Dagur - 24.10.1989, Síða 1

Dagur - 24.10.1989, Síða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 24. október 1989 203. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Baldvin Valdemarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri K. Jónssonar: Erum komnir aftur inn á kortið „Ég held að megi segja að bás íslensku framleiðendanna haíl vakið talsverða athygli. Við erum greinilega komnir aftur inn á kortið og nú verðum við að halda vel á spöðunum,“ segir Baldvin Valdemarsson, aðstoðarframk væmdastj óri Gagnfræðaskóli Akureyrar: Innbrot og þjófnaður Síðastliðið sunnudagskvöld var brotist inn í Gagnfræðaskóla Akureyrar og töluverðar skemmdir unnar í húsinu. Þá var stolið um 21 þúsund krón- um í peningum og ávísunum en þar var um að ræða sjoppusjóð nemenda. Að sögn rannsókn- arlögreglunnar á Akureyri hef- ur innbrotið átt sér stað á tíma- bilinu 20.30-00.30 á sunnu- dagskvöldið, sem þykir nokk- uð óvenjulegur tími. Gunnar Jóhannsson rannsókn- arlögreglumaður sagði að brotist hefði verið inn um glugga í kjall- ara skólans og síðan inn í skrif- stofu skólastjóra - og ritara og kennarastofur. Alls voru 5 hurðir skemmdar og voru þrjár þeirra spenntar upp. Einnig voru unnar skemmdir á peningaskáp, sem ekki tókst að brjóta upp, en hins vegar var peningakassi nemenda brotinn upp og sjoppusjóðnum stolið. Málið er í rannsókn og eru all- ar upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir við skólann þetta kvöld vel þegnar hjá rannsóknar- lögreglunni. SS Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar á Akureyri. íslenskir framleiðendur, þar á meðal Sölusamtök lagmetis, kynntu vöru sína í liðinni viku á Anuga-matvælasýningunni í Köln í V-Þýskalandi og voru við- brögð lagmetiskaupenda ytra almennt góð. Stórir viðskiptaað- ilar eins og Tengelman hafa lýst áhuga á viðræðum við hérlenda framleiðendur og segir Baldvin líkur 4 fyrirtækið muni á ný kaupa kavíar frá Niðursuðu K. Jónssonar. „Það er hins vegar ljóst að til þess að komast aftur inn á þennan markað verðum við að lækka verð frá því sem var. Því má segja að við séum ennþá að borga herkostnaðinn af hval- veiðistefnunni,“ segir Baldvin. óþh Á laugardaginn fór fram viðamikil æfing á vegum Almannavarna á Akureyri. Sett var á svið flugslys og hér má sjá björgunarmenn veita hinum „slösuðu" aðhlynningu. Mynd: KL Sameiginlegur fundur SÍH og SÍR: Ahriftim virðisaukaskatts á upp- hitunarkostnað íbúða skal eytt Hvammstangi: Nóg að gera hjá Meleyri útvega annan. Stöðug atvinna hefur verið fyr- ir starfsfólk Meleyrar og unnið frá kl. 7.00 til 17.00. Einnig er unnið á laugardögum. kj - innQarðarvertíðin hafin Veiði á innfjarðarrækju er nú nýhafin á Húnaflóa. Meleyri á Hvammstanga gerir út þrjá litla báta á þessar veiðar. Hafa þeir komið með 5-6 tonn sam- anlagt eftir daginn. Að sögn Bjarka Tryggvasonar framkvæmdastjóra Meleyrar hafa þeir á Hvammstanga 18% af kvóta þessarar vertíðar sem í allt eru 1300 tonn. Kvóti þeirra er því um 230 tonn. Úthafsrækjuveiðin hefur hins vegar verið frekar dræm. Glaður landaði 16 tonnum síðast, Rósa, sem er frystibátur var með 11 tonn og Gísli með um 6 tonn. Meleyri er nú að hefja skel- veiði á Húnaflóa, samskonar og Blönduósingar. Einn bátur verð- ur gerður út á þessar veiðar til að byrja með en verið er að reyna að um virðisaukaskattinn. Franz Árnason, hitaveitustjóri Hita- veitu Akureyrar, sagði í samtali við Dag að á hinn bóginn hefði fulltrúi fjármálaráðuneytisins ekki haft neitt nýtt fram að færa um áhrif skattsins á upphitunar- kostnað. „Það er með öllu óákveðið hvernig virðisaukaskatturinn kemur á orkusölu og við urðum einskis vísari. í upphaflegri greinargerð með frumvarpinu var gert ráð fyrir að skatturinn yrði reiknaður, settur á blaðið og dreginn frá aftur hjá almennum notendum í íbúðarhúsnæði. Það eru á kreiki ýmsar hugmyndir um það hvernig eigi að gera þetta, en við höfum margsinnis bent á að ef þeir ætla að setja skattinn á og láta hann renna í ríkissjóð þá er um óþolandi mismunun að ræða vegna þess hve orkuverð er misjafnt," sagði Franz. Önnur hugmynd er sú að taka virðisaukaskatt af ölluin notend- um og dreifa honum síðan sem orkujöfnunargjaldi. Franz sagði að menn hefðu líka efasemdir um þessa leið því þegar ríkið eyrna- merkti ákveðna tekjustofna væri sú hætta fyrir hendi að eftir nokk- ur ár kæmi lítið til baka. Af öðrum málum sem rædd voru á þessum fundum má nefna að flutt var erindi um reikn- ingsskil orkuveitna, en ekki hafa verið notaðar sömu aðferðir alls staðar og samanburður milli fyrirtækja því ekki alltaf raun- hæfur. Þá ræddu hitaveitumenn - drætti á útgáfu reglugerðar harðlega mótmælt „Sameiginlegur fundur Sam- Þannig hljóðar ályktun sem bands íslcnskra hitaveitna og stjórnir SÍH og SÍR samþykktu á Sambands íslcnskra rafveitna, sameiginlegum fundi fyrir helg- haldinn 19. og 20. október ina en þar var m.a. töluvert rætt 1989, mótmælir harðlega þeim drætti sem orðinn er á útgáfu reglugerðar um virðisauka- skatt. I greinargerð með frum- varpi til laga um virðisauka- skatt kom skýrt frain að eyða skuli áhrifum skattsins á upp- hitunarkostnaö íbúðarhúsnæð- is. Orkuveitusamböndin telja brýnt að svo verði gert.“ um lekaleit í vatnslögnum í jörð, boranir og gæðaeftirlit, svo eitthvað sé nefnt. SS Samvinna sveitarfélaga við utanverðan EyjaQörð: Jarðgöngin hafa sitt að segja - segir Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði „Ég held að menn séu nokkuð sammála um að ekki komi til sameiningar sveitarfélaganna við utanverðan Eyjafjörð á næstunni. Hins vegar hafa menn mikinn áhuga á frckari samvinnu,“ segir Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafs- firði. Forystumenn fimm sveitar- félaga við utanverðan Eyjafjörð, Dalvíkur, Svarfaðardalshrepps, Ólafsfjarðar, Árskógshrepps og Hríseyjarhrepps, hittust sl. föstu- dag og ræddu frekar möguleika á aukinni samvinnu sín í milli. Eins og fram hefur komið hafa „leiðtogar" sveitarfélaganna rætt þetta mál á fundurn að undan- förnu og eru menn sammála um að í ljósi bættra samgangna og breyttra verkaskipta ríkis og sveitarfélaga um næstu áramót sé rétt að auka enn á samvinnuna. „Sorpmálin hafa til þessa verið efst á baugi í þessu og er hugsan- legt að Hríseyingar komi inn í það dæmi síðar," segir Bjarni. Hann segir að með tilkomu jarðganga í Ólafsfjarðarmúla sjái menn að opnist möguleiki á stór- aukinni samvinnu sveitarfélag- anna við Eyjafjörð. „Menn hafa verið að ræða aukna samvinnu í hafnamálum. Þá er rætt um aukna samvinnu í skólamálum, m.a. við Akureyr- inga. Einnig má nefna ýmsa félagslega og stjórnunarlega þætti." Bjarni segir það vissulega rétt að hrepparígurinn sé fyrir hendi í öllum fimm sveitarfélögunum og sú staðreynd komi ekki síst í veg fyrir sameiningu þeirra. „Það má kannski segja að þetta viðhorf sé áberandi hjá eldri kynslóðinni. Yngri kynslóðin er tvímælalaust opnari fyrir aukinni samvinnu því að hún horfir fyrst og fremst til hagkvæmninnar og ýtir hreppa- rígnum að rniklu leyti til hliðar." „Ég býst við að menn vilji halda mjög stíft í sitt sjálfstæði. Þótt sveitarfélögin hafi ákveðna santvinnu er spurningin hvernig sú samvinna eigi að vera. Hugs- anlega þarf að stofna byggðasam- lag í þessu skyni,“ segir Bjarni Kr. Grímsson. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.