Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 14.10.1989, Blaðsíða 16
Dæmi uni vöruverð Lítil Kjarnafæði pizza .... 319 kr. Saltað hrossakjöt ... 262 kr. kg Stór Kjarnafæði pizza .... 399 kr. Lambahangiframpartur .. ... 824 kr. kg Borgarnes pizzur 199 kr. Saltað folaidakjöt Nýjar kartöflur 2 kg 158 kr. Reykt folaldakjöt ... 292 kr. kg Sykur 2 kg 138 kr. Saltkjöt ... 448 kr. kg Egg ... 356 kr. kg Londonlamb Harðfiskur 1.725 kr. kg 1 Vínarpylsur ... 535 kr kg Hrossabjúgu ... 252 kr. kg Coca Cola 2 lítrar 99 kr. Léttreyktur Coca Cola 1V4 lítri 91 kr. lambahamborgarhryggur ... 575 kr. kg Verslunin ÞDRPIB Móasíðu 1 • Sími 27755. Opið alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendingar- þjónusta. Knattspyrna: Siguróli til Sðs við Þór á ný - hvað gerir Halldór Áskelsson? KnaUspyrnumaðurinn knái Siguróli „Moli“ Kristjáns- son hefur ákveðið að ganga til liðs Þórsara á ný og leika með liðinu í 1. deildinni næsta sumar. Siguróli lék með Grindvík- ingum í 3. deildinni síðastliðið sumar og átti stóran þátt í því að liðið tryggði sér sæti í 2. deild að ári. Siguróli lék mjög vel ineð UMFG, skoraði 8 mörk í 3. deildinni og var í mótslok valinn besti leikmað- ur liðsins. Siguróli hóf aö leika með meistaraflokki l’órs árið 1985 og vakti þá strax mikla athygli fyrir vasklega framgöngu á knattspyrnuvellinum. Hann á að baki um 70 leiki í 1. dcild fyrir I’ór en mörk hans í þeim leikjum er liins vegar hægt að telja á fingrum annarrar handar. Halldór Áskelsson er einnig kominn norður og liann hefur verið aö æfa nteð Þór aö undanförnu. En hvort hann gengur til liðs viö félagið á ný eða lcikur áfram með Val næsta sumar, er óvíst á þessari stundu. -KK . „Huldumaður“ á Akureyri datt í lukkupottinn: Fékk 10 milljóna króna vrnning til Mðarkaupa - hæsti vinningur á einfaldan miða frá upphafí Karlmaður á Akureyri datt heldur betur í lukkupottinn þegar dregið var í 10. flokki happdrættis SÍBS 5. októ- ber sl. Tíu inilljón króna vinningur til íbúðarkaupa kom á miða mannsins, núm- er 7128, og er um að ræða hæsta vinning á einfaldan miða í sögu happdrættis SÍBS og reyndar allra happ- drætta á íslandi. Ekki tókst í gær að hafa upp á nafni vinningshafa og sagði Ólafur Jóhannsson, forstjóri hjá SÍBS, að hann hafi óskað eftir nafnieynd. Þann 5. október voru liðin 40 ár frá fyrsta útdrætti happ- drættis SÍBS og af því tilefni ákvað stjórn þess að gefa við- skiptavinum kost á veglegum aukavinningi. Aðeins var dregið úr seldum miöum og kom vinningurinn á miöa seld- um í umboði SÍBS á Akureyri. óþh Er þetta þjóðarskútan? Mynd: KL Fyrsti í ijúpiim ámorgun - útlit fyrir ágætt veður um helgina Fyrsti í rjúpum er á morgun, sunnudaginn 15. október. Þá er veiðimönnum heimilt að arka um fjöll og firnindi og skjóta rjúpur sér til ánægju og matar. Rétt er að benda mönn- um á að hafa vakandi auga fyr- ir gæsum líka því þær hafa ekki yfirgefið landið enn. Rjúpnaskyttur sem Dagur hafði samband við ætla suinar hverjar að fara á stúfana strax á sunnudaginn. Menn voru ekkert of bjartsýnir á veiðina á þessu tímabili enda hefur rjúpnastofn- inn farið minnkandi undanfarin ár. Pó segjast gantalreyndar skyttur geta gengið að rjúpunum vísum á ákveðnum stöðum ár hvert, en að sjálfsögðu fékkst ekki uppgefið hvar helst væri veiðivon. Loks má geta þess að sam- kvæmt upplýsingum frá veður- stofunni er útlit fyrir ágætt veður um helgina. SS Þrotabú Pólarpels á Böggvisstöðum: Formlegs tílboðs að vænta í hús- eignir og 3000 minka á Böggvisstöðum - líklegt að Dalvíkurbær gangi inn í 4,5 milljóna kauptilboð í Ytra-Holt Arni Pálsson, bústjóri þrota- bús Pólarpels á Böggvisstöð- um, segist vonast til að hægt verði að taka afstöðu til fram- kominna tilboða í jörðina Ytra-Holt fyrir næsta skipta- fund sem ákveðinn er 15 nóvember nk. Þá segist hann fastlega búast við formlegu til- boði í húseignir og 3000 minka á Böggvisstöðum. Nú þegar hafa tvö tilboð borist í Ytra-Holt og eru þau bæði frá einstaklingum í Svarfaðardal. Lægra tilboðið er upp á 4 milljón- ir króna en það hærra 4,5 millj- ónir króna. Dalvíkurbær hefur þegar ákveðið að neyta forkaups- réttar á Ytra-Holti og að öllu óbreyttu mun bærinn því ganga inn í hærra tilboðið. Samkvæmt heimildum Dags hafa bæjaryfirvöld á Dalvík ekki mótaðar hugmyndir um hvernig nýta beri Ytra-Holt en á það hef- ur verið bent að fyrir dyrum standi að flytja hesthúsahverfi bæjarins út fyrir mörk Dalvíkur- bæjar og hestamenn liafi sýnt því áhuga að flytja sínar höfuðstöðv- ar fram í Ytra-Holt. Á móti kent- ur að Dalvíkurbær hefur nú þeg- ar lagt í kostnað vegna fyrirhug- aðs hesthúsahverfis í landi Hrísa, samkvæmt fyrri samþykkt bæjar- stjórnar. /■■■... ......1 ... ■ Ekkert formlegt tilboð hefur komið í gríðarstóran refaskála sem stendur i landi Ytra-Holts. Mat skálans er 60 milljónir króna en miðað við ástandið í loðdýra- búskapnum í landinu er víst að hann selst aldrei á nema brot af þeirri upphæð. Eins og er bendir allt til að Fiskverkun Jóhannesar og Helga á Dalvík kaupi kartöflugeymslu í eigu þrotabúsins, sem einnig er í staðsett í landi Ytra-Holts. Feng- ist hefur samþykki allra kröfu- „Merkum áfanga var náð í vik- unni. Við erum búnir að ná kjarnanum í stíflunni upp í þá hæð sem ætlunin var að ná í ár. Eftir um það bil mánuð verð- um við væntanlega búnir með þá fyllingavinnu í stífluna sem vinna á í ár,“ segir Brynjar Brjánsson, staðarverkfræðing- ur Hagvirkis hf. í Blönduvirkj- un. „Það hefur ýmislegt gert okkur erfitt fyrir. Mikil vorflóð seink- uðu framkvæmdum og þá hefur hafa nema Orkusjóðs fyrir sölu kartöflugeymslunnar á umræddu verði. Eins og fram hefur komið hafa ónafngreindir aðilar sýnt því áhuga að kaupa húseignir þrota- búsins á Böggvisstöðum. Árni Pálsson, bústjóri, væntir þess að formlegt kauptilboð berist á næstu dögum og það nái einnig til um 3000 lífdýra. Búist er við að á Alþingi komi fljótlega fram þingmannafrum- varp um vanda loðdýraræktar- september verið mjög vætusam- ur. Hins vegar hefur síðasti hálfi mánuðurinn verið góður og verk- inu miðað vel,“ segir Brynjar. Á vegum Hagvirkis vinna nú rúmlega 80 manns í Blönduvirkj- un en þrír aðrir verktakar eru þar nteð vinnuflokka, Stígandi á Blönduósi, Fossvirki og júgó- slavneski verktakinn Metalna. Að sögn Brynjars verður fjöldi starfsmanna á vegum Hagvirkis í Blönduvirkjun í vetur við að sprengja og flokka grjót í sjálfa stíflugerðina. Þá verður unnið innar. Gangi það eftir er óvíst hvenær þingið afgreiðir málið. Árni Pálsson segir að menn geti ekki beðið endalaust eftir afgreiðslu mála í Alþingi. „Við höfum takmarkaðan tíma. í síð- asta lagi 10. nóvember verður að liggja fyrir hvort einhver hluti dýranna á að lifa því nauðsynlegt er að tlokka þau og taka frá lífdýr. Sú vinna tekur marga daga. í raun höfum við ekki nema einn mánuð til stefnu,“ segir Árni. óþh við að steypa lokuvirki í Kolku- stíflu fram í desember. Hagvirki hf. hefur á sínum snærum svokallað efra verk við Blönduvirkjun. Um er að ræða gerð Blöndustíflu, sem er um 800 þúsund rúmmetrar, Kolkustíflu, sem er 300 þúsund rúmmetrar að stærð, og gerð skurðar í Austara- Friðmundarvatn. Þessu verki á að sögn Brynjars að verða lokið í nóvember árið 1991. „Ég reikna með að næsta vor verði um 140 starfsmenn á okkar vegum við störf hér,“ segir Brynjar. óþh Blönduvirkjun: Náðum merkum áfanga í vikmrni - segir staðarverkfræðingur Hagvirkis hf. ÍSLEN^KIR DAGAR H TÁ KEA DAGANA 12.-21. OKTÓBER Vörukynningar ★ Skemmtilegar uppákomur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.