Dagur - 07.10.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 7. október 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKFIIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR, 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Tuttugu og þrír
milljarðar
Því hefur verið haldið fram að mikil skuldasetn-
ing og gífurlegur fjármagnskostnaður sé mesta
vandamál íslensks atvinnulífs um þessar
mundir. Upplýsingar, sem Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra lagði fram á dögun-
um, renna stoðum undir þessa fullyrðingu. í
þeim kemur fram að arður af innlendum útlánum
umfram verðbólgu á síðasta ári var 23 milljarðar
króna. Steingrímur Hermannsson vakti athygli á
þessari staðreynd í viðtali hér í blaðinu í gær. Þar
sagði hann m.a.:
„Tuttugu og þrír milljarðar króna renna frá
þjóð sem býr við minnkandi þjóðartekjur inn í
alls konar sjóði; banka, lífeyrissjóði o.s.frv. Sumt
af þessu er byggt á erlendum lánum og rennur
úr landi. Við höfum ekki efni á þessu. Menn geta
spurt sig hvað hefði gerst ef helmingur af þessu
fjármagni hefði fengið að vera eftir í atvinnulíf-
inu. Mitt svar er að hér væri allt annað ástand en
nú."
Undir þessi orð forsætisráðherra er auðvelt að
taka. Að sjálfsögðu væri staða fyrirtækja í land-
inu nú allt önnur en hún er, ef þau hefðu „að-
eins“ þurft að bera helming þess fjármagns-
kostnaðar sem þeim var gert að greiða á síðasta
ári, eða með öðrum orðum, ef raunvextir hér á
landi hefðu verið eitthvað í líkingu við það sem
tíðkast í nágrannalöndum okkar. Hér er löglegt
að taka okurvexti, okurlögin eru fallin úr gildi og
peningastofnanir hafa því sem næst frjálsar
hendur um vaxtatöku.
í fyrrnefndu viðtali Dags við Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra kemur einnig fram
að skuldbreyting Atvinnutryggingasjóðs út-
flutningsgreina og Hlutafjársjóðs, þeirra tveggja
sjóða sem beinlínis voru settir á stofn til að
bjarga útflutningsatvinnuvegunum frá stöðvun,
nemur nú um fimm milljörðum króna. Það er
mesta skuldbreyting í sögu íslensku þjóðarinnar
til þessa. Það er umhugsunarvert að sú upphæð
er einungis rúmur fimmtungur af arðtekju fjár-
magnsins á síðasta ári, þ.e. þessum 23 milljörð-
um króna sem runnu til fjármagnseigenda í
formi vaxta.
Steingrímur Hermannsson viðurkennir að rík-
isstjórninni hafi ekki tekist nógu vel upp í vaxta-
málunum og að meira þurfi að gera. Hann telur
að ríkisvaldið verði enn að taka til hendinni í
þessum efnum og frá því þurfi að koma fyrirmæli
í stað tilmæla. Undir þau orð má einnig taka.
Tími vinsamlegra tilmæla er liðinn. Ríkisvaldið
verður að manna sig upp í að beita þeim stjórn-
tækum sem tiltæk eru. Fyrsta skrefið er að beita
9. grein Seðlabankalaganna og setja þak á nafn-
vexti, til að afturkalla ótímabæra nafnvaxta-
hækkun einkabanka og sparisjóða um síðustu
mánaðamót. Þeirrar aðgerðar er beðið með eftir-
væntingu. BB.
Silfur-lið Dags, fremri röð f.v.: Óskar Þór, Jakob, Kristján (KK) og Guðmundur. Aftari röð: Kristján Logason,
Guðjón, Andrés, Hörður og Elías.
Fjölmiðlamótið í knattspyrnu:
Dagsmenn gerðu góða
ferð til Reykjavíkur
- og komu heim með silfrið
- tímamót í lífi Óskars Þórs Svarfdælings
Stjörnulið Dags gerði góða ferð á
hið árlega Fjölmiðlamót í knatt-
spyrnu sem fram fór á gervigras-
inu í Laugardal um síðustu helgi.
Liðið hafnaði þar í öðru sæti, eft-
ir úrslitaleik við hinn „fjölmiðla-
risann“, Morgunblaðið Úrslita-
leikurinn var eins og við mátti
búast jafn og spennandi en
Moggamenn reyndust örlítið
sterkari og sigruðu naumlega 4:2.
Leikið var þvert á völlinn, 7 leik-
menn léku inná hverju sinni og
var hver leikur 2x12 mín. Fram-
kvæmd mótsins var í höndum
DV-manna og eiga þeir hrós skil-
ið fyrir góða frammistöðu.
Alls tóku 10 fjölmiðlar þátt í
mótinu og var þeim skipt í tvo 5
liða riðla. í A-riðli léku Frjálst
Framtak, Ríkisútvarpið, Morg-
unblaðið, Stöð 2 og DV. í B-riðli
léku Dagur, Bylgjan, Tíminn,
FM 95,7 og Alþýðublaðið.
Morgunblaðið sigraði í A-riðli,
liðið vann þrjá leiki og gerði eitt
jafntefli. DV hafnaði í öðru sæti
riðilsins og lék því um 3.-4. sætið.
í B-riðli stóðu Dagsmenn uppi
sem sigurvegarar og kom það
fæstum á óvart. Það leit þó ekki
vel út í upphafi, því liðið tapaði
óvænt fyrsta leiknum gegn Bylgj-
unni. Bylgjumenn ærðust af gleði
yfir naumum sigrinum 2:1 og
þóttust nokkuð öruggir með sigur
í riðlinum, eftir að hafa unnið
helsta keppinaut sinn í fyrsta leik
en annað kom á daginn.
Dagur stóri bróðir Tímans
Dagsmenn sem virkuðu hálf sof-
andi í fyrsta leiknum, tóku sig
heldur betur saman í andlitinu og
rúlluðu hinum þremur liðunum í
riðlinum upp. Dagur vann
Alþýðublaðið 5:0, Tímann 7:0 og
FM 95,7 3:0. Bylgjan, Dagur og
FM 95,7 töpuðu öll einum leik en
þar sem Dagsliðið var með lang
besta markahlutfallið, sigraði lið-
ið í riðlinum. Bylgjan lék gegn
DV um 3.-4. sætið en tapaði
leiknum stórt, 0:4.
Það hefur stundum verið sagt
að Dagur sé litli bróðir Tímans
en fyrir leikinn gegn Tímanum
var það lagt undir, að liðið sem
sigraði væri stóri bróðir en liðið
sem tapaði litli bróðir. Leikur
Dags og Tímans var ótrúlega
ójafn og þegar flautað var til
leiksloka, höfðu Tímamenn þurft
að sækja boltann 7 sinnum í netið
án þess að geta svarað fyrir sig.
Stjörnuleikmenn Dags
Lið Dags var skipað mörgum
knattspyrnusnillingum. Fyrstan
má nefna markvörðinn Guð-
mund (Guddla) Þorsteinsson,
sem gerði garðinn frægan með
Þór og Tottenham hér á árum
áður. I vörninni voru þeir Hörð-
ur Blöndal framkvæmdastjóri,
sem straujaði allt sem kom yfir
miðju, Andrés Pétursson „eig-
andi“ TBA, Óskar Þór Halldórs-
son sem fyrir fáum árum hljóp
uppi kindur í Svarfaðardalnum án
þess að blása úr nös og Kristján
Logason ljósmyndari, barþjónn
og slátrari. Ekki má gleyma
Guðjóni H. Sigurðssyni (Búdda)
fyrrverandi badmintonstjörnu frá
Akranesi sem skellti sér annað
slagið í vörnina og barðist þar af
miklum móð.
A miðjunni léku tveir sunnan-
menn, þeir Jakob Haraldsson og
Elías Georgsson en þeir félagar
hafa starfað fyrir blaðið á Suð-
vesturlandshominu. Báðir stóðu
þeir sig vel í mótinu.
í fremstu víglínu lék Kristján
fréttastjóri Kristjánsson og tókst
honum nokkuð vel upp við mark
andstæðinganna. Hann skoraði
alls 15 mörk í 5 leikjum og varð
samkvæmt okkar heimildum
markahæsti maður mótsins. Þess
má einnig geta að Dagsliðið var
með besta markahlutfall allra
liða í mótinu, liðið skoraði 18
mörk en fékk á sig 6.
Misstum af Dragóstyttunni
Leikmenn Dags höfðu einsett sér
að spila prúðmannlega í mótinu
og framan af leit út fyrir að við
værum með prúðasta liðið. En í
síðasta leiknum í riðlinum, lenti
Kristján ljósmyndari upp á kant
við einn leikmanna FM 95,7, sem
endaði með því að.dómari leiks-
ins vísaði þeim báðum útaf. Þar
með vorum við komnir í svörtu
bókina hjá dómaranum og
draumurinn um að eiga prúðasta
liðið var úti.
Nokkrir
1. deildarleikmenn
Að þessu sinni tóku nokkrir 1.
deildarleikmenn þátt í mótinu. í
liði Morgunblaðsins var enginn
annar en Hörður Magnússon úr
FH, sá hinn sami og fékk gull-
skóinn sem markahæsti leikmað-
ur 1. deildar í sumar. í liði Stöðv-
ar 2, voru hins vegar þrír 1. deild-
arleikmenn, Framararnir Pétur
Ormslev og Jón Erling Ragnars-
son og Valsarinn Heimir
Karlsson. Þá lék Þórsarinn
Kristján Kristjánsson í liði Dags
en hann lauk einmitt sínum 1.
deildarferli í sumar. Auk þess
voru margir aðrir snjallir leik-
menn með í mótinu og á meðal
þeirra Ellert B. Schram ritstjóri
DV og formaður KSÍ.
Tímamót í lífi Óskars Þórs
Verðlaunin í mótinu voru ekki af
verri endanum. Veittur var stór
og myndarlegur farandbikar fyrir
fyrsta sætið og auk þess lítill
eignarbikar. Þá fengu allir leik-
menn liðanna í þremur efstu sæt-
unum verðlaunapeninga, gull,
silfur og brons. Það var Lúðvík
Geirsson formaður BÍ sem
afhenti verðlaunin.
Á leiðinni heim til Akureyrar
að loknu mótinu, upplýstist það
að silfurpeningurinn sem Óskar
Þór blaðamaður Dags fékk í
mótslok, var sá fyrsti sem hann
hlýtur fyrir árangur sinn á íþrótta-
sviðinu og því má með sanni
segja að um tímamót hafi verið
að ræða hjá honum.