Dagur - 07.10.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 07.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 7. október 1989 Soltnir og klædlausir flýja land Góðan daginn, ágætu sam- landar. Oft hefi ég verið hungraður en þó sjaldan sem nú. Sennilega er þetta fylgi- fiskur þess að standa í íbúðar- kaupum en því miður eru fylgi- fiskar ekki ætir. Útsölukjötið er búið og kálið er víst ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Steinn Steinarr orti: Ég var soltinn og klæðlaus og sjúkur aflangvinnum skorti, en þið sáuð mig ekki fremur en rykið á götunni. Og ég hrópaði á miskunn, á hjálp, eins og drukknandi maður, en þið heyrðuð það ekki og genguð brosandi fram hjá eins og storkandi tákn þeirrar stöðu, sem gerir mann feitan. Þannig heldur Steinn Steinarr áfram í kvæði sínu og þannig líður verðbólgu- og vaxtaþjáðum íslendingum er þeir hrópa í örvæntingu á hjálp. Enginn heyrir til þeirra enda ráðamenn allir staddir í ur horaðir vesalingar. Ég held að það sé ljóst að hreina vatnið, tæra loftið og ómengaði fiskurinn megna ekki að halda byggð í þessu landi. íslendingar hafa skipað sér á bekk með fólki frá Víetnam og Austur-Þýska- landi. Við erum flóttamenn og mér finnst sjálfsagt að benda ráðamönnum á þessa stað- reynd áður en landið tæmist. Á hinn bóginn má ráða bót á þessu með því að flytja inn flóttamenn frá öðrum löndum Hallfreður Örgumleiðason: Kannski er það svona þjónusta sem fólk sækist eftir í öðrum löndum. Nei, fólk flýr land vegna þess að það hefur ekki efni á að borða hér. Og þannig líður mörgum íslendingum um þessar mundir því landflótti er gríðarlegur. Þeir hafa nefnilega fengið spurnir af því að menn hafi efni á því að borða í útlöndum. Ástæðan fyrir landflóttanum getur varla verið önnur en sultur, eða hvers vegna haldið þið t.d. að fólk sé að flýja til Svíþjóðar? Þar er allt bannað og þar er „socialstyrelsen" með nefið ofan í hvers manns koppi. Slíkt þolum við íslend- ingar ekki, samt flykkjumst við þangað. Það hlýtur að vera verð á matvælum sem fær fjögurra barna föður til að berja í borðið og hrópa: „Út vil ek! Ef það er ekki maturinn sem lokkar og laðar þá hljóta það að vera rafmagnstækin. Þau ku vera ódýrari í íslendinga- nýlendum erlendis og við ger- um allt fyrir rafmagnstæki, fórnum meira að segja hjóna- bandi og heilsunni. Varla freistar bjórinn enn, hann er kominn, en er reyndar á íslensku verði. Nei, það eru stoltir og soltnir íslendingar sem eru að flýja land af ein- skærri neyð. hanastélsboðum í Reykjavík, jafnvel í mat á Holtinu. Oft er í holti heyrandi nær, en ekki á Hótel Holti þar sem þeir feitu borða sig feitari. Það er ekki feita fólkið sem flýr land held- því af einhverjum ástæðum virðist sumt fólk fúst til að koma sér fyrir hér. Margir forða sér þó aftur eftir fyrstu innkaupaferðirnar í matvöru- verslanir. Eitthvað hef ég heyrt talað um að húsnæðisbasl eigi þátt í þessari þróun en ég trúi því varla. Það á að vera erfitt að koma sér upp húsnæði á ís- landi og annað væri ekki sanngjarnt. Það hefur verið basl í mörg ár og það væri rosalegt kjaftshögg fyrir basl- arana ef fólk gæti allt í einu keypt sér íbúð án þess að missa fjárhagslegt sjálfstæði, heils- una og hamingjuna. Þetta er ómótstæðileg rómantík sem má alls ekki leggjast af. Þið megið ekki halda að ég sé á móti því að fólk flytjist til annarra landa, kannski geri ég það sjálfur einhvern tíma. Þá verða pistlar mínir merktir: Hallfreður Örgumleiðason skrifar frá Svíþjóð, eða eitt- hvað í þeim dúr. Upphaf fyrsta pistilsins gæti hljóðað svo: Halló, hér er gott að vera. Maturinn ágætur en ég sakna fisksins, slátursins, skyrsins og fleiri ágætra fæðutegunda. Ég sakna líka ættingja og vina og mér finnst bölvanlegt að fá ekki Dag á morgnana. Pollur- inn er svo fjarlægur, Vaðla- heiðin og Súlur. O, mig langar svo heim, en ég hef ekki efni á því vegna þess hvað það er dýrt að fljúga. Já, góðir hálsar, það er dýrt að fljúga. Best er að sleppa því og halda sig heima. Veljum íslenskt, það borgar sig þegar til lengri tíma er litið. Heilsupósturinn Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann vaxtarrækt hafi góð áhrif á hjarta og æðar. Þá er um að ræða æfing- ar sem endurteknar eru lð-20 sinnum með einungis 30-60 sekúndna hvíld. Séu endurtekn- ingarnar hins vegar fáar og hvíld- in 2-3 mínútur á milli þá skilar það litlum sem engum árangri fyrir hjarta og æðar eða lungu. Fullyrðing: Eldra fólk ætti að synda í stað þess að stunda lík- amsrækt með lóðum vegna þess að sund fer betur með liðamót. Staðreynd: Sund skapar minna álag á liðamót, en það styrkir ekki beinin í sama mæli og eykur því hættuna á beinþynningu. Besta leiðin til þess að styrkja beinin er að styrkja þau með hæfilegum viðnámsæfingum og þá er ekki til sá líkamshluti sem ekki er hægt að þjálfa þar sem æfingarnar geta verið svo marg- breytilegar. Það eru auk þess engin aldurstakmörk í vaxtarrækt þar sem hver og einn gerir ein- ungis eins og líkamlegt ástan<i hans leyfir. ingunni sem gerir lítið fyrir teygj- anleika þeirra. Og hvað um þungann sem leggst á fæturna og lærin? Þegar þú hleypur leggur hvert skref 3-4 faldan líkams- þungann á beinin í fætinum. Og hvað um hnén? Það þekkja það allir sem hafa stundað hlaup að einhverju ráði að þau geta verið varasöm fyrir hnén. Einnig ná hlaupin ákaflega lítið til efri hluta líkamans þannig að varla er hægt að bera saman hlaup og vaxtar- rækt sem alhliða æfingar. Lík- amsrækt eða vaxtarrækt hvort heldur sem menn kalla það, er lífstíll þar sem allt er tekið fyrir: Mataræði, kjörþyngd, hvíld, teygjanleiki og slökun. Fullyrðing: Vaxtarrækt gerir ekkert fyrir þol, hjarta og lungna. Staðreynd: Hringþjálfun í vaxtarrækt framkallar alla kosti þolþjálfunar sem og líkamsrækt- ar. Nýjar rannsóknir benda til þess að ákveðið æfingakerfi í Konur í vaxtarrækt Það er ekki ósjaldan sem fólk opinberar vanþekkingu sína á íþróttum og eðli líkamans með fullyrðingum sem eiga sér enga fótastöðu í raunveruleikanum. Oftast eru það sömu fullyrðing- arnar sem skjóta upp kollinum aftur og aftur en þær eru mis- munandi algengar eftir því hvaða íþróttagrein á í hlut. En eðlilegt er þó að flestar fullyrðingarnar skjóti upp kollinum í þeim grein- um sem fæstir þekkja til hlítar. Vaxtarrækt er ung íþrótt sem hefur átt geysilegu fylgi að fagna hér á landi undanfarin ár, en þar sem hún er tiltölulega ný af nál- inni eru ófáar fullyrðingar sem skjóta upp kollinum tengdar henni. Þessar fullyrðingar geta Sú fullyrðing að vaxtarrækt geri kvenfólk karlmannlegt, afsannast af þeim geysilega Ijölda kvenna sem stunda þessa íþrótt í dag. oft á tíðum verið all spaugilegar þannig að við látum nokkrar þeirra fljóta hér með og svör við þeim með rökfærslum. Fullyrðing: Kvenfólk sem stundar vaxtarrækt verður karl- mannlegt og fær risastóra vöðva. Staðreynd: Kvenfólk þarf ekki að hafa áhyggjur af ofvexti. Vöðvi stækkar einungis ef hor- mónið testosterone er til staðar og kvenlíkaminn býr yfir ákaf- lega litlu magni af þessu hormóni. Þess vegna gætu þær ekki byggt upp stóra vöðva þó að viljinn væri fyrir hendi. Örfáar konur hafa óvenju mikið af þessu hormóni í líkamanum og geta þess vegna byggt upp stóra vöðva, en síðan eru aðrar sem nota lyf til þess að ná þeim árangri og þess vegna er engin ástæða til þess að miða við slík öfgatilfelli. Ef konu finnst að einhver líkams- hluti stækki óþarflega mikið þarf hún ekki að gera annað en að breyta æfingakerfinu til þess að ráða fram úr því. Auk þess virka æfingarnar þannig að þær gera vöðvana stinna og undirstrika kvenlegu línurnar. Fullyrðing: Hlaup eru besta alhliða æfingin sem líkaminn fær. Staðreynd: Hlaup eru góð til þess að byggja upp mikið þol, en skila takmörkuðum árangri fyrir mestan hluta líkamans. Fæturnir þjálfast einungis þeg- ar þeir eru í miðri hlaup-hreyf-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.