Dagur - 10.10.1989, Side 3

Dagur - 10.10.1989, Side 3
 Þriðjudagur 10. október 1989 - DAGUR - 3 Ráðstefna um konur í iðn- og tæknigreinum: Tökunámskdð Stýrikerflð MS-DOS Kennd verður almenn notkun MS-DOS stýrikerfisins og farið í helstu sldpanir þess. Námskeiðið hefst 24. október og er haldið á kvöldin. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 27899. Töhníræðslan Akureyci h£ Glerárgötu 34, IV. hæð, sími 96-27899. ' ...kjörin leið til sparnaðar er Kjörbók Landsbankans „Söknuðum verkmenntakeimara og yfirmanna skólanna“ - segir Valgerður Bjarnadóttir, verkefnisfreyja „Ráðstefnan tókst í alla staði með miklum ágætum. Á hana mættu um 40 manns, alit ágæt- is fólk og mjög áhugasamt. Hins vegar verður að segja eins og er að við söknuðum þess sártað sjá ekki fleiri verk- menntakennara,“ segir Val- gerður Bjarnadóttir, verkefn- isfreyja „Brjótum múrana“ um ráðstefnu um konur í iðn- og tæknigreinum sem haldin var á Akureyri um helgina. „Þá vantaði líka námsráðgjafa og ekki síst yfirmenn skólanna. Það mætti aðeins einn skóla- meistari á ráðstefnuna og stopp- aði í hálftíma til að halda stutt erindi. Það er mikil synd að þetta fólk skyldi ekki koma en auðvit- að má bara bæta úr því seinna með annarri ráðstefnu sem tryggt yrði að þetta fólk mætti á.“ Valgerður segir að umræðan hafi verið mjög málefnaleg og hana hafi einkennt að vandamál- unum hafi ekki verið velt upp heldur fundarmenn verið sam- taka í að einbeita sér að lausnum og því hvernig hægt væri að nýta það jákvæða í þessum málum. „í framhaldinu kemur út skýrsla þar sem erindi af ráð- stefnunni verða birt ásamt niður- stöðum ráðstefnunnar. Loks mun „Brjótum múrana“ gera tillögur til ýmissa aðila um aðgerðir í þessum málum. Þannig ætlum við að nota þær umræður og þá vinnu sem fram fór um helgina," segir Valgerður. JOH Betri, einfaldari og öruggari leið til ávöxtunar sparifjár er vand- fundin. Háir grunnvextir og verðtryggingarákvæði tryggja góða ávöxtun. Að auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 1 6 og 24 mánuði. Samt er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Krabbameinsfélag íslands: Rætt um nýjar flár- öflunarleiðir Formannaráðstefna Krabba- meinsfélags íslands var haldin á Akureyri sl. föstudag, en þar komu saman fulltrúar allra aðildarfélaga félagsins frá öll- um landshlutum. „Það eru timamót að fundurinn skuli haldinn á Akureyri, en það er kominn tími til að undirstrika að Krabbameinsfélag íslands er ekki bara í Reykjavík,“ sagði Almar Grímsson for- maður félagsins í setningar- ávarpi til gesta. Almar lýsti ánægju sinni með störf Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis og sagði það mjög virkt félag sem ræki öflugt ■ starf, en ákveðið hefur verið að starfsmaður félagsins sem hingað til hefur verið í hálfu starfi verði framvegis í fullu starfi í samstarfi við Krabbameinsfélag íslands. Á fundinum hélt Almar erindi um þróun og skipulag krabba- meinssamtakanna og Ólafur Har- aldsson um fjáröflunarleiðir, en hann hefur nýverið kynnt sér fjáröflunarleiðir krabbameins- samtaka í Bandaríkjunum. Skýrði hann gestum frá ýmsum leiðum sem þar eru viðhafðar og heimfæra mætti upp á ísland. Tók hann dæmi um kerfisbundna sjálfboðavinnu, bein fjárframlög og óvæntar uppákomur en undir þeim lið komu fram mjög athygl- isverðar hugmyndir. Rætt var um væntanlegt „Þjóð- arátak gegn krabbameini“ sem síðast var framkvæmt 1986 og stefnt er að á næsta ári. Ólafur Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins sagði fé það er safnaðist í „Þjóðarátaki“ 1986 væri upp- urið og kæmi þar aðallega til rekstrarkostnaður rannsóknar- stofu í þágu baráttunnar gegn krabbameini sem miklar vonir eru bundnar við. Lögð var áhersla á það á fund- inum að framlag ríkisins til Krabbameinsfélags íslands væri í raun ekki styrkur heldur aðeins greiðsla fyrir þjónustu sem félag- ið sinnir fyrir ríkið, þ.e. krabba- meinsleitina. Að öðru leyti nýtur félagið engra fjárframlaga frá ríkinu en rekur þó aðra mjög öfluga starfsemi. Starfsmenn félagsins eru nú um 70 í 55 stöðum. VG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.