Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 14l október 1989 Ekki er öll dellan eins Hallfreður Örgumleiðason: „Hvað eru mennirnir að læðu- pokast þarna?“ spurði kona mín kvöld eitt þegar við keyrð- um um bílasöluhverfið á Oddeyrinni. Nú á dögum til- heyrir þessi bæjarhluti Akur- eyri, en það er svo annar hand- leggur. „Þeir eru að skoða bílana,“ svaraði ég spurningu konunn- ar. „En það er kolniðamyrkur,“ benti hún réttilega á. „Það er málið,“ sagði ég. „Akureyringar fara alltaf á bílasölurnar eftir að dimma tekur.“ „Af hverju?“ spurði konan og gapti af undrun. Já, lesendur góðir, vissulega á þessi spurning rétt á sér. Eg get ekki gefið neina einhlíta skýringu á þessu skringilega atferli Akureyringa. í gegnum árin hef ég margoft orðið var við grunsamlegar mannaferðir á bílasölunum eftir að skugg- sýnt er orðið á kvöldin. Þetta eru góðborgarar sem eru of feimnir við að láta sjá sig á bílasölum um hábjartan dag. Þeir þræða á milli bílanna á eigin bíl, stökkva stundum út og sparka í dekkin á bíl sem þeim líst vel á. Þetta eru menn sem hafa áhuga á að kaupa sér farartæki en ég held að þeir séu í minnihluta. Hinir sem stunda þessa skuggalegu iðju gera það af einskærri forvitni. Þeir sjá kannski bíl með kunnuglegu númeri og þá hrópa þeir: Jæja, er Nonni Guðmunds að selja Broncoinn sinn. Þessir gaukar eru sérstaklega hrifnir af jepp- um og amerískum drekum og það er mikið spáð í hverjir eigi þessa gripi. Þetta er hin ákjós- anlegasta tómstundaiðja en hún virðist vera bönnuð fyrir klukkan 9 á kvöldin. Það mætti kannski benda blaðamönnum Dags á að taka þessa bíla- hnýsni, sem ég kalla svo, fyrir í tómstundaþætti blaðsins. Þetta sama kvöld ókum við hjónin framhjá nokkrum nestum. Okkur langaði til að dreypa á einni kók saman en alls staðar var gríðarleg biðröð. Loks nennti ég ekki þessu hringsóli og skellti bíln- um í eina röðina. Við fylgd- umst með því er fólkið í bílun- um fyrir framan okkur raðaði í sig pylsum, hamborgurum, kjúklingabitum og öðrum kræsingum. Það sást jafnvel grilla í djúpsteiktan fisk og nautasteikur. „Fær aumingja fólkið ekkert að borða heima hjá sér?“ spurði kona mín, hálfvegis lömuð af öfund. „Sumir eru bara að stelast í aukabita, kannski hefur verið siginn fiskur í matinn,“ sagði ég. „En hérna eru líka heilu fjölskyldurnar sem eru að fara út að borða af einhverju tilefni.“ „Út að borða? En þetta er bara nesti!“ hrópaði blessuð eiginkonan. „Þetta er bara draslfæði.“ „Láttu nú ekki eins og þú sért ekki Akureyringur, greyið mitt,“ sagði ég höstugur. „Þú hlýtur að vita það að Akureyr- ingar leggja annan skilning í hugtakið að fara út að borða en aðrir landsmenn. Þeir geta ekki hugsað sér að gera það öðruvísi en svona, sitja í bíln- um og fá matinn gegnum lúgu. Þess vegna fara flest veitinga- hús á hausinn í bænum. Þar getur fólk ekki borðað í bílnum.“ Konuna setti hljóða eftir þessa ræðu. Ég held að hún hafi skammast sín fyrir að vera Akureyringur. Hún tuldraði eitthvað um sveitamennsku, ódannaðar lífsvenjur, brasað- an skyndimat og klikkun. Hún rifjaði upp ljúfar stundir úr Reykjavík, þar sem vel heppn- að kvöld hófst kannski með mat á Arnarhóli, síðan leikhúsferð og loks balli á Broadway. Já, þeir kunna að lifa lífinu fyrir sunnan. Það er eitthvað annað en hægt er að segja um hamborgaraæturnar á Akureyri. Loks komumst við að lúg- unni eftirsóttu og ég pantaði kurteislega eina litla kók og tvö rör. Rétt áður en afgreiðslustúlkan lagði af stað til að ná í kókið heyrðist ægi- legt vein við hliðina á mér. Konan virtist gersamlega hafa misst stjórn á sér: „Fröken, fröken. Tvo ham- borgara líka, fyrst eina pylsu með öllu, og franskar, mikið af frönskum.“ Já, það erfreistandi, skyndi- bitafæðið á Akureyri. Þannig haga Akureyringar sér þegar þeir fara út að borða. Renna upp að nesti og kaupa sér skyndibitafæði meðan hálftóm veitingahúsin fara á hausinn. -í matarkrókur Svínakjöt og eftirréttir Þessi eftirréttur er búinn til úr eplum og er fjarskalega góður með þeyttum rjóma. Nú er sláturtíðin í hámarki og sjálfsagt að hvetja fólk til að taka slátur, enda hollur matur fyrir unga sem aldna. Margir kaupa sér kjöt í heil- um eða hálfum skrokkum fyrir veturinn og efþið lumið á svínakótilettum er hér ágœt uppskrift ykkur til handa. Einnig œtlum við að bjóða upp á tvo eftirrétti og gceti annar þeirra hentað vel á eftir kótilettunum á sunnudaginn. Sinnepskótilettur 4 svínakótilettur 2 msk. dill salt, pipar 1 laukur 1 dós sýrður rjómi 2 dl rjómi 5 tsk. franskt sinnep 2 hvítlauksrif 3 tsk. kínversk sojasósa 1 tsk. estragon Veltið kótilettunum upp úr dilli. Steikið þær við vægan hita á pönnu og kryddið með salti og pipar. Kótiletturnar eru látnar malla á pönnunni þangað til þær eru steiktar í gegn. Þá eru þær settar á fat. Síðan er laukurinn brúnaður á pönnunni. Blandið saman rjóma, sýrðum rjóma, sinnepi, hvítlauk og kryddi og hellið blöndunni yfir laukinn á pönnunni. Látið þetta malla í fáeinar mínútur. Hellið síðan sósunni yfir kótiletturnar og stráið dilli yfir. Rétturinn er til- búinn og hann er borinn fram með hrísgrjónum eða bökuðum kartöflum. Spari-ís 4 egg 100 g sykur l/2 l rjómi 100 g saxað súkkulaði 50 g saxaðar hnetur 4-5 makkarónukökur smávegis sherrý eða jarðarberjasafi Þeytið egg og sykur og blandið stífþeyttum rjóma saman við. Söxuðum hnetum og súkkulaði bætt út í. Helmingurinn af blönd- unni er settur í mót. Þá eru muld- ar makkarónur vættar með sherrý eða jarðarberjasafa og settar ofan á blönduna í mótinu. Því næst er afgangurinn af íshrærunni settur ofan á. Þetta er síðan fryst í a.m.k. þrjár klukku- stundir. Fallegt er að skreyta ísinn með þeyttum rjóma og súkkulaði. Eplaeftirréttur 6 epli 3 msk. sykur 3 msk. vatn 75 g smjörlíki 1 dl sykur 3 eggjarauður 100 g tvíbökurasp 50 g saxaðar möndlur 2 dl rjómi 2 stífþeyttar eggjahvítur Eplin eru skorin í báta og þeim raðað í smurt eldfast mót. Stráið sykri yfir eplin og hellið vatninu út í. Hrærið saman smjörlíki og sykri, bætið eggjarauðum og þurrefnum saman við og síðast eggjahvítunum. Þetta er sett yfir eplin í mótinu og bakað í 40 mínútur. Eplaeftirrétturinn er ýmist borðaður volgur eða kaldur með þeyttum rjóma. Takk fyrir eftirtektina og verði ykkur að góðu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.