Dagur - 21.10.1989, Síða 9

Dagur - 21.10.1989, Síða 9
8 - DAGUR - Laugardagur 21. október 1989 Laugardagur 21. október 1989 - DAGUR - 9 Nýlega var Halldóra Bjarnadóttir ráðin í fullt starf hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, en með því var stigið stórt framfaraskref því hingað til hafa aðildarfélög Krabbameinsfélags íslands utan Reykjavíkur ekki haft starfsmenn á launum. Halldóra hefur reyndar verið í 60% starfi hjá félaginu í 8 mánuði eða frá síðasta hausti og fram á vor. Helmingur af tekjum Halldóru kemur sem styrkur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis af tekjum happ- drættis Krabbameinsfélagsins og er það því óbeinn styrkur til félagsins á Akureyri þegar miðar eru keyptir þar. í helg- arviðtali í da'g segir hún frá starfi sínu, ræðir um reykingar, brjóstakrabbamein og fleira sem starfi hennar tengist. „Ég byrjaði í 60% starfi hjá Krabba- meinsfélagi Akureyrar og nágrennis l. október 1988 og var til 1. júní í ár, en frá 1. september sl. hef ég unnið í fullu starfi. Þetta breytir mjög miklu því það gefur mér kost á að geta einbeita mér meira að þessu starfi, ég þarf ekki að vera eins margskipt og ég var því áður starfaði ég líka á Sjúkrahúsinu. Starfið verður miklu markvissara, en áður fannst mér tíminn ekki almennilega duga til að Ijúka verkefn- unum sem fyrir lágu.“ Starf Halldóru hjá félaginu felst í stór- um dráttum í forvörnum gegn reykingum í grunnskólum í Eyjafirði í samvinnu við Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Hún sér um allan rekstur skrifstofunnar, bók- hald ásamt gjaldkera og endurskoðanda félagsins og öll sérverkefni í samvinnu við Krabbameinsfélag íslands, t.d. merkjasölu og fleira í þeim dúr. „Þá förum við líka í heimsóknir til ýmissa félaga með fyrir- lestra, í fyrra töluðum við um breytinga- skeið karla og kvenna en í vetur ætlum við aðallega að fjalla um lungnakrabbamein og reykingavarnir en þetta málefni verður einmitt aðal verkefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis í vetur. í samráði við Krabbameinsfélag Reykjavíkur mun- um við koma inn á umfjöllun um konur og reykingar, reykingar og meðgöngu, reyk- ingar og brjóstagjöf og reykingar og pill- una svo eitthvað sé nefnt.“ Samhjálparkonur hafa sérstaka reynslu Sem starfsmaður Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis er Halldóra Sam- hjálparhópnum innan handar, en þar er um að ræða mjög virkan hóp kvenna sem orðið hefur fyrir því að fá krabbamein í brjóst. „Þær veita hver annarri andlegan stuðning og sjá um heimsóknarþjónustu á Sjúkrahúsið til kvenna sem þurfa að gang- ast undir aðgerð á brjósti. Allt er þetta sjálfboðavinna og vinna þær mjög mikið og fórnfúst starf. Hjúkrunarfræðingar á handlækningadeild FSA vita af þessum konum og eru með á skrá þær sem kalla má í svo hver og ein kona sent fær þann úrskurð að hún sé með krabbamein í brjósti á rétt á ef hún vill, að fá að tala við Samhjálparkonu en það er konunum í sjálfsvald sett hvort þær þiggja þessa þjón- ustu eða ekki. Þær geta í raun hvenær sem er haft santband þegar þeim finnst þær til- búnar til þess t.d. eftir að þær koma heim og ef þær vita ekki hvert þær eiga að snúa sér geta þær t.d. snúið sér til mín. Ég held að það sé mjög gott fyrir konur að hafa einhverntíma samband við aðrar konur sent hafa svipaða reynslu. Þær konur sem veljast til starfsins eru konur sem hafa komist vel í gegnum sinn sjúkdóm, þ.e. þær eru komnar yfír andlega áfallið og hafa unnið vel úr sínum málum. Þær geta því miðlað óhlutdrægt og rætt um annað en meðferðarform og annað sem læknalið- inu tilheyrir. Oftast er spjallað um atriði sent konur geta ekki hugsað sér að ræða um við hjúkrunarfólk eða lækna, t.d. um viðbrögð maka sem hjúkrunarfólk getur ekki gefið reynslu-svör við. Samhjálpar- konurnar geta sagt frá eigin reynslu." Aðspurð unt hvort átt hafi sér stað við- horfsbreytingar gagnvart reykingum hjá unglingum sagði Halldóra það augljóst, því það þyki ekki lengur fínt að reykja. „Það virðist vera einhver uppsveifla núna eins og oft er á haustin, en ég hef ekki fengið þetta staðfest í neinum könnunum. Ég held að þetta sé vandamál sem hangir á annari vandamálaspýtu sem er áfengis- neysla. Bæjarbúar og aðrir íslendingar þurfa að fara að gera sér grein fyrir því að áfengisvandamál meðal unglinga hafa auk- ist til muna og að aldurinn hefur færst niður. Það er nú einu sinni þannig að kæruleysi eykst samfara áfengisneyslu, dómgreindin fer fyrir lítið og unglingar sem að jafnaði eru á móti reykingum taka gjarnan sígarettu þegar þeir eru undir áhrifum. Þarna taka þeir oft sinn fyrsta „smók“ sem er greið leið að ávana og það virðast enn vera til ungar stúlkur sem átta sig ekki á því að það er hægt að vera sjálf- stæður og „sjarmerandi“ án þess að vera með sígarettu í hönd. Vont að kyssa stelpur sem reykja Sá aldi’r sem er einna erfiðastur virðist vera 7. bekkur þegar fyrsta skrefið í átt til fullorðinsáranna er stigið að þeirra mati. Þá þarf ekki meira til en að krakkar sjái einhvern sem þeim finnst flottur, með sígarettu, til þess að sum þeirra vilji gera þetta líka, en þetta er kannski spurning um sjálfstæði. Þetta er í raun furöulegt því ég held að engum finnist fyrstu „smókarn- ir“ góðir og sumum er það ekki átakalaust að „læra“ að reykja. Það sem mér finnst óskynsamlegast og ég hreinlega skil ekki er að það er meira um að stelpur byrja að reykja og þær eru erfiðastar í 8. bekk. Á sama tíma vilja þær vera sætar og smart en reykingar eru mjög lýtandi, þær valda hár- losi, tannlosi, hrukkumyndun og grá- myglulegri húð fyrir utan lyktina sem verð- ur af þeim; þá hlýtur líka að vera miklu betra að kyssa stelpur sem ekki reykja svo þær ættu því að hugsa sig tvisvar um. Kröftunum vel varið til forvarnarstarfs Halldóra sjálf er 32 ára gömul, ntóðir tveggja drengja og er gift Atla Guðlaugs- syni skólastjóra Tónlistarskóla Eyjafjarð- ar. En hvernig stendur á því að hún hefur svona mikinn áhuga á krabbameini og starfinu í kringum Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis? „Ég hef brennandi áhuga á þessu málefni. Það er mikið um krabbamcin í minni ætt og mér finnst þetta eitthvað sent höfðar virkilega til mín. Mér finnst kröft- um mínum vel varið í forvarnarstarf vegna þess að ég hef 12 ára starfsaldur sem hjúkrunarfræðingur og held að ég hafi allt- af verið á röngum enda. Það á betur við mig að vera þeim megin þar sem ég get e.t.v. komið því til leiðar að færri komi inn á sjúkrahús þó hjúkrunarstarfið sé. mjög gefandi og yndislegt starf. Þó launin séu ekki há og vinnutíminn oft erfiður, er þetta mjög svo skemmtilegt starf. Þá nýtist mér menntunin mjög vel í því starfi sem ég er í núna.“ Önnur starfsemi Krabbameinsfélag Reykjavíkur varð nýlega 40 ára og ákvað félagið að gefa aðstandendum sjúklinga utan af landi sem þurfa að dvelja lengi á sjúkrahúsum í Reykjavík, allt að hálfs mánaðar dvöl á Hótel Lind því það getur verið erfitt og dýrt að halda sér uppi utan heimilis. „Það virðist vera mikil þörf fyrir þessa þjónustu og Krabbameinsfélagið okkar mun reyna eftir mætti t.d. að aðstoða fólk héðan sem þarf að fara til útlanda í dýrar læknismeð- ferðir." Mikilvægt að konur skoði brjóst sín reglulega Það er mjög mikilvægt öllum konum að fylgjast vel með brjóstum sínum sjálfar. Nú gefst þeim kostur á að fara í mynda- töku í fullkomnu brjóstamyndatökutæki en þrátt fyrir það segir Halldóra konur alls ekki mega sofna á verðinum gagnvart sjálfsskoðun. „Eins og aðrar rannsóknir er myndatakan ekki 100% örugg og mikil- vægt að skoða brjóstin eftir hverjar blæð- ingar, það er mjög góð regla. Éf konur kunna ekki brjóstaskoðun er best fyrir þær að fara til kvensjúkdómalæknis og læra hana. Konur sem koma í leitarstöð Heilsu- gæslustöðvarinnar í fyrsta sinn eiga t.d. að fá persónulega kennslu." Halldóra segir að nokkuð vel hafi geng- ið að fá konur til starfa þó gjarnan mætti sjást meiri breidd í aldursdreifingu. Á skrá eru um 30 konur sem hittast reglulega og halda með sér fundi. í hyggju er að halda fund 31. október nk. þar sem gervilima- srniður mun sýna nýjustu línuna í baðföt- um, undirfatnaði og brjóstum en þá munu tvær Samhjálparkonur frá Akureyri hafa lokið námskeiði hjá Krabbameinsfélagi Islands og munu væntanlega skýra frá árangri þess. Auk þjónustu Samhjálparkvenna geta konur sem gengist hafa undir aðgerðir á brjósti fengið brjóstahaldara og brjóst við hæfi á Bjargi, en þær eiga rétt á einu brjósti og tveimur brjóstahöldum á ári í gegnum Tryggingastofnun ríkisins. „Ég er á Bjargi fyrsta miðvikudag í hverjum mán- uði milli kl. 17.00 og 19.00 og aðstoða kon- urnar við að máta auk annars sem kann að koma uppá, en þær geta auk þessa haft samband við ntig hvenær sent er ef þörf er á. Konurnar nýta þessa þjónustu rnjög vel og eru almennt mjög ánægðar með hana því það er t.d. mun ódýrara fyrir þær að koma á Bjarg og velja sér brjóstahaldara og brjóst heldur en að þurfa að fljúga til Reykjavíkur til að fá þessa þjónustu. Á Bjargi erum við líka með gervilimasmið sem tekur að sér að sérsmíða brjóst ef þörf er á.“ Mest vitað um lungnakrabbamein Halldóra segir að í bili telji félagið sig hafa afgreitt fræðslu um brjóstakrabbamein sem var aðal verkcfni félagsins í fyrra, en þá var m.a. staðið fyrir söfnum fjár til kaupa á brjóstamyndatökutæki sem FSA var síðan gefið. „Eftir það ákváðum við að venda um, sérstaklega vegna þess að við höfðum heyrt karlmenn kvarta sárlega yfir Reykingar og áfengis- vandamál unglinga Halldóra var beðin um að gefa reykinga- fólki sem vill hætta góð ráð. „Þegar fólk hefur ákveðið að hætta að reykja þarf það að taka á vandamálinu í heild sinni. Venjulegasta afsökunin fyrir því að byrja aftur er sú að fólk fitnar. Þar er ágætt að breyta svolítið um lífsstíl með því að auka hreyfingu og fylgjast með því sem borðað er. En svo er þetta líkt og með áfengis- sjúklinga að það hættir enginn nema hann vilji það sjálfur og hafi nægan viljastyrk til að halda það út.“ í Reykjavík er starfandi félag sem kall- ast Styrkur, en það er félag krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra. Her- mann Ragnar Stefánsson var nýlega ráð- inn sent starfsmaður Krabbameinsfélags Islands og hefur hann þreifað fyrir sér um hugsanlega stofnun slíks félags á Akur- eyri. Þá er starfandi foreldrafélag krabba- meinssjúkra barna en Rauði kross íslands og Krabbameinsfélag íslands gáfu barna- deild Hringsins íbúð fyrir foreldra krabba- meinssjúkra barna utan af landi, sem þurfa að dvelja langdvölum frá heimilum. Heimahlynning fyrir dauðvona sjúklinga I Reykjavík hefur um skeið verið rekin þjónusta sem kallast heimahlynning og byggist á ákveðinni hugmyndafræði sem ættir á að rekja til Bretlands, eða „Hosp- ice“ kenningunni. „í heimahlynningu ræð- ur sjúklingurinn meira ferðinni sjálfur og óski hann t.d. eftir að fá að deyja heima er allt gert til að hjálpa honum til þess og hann fær meira að vera með í sinni meðferð. Tveir hjúkrunarfræðingur og einn krabbameinslæknir starfa við heima- hlynningu í Reykjavík og þau fara á „stofugang“ heim til sjúklinganna. Að baki heimahlynningar starfar þverfaglegt líknarráð sem í eiga sæti sálfræðingur, prestur, tveir hjúkrunarfræðingar, geð- læknir, félagsráðgjafi, svæfingalæknir og lyfjafræðingur sem ræða saman hvert ein- stakt tilfelli og fjölskylduaðstæður og taka síðan ákvörðun um hvað bcst eigi við hverju sinni. Segja má að tilgangurinn með heimahlynningu sé að gefa dauðvona sjúklingum kost að því að dvelja í heima- húsi eins lengi og þeir óska og aðstæður leyfa með því að veita markvissa líknar- meðferð samkvæmt hugmyndafræði „hospice“ hreyfingarinnar.“ því að við sinntum aðallega krabbameini kvenna þó ég vilji halda því fram að það sé ekki rétt. Lungnakrabbamein er sá sjúk- dómur sem einna helst er hægt að segja um að sé bráðdrepandi. Það er sá sjúkdómur sem einna mest er vitað um af hvaða orsökum er, vitað er hverjir eru í áhættu- hópum en það eru einmitt reykinga- menn, en þegar reykingar eru nefndar á nafn hættir mörgum til að loka eyrunum." Ekki er gert ráð fyrir að staðið verði fyr- ir reykbindindisnámskeiðum á vegunt fé- lagsins í vetur, en Halldóra segir að það muni að sjálfsögðu taka þátt í námskeið- um með Heilsugæslustöðinni á Akureyri og heilsugæslulæknum muni þeir standa fyrir þeim. „Þeir sem leita til skrifstofunn- ar eftir ráðgjöf við að hætta að reykja fá hana, en við viljurn helst beina spjótum okkar að forvarnarstarfinu vegna þess að okkur finnst skynsamlegra að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.“ Mikil þörf á Akureyri Heimahjúkrun á Akureyri er mjög óeigin- gjörn og nú er mikill áhugi meðal hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða í heimahjúkrun á Akureyri að reyna heimahlynningu. „Það er allt á umræðustigi ennþá, en vel mætti hugsa sér að hafa slíka þjónustu sem deild út frá heimahjúkrun og myndi þá verða myndaður kjarni fólks sem tilbúið væri að veita sólarhringsþjónustu þegar til þeirra væri leitað vegna sjúklinga sem óskuðu eftir því að fá að deyja heima. Einnig er á umræðustigi innan Sjúkrahússins rnyndun líknarráðs sem myndi þá standa að baki þeim hópi sem annaðist heimahlynningu. Þetta er allt mjög dýrt og því óvíst hversu fljótt hægt er að konta slíkri þjónustu á fót, en vissulega verðugt verkefni sem með samhjálp allra ætti að takast og þá á ég ekki síst við þá sem ráða í heilbrigðiskerf- inu. Það er engin spurning að þörfin er fyr- ir hendi.“ VG Texti: Vilborg Gunnarsdóttir Mynd: Kristján Logason m.a. i helgarviðtali

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.