Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. október 1989 - DAGUR - 3 Húsavík: Tillaga um hraðahindranir - til umræðu í dag í bæjarstjórn Tillaga um uppsetningu hraða- hindrana liggur fyrir fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur sem haldinn er í dag og hefst kl. 16 í Félagsheimilinu. Það er Val- gerður Gunnarsdóttir fulltrúi G-listans sem er flutningsmað- ur tillögunnar. Hún kveður á um að á næstu fjárhagsáætlun verði fjárveiting til þess að setja upp hraðahindranir, strax næsta vor, á helstu umferðar- götur bæjarins. Bendir Val- gerður sérstaklega á Garðars- braut við Kaupfélag og Kjara- bót, Mararbraut, Laugar- brekku, Þverholt og við Barnaskólann. í greinargerð sem tillögunni fylgir segir svo: „Ljóst er að umferðarþungi og hraðakstur honum samfara eykst stöðugt hér í bæ. Ungum ökumönnum fjölg- ar með ári hverju. Ábyrgðar- kennd þeirra sem og annarra ökumanna er misjöfn. Þrátt fyrir góða viðleitni hefur lögreglunni ekki tekist að hamla gegn ógætilegu og oft stórhættu- DAGUR AkurejTi Norðlcnskt dagblað legu aksturslagi á götum bæjar- ins. Má nefna mörg dæmi því til stuðnings. Þetta er þó ekki eins- dærni hér á Húsavík. Víða hafa sveitarfélög brugðist við þessum vanda með því að setja upp hraðahindranir,' ýmist svonefndar öldur eða með því að þrengja götur á ákveðnum svæðum, þannig að aðeins ein bifreið fari þar um í senn. Það er alvarlegt ábyrgðarleysi ef bæjaryfirvöld á Húsavík ætla enn að halda að sér höndum og horfa fram hjá þessum vanda. Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan október 1989. Reynd- ist hún vera 155,5 stig eða 1,2% hærri en í september (júní 1987=100). Þessi vísitala gildir fyrir nóvember 1989. Samsvar- andi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 497 stig. Af hækkun vísitölunnar frá september til október má rekja um 0,1% til 6,4% hækkunar á ákvæðisvinnutöxtum rafvirkja. Af hækkun einstakra efnisliða Kostnaður við slíkar fram- kvæmdir, hvor leiðin sem farin væri, er hjóm miðað við að hér eru mannslíf í liúfi. Reynsla annarra sveitarfélaga, m. a. Dalvíkur, sem er ef eitt- hvað er, snjóþyngra svæði en Húsavík, er sú að hraðahindranir dragi mjög úr hraðakstri og að þær séu ekki til vandræða við snjómokstur." í lok greinar- gerðarinna skorar Valgerður á bæjarfulltrúa að taka á þessum vanda og samþykkja tillöguna. IM ! má nefna að 4,8% verðhækkun innihurða olli um 0,2% hækkun, 4,4% hækkun á gatnagerðar- gjöldum hafði í för með sér um 0,2% hækkun og 8,1% hækkun á eldavélum olli um 0,1% hækkun vísitölunnar. Verðhækkun ýmissa annarra efnisliða hafði í för með sér alls 0;6% hækkun vísitölu byggingarkostnaðar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 24,6%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,0% og samsvarar það 31,2% árshækkun. Vísitala byggingarkostnaðar: Hefur hækkað um 7% síðustu þrjá mánuði - samsvarar 31,2% árshækkun Aðalfundur Aðalfundur Foreldrafélagsins í Glerárskóla verð- ur haldinn fimmtudaginn 26. okt. kl. 20.30 í stofu 16. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Við bjóðum íslenskar úrvalsvörur Bómullar- og ullarpeysur frá Árblik. Angora nærföt frá Fínull. Póstsendum. PflRÍS Leikfangamarkaðurin n Hafnarstræti 96 • Akureyri Sími 27744 , MJOLKURSAMLAG Á nœstu mánuðum kemuPá markað skyr með ýmsum bragðtegundum. Af því tilefni efnir Mjólkursamlag KEA til samkeppni um bragðbestu skyrhrœruna. Reglur samkeppninnar eru eftirfarandi: 1. Allir mega taka þátt í keppninni. 2. Nofa skal nýja. hrœrða skyrið og bragðbœta það með ávöxt- um, þerjum eða hveiju því sem henta þykir. 3. Skýrt og skiimerkilega skal sagt frá innihaldi skyrhrœrunnar og aðferðinni við að þúa hana til. Allt skal vera vegið og moett. Nota skai vog, mœliskeiðar, bollamál eða desilítramál. 4. Uppskriftum skal skila í merkta kassa í Kjörbúðum KEA. Uppskritt skal merkja með dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi, merktu dulnefnL Skilafrestur er til 10. nóvember 1989. 5. Mjólkursamlag KEA áskilur sér rétt til að nota þœr upþskrifttr sem berast í samkeppnina, Nýja, hrœrða skyrið fœst nú einnig í 500 gr. dósum. Hentugt fyrir fjölskyldur og stórhuga skyrgáma. KMFTASAMKEPPNI Veitt verða ein aðalverðlaun og fimm aukaverðlaun. Aðalverðlaun eru <^> • <^> myndarlegur helgarpakki til Reykjavíkur Aukaverðlaun eru vöruúttektir hjá Mjólkursamlagi KEA fyrir 10.000,- krónur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.