Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. október 1989 - DAGUR - 5 Fréttagetraun septembermánaðar Ágætu lesendur. Fréttagetraunin er viku seinna á ferðinni en áætlað var og biðjumst við velvirðing- ar á þessari truflun sem varð vegna bilunar. Nú er stóra stundin hins vegar runnin upp. Tólf glænýj- ar spurningar úr fréttaheimi septembermánaðar. Að venju eru gefnir þrír svarmöguleikar við hverri spurningu og eru svörin misjafnlega trú- verðug eins og gefur að skilja. Eitt svar er þó ætíð rétt. Vinsamlegast fyllið út svarseðilinn hér á síð- unni og sendið okkur eigi síðar en mánudaginn 6. nóvember. Laugardaginn 11. nóvember kemur síðan í ljós hverjir hafa hlotið verðlaun og þá birt- um við nýja getraun. Tvö gamalgróin fyrirlæki á Akureyri sameinuöu krafta sína. Var Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar annað þessara fyrirtækja? 1) Hvaða tvö gamalgrónu fyrir- tæki á Akurcyri ákváðu að ganga í eina sæng? (1) Útgerðarfélag Akureyringa og Slippstöðin hf. (X) Súkkulaðiverksmiðjan Linda og Heildverslun Tómasar Steingrímssonar. (2) Heilverslun Valdemars Bald- vinssonar og Niðursuðuverk- smiðja K. Jónsson & Co. 2) „Eg ætlaði mér aldrei að klekkja á neinum.“ Hver mælti svo í forsíðufrétt Dags? (1) Soltin mús í Presthólahreppi eftir að hafa nagað í sundur jarðsímastreng. (X) Bandaríski körfuknattleiks- maðurinn Hagwood sem var rek- inn frá Þór, m.a. eftir að hafa lent í slagsmálum við leikmenn Tindastóls. (2) Jón Kristinsson, sem sagðist reiðubúinn að reyna sáttaleiðina í Jónsmálinu svokallaða. 3) Hvað sagði varaformaður Einingar um atvinnuástandið á Akureyri? Viimings- hafar í ágúst Konur tóku völdin í frétta- getraun ágústmánaðar og þær hafa rækilega afsannað það að karlar fylgist nieira með frétt- um líðandi stundar. Eftirtaldar konur fá viðurkenningu að þessu sinni: Edda Björk Ármannsdóttir, Laugasteini, Svarfaðardal. Edda Kristjáns- dóttir, Kotárgerði 11, Akur- eyri. Þóranna Björgvinsdóttir, Leifshúsum, Svalbarðsstrand- arhreppi. Vinningshafarnir fá hljóm- plötuverðlaun og mega þeir eiga von á sérstökum úttektarseðlum í pósti. Rétt röð í fréttagetraun ágúst- mánaðar var þessi: 1) 2 7) X 2) X 8) X 3) X 9) 1 4) 1 10) 2 5) 1 11) 1 6) 1 12) 2 Dagur þakkar lesendum sínum . fyrir þátttökuna í fréttagetraun ágústmánaðar og við minnum á getraunina fyrir september. Við skorum á alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í getrauninni því nú er farið að síga á seinni hluta ársiris. SS (1) „Ég hef ekki séð það svartara á minni lífshræddu ævi.“ (X) „Ef ekki rætist úr verða nóvember og desember ljótir.“ (2) „Septembermánuður lítur illa út en ég vona að úr rætist fyrir jól.“ 4) „Var einhver að tala um kreppu og kaupmáttarskerð- ingu?“ spyr Dagur. Hver var ástæðan fyrir þessari spurningu? (1) Ferðaskrifstofur báru sig vel eftir sumarið, sérstaklega hvað varðar ásókn í sólarlandaferðir. (X) Myndbandsupptökuvélar og önnur dýr tæki seldust furðanlega vel. (2) Fjöldi veitingastaða á Akur- eyri benti til þess að einhverjir hefðu efni á því að fara út að borða. 5) Hver var ráðinn forstjóri Ála- foss? (1) Ólafur Ólafsson. (X) Jón Ólafsson. (2) Ólafur H. Jónsson. 6) Hvers vegna verða rækjumið- in í Oxarfirði ekki opnuð næstu mánuðina? (1) Vegna þess hve mikið er þar af smárækju. (X) Vegna þess að rannsóknir leiddu í ljós að nær enga rækju var að finna á þessum slóðum eft- ir ofveiði síðustu ár. (2) Vegna þess að reglugerð þar að lútandi fellur ekki úr gildi fyrr en í febrúar. 7) Jón Sigurðsson hélt fundi um álversmál, m.a. á Akureyri þar sem rætt var um álver í Eyjafirði. Hvað hafði Steingrímur Her- mannsson um þetta mál að scgja? (1) „Álver við Eyjafjörð er hag- kvæmasti kosturinn fyrir þjóðar- búið í dag.“ (X) „Við byggjum ekki tvö álver á sama tíma, það er alveg áreið- anlegt.“ (2) „Ég verð bara að segja það, að hugmyndir iðnaðarráðherra eru óraunhæfar." 8) „Það er hreint og beint ekki fólki bjóðandi að ganga um þetta svona.“ Hver mælti og af hvaða tilefni? (1) Vilberg Alexandersson skólastjóri Glerárskóla vegna aurbleytu á ómalbikaðri lóð skólans. (X) Sigfús Jónsson bæjarstjóri vegna kvartana ferðamanna yfir gömlum og Ijótuni húsum á Mið- bæjarsvæðinu. (2) Sveinn Brynjólfsson hjá íbúasamtökunum í Síðuhverfi vegna seinagangs við gangstétt- arframkvæmdir á Hlíðarbraut. 9) Nýtt hlutafélag var stofnað á Blönduósi. Hvaða var það kallað og í höfuðið á hverjum? (1) Vaka, í höfuðið á elstu kon- unni á Blönduósi. (X) Sæþór, eftir fiskibátnum sem hlutafélagið var stofnað um. (2) Þórdís, eftir fyrstu konunni sem fæddist í Húnaþingi. 10) Hver var talin hugsanleg skýring á gúanókarfa Björgúlfs í Bremerhaven? (1) Ónóg einangrun í síðum skipsins. (X) Ekki var nægur ís utn borð til að kæla fiskinn. (2) Afar slæm nteðferð á aflan- unt um borð. 11) Enn urn álver við Eyjafjörð. Hvað hafði Þorsteinn Pálsson um fund iðnaðarráðherra að segja? (1) „Sjálfstæðisflokkurinn styður hugmyndir iðnaðarráðherra heils hugar." (X) „Ræðuhöld iðnaðarráðherra bera keint af kosningaferðalagi." (2) „Mér er ekki Ijóst hvað vakir fyrir iðnaðarráðherra." 12) Þá er það síðasta spurningin og hún er erfið: Hvaða áhrif er gert ráð fyrir að virðisauka- skatturinn muni hafa á tekjur ríkissjóðs á næsta ári? (1) Tekjurnar rnunu aukast unt 4-700 ntilljónir frá fyrra ári. (X) Ríkisskattstjóri telur að tekjurnar muni standa í stað en ávinningurinn verði markvissari innheimta. (2) Reiknað er með að tekjurnar ntinnki um 500-1000 milljónir frá fyrra ári. SS „Ég verð bara að segja . . . “ Já, hvað sagði Steingrímur um álver ■ Eyja firði? 1. Svarseðill (1, X eða 2) 7. 2. 8. 3. __ _ 9. 4. 10. 5. 11. 6. 12. Nafn: Heimilisfang: Sími: Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun, Strandgötu 31 • Pósthólf 58 • 602 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.