Dagur - 21.10.1989, Síða 7

Dagur - 21.10.1989, Síða 7
OOOh vr* Í Cfi'^4/1 P Laugardagur 21. október 1989 - DAGUR - 7 Jón Hjaltason Gary Cooper, imynd fyrirniyndar Bandaríkjamannsins. Aldagömul menningararfleifð Evrópu hefur löngum vakið blendnar tilfinningar með frænd- um okkar vestanhafs. Nær sögu- lausir, og þó búsettir í stórveldi, horfa þeir með virðingu og öfund yfir Atlantshafið. Sjálfir hafa þeir ekki nema úr fáeinum öldum að nroða en þær hafa reynst þeim notadrjúgar. Kúrekahetjan situr orðið á sama bekk, ef ekki skör hærra, og Hómer, Platón, Snorri Sturluson og Shakespear, að minnsta kosti hvað frægð og vin- sældir snertir. Og auðkýfingar vestra bera númer í rómönskum tölum líkt og blóðbláir þjóðhöfð- ingjar Evrópu. Það er heldur ekki alveg laust við að bandarísk- ir sneyði að Evrópubúum í litlu og stóru og eru þá raunar að gjalda líku líkt. Hinum snobbaða og stundum tilfinningalitla Evrópumanni er stillt upp andspænis heiðarlegum og hreinskilnum Bandaríkja- manninum. Annar er óáreiðan- legur, fer í felur með álit sitt og skoðanir, hinn er hreinskiptin og sannur vinur í raun. Gary Cooper var þessi goð- sögn um Bandaríkjamanninn gegnsýrður karlmennsku og gjörsneyddur öllu fláræði, „the damn true man“. í honum endur- spegluðust allar hetjur vesturs- ins, frá Daniel Boone til Davy Crocketts. Hann þurfti ekki að leika, það var nóg fyrir Cooper að vera Cooper. I kvikmyndir fyrir tilviljun Maðurinn, sem átti eftir að fylla upp í ímynd hins fullkomna Bandaríkjamanns, var Evrópu- búi í báðar ættir. Foreldrar hans voru enskir vesturfarar. Árið 1901 hafði þeim fæðst sonur vest- ur í Montanaríki sein nefndur var Frank J. Cooper. Síðar átti ónefndur umboðsmaður eftir að breyta skírnarnafninu í Gary til að forða skjólstæðingi sínum frá ruglingi við annan leikara sem bar nafnið Frank Cooper. Faðir Coopers, Charles, komst til metorða í Montana, auðgaðist og keypti búgarð við Missouri- fljótið. Þar lærði Cooper, sem þá var á táningsaldri, að sitja hross og skjóta úr byssu. Jafnhliða þroskaðist með honum, fyrir áhrif frá foreldrunum, áhugi fyrir listum. Hann gekk þó ekki beina braut í gegnum skólakerfið, því olli bæði alvarlegt bílslys og áhugaleysi Coopers sjálfs um námið. Hálfþrítugur ákvað hann að við svo búið mætti ekki sitja og sótti um inngöngu í listaskóla. Rétt fyrir upphaf skólaársins ákvað Cooper að kasta kveðju á foreldra sína sem þá voru fluttir til Los Angeles. Þar hitti Cooper gamla æskufélaga sem unnu fyrir sér með því að ríöa hrossum í bíómyndum. Cooper slóst í hópinn og 1925 til ’26 reið hann nafnlaus í um það bil 30 kvik- myndum. En frægðin beið á næsta götu- horni. Cooper.byrjaöi að fá smá- hlutverk, sitt fyrsta í The Winning of Barbara Worth 1926. Árið eftir fékk hann stærri hlut- vcrk og 1928 byrjaði hann að leika í stórmyndum hjá stóru kvikmyndarisunum. Cooper var orðinn frægur. Vinsælasti leikari síns tíma Cooper var stjarna nýs tíma. Hollywood stóð á tímamótum. í október 1927 birtist A1 Jolson á hvíta tjaldinu, syngjandi og tal- andi í The Jazz Singer. Þessi við- burður markaði upphafið að endalokum þöglu myndanna. Nýjar stjörnur, að þessu sinni altalandi, stigu fram á sviðið. Engin þeirra átti þó eftir að njóta jafnlangvinnra vinsælda og Gary i Cooper. Allt frá því 1932 hafa kvik- myndaframleiðendur sett árlega saman lista yfir þá leikara sem mest aðdráttaraflið hafa haft á bíófara það árið. í alls 18 skipti hefur nafn Coopers verið að finna á þessum lista. Engin af stjörnum hans tíma, mcnn eins og Clark Gable, Gary Grant, Spencer Tracy og Humprey Bogart, hafa átt slíkum vinsæld- um að fagna. Og til þessa dags hefur aðeins John Wayne átt nafn sitt oftar á títtnefndum vinsældalista kvikmyndaveranna. Af stjörnum dagsins í dag virðist Clint Eastwood sá eini sem liugs- anlega gæti ógnað þeim félögum og fengið nafn sitt skráð í annál sem leikarinn með lengstan vinsældaferilinn að baki. Út úr þessu má lesa að minnsta kosti tvennt: í fyrsta lagi virðist smekkurfólks á kvikmyndir vera svolítið umdeilanlegur því eng- inn þeirra þriggja, Coopers, Waynes eða Eastwoods, hefur verið svo mikið sem grunaður um stórbrotna leikhæfileika. Cooper var til dæmis frægur fyrir kæru- leysi, ef ekki áhugaleysi, við kvikmyndatökur. Ósjaldan fékk hann sér blund á milli atriða. Einnig var hann umtalaður fyrir að „frjósa" við tökur, einkum og nær eingöngu þegar hann þurfti að túlka miklar tilfinningar. Allir þrír fengu þó óskarsverðlaun oft- ar en einu sinni, Cooper og Eastwood tvisvar (og líklega er fullsnemmt að fullyrða að sá síð- ari eigi ekki eftir að fá þau enn einu sinni) en John Wayne fékk styttuna alls fjórum sinnum. Tvenn óskarsverðlaun í öðru lagi skín út úr niðurstöð- um vinsældalista kvikmynda- heimsins að erfitt er að marka Cooper blómatíma í kvikmynda- sögunni. Líklegast yrði þó fjórði áratugurinn og öndverður sá fimmti fyrir valinu. Á þessum árum var Cooper mikið í sviðs- ljósinu. Hann gerði sér dælt við kvenfólk, sumt jafnvel harðgift sem varð náttúrulega ekki til að draga vitundarögn úr áhuga blaðamanna, hann vingaðist við rithöfundinn Ernest Hemingway og lék í myndum eins og A Farewell to Arms (1932), For Whom The Bell Talls (1943), báðar byggðar á sögum Heming- ways, The General Died at Dawn (1936) og Sergeant York (1941). Fyrir þá síðasttöldu fékk Cooper sín fyrstu óskarsverðlaun. í Sergeant York leikur Cooper goðsögnina um Bandaríkja- manninn, heiðarlega og friðelsk- andi bóndann Alvin York, sem neyðist til að láta hugsjónina fyrir róða og verður annálaðasti bandaríski hermaðurinn í fyrra stríði. Örlítil breyting er hér orð- in á persónu Coopers og um leið fyrirmyndar-Bandaríkjamannin- um. Alvin York breytir út af sannfæringu sinni. En það þarf ekkert minna en guð sjálfan til að valda þessum sinnaskiptum. Þar sem York er að hugleiða hvort hann eigi að fara í stríðið flettir vindurinn upp á miklum oflieldis- kafla í Biblíu hans. Þar með verður grundvallarhugsjón cin- staklingsins Alvins að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. fyrir þjóðarheill. 1952, eða ellefu árum eftir Sergeant York, fékk Cooper seinni óskarinn, að þessu sinni fyrir High Noon en í henni lék hann lögreglustjórann Will Kane. High Noon var á yfirborð- inu ósköp venjulegur vestri, um i góða manninn sem á í vandræð- I um við að fá hjálp til að reisa skorður við yfirtroðslum vondu mannanna. Tilbreytingin er sú að hann fær enga hjálp og þó enn- frekar að Kane lögreglustjóri læt- ur í ljósi efasemdir um réttmæti gerða sinna, sem jafnvel má túlka sem ótta við væntanlegt uppgjör við vondu mennina. Cooper, sem nú átti níu ár eftir ólifuð, hélt áfram að leika alveg fram í andlátið. Á þessum níu árum birtist hann í 15 kvikmynd- um. Hann andaðist 1961, sextug- ur að aldri. 3. ogr 4. nóvexnber Vinsælustu dægurlög síðustu áratuga þar sem Jón Sigurðsson hefur komið við sögu sem lagasmiður eða textahöfundur. Jón í bankanum heldur um þessar mundir upp á 50 ára glæsilegan tónlistarferil. Stjórn tónlistar og sviðsetningnar: Ingimar Eydal og Saga Jónsdóttir • Handrit: Þorsteinn Eggertsson • Söngvarar: Ellý Vilhjálms, Pálmi Gunnarsson, Þorvaldur Halldórs, Þuríður Sigurðardóttir, Trausti Jónsson og Hjördís Geirs • Kynnir hinn síkáti Bjarni Dagur Jónsson Fluttar verða perlur dægurlaga síðustu ára svo sem: Meira fjör • Upp undir Eiríksjökli • Kom heim, vinur, kom heim • Bel Ami • Ég er kominn heim • í grænum Edens garði • Senn fer vorið á vængjum yfir flóann • Óli rokkari • Út i Hamborg • Hvað varstu að gera í nótt • Nina og Geiri • Einsi kaldi úr Eyjunum • Ó nei • Ég fann þig • Fjórir kátir þrestir • Ég vil fara upp i sveit • Komdu í kvöld • Vertu ekki að horfa svona alltaf • Lóa litla á Brú • Auk fjölda annarra laga /SÍSIsi •=;!=■ /<a c: ::: r: : s c: !i i! Í! ilifi! i c: s', “■:: si: s: ■ s: cv st sv s: 1 c; £1 5cGs!~T Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Verð á Dægurlagakeppnina með kvöld- verði ög dansleik aðeins kr. 3000. Miðasala og borðapantanir í Sjallanum daglega í síma 22770. Pantið borð tímalega ogtryggið ykkur góð sæti strax í dag. Matseðill Forréttu „Tónar hafsim Grafinn og reyktur le i hunangsdillsói Aðalréttu Ofngljáð hnetupiparste. með paprikubættri dijonsós hasselbackkartöflum, rósinká og súrsætu meðlæi SjóMúut

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.