
persónugerð, þannig er maður-
inn allur. Góðar gáfur samfara
traustri persónugerð og glæsi-
leika gera menn að höfðingjum
og þannig hefur Jakob verið í
yfirlætisleysi sínu og hógværð,
leiðtogi í blíðu og stríðu. Þessa
höfum við notið, samferðamenn
hans um lengri eða skemmri veg.
Við hyllum hann því í dag með
miklu þakklæti í huga..
Eiginkona Jakobs er Borghild-
ur Jónsdóttir, ættuð frá Reyðar-
firði, og manni sínum samstiga
alla tíð í lífi og starfi, þannig að
höfðingsskapurinn var þeirra
sameign. Fjölmargir minnast
með hlýju og þakklæti margra
ánægjustunda á heimili þeirra að
Þingvallastræti 2 á Akureyri, sem
var ávallt opið vinum og vanda-
mönnum - öllum góðum gestum,
sem að garði bar. Nú hin allra
síðustu árin hafa þau dvalið á
hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akur-
eyri við góða umönnun starfs-
fólksins þar, sátt við lífið og til-
veruna, ern og hress í anda mið-
að við aldur og ylja sér við
minningar um litríkt og gefandi
líf, sem enn varir og tekur nú út
sitt síðasta og e.t.v. fegursta
þroskastig í sívaxandi ljóma þess
almættis, sem öllu ræður og allra
bíður.
Guð blessi þeirra fagra ævi-
kvöld.
Á þessum merku tímamótum í
lífi Jakobs sendum við Sigríður
og börn okkar þeim Jakobi og
Borghildi, og fjölskyldu þeirra
allri, hugheilar hamingjuóskir og
þökkum trausta vináttu allt frá
fyrstu kynnum. Við teljum okkur
vita, að þau heiðurshjónin taki á
móti gestum á Hótel KEA í dag.
Þangað stefnum við nú hraðbyri,
ef veðurguðirnir lofa, og hlökk-
um til endurfundanna. Lifið heil.
Valur Arnþórsson.
Atlantshafsbandalagið
veitir fræðimannastyrki
Atlantshafsbandalagið mun að
venju veita nokkra fræðimanna-
styrki til rannsókna í aðildarríkj-
um bandalagsins á háskólaárinu
1990-1991. Markmið styrkveit-
Fræðslumiðstöð Rauða kross
íslands hefur gefið út námsskrá
fyrir haustönn 1989 og vorönn
1990.
Boðið er upp á 29 mismunandi
námskeið og eru þau ýmist ætluð
almenningi eða sjálfboðaliðum
Rauða krossins auk þess sem
haldin eru nokkur starfsmennt-
unarnámskeið.
Fjölmörg námskeið í skyndi-
hjálp verða í boði um land allt en
deildir Rauða krossins eru nú 47
talsins. Rauði kross íslands leit-
ast við að setja upp námskeið í
skyndihjálp fyrir einstaka hópa
og sníða þau að þörfum þeirra og
óskum. Boðið verður upp á
námskeið í skyndihjálp fyrir for-
eldra og er þar sérstaklega fjallað
um slysahættur og leiðir til að
koma í veg fyrir slys, einnig
námskeið sem ætlað er ferða-
mönnum iannanlands.
inganna er að stuðla að rann-
sóknum og aukinni þekkingu á
málefnum er snerta Átlantshafs-
bandalagið og er stefnt að útgáfu
á niðurstöðum rannsóknanna.
Mörg ný námskeið eru í boði
fyrir unglinga í Ungmennahreyf-
ingu RKÍ svo sem fjölmiðlanám-
skeið, félagsmálanámskeið,
námskeið fyrir ungt fólk sem er á
faraldsfæti og fólk sem hefur
áhuga á sjálfboðaliðastörfum
bæði innanlands og utan.
Allar nánari upplýsingar eru
gefnar á skrifstofu RKÍ, í síma:
91-26722.
Alþjóðadeild utanríkisráðu-
neytisins veitir upplýsingar um
fræðimannastyrkina og lætur í té
umsóknareyðublöð.
Styrkirnir nema nú um 277
þús. íslenskum krónum (180 þús.
belgískum frönkum) og er ætlast
til að unnið verði að rannsóknum
á tímabilinu frá maí 1990 til árs-
loka 1991. Einnig er greiddur
nauðsynlegur ferðakostnaður, en
gert er ráð fyrir að rannsóknir
geti farið fram í fleiri en einu ríki
Atlantshafsbandalagsins.
Styrkirnir skulu að jafnaði
veittir háskólamenntuðu fólki.
Styrkþegum ber að skila loka-
skýrslu um rannsóknir sínar á
ensku eða frönsku til alþjóða-
deildar utanríkisráðuneytisins
fyrir árslok 1991. Umsóknir um
fræðimannastyrki Atlantshafs-
bandalagsins skulu berast til
alþjóðadeildar utanríkisráðu-
neytisins eigi síðar en 15. des-
ember 1989.
Aðalfimdur
Handknattleiksdeildar Þórs
verður haldinn í íþróttahúsi Glerárskóla sunnudag-
inn 15. október kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórn Handknattleiksdeildar Þórs.
Fræðslumiðstöð Rauða kross íslands:
29 mismunandi nám-
skeið í boði í vetur
Laugardagur 7. október 1989 - DAGUR - 13
spurning vikunnar
Borðarðu slátur?
Birgir Heiðar Josepsson
nemi:
„Gleymdu því.“
Helgi Ólafsson nemi:
„Já það geri ég."
Jonas Gunnarsson nemi:
„Auðvitað.“
Kristinn Kristjánsson nemi:
„Keppur er skreppur."
Hjalti Árnason
afgreiðslusveinn:
„Nei takk. Ég borða ekki gall-
blöðrur og innyfli úr öðrum
dýrum."