Dagur - 13.10.1989, Page 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 13. október 1989 196. tölubiaö
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Bæjarsjóður Dalvíkur:
Skuldir lækkaðar um
þriðjung á þessu ári
- „íjárfesting að bæta
greiðslustöðu bæjarsjóðs“
Allt bendir til að í árslok 1989
verði skuldir bæjarsjóðs Dal-
víkur uni þriðjungi lægri en um
síðustu áramót. Samkvæmt
ársreikningi bæjarsjóðs fyrir
1988 voru heildarskuldir
bæjarsjóðs 92 milljónir króna
31. desember sl. en stefnt er að
því að lækka þessa tölu í árslok
um allt að 30 milljónir króna.
Um síðustu áramót námu
skammtímaskuldir bæjarsjóðs 32
milljónum króna og hefur nú
þegar tekist að greiða þær að
mestu niður, að sögn Kristjáns
Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra.
Kristján Þór segir að bæjaryfir-
völd hafi sett sér það markmið að
grynnka verulega á skuldum
bæjarsjóðs og það hafi tekist með
samstilltu átaki á þessu ári. Hann
segir að margt hafi hjálpað til við
að ná þessu marki. í fyrsta lagi
hafi það sýnt sig að fjárhagsáætl-
un yfirstandandi árs hafi verið
mjög skynsamleg. Áhersla hafi
verið lögð á eina stóra fram-
kvæmd á árinu, þ.e. dýpkun
hafnarinnar. f»á segir hann að
gróska í atvinnulífinu á Dalvík
og þar með stöðug atvinna hafi
auðveldað þetta verulega auk
þess sem íbúum hafi fjölgað
umtalsvert. Á liðnu ári fjölgaði
íbúum á Dalvík um 2,5% og seg-
ir Kristján Þór að íbúum muni
áfram fjölga á þessu ári.
Kristján Þór tekur fram að
fyllsta aðhalds hafi verið gætt í
rekstri án þess að það hafi komið
niður á þjónustu stofnana bæjar-
ins.
„Ég tel að þessar aðgerðir
muni styrkja bæjarfélagið veru-
lega þegar á næsta ári. Hins vegar
er spurningin hversu langt eigi að
ganga í því að greiða niður skúld-
ir að sama skapi og það er alltaf
álitamál hversu langt eigi að
ganga í fjárfestingum,1' segir
Kristján Þór. Og hann heldur
áfram. „Ég vil líta á það sem fjár-
festingu að bæta greiðslustöðu
bæjarsjóðs en af sjálfu leiðir að á
meðan sitja verklegar fram-
kvæmdir eitthvað á hakanum.
Það hefur verið eining allra
bæjarfulltrúa unt að vinna þetta
svona og ég verð ekki var við
annað en Dalvíkingar séu
almennt sáttir við þessa leið,“
sagði Kristján Þór Júlíusson.
óþh
Frá fundi undirverktaka á skrifstofu Blikkrásar í gær. F.v.: Bjarni F. Jónasson, Oddur Halldórsson
vinsson og Steindór Helgason.
, Eiríkur Krist-
Mynd: EHB
Oddur Halldórsson hjá Blikkrás hf.:
„Erum ekki að fara á hausinn“
- undirverktakar funduðu í gær vegna gjaldþrots Híbýlis hf.
„Þetta er vissulega nokkurt
áfall en viö lifum þetta samt af.
Það er langt frá að mitt fyrir-
tæki sé farið á hausinn,“ segir
Oddur Halldórsson hjá Blikk-
rás hf. Undirverktakar Híbýlis
funduðu í gær á nokkrum stöð-
um í bænum vegna gjaldþrots
fyrirtækisins. Ljóst er að
nokkrir undirverktakar eiga
óinnheimtar verulegar fjár-
upphæðir vegna vinnu og efnis
fyrir Híbýli.
Við sundlaug Glerárskóla
störfuðu þrír undirverktakar.
Fyrirtækið Blikkrás hf. setti upp
loftræstikerfið, Bjarni F. Jónas-
son pípulagningameistari sá um
röralagnir en Rafmar hf. um raf-
lagnir.
Þessir aðilar og fleiri funduðu í
gær en töldu ekki tímabært að
Híbýli úrskurðað gjaldþrota:
Leigusamningur gerður
við Akureyrarbæ
- bærinn á hagsmuna að gæta
á ýmsan hátt
Byggingafyrirtækið Híbýli hf.
var úrskurðað gjaldjirota í gær
af Asgeiri Pétri Asgeirssyni,
sem er skiptaráðandi í málinu.
Gjaldþrotaúrskurðurinn var
kveðinn upp í gærmorgun, en
eigendur Híbýlis lögðu fram
beiðni um gjaldþrot síðdegis á
miðvikudag.
Ásgeir Pétur segir að næsta
mál á dagskrá sé að kanna eigna-
stöðu félagsins, þ.e. eignir þess
og skuldir. Síðan verður gefin út
innköllun til skuldheimtumanna.
Leigusamningur er í undirbún-
ingi milli skiptaráðanda og Akur-
eyrarbæjar vegna steypumóta,
byggingarkrana, handverkfæra
og annarra stærri hluta sem þarf
til að Ijúka núverandi verkefnum
Híbýlis, í sambandi við yfirtöku á
verkunum.
Ásgeir Pétur segir að ætlunin
sé að ráða bústjóra á næstunni til
þrotabúsins.
Bæjarráð Akureyrar fundaði
síðdegis í gær um mál Híbýlis, en
bærinn á hagsmuna að gæta á
ýmsan hátt, m.a. vegna frágangs
við sundlaugina í Glerárhverfi.
Þá hefur bæjarfélagið einnig
hagsmuna að gæta varðandi
kaupleiguíbúðirnar við Helga-
magrastræti 53. EHB
koma með neinar yfirlýsingar.
Ræddu þeir einkum nauðsyn þess
að einstakir verkþættir eins og
raflagnir, loftræsting, pípulögn
o.s.frv. yrði allt boðið út sérstak-
lega héðan í frá. Núverandi
ástand gengi ekki lengur, þ.e. að
stærri fyrirtækin notuðu litla
undirverktaka til að fjármagna
verkþætti.
Þær röksemdir hefðu gjarnan
heyrst í þessu sambandi að of
dýrt væri að vera með sérstök
útboð á þessum einstöku verk-
þáttum, en ekki væri hlustandi á
slíkt héðan í frá. Undirverktakar
yrðu að bindast samtökum um
þessa hluti. Væntu menn þess að
Akureyrarbær léti ekki sitt eftir
liggja til að greiða úr málunum
varðandi Híbýlisgjaldþrotið. EHB
15. þing VMSÍ hófst í gær:
Fer Jón Karlsson í vara-
foraiannsslaginn gegn Karvel?
I gær hófst á Hótel Loftleiðum
í Reykjavík 15. þing Verka-
mannasambands íslands. Þing-
ið stendur fram á Iaugardag og
lýkur því með kosningum. 1
upphafí þings ávarpaði félags-
málaráðherra, Jóhanna Sig-
uröardóttir, þinggesti sem
taldir eru vera 130 talsins.
Megin viðfangsefni þingsins
eru kjara- og atvinnumál. VMSÍ
er 25 ára um þessar mundir og
mun þingheimur minnast þess í
kvöld með afmælisfagnaði.
í ræðu formanns VMSÍ, Guð-
mundar J. Guðmundssonar, í
gær kom fram að undirbúningur
þingsins hafi nú verið öðruvísi en
áður að því leyti að ráðnir voru
tveir menn til vinnu í ákveðnum
málaflokkum. Þeir eru Sigurður
Jóhannesson, hagfræðingur og
Jóhann Antonsson, viðskipta-
fræðingur og starfsmaður
Atvinnutryggingasjóðs. Sigurður
gerði skýrslu um yfirlit í kjara-
málum og Jóhann vann að tillög-
um í sjávarútvegsmálum. Hann
kynnti þessar tillögur á þinginu í
gær en eitt af því sem hann leggur
til er að ferskfisksölu til útlanda
verði hætt án tafar.
Þinginu lýkur á morgun með
kosningum. Líkur eru á að harð-
ur slagur verði í kjöri til embættis
varaformanns VMSÍ á milli Jóns
Karlssonar, formanns verka-
mannafélagsins Fram á Sauðár-
króki og Karvels Pálmasonar,
núverandi varaformanns. Jón
vildi ekki láta hafa neitt eftir sér
er blm. Dags hitti hann á þinginu
í gær en eftir því sem heimildir
blaðsins herma er lagt hart aö
Jóni um að hann fari fram gegn
Karvel. -bjb
Mabrögð í september:
21% samdráttur frá
sama mánuði í fyrra
Heildarafli fískiskipafíotans i
septembermánuði var 42.845
tonn, sem er mun minni afli en
í sama mánuði 1988 en þá var
hann 51.781 tonn. Munurinn
er tæplega 21% og er skýring-
una m.a. að fínna í því að í
fyrra höfðu hátt í 5.000 tonn af
loðnu borist á land í september
en engin loðnuveiði var í sept-
embermánuði síðastliðnum.
Þá var botnfískafli minni í
septembermánuði nú.
Botnfiskaflinn í september var
39.581 tonn á móti 42.234 tonn-
um í sama mánuði á síðasta ári.
Hlutfall þorsks er svipað milli ára
en samdráttur í karfaveiði var
hins vegar yfir 3.000 tonn. Veiði
á ýsu, ufsa, svo og rækju, var ívið
meiri í september nú miðað við í
fyrra.
Af einstökum verstöðvum var
mestum botnfiski landað í Vest-
mannaeyjum í þessum mánuði,
samtals 4.556 tonnum. Rétt er að
líta á ráðstöfun aflans í ljósi
umræðunnar að undanförnu: Til
vinnslu í Eyjum fóru 2.385 tonn
(þorskur 559), sjófryst voru 230
tonn (þorskur 108) en 1.941 tonn
af botnfiskafla var flutt út í gám-
um (þorskur 619).
Ailabrögð á Norðurlandi voru
ekki slæm í september. Alls bár-
ust 10.310 tonn af fiski á land í
mánuðinum miðað við 10.278
tonn í september 1988. SS