Dagur - 13.10.1989, Side 7

Dagur - 13.10.1989, Side 7
Föstudagur 13. október 1989 - DAGUR - 7 Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra í ræðustól á ráðstefnu Framsóknarflokksins um heilbrigðismál á Hótel Sögu um síðustu helgi. Honum á vinstri hönd sitja ráðstefnustjórarnir þau Unnur Stefánsdóttir og Hafsteinn Þor- valdsson. Mynd: KK heildarkostnaður vegna tann- lækninga sé tæpir 2,1 milljarðar króna hér á landi (Sjá töflu III). Starfandi tannlæknar eru um 200 og eru greiðslur til þeirra að með- altali nærri 10,5 milljónir króna á ári, eða 873 þúsund krónur á mánuði. Að frádregnum kostn- aði er varlega áætlað að mánað- arlaun tannlæknis séu 350 þúsund krónur. Til að bregðast við þessu legg- ur Finnur til að allir sem rétt eiga á tannlæknaþjónustu samkvæmt almannatryggingalögum fari til tannlækna sem eru í föstu starfi og með föst laun hjá ríkinu. Ef ekki takist að manna slíkar stöð- ur með íslenskum tannlæknum verði leitað út fyrir landssteinana eftir tannlæknum, t.d. til hinna Norðurlandanna. Tannréttingar helmingi betur borgaðar Svo sem kunnugt er greiðir sjúkrasamlagið 90-95% af öllum ■ v' tannréttingum. Þessi upphæð nam tæpum 217 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt útreikn- Finnur Ingólfsson. ingum Finns. Tannréttingasér- fræðingar eru 10 talsins og hefur því hver og einn fengið að meðal- tali 21,7 milljónir króna á síðasta ári í greiðslur. Það jafngildir rúmlega 1,8 milljónum króna á mánuði. Að frádregnum kostn- aði eru meðalmánaðarlaunin var- lega áætluð um 723 þúsund krónur. I tillögum Finns Ingólfssonar er gert ráð fyrir að engar tann- réttingar eða meiriháttar tann- viðgerðir verði greiddar af trygg- ingunum, nema að fengnu leyfi. Þá telur Finnur einnig nauðsyn- legt að breyta gjaldskrá tann- lækninga og tannréttingarsér- fræðinga í veigamiklum atriöum. Bregðast verður við sívaxandi kostnaði Þær hugmyndir, sem Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, kynnti á ráð- stefnunni, hafa vakið verðskuld- aða athygli. Ljóst er að ríkissjóð- ur stendur ekki undir sívaxandi greiðslubyrði vegna reksturs vel- ferðarkerfisins og vega heilbrigð- is- og tryggingamál þar þungt. Nauðsyn þess að skera niður einstaka kostnaðarliði án þess það bitni á þjónustustiginu er því flestum Ijós. Hvort fremur ætti að leita annarra leiða en að ofan greinir, verður hver og einn hins vegar að dæma um sjálfur. BB. Garcia Lorca var samkynhneigður en hann þótti túlka tilfinningar kvcnna af undraveröuni næmleika. Hér lætur ein af dætrunum Bcrnöröu heyra það óþvegið. Myndir: kl og leikur spænska gítartónlist, m.a. eftir Lorca sjálfan, sem hann hefur valið og lagað að sýn- ingunni ásamt leikstjóra. Pétur hefur miklar mætur á list Garcia Lorca. Hann er hámenntaður og mikils metinn sem klassískur gít- arleikari, en Hús Bernörðu Alba er fyrsta verkefni hans hjá íslensku atvinnuleikhúsi. Ingvar Björnsson hannar lýs- ingu í leikritinu. Hann hefur ver- ið fastráðinn Ijósameistari hjá LA síðan 1985 og séð um lýsingu í öllum sýningum félagsins frá þeim tíma. Hann starfaði sem ljósamaður hjá Pjóðleikhúsinu 1972-82 og hefur auk þess hann- að lýsingu í sýningar fyrir ýmis áhugaleikfélög. Reyndar leikkonur og nýútskrifaðar í bland Titilhlutverkið, Bernörðu Alba, leikur Sigríður Hagalín. Hún kemur sem gestaleikari frá Leik- félagi Reykjavíkur og er þetta fyrsta hlutverk hennar hjá Leik- félagi Akureyrar. Sigríður hefur starfað hjá LR í rúma fjóra ára- tugi og leikið þar yfir 80 hlutverk, enda er hún ein reyndasta og virt- asta leikkona landsins. Meðal eftirminnilegra hlutverka Sigríð- ar í Iðnó á síðustu árum má nefna burðarhlutverk í Rommí, Agnesi - barni guðs, Veginum til Mekka, Degi vonar og Sveita- sinfóníu. Sigríður hefur tvívegis áður leikið í Húsi Bernörðu Alba, fyrst í hlutverki Ágústínu hjá LR 1966 og síðan sem grið- kona í flutningi Ríkisútvarpsins fyrir tveimur árum. Aðrar leikkonur í Húsi Bern- örðu Alba eru: Sunna Borg, Kristjana Jónsdóttir, Ingunn Jensdóttir, Guðbjörg Thor- oddsen, María Sigurðardóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Þórey Aðalsteinsdóttir og Nanna Ingibjörg Jónsdóttir. Annað kvöld verður síðan Ijóst hvernig listafólkið hefur náð að stilla saman strengi sína í þessu meistaraverki Garcia Lorca, en þangað til ræður spennan ríkjum. SS Dæmi um K) rauðkál 'A dós...... 109,50 kr. Skólaskinka............. 943 kr. kg Lítil Kjarnafæði pizza ....319 kr. Stór Kjarnaíæði pizza..... 399 kr. Borgarnes pizzur ..........199 kr. Nýjar kartöflur 2 kg...........158 kr. Sykur 2 kg.................138 kr. Egg ............. Harðfiskur.. Hrossabjúgu . ........ 356 kr. kg ..... 1.725 kr. kg ....... 252 kr. kg vöruverð Lambahamborgarhryggur... 575 kr. kg Saltað hrossakjöt........ 262 kr. kg Lambahangiframpartur..... 824 kr. kg Saltað folaldakjöt....... 292 kr. kg Reykt folaldakjöt... Saltkjöt ........ Londonlamb....... Vínarpylsur...... Coca Cola 2 lítrar. Coca Cola IVi lítri 292 kr. kg 448 kr. kg ..... 743 kr. kg ..... 535 kr. kg .........99 kr. ..........91 kr. Verslunin ÞDRPIE Móasíðu 1 • Sími 27755. Opiö alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendin&ar- mmm* m— þjónusta. ■■■■■ . FLUGMÁLASTJÓRN Flugmenn - Flugáhugamenn Fundur verður haldinn um flugöryggismál laug- ardaginn 14. október á Hótel KEA og hefst hann kl. 13.30. Gestir fundarins eru Skúli Jón Sigurðarson frá Loft- ferðaeftirlitinu og Ragnar J. Ragnarsson forseti Flugmálafélags íslands. Kaffisala og flugmyndir sýndar. Flugmálastjórn, Flugmálafélag íslands og Vélflugfélag Akureyrar. 1||I FRAMSÓKNARMENN |||| AKUREYRI Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90, mánudaginn 16. októ- ber kl. 20.30. Þeir sem sitja í nefndum fyrir Framsóknarflokkinn hjá Akureyrarbæ eru hvattir til að mæta og einnig vara- menn. > Faðir okkar, ÓLI P. KRISTJÁNSSON, fyrrverandi póstmeistari, Akureyri er látinn. Hjördís Óladóttir, Sigurður Ólason. Móðir mín, AÐALBJÖRG ÞÓRDÍS AÐALBJÖRNSDÓTTIR, Hrisalundi 12c, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. október kl. 13.30. F.h. systkina og annarra aðstandenda, Guðmundur Steingrímsson. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÍSBETAR TRYGGVADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir alúð og umönnun hinnar látnu. Gestur Jóhannesson, Bára Gestsdóttir, Ragna Gestsdóttir, Davíð Kristjánsson, Tryggvi Gestsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Sigurður Gestsson, Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.