Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 24. október 1989
r
Islenskir dagar hjá KEA:
Metaðsókn síðasta dagimi
- Spaugstofustrákarnir gríðarlega vinsælir
íslenskum dögum hjá KEA
lauk síðastliðinn laugardag
með marvíslegum uppákom-
um. Spaugstofumennirnir Karl
Agúst Úlfsson og Sigurður Sig-
urjónsson gerðu allt vitlaust í
Byggingavörudeild og Hrísa-
lundi, ekki síst þegar Sigurður
brá sér í gervi Kristjáns Ólafs-
sonar neytendafrömuðar. Mik-
Á vegum félagsmálaráðuneyt-
isins og Jafnréttisráðs er kom-
ið út rit sem heitir „Hvernig
næst jafnrétti í atvinnulífinu?“
í því er fjallað um jafnréttis-
áætlanir í stofnunum og fyrir-
tækjum og er markmiðið með
útgáfunni að vekja athygli á
leiðum sem leitt geta til meiri
jöfnuðar með kynjunum.
ill fjöldi áhorfenda var á báð-
um þessum stöðum.
Áskell Þórisson, blaðafulltrúi
KEA, sagði að menn hefðu aldrei
séð jafn mikið af bílum á stæðinu
við Byggingavörudeildina eins og
á laugardaginn og að aldrei hefðu
jafn margir verið á efri hæð húss-
ins í einu. Hann giskaði á að um
I 400 manns hefðu komið til að sjá
en sem dæmi má nefna að árið
1986 voru konur um helmingur
launþega en með aðeins 33%
hlut af heildaratvinnutekjum.
Sífellt fleiri konur sækja sér þá
menntun sem vinnumarkaðurinn
hefur hingað til sóst eftir hjá.sín-
um yfirmönnum en konur eru nú
meira en helmingur nemenda á
framhaldsskólastigi. VG
Spaugstofumennina sprella í
Byggingavörudeildinni.
I Hrísalundi varð sannkallað
öngþveiti þegar Sigurður og Karl
Ágúst komu þangað. Fljótlega
varð fullt út úr dyrum í verslun-
inni og var fólki þá einnig hleypt
inn bakdyramegin. Peir sem ekki
komust inn biðu fyrir utan og
hlustuðu á kappana í gegnum
hátalarakerfi. Að sögn Askels
mættu vel yfir 500 manns á þessa
uppákomu og fór aðsókn fram úr
björtustu vonum á báðum
stöðunum.
Aðspurður sagði Áskell að
íslenskir dagar hjá KEA hefðu
heppnast mjög vel. Fólk hefði
greinilega keypt meira af íslensk-
um vörum en það ætti eftir að
koma í ljós hvort sú söluaukning
myndi vara.
„Fólk virtist átta sig betur á því
en áður hvað mikið er framleitt
hér á landi, t.d. alls konar Ijúf-
meti í matvörugeiranum auk
annarra vöruflokka,“ sagði
Áskell. Hann bætti því við að
lokum að í dag yrði dregið í
getraun sem efnt var til í tilefni
þessara daga en mörg þúsund
manns tóku þátt í henni. SS
Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisráð:
Hvernig næst jafnrétti
í atvinnulífinu?
Bæjarstjórn Siglufjarðar staðfesti álit bæjarráðs og
átelur vinnubrögð Stefáns Einarssonar á Siglunesi:
Einhverjir betri borgarar virðast
hafa áhiif á einstaka bæjarfulltrúa
- er álit Stefáns Einarssonar, sem segist síður en svo hafa gefist upp
Félagsmálráðuneytinu hafa
borist 40 jafnréttisáætlanir en
vorið 1988 samþykkti ríkisstjórn-
in að ráðuneytuin og ríkisstofn-
unum yrði gert skylt að vinna sér-
stakar áætlanir til fjögurra ára
um aðgerðir til að koma á jafnari
stöðu kvenna og karla innan við-
koma'ndi stofnunar. Haldnir voru
fundir með forstöðumönnuin
ráðuneyta og stofnana sem og
fulltrúum sveitarstjórna en þær
eru jafnframt hvattar til áætlun-
argerða um jafnrétti. Eitt sveitar-
félag hefur sent áætlun inn, en
það er Akureyri.
í ritinu kemur m.a. fram að
atvinnuþátttaka íslenskra mæðra,
þ.e. kvenna á barneignaaldri
er um og yfir 90%. Ekki fer að
draga úr þátttöku þeirra fyrr
en þær eru komnar á ömmu- og
langömmualdurinn enda hefur
stór hluti þeirrar kynslóðar fyrst
og fremst sinnt heimilisstörfum.
Á móti kemur sú staðreynd að
konur bíða enn lægri hlut hvað
varðar laun fyrir sambærileg störf
Skelveiöi er nú að hefjast á
Húnaflóa. Þórdís hf. á Blöndu-
ósi, nýja hlutafélagið sem
stofnað var á dögunum, gerir
út bátinn Ingimund gamla í
samvinnu við Særúnu hf. á
þessar veiðar.
Að sögn Kára Snorrasonar
framkvæmdastjóra Særúnar, þá
stóð til að Ingimundur gamli
héldi til veiða í gær, en af því gat
"'ekki orðið og er búist við að hann
fari út í dag eða á morgun. Kvót-
inn á skelinni upp úr Húnaflóa er
um 1000 tonn og mun hann skipt-
ast á milli vinnslustöðva sem
hyggjast vinna aflann. Særún full-
hreinsar skelina og er hún seld á
Bandaríkjamarkað. Kári sagði
að ágætt verð fengist fyrir afurð-
ina um þessar mundir.
Særún hóf að vinna skel árið
„Bæjarráð átelur harðlega þau
vinnubrögð Stefáns Einarsson-
ar að reyna að komast framhjá
skilyrðum bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar um vegarlagningu frá
Ráeyri til Sigluness með því að
leita til samgönguráðherra um
eignarnámsgerð á hendur ann-
arra landeigenda sem hags-
muna eiga að gæta í málinu.“
Svo hljóðar hluti af álýktun
bæjarráðs Siglufjarðar um vegar-
lagningu sem Stefán Einarsson
Nokkrir árekstrar urðu á
Akureyri um helgina en fólk
slapp án teljandi meiðsla. Að
sögn lögreglunnar á Akureyri
eru gatnamót Hörgárbrautar
og Hlíðarbrautar að verða
mjög algengur árekstrastaður
og Ijóst að þar þarf að grípa til
ráðstafana.
Skammt norðan við gatnamót
Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar
er 70 km hámarkshraði allt norð-
ur að Lónsbakka. Lögreglan tel-
hefur lengi barist fyrir. Ályktunin
var borin upp á fundi bæjar-
stjórnar í vikunni og var hún þar
staðfest. Hins vegar var erindi
Stefáns, þar sem hann- óskaði
álits bæjarstjórnar um 4,5 milljón
króna gjaldtöku vegna lagningar
vegar í landi Staðarhóls, ekki
formlega afgreitt.
„Petta mái hefur lengi vérið í
gangi og ég hafði hug á því að
halda friðinn. Þegar sýnt þótti að
ekki var hægt að ræða við þessa
ur að það gæti jafnvel dregið úr
slysahættu á áðurnefndum gatna-
mótum ef skilti sem gefur 50 krn
hámarkshraða til kynna væri fært
norðar, en ökumenn á leið til
bæjarins draga oft seint og illa úr
ferð ökutækisins.
Þá varð ein bílvelta í Eyjafirði
um helgina en ekki urðu slys á
mönnum. Einn ökumaður var
tekinn grunaður um ölvun við
akstur en að öðru leyti var helgin
fremur róleg hjá lögreglunni á
Akureyri. SS
menn varð ég að reyna aðrar
leiðir og því leitaði ég til sam-
gönguráðherra og Vegagerðar
ríkisins,“ sagði Stefán Einarsson,
í samtali við Dag.
„Pað virðast vera einhverjir
betri borgarar sem hafa sterk
áhrif á einstaka bæjarfulltrúa í
bæjarstjórn Siglufjarðar. Þarna
er bæði um að ræða kunningja og
flokkspólitísk tengsl. Ef að menn
leggjast svo lágt að blanda pólitík
í lífshagsmuni annarra, þá þykir
mér pólitík ekki rnikils virði.
Þessi deila snýst auðvitað ekki
lengur um Siglunes heldur miklu
fremur jörðina Staðarhól, sem
Jónas Sigurðsson keypti beinlínis
til að koma í veg fyrir þessa veg-
arlagningu. Hann hefur reyndar
ekkert á móti lagningu vegar en
hins vegar vill hann láta mig
borga fjórar og hálfa milljón fyrir
einn og hálfa’n kílómetra. í votta
viðurvist hef ég boðið 400 þúsund
krónur og hærra fer ég ekki,“
sagði Stefán.
„Bæjarfulltrúar hér eru liprir
Leiðrétting
- myndir víxlast
Myndir víxluðust í Degi föstu-
daginn 20. október. Spurning
vikunnar var hvort flugfélagið
fólk vildi að fengi leyfi til áætlun-
arflugs til Húsavíkur. Við nafn
og svar Jóns Jóhannessonar var
birt mynd af Birni Viðar og við
nafn og svar Björns Viðars var
birt myndin af Jóni Jóhannes-
syni. Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
við að humma hlutina fram af sér
ef um er að ræða viðkvæm mál.
En ég er ekki hættur og er satt að
segja ákaflega lítið fyrir að gefast
upp,“ sagði Stefán ennfremur.
óþh
Útvegsmannafélag
Norðurlands:
Aðalfundur
áKEAá
flmmtudagiim
Útvegsmannafélag Norður-
lands heldur aðalfund sinn á
Hótel KEA næstkomandi
fimmtudag, 26. október, og
hefst fundurinn kl. 13.30.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa verða áhugaverð málefni
rædd. Kristján Ragnarsson, for-
maður Landssambands íslenskra
útvegsmanna, verður á fundinum
og án efa mun hann m.a. ræða
um frumvarp til laga um stjórn
fiskveiða, sem nú þegar hefur
fengið hörð viðbrögð frá; Lands-
sambandi smábátaeigenda. Þetta
mál mun án efa verða ítarlega
rætt á aðalfundinum.
Þá er ætlunin að taka til
umræðu hugmyndir Jóhanns
Antonssonar, viðskiptafræðings
og starfsmanns Atvinnutrygg-
ingasjóðs, um nauðsyn þess að
íslensk fiskiskip landi afla á
fiskmörkuðum hérlendis í stað
þess að selja hann á mörkuðum
erlendis. óþh
Særún Blönduósi:
Skelveiðin að hefjast
- Ingimundur gamli að verða klár
1969, en því var hætt fyrir tveim-
ur árum vegna lélegs verðs á
henni. Núna horfir málið hins
vegar öðruvísi við og sagði Ká
að nienn væru mjög bjartsýnir
framhaldið. I
Hörgárbraut-Hlíðarbraut:
Varhugaverð gatnamót