Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 14. október ,1989 Flug og bíll: ferðomál Gamanið byrjar fyrir alvöru í Luxemborg Flug og bíll. Þessi frasi hljómar kunnuglega, en þeir sem fljúga til Luxemborgar skilja fljótt að þetta eru ekki orðin tóm. Frá Luxemborg liggja vegir til allra átta í Evrópu og tilvalið að skreppa þaðan til Frakklands, Þýskalands, Sviss eða Belgíu. Einnig er margt að skoða í Luxemborg, þessu litla landi sem er svipað og Vestur-Húnavatnssýsla að stærð, en íbúar landsins eru um 365 þúsund. Flestir (rúmlega 114 þúsund) búa í samnefndri borg, sem er sérkennileg að því leyti að mikið gil skiptir henni í tvennt. Landið er afskaplega gróðursælt og fallegt og tilvalið er að aka um sveitirnar og heimsækja vínbæina við ána Mósel. Þaðan liggur leiðin til borgarinnar Trier í Vestur-Þýskalandi, en hún er mjög vinsæll verslunarstaður. Trier er jafnframt elsta borg Þýskalands og því skiljanlega margt áhugavert sem fyrir augu ber. Það eru aðeins 35 km frá Luxemborg til Trier. Frá Luxemborg er líka stutt yfir til borgarinnar Metz í Frakklandi, eða um 50 km. Metz er önnur „græna borgin“ í Frakklandi en þar eru 25 fermetrar af grænu svæði á hvern hinna 120 þúsund íbúa. Þar eru margir fallegir garðar og sögulegar minjar og rétt utan við borgina er Strumpagarðurinn. I ferðamálaþætti Dags að þessu sinni verður brugðið upp nokkrum svipmyndum frá stuttri ferð, via flug og bíll, til Luxemborgar. íslend- ingar hafa haslað sér völl í viðskiptalífinu þar og sjálfsagt að heim- sækja þá. Fararstjóri í þessari ferð er sælkerinn Sigmar B. Hauksson, en hann skrifaði ásamt eiginkonu sinni, Helgu Thorberg, bókina Flug og bfll Luxemborg. SS Að vera eða vera ekki. Valgeir Sigurösson handfjatlar hér hauskúpu, en hauskúpumerkið einkennir áfengisfram- lciðslu hans. Myndir: SS Valgeir á Cockpit Inn - veitingamaður og umsvifamikill vínframleiðandi Veitingahúsið Cockpit Inn í Luxemborg þarf varla að kynna fyrir Islendingum því staðurinn hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem sendiráð Islands. Siglfirðingurinn Valgeir Sigurðsson ræður þar ríkjum ásamt Lindu konu sinni en Valgeir hefur dvalið í ein 18 ár úti og haslað sér völl sem umfangsmikill vínframleið- andi. A Cockpit Inn er hægt að fá ýmsar veitingar og ódýra gist- ingu, en staðurinn er jafnframt vísir að safni því Valgeir hefur komið sér upp merkilegu flug- minjasafni. Saga flugsins er ná- tengd íslendingum í Luxemborg. Hauskúpumerkið er áberandi á barnum. Valgeir hefur unt árabil framleitt Black Death brennivín sem selt er í sérstökum líkkistum. Hann hefur náð góð- um árangri með Svartadauða og hlotið ýmsar viðurkenningar og nú er svo komið að vínfram- leiðsla Valgeirs er orðin mjög umfangsmikil. Þar er t.d. að finna bæði vodka og viský. beir Valgeir og Thomas C. Lines, framkvæmdastjóri, alþjóða- viðskipta, upplýstu að áfengissal- an væri stöðugt á uppleið og að þeir seldu það til fjölmargra landa. Nýlega náðu þeir samn- ingum um sölu á Black Death vodka til Póllands, en þar er vodkamarkaðurinn ntjög stór. Pessi umsvif hafa orðið til þess að Valgeir hefur dregið sig meira út úr rekstri veitingastaðarins og eftirlátið eiginkonu sinni stjórn lians. Fjöldi gesta var á Cockpit Inn þegar Dagur var þar í heimsókn og grcina mátti íslenskar raddir. En er þetta íslendingastaður? „íslendingar koma hingað gjarnan þcgar þeir eru í Luxem- borg en gestirnir eru yfirleitt frá ýmsum löndum. Luxemborgar- arnir sjálfir eru þó mest áberandi meðal viðskiptavina hér,“ sagði Valgeir. SS Frakkland: Strumpa- garöurinn Strumpagarðurinn (Big Bang Smurf) er rétt utan við grænn borgina Metz í Frakklandi. Hann var opnaður í apríl á þessu ári og er gríðarlega umfangsmikill og skemmtileg- ur. Aðgangseyrir er nokkuð hár miðað við mörg tívolí en þarna er ókeypis í öll tæki. í Strumpagarðinum eru mörg leiktæki vatnsknúin, enda er garðurinn byggður sem nokkurs konar vatnagarður. Þarna er að finna bæði hefðbundin og óvenjuleg leiktæki, spilasali, veit- ingahús og hvaðeina sem vænst er af skemmtigarði. í garðinum er m.a. hæsti rússíbani í Evrópu. Þegar maður lítur yfir þennan 40 hektara skemmtigarð (bíla- stæðin talin með) þá skynjar maður að gríðarleg vinna hlýtur að liggja þarna að baki. Enda kom það á daginn að uppbygging Strumpagarðsins tók meira en fjögur ár. Það er best að spá ekk- ert í kostnaðinn við þessar fram- kvæmdir. SS Strumpagarðurinn var fjögur ár í smíðum, enda eru þar gríðarleg mannvirki, m.a. hæsti rússibani í Evrópu. Bílaleigur: Lux Viking er íslensk Findel flugvöllur í Luxcmborg kemur manni dálítið skringi- lega fyrir sjónir. Hann er ekki sambærilegur við flugstöðvar stórborga í Evrópu því fyrir utan Flugleiöaþotuna og vöru- flutningaþotu frá Cargolux gat þarna að líta nokkrar Fokker vélar og aðrar smærri flugvél- ar. Greinilegt var á öllu að aðalsamgönguæðin hlaut að vera á jörðu niðri. Mikið rétt. Þegar gengið er út úr flugstöðinni blasir við bílahaf. Þarna eru fjölmargar bílaleigur hlið við hlið og farartækin af öll- um stærðum og gerðum. Vega- kerfið er mjög gott í Luxemborg og auðvelt að aka þar um, svo og til nágrannalandanna. Ein af þessum bílaleigum er Lux Viking, eða „ódýrasta íslenska bílaleigan í Evrópu“, eins og fyrirtækið auglýsir sig. Kaupum ís/enskar imréttingar ■ætj vaumimi ú „Islenskm dögm“ Frostagötu 6c, Akureyri. Sími 23003. Eigendurnir eru íslendingar og flest allt starfsfólkið einnig. Tungumálaerfiðleikar eru því ekki til staðar í Lux Viking, en annars er auðvelt að gera sig skiljanlegan í Luxemborg á ensku, þýsku eða frönsku. Lux Viking er aðili að Budget, sem er gríðarlega stór bílaleigukeðja. Eftir að hafa fengið sér bíl á bílaleigunni og gott kort, t.d. á ferðamálaskrifstofu landsins á járnbrautastöðinni, þá eru mögu- leikarnir nánast ótæmandi. Skipt- ir þá engu hvort um stutt eða langt ferðalag er að ræða, en í ljósi þess hve margt skemmtilegt er að skoða þá væri heppilegra að hafa nægan tíma. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.