Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 24. október 1989 Þriðjudagur 24. október 1989 - DAGUR - 9 íþróttir Handknattleikur/2. deild: Þór sótti 3 stig suður - jafntefli við Selfoss og sigur gegn FH-b „Það er ágætt að koma heim með þrjú stig úr þessari ferð en ég er ekki alls kostar sáttur við leik minna manna í þessum leikjum. Það eru atriði sem ekki voru í lagi, t.d. var varnarleikurinn ekki upp á marga fiska og við þurfum að bæta okkur fyrir næstu leiki,“ sagði Árni Stefánsson þjálfari 2. deildar liðs Þórs í handbolta, eftir tvo leiki liðsins fyrir sunnan um helgina. Liðið gerði jafntefli við Selfoss á laugardag og lagði b lið Gísli bestur - hjá Tindastóli Uppskeruhátíð meistaraflokka karla og kvenna Tindastóls var haldin á laugardagskvöldið síð- asta. Gísli Sigurðsson var kjörinn leikmaður ársins hjá körlunum en Sigrún Snorradóttir hjá konunum. Markahæsti leikmaður Tindastóls og jafnframt annarrar deildar varð Eyjólfur Sverrisson, Ingvar Guð- finnsson hlaut Æfinga og ástundun- arbikarinn, Gunnar Gestsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Ólafur Adolfsson fékk „Rauða spjaldið“. En það er veitt fyrir ein- staklega prúðmannlega framkomu. Þá var Guðbjartur Haraldsson valinn besti leikmaður 2. flokks. Mestar framfarir í meistaraflokki kvenna sýndu þær Selma Reynisdótt- ir og Kristjana Jónasdóttir og sú efni- legasta var valin Heba Guðmunds- dóttir. í framhaldi má geta þess að miklar líkur eru á því að Bjarni Jóhannsson haldi áfram þjálfun íiðsins. Málið var lagt fyrir stjórn knattspyrnudeildar- innar í gær til ákvarðanatöku. kj Gísli Sigurðsson. Staðan 2. deild Haukar 3 3-0-0 81:58 6 Valur-b 3 3-0-0 81:66 6 Fram 3 3-0-0 71:54 6 Þór 3 2-1-0 81:72 5 Ármann 3 1-0-2 72:75 2 Selfoss 3 0-2-1 61:72 2 FH-b 3 1-0-2 57:75 2 ÍBK 3 0-1-2 61:68 1 UBK 3 0-0-3 59:70 0 Njarðvík 3 0-0-3 58:82 0 Önnur úrsiit: Fram-IBK 18:17 FH að velli í Hafnarfiröi á sunnu- dag. Leikurinn gegn Selfossi var nokk- uð jafn og spennandi lengst af en Þórsarar misstu engu af síður unninn leik niður í jafntefli á síðustu mín. leiksins. Þórsarar tóku strax foryst- una í leiknum og leiddu lengst af með tveimur til þremur mörkum. í hálfleik hafði liðið þriggja marka for- ystu, 10:7. Svipaður munur hélst lengst af í síðari hálfleik og þegar tæpar þrjár mín. voru til leiksloka, var staðan 23:20 Þór í vil. Þá fékk liðið dæmt vítakast og hafði alla möguleika á því að gera út um leikinn en mark- vörður Selfoss gerði sér lítið fyrir og varði vítakast Páls Gíslasonar. Síð- ustu mínútur leiksins gerðu Þórsarar sig seka um afdrifarík mistök í sókn- arleiknum, Selfyssingar gengu á lagið, minnkuðu muninn í eitt mark og jöfnuðu síðan úr hraðaupphlaupi 12 sek. fyrir leikslok. Hermann Karlsson markvörður lék best Þórsara í leiknum en einnig áttu þeir Ingólfur Samúelsson, Páll Gíslason, Sigurður Pálsson og Ólaf- ur Hilmarsson ágæta spretti. í liði Selfoss voru þeir Einar Guðmundsson og Einar G. Sigurðs- son langbestir og jafnframt marka- hæstir, með 7 mörk hvor. Mörk Þórs: Páll Gíslason 9, Ólaf- ur Hilmarsson 6, Sigurður Pálsson 3, Ingólfur Samúelsson 3, Hlynur Birg- isson 1 og Sævar Árnason 1. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið, Sævar Árnason Þórsari í fyrri hálfleik og Selfyssingurinn Ein- ar Guðmundsson undir lok leiksins. FH-b-Þór 25:29 Þórsarar náðu strax yfirhöndinni í leiknum gegn FH-b og leiddu leikinn með þetta 2-5 mörkum. í hálfleik hafði liðið þriggja marka forystu, 17:14. Þórsarar höfðu einnig yfir- höndina í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 4 mörk, 29:25. Varnarleikurinn hjá Þórsurum var frekar slakur í leiknum en oft sáust ágætis tilþrif í sókninni. Ingólfur Samúelsson lék best Þórsara, barðist vel og skoraði ágætis mörk. Þá léku þeir Sigurður Pálsson og Ólafur Hilmarsson ágætlega í sókninni. Pálmi Jónsson og Sveinn Bragason voru atkvæðamestir FH-inga, Pálmi skoraði 8 mörk og Sveinn 7. Mörk Þórs: Ólafur Hilmarsson 8, Ingólfur Samúelsson 7, Páll Gíslason 4, Sigurður Pálsson 4, Sævar Árna- son3ogAtliMárRúnarsson3. -KK Ólafur Hilmarsson átti góðan leik með Þór fyrir sunnan og skoraði 14 ur leikjum. mörk í tveim- Mynd: KL Uppskeruhátíð KRA: Þór hlutskarpara sigraði í átta flokkum en KA í sjö Uppskeruhátíð Knattspyrnuráðs Akureyrar var haldin í Dynheim- um á sunnudaginn. Þar voru veitt verðlaun fyrir árangur í einstökum flokkum á þeim mótum sem KRA stóð fyrir í sumar. Þór varð Akur- eyrarmeistari í 8 flokkunt en KA í 7 flokkum. Á hátíðinni var til- kynnt um val á Knattspyrnumanni Akureyrar og það kom víst fæst- um á óvart að Þorvaldur Orlygs- son úr KA var valinn. Marka- kóngur KRA 1989 var Þórður Guðjónsson úr KA og skoraði hann 8 mörk í þremur leikjum. Þegar litið var á árangur allra flokka kom í ljós að Þórsarar höfðu orðið hlutskarpari og hlutu því Sporthúsbikarinn. Þór hlaut 55 stig í 44 leikjum og skoraði 108 mörk. KA hlaut 33 stig eftir jafn marga leiki og skoraði 82 mörk. En lítum þá á árangur í einstökum flokkum: 6. flokkur Þór í þessum flokki var Þór öruggur sig- urvegari. í 6. flokki A sigraði Þór eftir mikla baráttu við KA. Jafnt var í fyrsta leiknum 1:1, Þór vann næsta leik 2:1, KA vann þriðja leikinn með sama mun en Þór tryggði sér titilinn í síðasta leiknum með 2:1 sigri. Þór hlaut því 5 stig og skoraði 5 mörk en KA 3 stig og skoraði 4 mörk. í 6. flokki B vann Þór öruggan sigur. Þeir unnu alla leikina nema einn, sem endaði með jafntefli, og skoruðu 11 mörk. KA skoraði 2 mörk og fékk eitt stig. Þór vann alla leikina í 6. flokki C. Þann fyrsta 6:0, annan 3:2, þann þriðja 3:2, fjórða leikinn 3:2 og þann síðasta 2:1. Sem sagt þrefaldur sigur hjá Þór í 6. flokki. 5. flokkur Þór Þórsarar voru einnig hlutskarpari í 5. flokki. í 5. flokki A sigraði Þór 5:1 í fyrsta leiknum, 4:0 í öðrum, 4:1 í þeim þriðja og innsiglaði svo sigur- inn með 2:0 sigri í síðasta leiknum. Þórsarar unnu einnig keppni B- liða en þar var keppni þó jafnari en hjá A-liðunum. Þór vann fyrsta leik- inn 2:1, KA snéri dæminu við í öðr- um leiknum og sigraði þá 2:1. Þór vann síðan þriðja leikinn 3:2 og tryggði sér svo bikarinn með 1:0 sigri í síðasta leiknum. Mjög jafnt var í keppni C-liða. KA tryggði sér sigur á betra marka- hlutfalli en Þór. Jafnt var í fyrsta leiknum 3:3, KA vann síðan annan leikinn stórt, 7:0 en Þórsarar snéru blaðinu við í þriðja leiknum og unnu hann stórt, 7:2. Síðan var jafnt í síðasta leiknum 1:1 og KA sigraði því á betra markahlutfalli. 4. flokkur KA og Þór KA reyndist hlutskarpara í 4. flokki A. KA vann tvo fyrstu leikina 2:1 og 3:2 og tryggði sér síðan sigur í þess- um flokki með því að gera jafntefli í þriðja leiknum 1:1. Þráttfyrir að Þór ynni stórsigur 8:2 í síðasta leiknum fór titillinn samt til KA. B-lið Þórs hefndi fyrir A-liðið og vann öruggan sigur á KA. Þeir rauð- klæddu unnu alla leikina: 3:0, 3:1, 6:2 ög 3:1. og unnu því 4. flokk B. 3. flokkur KA KA-strákarnir urðu hlutskarpari í 3. flokki. Þeir unnu fyrsta leikinn 8:2, annan leikinn 5:3, en jafnt varð í þriðja leiknum 2:2. Það var því KA sem sigraði í 3. flokki en ekki var leikið í 3. flokki B. KA varð einnig Bikarmeistari KSÍ í 3. flokki á Norðurlandi og afhenti Rafn Hjalta- lín þeim verðlaun fyrir hönd Knatt- spyrnusambandsins. 2. flokkur Þór Hinn sterki 2. flokkur Þórs sigraði í sínum aldursflokki. Þeir unnu félaga sína úr KA í einum leik 3:1 en þessir strákar urðu einnig Bikarmeistarar KRA í 1. flokki en í því móti tóku' þátt auk KA og Þórs, Reynir og Magni. í meistaraflokki karla sigraði KA 4:2. 3. flokkur kvenna KA KA sigraði í flokki A og B liða í 3. flokki kvenna. í flokki A liða vann KA báða leikina; þann fyrri 1:0 og þann síðari 5:1. í flokki B-liða varð jafntefli í fyrri leiknum, 0:0, en KA vann öruggan sigur í þeim síðari 5:1. Það var því KA sem varð Akureyr- armeistari í 3. flokki kvenna. 2. flokkur kvenna KA KA varð einnig hlutskarpari í 2. flokki kvenna. Þar fór einungis einn leikur fram og sigraði KA 2:0 og varð þar með Akureyrarmeistari. í meistaraflokki kvenna sigraði hins vegar Þór örugglega 3:0 og varð Akureyrarmeistari í meistaraflokki kvenna. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Tindastóll klúðraði iinnum leik Hann var stórskemmtilegur leikurinn á Króknum á sunnu- dagskvöldið, þegar Keflvíking- ar sigruðu heimamenn 100:101 eftir framlengdan leik. Jafn- ræði var lengst af með liðunum en mestur var munurinn 12 stig heimamönnum í vil er 7 mín. voru til leiksloka. Keflvíkingar byrjuðu betur og höfðu nokkur stig yfir fram í miðjan hálfleikinn. Þá jöfnuðu heimamenn eftir góðan leikkafla og voru svo ívið sterkari fram að hléi, en þá var staðan 53:48. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá síðari endaði. Stólarnir höfðu nokkur stig fram yfir gest- ina, mest 12 stig er um 7 mín. voru eftir 83:71, en þá kom góður kafli Keflvíkinga, með Guðjón Skúlason í fararbroddi, og þeir minnkuðu muninn í 83:82. Síðan skiptust liðin á að hafa forystu, eitt stig í senn og er 1 mín. og 40 sek. voru eftir var staðan jöfn 89:89. Heimamenn komast yfir en Magnús Guðfinnsson bjargaði gestunum fyrir horn er hann jafn- aði leikinn. Tindastólsmenn fóru í sókn og tóku skot er lítið var eftir en það geigaði.,Keflvíkingar brunuðu fram og til mikils léttis fyrir heimamenn brenndi Nökkvi Jónsson af skoti, naumt þó. Bo Heiden skoraði fyrstu 6 stig framlengingarinnar og breytti stöðunni í 97:91. Þá héldu flestir að sigur væri í höfn en andstæð- ingarnir voru á allt öðru máli. Tvær körfur í röð og munurinn aðeins tvö stig 97:95. En þá koma þrjú stig frá heimamönnum og Björn Sigtryggsson átti ágætan leik með Tindastóli. Þessi föngulegi hópur í 6. flokki Þórs fékk viðurkenningu á uppskeruhát'íð félagsins fyrir skömmu frá Málningar- verksmiðjunni Hörpu og KSI fyrir að hafa tekið þátt í knattþrautakeppni sem fram fór jafnhliða 1. deildarleikjunum í sumar. Þessi hópur varð einnig þrefaldur Akureyrarmeistari í sumar, sigraði í flokki A, B og C liða og fékk viður- kenningu á Uppskeruhátíð KRA nú um helgina. - og tapaði 101:100 fyrir ÍBK staðan 100:95 og aðeins 50 sek. eftir. Á ótrúlegan hátt tókst Stól- unum að klúðra leiknum á síð- ustu sekúndunum. Nökkvi Jóns- son skoraði sigurkörfuna er aðeins 5 sek voru eftir. Sá tími ' var of stuttur fyrir heimamenn og gestirnir hrósuðu sigri 100:101. Eins og áður sagði var leikur- inn skemmtilegur á að horfa og oft sáust góð tilþrif meðal leik- manna. Heimamenn voru þó, þegar á heildina er litið, sterkari og voru óheppnir að tapa leikn- um. Bo Heiden skoraði grimmt undir körfunni nær allan leikinn. En hann var ekki notaður á þeim stað þegar mest á reyndi og var það óneitanlega svolítið skrýtið. Bo var besti maður Tindastóls, ásamt Vali. Sturla átti einnig góðan leik og Björn vex með hverjum leik. Sverrir átti ágæta spretti, en lenti snemma í villu- vandræðum. Guðjón Skúlason var langbest- ur meðal Keflvíkinga og hittni hans hreint ótrúleg á köflum. Nökkvi Jónsson, sem er mikið efni, átti einnig góðan leik en að öðru leyti var liðið jafnt. Mjög mikil breidd er í liðinu og allir leikmennirnir fengu að spreyta sig. Dómarar voru Leifur Garðars- son og Kristinn Albertsson. Sá fyrrnendi dæmdi ágætlega en athyglisvert var hversu mikið ósamræmi var í dómgæslu Kristins. Stig Tindastóls gerðu: Bo 34, Valur 25, Sturla 19, Björn og Sverrir 10 hvor og Pétur 2. Stig ÍBK: Guðjón 37, Nökkvi 19, Falur 12, Magnús 10, Sigurður 7, Kristinn 6, Einar 4 og Ingólfur 2 kj Blak: Óðinn og Völsungur sigruðu á Trimmmóti Trimmmót öldunga í blaki var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Það voru 17 lið sem tóku þátt í mótinu og sigraði Völsungur í kvennaflokki og A-lið Oðins sigraði örugglega í karlaflokki. Völsungur sigraði Víkinga frá Reykjavík í úrslitaleik í kvenna- flokki og A-lið Eikarinnar sigraði B-lið Eikarinnar um leik um 3. og 4. sætið. A-lið Óðins sigraði lið Skautafélagsins í leik um toppsæti og tapaði Óðinn ekki hrinu í keppninni. B-lið Skauta- félagsins sigraði lið UNÞ í leik um 3.-4. sætið. Byrjað var að leika á föstu- dagskvöldi og síðan var leikið þar til seint á laugardeginum. Það var kvennalið Óðins sem sá um mót- ið að þessu sinni og fórst það vel úr hendi. En lítum þá á einstök úrslit í bæði karla og kvenna- flokki. Úrslit í kvennaflokki A-riðill Eik A-Óðinn B 2:0 Rimar-Völsungur 0:2 UNÞ-Óðinn B 0:2 Eik A-Rimar 2:0 UNÞ-Völsungur 0:2 Óðinn B-Rimar 2:0 Eik A-UNÞ 2:0 Óðinn B-Völsungur 0:2 Rimar-UNÞ 2:0 Völsungur-Eik A 2:1 B-riðill: Eik B-Óðinn A 1:2 Krækjur-Völsung. B 1:2 Víkingur-Eik B 2:0 Völsung B-Óðinn A 0:2 Víkingur-Krækjur 2:0 Eik B-Völsungur B 2:0 Óðinn A-Krækjur 2:0 Völsung. B-Víking. 0:2 Krækjur-Eik B " 0:2 Óðinn A-Víkingur 0:2 Úrslit: 3.-4. sætið Eik A-Eik B 2:0 1.-2. sætið Völsung.-Víking. 2:0 Karlar A-riðill: Óðinn A-Skautar B 2:0 Krókur-Skautar B 0:2 Óðinn A-Krókur 2:0 Skautar B-Krókur 2:0 Óðinn A-Skautar B 2:0 B-riðill: Skautar A-Óðinn B 1:2 Óðinn B-UNÞ 1:2 Skautar A-UNÞ 2:0 Óðinn B-UNÞ 1:2 Skautar A-Óðinn B 1:2 UNÞ-Skautar A 2:0 Úrslit: 3.-4. sætið UNÞ-Skautar B 1:2 1.-2. sætið Óðinn A-Skaut. A 2:0 Eyjólfur Sverrisson. Tindastóll og ÍR í kvöld - á Króknum Tindastóll mætir ÍR í Úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld á Sauðárkróki. Tinda- stóll tapaði naumlega fyrir IBK á sunnudaginn en ÍR tap- aði fyrir Þór á sama tíma á Akureyri. Það má því búast við hörkuviðureign á Krókn- um í kvöld. Tindastóll hefur einungis sigr- að í einum leik á íslandsmótinu hingað til og þarf nauðsynlega að fara að hala inn stig ef liðið ætlar sér að komast í úrslitakeppnina í vor. Þess má geta í leiðinni að Eyjólfur Sverrisson leikur með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu skipað leikmönnum yngri en 21 árs gegn V-Þjóðverjum á morgun. Þegar þeim leik er lokið kemur Eyjólfur heim og ætti því að ná næsta leik Tindastóls gegn Grindavík fyrir sunnan á sunnu- daginn. Hér sjást stúlkurnar í Völsungi seni sigruðu á Trimmmótinu um helgina. Mynd: AP Blak: Naumt á Norðfirði - hjá strákunum í KA - stelpurnar unnu örugglega KA lenti í basli með Þrótt á Norðfirði í 1. deildinni í blaki. Strákarnir mörðu sigur 3:2 í oddahrinu en stelpurnar unnu nokkuð öruggan sigur 3:0. Stelpurnar léku fyrst og unnu í þremur hrinum, 15:13, 15:10 og 15:13, og fengu Akureyrarstúlk- urnar að hafa fyrir hlutunum í þeim leik. Strákarnir lentu einnig í kröppum dansi og þurftu að hafa sig alla við að merja sigur í leiknum. Hrinurnar urðu fimm, 10:15, 15:13, 15:13, 13:15 og svo í oddahrinunni 15:13. Nánar verður fjallað um blakið í blað- inu á morgun og þá verður fjallað um væntanlegan Evrópuleik KA í blakinu um aðra helgi. Laugamót í innanhúss- knattspyrnu verður haldið 11 .-13. nóv. Keppt verður með gömlu reglunum (með böttum). Þátttaka skai tilkynnt fyrir 1. nóv. á aðalskrifstofu Laugaskóla, sími 96- 43120 á mánudögum og þriðjudög- um eftir hádegi og miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum fyrir hádegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.