Dagur - 21.10.1989, Side 16

Dagur - 21.10.1989, Side 16
Skólaskinka Lítil Kjarnafæði pizza Stór Kjarnafæði pizza Nýjar kartöflur 2 kg..........158 kr. Valdorfsalat ..................95 kr. Egg 1. verðflokkur ........ 356 kr. kg Egg 2. verðflokkur ........ 259 kr. kg Harðfiskur............... 1.650 kr. kg Hrossabjúgu............... 252 kr. kg Hamborgarar 2 stk.............111 kr. Lambahamborgarhryggur... 575 kr. kg Saltað hrossakjöt........... 262 kr. kg Lambahangiframpartur....... 824 kr. kg Saltað folaldakjöt.......... 292 kr. kg Reykt folaldakjöt........... 292 kr. kg Saltkjöt.................... 448 kr. kg Londonlamb.................. 743 kr. kg Vínarpylsur................. 535 kr. kg Coca Cola 2 lítrar..............99 kr. Coca Cola 1V4 lítri.............91 kr. Dæmi um 943 kr. kg 319 kr. 399 kr. vöruverð Verslunin ÞDEFIÐ Móasíðu 1 • Sími 27755. Opiö alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendingar- þjónusta. Dauft yfir loðnubræðslum: „Við bíðum og vonmn“ „Við bíðum bara og vonum,“ segir Þórður Andersen, verk- smiðjustjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufírði. Loðnan hefur eins og kunnugt er lítið gert vart við sig og eru for- svarsmenn loðnuverksmiðja af þeim sökum mjög kvíðafullir um afkomu verksmiðjanna. Hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins vinna nú um 30 manns og seg- ir Þórður að þrátt fyrir loðnuleys- ið sé nóg að gera. Dytta þarf að vélum og sjá til þess að þær séu tilbúnar í slaginn þegar þar að kemur. Þórður segir það auðvitað Ijóst að rekstrartap sé umtalsvert á meðan engin loðna fáist til bræðslu en of snemmt sé að vera með miklar hrakspár. Hann bendir á að loðnan hafi áður komið seint til bræðslu, árið 1987 hafi t.d. bræðsla fyrst hafist í nóvember. óþh Bakkaíjörður: Langþráðum hafnar- bótum að ljúka Ncmendur í fyrsta bekk Menntaskólans á Akureyri fengu sína skírn í gærmorgun þegar fram fór busavígsla í skólan- um. I þetta sinn var tekin ákvörðun um að busavígslan yrði með svipuðu sniði og var fyrr á árum og nemendur voru því teknir og tolleraðir. Að því loknu var gengið um miðbæ Akureyrar og að síðustu upp Mcnntaveginn. Mynd: kl ....................................................................................................... ' - bátar mun öruggari í höfninni en áður Húsavík: Rjúpnaskyttur með reytingsveiði - Jónas Hallgrímsson kominn með 173 Þessa dagana er veriö að Ijúka viö hafnarbætur á Vopnafírði og Bakkafírði sem unnar hafa verið í sumar. Þessi verkefni voru unnið samhliða og reynt að samnýta mannskap eins og kostur var. Með grjótgarði og trébryggju á Bakkafírði hefur verið skapað mun meira öryggi í höfninni en hingað til liefur verið og á Vopnafirði var höfn- in bætt með grjótgarði. Að sögn Gísla Viggóssonar hjá Vita- og hafnamálastofnun var höfnin á Bakkafirði sett upp í lík- anprófun í vor. Miðað var við að finna góða lausn miðað við þróun síðustu ára, bátastærð á staðnum og líklega þróun næstu ára. „Við komumst að því að þarna voru „Það er gífurlegur áhugi fyrir þessu og hann hefur farið fram úr björtustu vonum. Ég reikna með að um 180 manns verði í mat,“ segir Ólafur Árnason, umsjónarmaður Víkurrastar á Dalvík, en þar verður mikið um dýrðir í kvöld. Um leið og Dalvíkingar fagna vetri krýna þeir Ungfrú Dalvík með pompi og pragt. Sex blómarósir frá Dalvík eru skráðar til leiks en hugsanlega bætast tvær stúlkur í hópinn. Það var ekki ljóst í gær þegar Dagur hafði spurnir af gangi mála. Þær sex stúlkur sem örugglega taka þátt í keppninni eru: Frey- dís Baldrún Antonsdóttir, Berg- þóra Rós Lárusdóttir, Ragnheið- ur Valdimarsdóttir, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Björk Sturlu- dóttir og Árndís Guðný Grétars- dóttir. Að sögn Ólafs er ráðgert að fyrir liggi laust eftir kl. 23 hver stúlknanna hlýtur sæmdarheitið Ungfrú Dalvík. ákveðnar þarfir sem þurfti að uppfylla fyrir utan að skapa skjól í höfninni og betra pláss. Lausnin sem við fundum var þessi grjót- garður ásamt 20 m. langri bryggju sem nú er verið að Ijúka við. Þessi bygging hefur kostað um 26 milljónir króna og verkið staðist að öllu leyti. Þetta er nokkurn veginn verðið á bátnum sem fór niður á Bakkafirði í óveðri í fyrravetur. íbúar á Bakkafirði ættu því ekki að þurfa að kvíða vetrinum," segir Gísli. Kostnaður við grjótgarðinn á Vopnafirði eru 35-40 milljónir króna. Grunnur að þessum garði er líkan sem gert var á vegum Vita- og hafnamálastofnunar fyr- ir um 10 árum. JOH Stúlkurnar munu kynna fatnað frá verslunum á Dalvík og þá munu þær koma fram í fatnaði frá Álafossi. Síðan munu þær koma fram í eigin kvöldklæðnaði og er víst að þar verður ekkert til sparað. Hátíðin hefst kl. 19.30 í kvöld og verður tekið á móti gestum með fordrykk og að því búnu verður borin fram þrírétta máltíð. Meðal skemmtiatriða má nefna að Rúnar Þór Pétursson, mun kynna efni af væntanlegri hljómplötu og dalvísk Bibba á Brávallagötunni ræðir málin við gesti. óþh Rjúpnaveiði hefur verið held- ur dræm í Suður-Þingeyjar- sýslu en mesta veiði hafa menn fengið í Búrfellshrauni. Besta veiðin var á þriðjudag en á miðvikudag og fímmtudag var veiðin mun niinni. „Ég hugsa að rjúpan sé komin til fjalla og úr kallfæri,“ sagði Árni Logi Sigurbjörnsson hjá Skotfæra- þjónustunni í samtali við Dag. Mesta veiði einstaklings á ein- um degi, sem Dagur hefur haft fregnir af, eru 55 rjúpur sem Jón- as Hallgrímsson fékk á þriðju- dag. Jónas var við rjúpnaveiðar fyrstu fjóra veiðidagana og fékk samtals 173 rjúpur. Hann fór ekki í rjúpur á fimmtudag og föstudag, mun þó ekki hafa verið orðinn leiður á veiðiferðunum heldur þurft að sinna vinnu sinni. Á þriðjudag fór Jón B. Gunn- arsson frá Húsavík til rjúpna ásamt tveim sonum sínum og fengu þeir samtals 124 rjúpur yfir daginn. Á Hótel Reynihlfð í Mývatns- Veðurspá hclgarinnar fyrir Norðurland er lieldur hrá- slagaleg. Ríkjandi verður norðaustan- eða norðanátt og vestan til má gera ráð fyrir tals- verðum strekkingi. Talsverð rigning mun fylgja þessu veðri, sérstaklega á N- sveit hafi lítið frést af rjúpna- skyttum og árangri þeirra. Á hótelinu eru seld veiðileyfi í Reykjahlíðarlandi, eru þau talin á hagstæðu verði - 600 kr. dagur- inn eða 2.400 kr. allt veiðitímabil- ið - og eru gefnar upplýsingar um veiðisvæðið um leið og leyfin eru „Eg hygg að útboð á hús- gögnunum hafí farið fram. Innkaupastofnun hefur annars með þetta að gera,“ sagði Þor- leifur Pálsson, í dómsmála- ráðuneytinu, þegar Dagur náði tali af honum í gær. Eins og fram kom í Degi sl. miðvikudag stendur nýbyggð lög- reglustöð auð vegna þess að ekki Vesturlandi, hitastig mun lækka þegar líður á helgina, svo mikið að búast má við slyddu í byggð. Snjóa mun í fjöll svo þeir sem ætla landleiðis í helgarferðina ættu að athuga hjólabúnað sinn vel. Hiti nálgast frostmark á sunnudag en að öðru leyti á spáin við alla helgina. VG afhent. Enginn hefur keypt veiði- leyfi hjá hótelinu í haust og dræm sala hefur einnig verið á sams- konar veiðileyfum hjá Eldá. Rjúpnaskyttur á Héraði munu lítið vera farnar að róta sér, að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. IM fást húsgögn í hana. Ríkið stóð sig ekki í stykkinu og iét fara fram útboð á húsgögnum í stöð- ina um það leyti sem lokið var við frágang stöðvarinnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hve- nær húsgögnin verða tilbúin til afgreiðslu. Ég vona að það verði fljótlega," sagði Þorleifur. Hann sagði að skýringin á því hve seint væri farið af stað með útboðið væri skortur á fjármagni til þessa verkefnis á fjárlögum yfirstand- andi árs. „Þessum lið verður fundinn staður á fjárlögum næsta árs til uppgjörs.“ Þorleifur sagðist geta tekið undir þá gagnrýni að of seint hafi verið hugsað fyrir kaupum á hús- gögnum. „Auðvitað er það hand- vömm í kerfinu að láta lögreglu- stöðina standa auða í röskan hálfan mánuð. En það er nú ekki langur tími í eilífðinni," sagði Þorleifur. óþh ISLENSKIR DAGAR HJA KEA DAGANA 12.-21. OKTÓBER Vörukynningar ★ Skemmtilegar uppákomur Ungfrú Dalvík krýnd í kvöld: Áhuginn farið fram úr björtustu vonum - segir Ólafur Árnason Norðurland: Hráslagalegt helgarveður Ný lögreglustöð á Siglufirði: „Seint hugsað fyrir húsgagnakaupum“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.