Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 7
ftj0£járcfá3ijlr 1& óktótó8FÍ9ÖSÍ - D'Á'GÚf? - 9 . Sigmar B. Hauksson virðir fyrir sér misjafnlcga gul Móselvínin. Eldri borgarar dreyptu á Móselvínum, dönsuðu og skemmtu sér konunglega. Myndir: ss Vmbæirnir í Móseldalnum Áhugafólk um mat og vín hef- ur í mörg horn að líta í Luxem- borg. Sagt er að þar sé matur- inn franskur, skammtarnir þýskir og verðið luxemborgskt, með öðrum orðum góður, ríf- legur og ódýr. Skoðunarferð um Móseldalinn og heimsókn í vínþorpin þar er áhugaverður kostur fyrir ferðamenn og þurfa þeir ekki endilega að vera spenntir fyrir víni til að hafa ánægju af slíkri ferð. Meðal þessara vínbæja má nefna Grevenmacher, Ahn, Wormeldange, Ehnen og Remich. í Grevenmacher er Hotel Le Roi Dagobert, sem get- ið er um á öðrum 'stað, og ein besta útisundlaug í Luxemborg. í Wormeldange heimsóttum við vínframleiðslufyrirtæki. í ein- um sal voru eldri borgarar að skemmta sér, bragða á uppsker- unni og síðan var dansinn stiginn um hábjartan dag við fjöruga harmonikutónlist. í öðrum sal var nokkurs konar bar þar sem hægt var að smakka Móselvínin, t.d. fimm tegundir í jafnmörgum glösum á sérstökum standi eða tré. Sigmar B. Hauksson hélt fyrir- lestur um vínsmökkun. í þessu tilfelli byrjaði hann á neðsta glas- inu á standinum og síðan koll af kolli uns komið var að efsta glas- inu. Samþjöppuð umsögn hans fer hér á eftir: 1. Rivaner. Ungt vín, mjög hollt. Dálítil sýra í því. Bænda- vín. Oft notað sem fordrykkur. 2. Auxerrois. Hefur verið ræktað síðan á dögum Rómverja. Mild- ara, gulara, mjög létt. Búið til úr litlum berjum með þykku hýði. Gott í matarboðum. 3. Pinot blanc. Kraftmikið og erótískt vín. Bandaríkjamenn og Ástralir hafa náð góðum árangri í fram- leiðslu þess. 4. Pinot gris. Yndis- legt vín og afar milt. Hentar t.d. vel með kjúklingum og svína- kjöti. Helst vel. 5. Riesling. Sjálfur konungurinn, toppurinn á trénu. Feykilega gott og vinsælt vín. Berin hafa mikla hæfileika til að vinna úr sólinni. í Remich er St. Martin vín- kjallarinn. Þetta eru í rauninni göng sem eru grafin inn í klettana og það er engu líkara en maður sé kominn í Múlagöngin þegar maður skoðar sig þarna um. Vínflöskur um alla ganga gera þó samlíkinguna ótrúverðuga. Það eru ýmsar fleiri skemmti- legar leiðir fyrir utan Móseldal- inn, t.d. frá Wasserbiliig til Vianden með viðkomu í Echternach. í Echternach eru elstu minjar um búsetu í Luxem- borg og þar eru m.a. áhugaverð- ar minjar frá tímum Rómverja. Við ósa árinnar Súre eru fiskabúr með öllum fisktegundum í ánum Súre og Mósel en sportveiði er einmitt töluvert stunduð í ánum og víst er að íslenskir veiðimenn yrðu hissa að fá suma af þessum fiskum á öngulinn. SS Le Roi Dagobert: Norðlendingar í hótelrekstri - Inga og Kalli Guðjónsson hæstánægð með sumarið í Móseldalnum, miðja vegu milli Findelílugvallar og borgar- innar Trier í Þýskalandi er hinn fallegi smábær Grevenmache. Þar reka hjónin Ingibjörg Sig- uröardóttir og Kristján Karl Guðjónsson hótelið Le Roi Dagobert, eða Inga og Kalli Guðjónsson eins og þau eru kölluð í Luxemborg. Dagur greindi frá því þegar þau réð- ust í að kaupa hótelið, enda höfum við alltaf gaman af því að fylgjast með Norðlending- um. Á hótelinu eru 18 rúmgóð her- bergi og baðherbergi í þeim öllum. Þar er notalegur veitinga- staður og bar. Næg bílastæði eru við hótelið og aðeins um 5 mínútna gangur að útisundlaug. Le Roi Dagobert er óðalssetur frá síðustu aldamótum en það hefur verið endurnýjað að öllu leyti. En hvernig hefur reksturinn gengið? „Þetta er búið að vera rosalega gott sumar, sérstaklega ágúst og september. Við þyrftum helst að stækka en getum það ekki nema þá að minnka barinn eða matsalinn," sagði Inga. Hún sagði að íslendingar væru mjög stór hluti hótelgesta. Stund- um ætlaði fólk að dvelja þarna í um tvær nætur en dvölin yrði yfir- leitt lengri, enda er staðsetning hótelsins ákaflega góð í hinum frjósama Móseldal og stutt að fara á skemmtilega staði. Inga sagði að það væri líka nokkuð algengt að fólk pantaði hótelið undir stórafmæli eða aðrar veisl- ur. Veitingasalur hótelsins er rómaður og bjóða Inga og Kalli t.d. upp á íslenskan fisk. Hann þykir lostæti, ekki síst miðað við fisk almennt á meginlandinu. Inga sagði að það væri vinsælt að Hótelið Le Roi Dagobert sem er í eigu Ingu og Kalla Guðjónssonar. Á innfelldu myndinni er Ingibjörg Sig- urðardóttir. fara á Le Roi Dagobert um helg- ar og borða og nefndi hún sem dæmi að daginn áður en við heimsóttum hana fóru 15 stein- bítspiparsteikur ofan í Luxem- borgara í veitingasal hótelsins. Inga og Kalli höfðu látið sig dreyma um að eignast hótel í Luxemborg. Þau fengu lögfræð- ing í málið og hann fann Le Roi Dagobert. Draumurinn hefur ræst og þau sjá ekki eftir þessari ákvörðun. SS Skinnaverkun Tilboð óskast í verkun minkaskinna. Fjöldi skinna áætlaður allt að 25.000. Tilboðum óskast skilað til Árna Pálssonar hdl., Brekkugötu 4, Akureyri fyrir 16. október, sem jafn- framt veitir nánari upplýsingar í síma 96-21820. Viljum ráða laghentan, ábyggilegan mann til að sinna smá viðgerðum og öðrum störfum. Getur byrjað strax. Framtíðaratvinna. Upplýsingar á stadnum. Niðursuðuverksmiðja J. Jónsson & Co. hf. Blómabúðin Laufás Islenskir dagar Gler í Bergvík: Ler I HEWIVIK Einstök hönnun og frábært val lita. Unnið af listafólkinu Sigrúnu Ó. Einarsdóttur og Spren S. Larsen. Islenskir dagar As leirsmiðja: Nýtísku hönnun listmuna úr postulínsleir. Eftirsótt vara af útlendingum sem íslendingum. Listafólk: Eydís Lúðvíksdóttir og Daði Harðarson. Islenskir dagar Vekjum athygli á hinum sívinsælu nytja- og listmunum úr leir eftir Helga Björgvinsson. Við erum stolt að selja vinnu þessa listafólks. Blómabúðin Laufás Hafnarstræti 96, sími 24250 Sunnuhlíð 12, sími 26250 ÓOýrti Borvélar ★ Sagir ★ Pússningavélar m/rafhlöðu, engin snúra! Kr. 6.900,- Kr. 11.100,- Kr. 7.800,- við Tryggvabraut 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.