Dagur - 10.10.1989, Side 2

Dagur - 10.10.1989, Side 2
"2 -TD3ÍG13R -"Pflöfird^iir 10: október V989 Heildarupphæö vinninga 07.10 var 8.786.831.- 2 höföu 5 rétta og fær hvor kr. 2.593.071 Bónusvinninginn fengu 5 og fær hver kr. 106.806.- Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 7.253.- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 473.- Sölustaðir loka 15 minútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 Hlífum börnum viö tóbaksreyk! LANDLÆKNIR Útsteinn, stúdentagarður við Skarðshlíð á Akureyri, vígður sl. laugardag: „Er góður vitnisburður um verktaka á Akureyri“ - segir formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta Stúdentagaröar viö Skarðshlíð á Akureyri voru formlega vígðir við hátíðlega athöfn sl. laugardag. Meðal gesta við vígsluna voru Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, Gerður G. Óskarsdótt- ir, ráðunautur menntamála- ráðherra í skólamálum, Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofn- unar og Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri Akureyrar. Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, afhjúpaði skilti með nafni garðsins og heitir hann Utsteinn. Heiður af þessari nafngift munu eiga þeir Har- aldur Bessason og Gísli Jónsson, fyrrv. menntaskóla- kennari. Pað voru fyrirtækin Möl og sandur hf. og S.S. Byggir sf. sem Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, klippti á borða til staðfestingar þess að Útsteinn væri formlega tekinn í notkun. Myndír: kl byggðu Útstein, sem er 1534 fer- metrar á þrem hæðum. Samning- ur um bygginguna var undirritað- ur í byrjun maí sl. og hófust framkvæmdir þann 9. maí. Húsið var fokhelt 4. ágúst og tilbúið til notkunar 30. september sl. „Framkvæmdatími er alls tæpir fimm mánuðir og má mikið vera ef ekki er um íslandsmet að ræða,“ sagði Hólmsteinn Hólm- steinsson, framkvæmdastjóri Malar og sands hf. við þetta tæki- færi. Hann sagði að verkið hefði gengið eins og smurð vél og í það heila hefðu 120-130 manns lagt hönd á plóginn við bygginguna. Fimm undirverktakar unnu við bygginguna, Múrprýði sf. sá um múrverk, pípulagnir voru í hönd- um Karls og Þórðar sf., um raf- lagnir sá Glói sf., Stefán og Björn sf. önnuðust málningavinnu og Garðtækni sf var lóðaverktaki. í máli Sigurðar P. Sigmunds- sonar, formanns stjórnar Félags- stofnunar stúdenta, kom fram að byggingin hafi gengið mjög vel og ekki hafi staðið á fjármögnun. Hann bar mikið lof á Húsnæðis- stofnun og sagði að samskiptin við þá stofnun hafi verið til fyrir- myndar. Þá sagði hann að bygg- ingin hljóti að vera góður vitnis- burður um verktaka á Akureyri. Kostnaður vegna byggingar Útsteins er 80 milljónir króna og fréttir 1 Haraldur Bcssason, rektor Háskól- ans á Akureyri, dró teppið af nafn- spjaldi hvar stóð Útsteinn. er 85% byggingarkostnaðar lán frá Húsnæðisstofnun. Pess sem upp á vantar þarf Félagsstofnun stúdenta að afla. Akureyrarbær hefur þegar samþykkt að leggja fram 5 milljónir króna til bygg- ingarinnar. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, ávarpaði gesti og sagði m.a. að stúdentagarðurinn væri hreint kraftaverk og mikilvægur þáttur í uppbyggingu Háskólans á Akureyrj sem hann og ríkis- stjórnin vildi sjá að gæti eflst og dafnað. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, sagði að vígsludagur Útsteins yrði skráður á spjöld sögunnar sem mikill gleðidagur. Hann sagði stúdentagarðinn mikilvæg- an í að efla Akureyri sem helsta skólabæ á Norðurlandi. Sigfús tilkynnti að bæjarstjórn Akureyrar hefði ákveðið að fela Ragnheiði Þórsdóttur myndvefn- aðarkonu að gera verk sem fund- inn yrði staður í Útsteini. óþh Bændaskólinn á Hólum settur í 108. sinn: 56 nemendur stunda nám í vetur Bændaskólinn á Hólum hóf sitt 108. starfsár á sunnudaginn var er skólinn var settur. Skráðir nemendur eru 56 og komust færri að en vildu. 31 nemandi er skráður á fiskeld- isbraut og 25 á búfræðibraut. Að sögn Jóns Bjarnasonar skólastjóra Bændaskólans er heimavistarrými skólans orðið of lítið og nú þurfa 5 nemendur að búa utan heimavistar. Tveir aka á milli frá Sauðárkróki þar sem þeir búa. „Það hefur ekki beint verið unnið að því að ráða bót á þessu en þó hefur verið sótt um stækkun á heimavistinni, en mað- ur veit aldrei hvernig það fer,“ sagði Jón. Pó hefur verið unnið að upp- byggingu heimavistar á þann hátt að ýmis félagasamtök hafa byggt svokallaðar Orlofsvistir í sam- vinnu við skólann, sem þau nýta svo sem orlofshús fyrir félags- menn sína á sumrin. Aðspurður um nýjungar sagði Jón að tekin hefði verið upp sjálf- stæð og nokkuð stór kennslu- grein í umhverfisfræðum þar sem kennd eru umhverfisfræði og vistfræði og nemendur læra um áhrif mannsins á umhverfið. „Einnig batnar aðstaðan til verklegrar kennslu í matfiskeldi og hrossarækt og svo er aukin áhersla lögð á kennslu í tölvu- fræði, bókhaldi og rekstrargrein- um, svona í takt við tímann," sagði Jón. Starfandi kennarar við skólann eru 6, en þeir stunda einnig önn- ur störf s.s. rannsóknarstörf, kennsluefnisgerð og fleira. Vel hefur alltaf gengið að fá kennara til starfa og reyndar allt annað starfslið líka. í vor verða 26 nemendur brautskráðir frá skólanum og er það aukning frá síðasta skólaári. kj Gunnar Ragnars endurkjörinn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: „Flokkurmn styrktist viö landsfimdinn' „Tvennt er mér minnisstæð- ast af þessum landslundi, annars vegar að Davíð Odds- son skuli koma formlega inn í forystuna og hins vegar mjög Iíflegar umræður um sjávar- ótvegsmál og stefnu flokksins í þeim,“ sagði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Útgeröarfélags Akureyringa hf, um nýafstaðinn landsfund Sjálfstæðisflokksins. MiIIi 30 og 40 fulltrúar frá Akureyri fóru á fundinn. Gunnar Ragnars var endur- kjörinn í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins í þriðja sinn á lands- fundinum. Landsfundur er haldinn annað hvert ár, en þess á milli fundar flokksráðið, sent er auk þess kallað saman þegar meiriháttar ákvarðanir eru teknar, t.d. ríkisstjórnarþátt- taka. Fulltrúar eru kosnir á fundum kjördæmisráða, full- trúaráða og almennra flokksfé- laga urn land allt, og voru þeir um ellefu hundruð talsins nú. Gunnar var spurður um stefnu flokksins í sjávarútvegs- málum og sagði hann þá að meginlínurnar væru ekki mikið breyttar. „Ég tel að málið sé þannig vaxið að það nái út fyrir flokksbönd, þvf ljóst er að fisk- urinn í sjónum er takmarkaður og eftirspurn eftir honum er miklu meiri en unnt er að svara. Þetta hlýtur að leiða til misntun- andi sjónarmiða og að rnenn séu ekki á eitt sáttir um leiðir. Sjónarmiðin skiptast jafnvel eftir byggðarlögum. Hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða, og inn í þetta blandast umræða um byggðamál. Ég tel því að niðurstaða landsfundarins í þessum málum sé viðunandi, þegar tiílit er tekið til þess hversu breið fylking Sjálfstæðis- flokkurinn er og hversu ólík sjónarmið rúmast innan hans,“ sagði Gunnar. - En ert þú persónulega sam- mála þeirri skoðun að kvóta- kerfið hafi gengiö sér til húðar? „Ég held að mikið megi Iæra af reynslunni af kvótakerfinu, en ekki er raunhæft að kasta því fyrir róða, a.m.k. ekki meðan ekki liggur ljósar fyrir hvað eigi að koma í staðinn. Menn verða að sníða einhverja agnúa af kerfinu, en við verðum að búa við einhvers konar kvótakerfi meðan annað og betra fyrir- kontulag er ekki borðliggj- andi.“ Gunnar segir að bjartsýni hafi einkennt landsfundinn. Það sjónarmið að flokkurinn væri að splundrast út og suður vegna ólíkra skoðana innan hans væri ekki í samræmi við reynsluna, því hún sýndi að mönnum tæk- ist að komast að sameiginlegum niðurstöðum. Aö sínu mati hefði Sjálfstæðisflokkurinn því stýrkst við landsfundinn. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.