Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 11
 Þriðjudagur 24. október 1989 - DAGUR - 11 Vænn göltur sem veit ekki að hann er svín „Ég cr gjörsamlega miður mín. Aumingja Jeffrey var tekinn frá mér og sendur í sveit þar sem honum líður hörmulega,“ sagði Victoria Herberta þegar besti vinur hennar var tekinn frá henni. Þessi vinur er svín sem veg- ur hátt í 400 kíló og heitir Jeffrey Jerome. Þessi myndarlegi göltur bjó heima hjá Victoriu í Houston. Hún tók hann að sér 1987 er hann var móður- laus grís og þau hafa verið óaðskiljanleg síðan. Ekki væsti um Jeffrey hjá Victoriu. Hann mátti valsa um að vild í 9 herbergja húsinu hennar, hann fékk eigin sundlaug til afnota, hann átti marga mennska vini og fæðið var ekki af lakara taginu: Pizzur, pylsur, pipar- myntur, gosdrykkir og allt sem hann vildi. Hann svaf uppi í rúmi hjá Victoriu á hverri nóttu. Jeffrey gerði ýmis góðverk og tók þátt í söfnunum fyrir heimilislaus börn. Hann var vinur vina sinna og Victoria og Jeffrey kúra saman í garðinum meðan allt lék í lyndi. Jeffrey tekinn frá Victoriu: -J kvikmyndarýni öjUmsjón: Jón Hjaltason afskaplega þrifinn og skapgóður. „Þetta er yndislegur göltur. Hann veit ekki einu sinni að hann er svín. Jeffrey heldur að hann sé maður og hann er skíthræddur við önnur svín,“ sagði Victoria. Vistin í sveitinni leggst afar illa í Jeffrey greyið. Hann hefur lagt af og er kominn niður í 300 kíló. Þá er hann hræddur við önnur dýr, sérstaklega svínin, og eins og gefur að skilja þjáist hann af öryggisleysi. Hann neitar að borða nema þegar Victoria er hjá honum. Og hann kann borðsiði, blessaður gölturinn. Borðar ekki fyrr en honum er sagt að gjöra svo vel og svo þakkar hann alltaf fyrir sig. Victoria hefur reynt allt til að fá borgaryfirvöld í Houston til að breyta ákvörðun sinni og leyfa henni að hafa Jeffrey hjá sér. Hingað til hefur sú barátta ekki borið árangur en Victoria segist ætla að berjast fram í rauðan dauðann. Já, þetta er svínslegt, hreinræktaður skepnuskapur að fara svona með mannleg svín. Til hvers eru vinir? Borgarbíó sýnir: Órjúfanleg vinabönd (Forever Friends) Leikstjóri: Garry Marshall Helstu leikarar: Bette Midlcr og Barbara Hersley. 1988 Touchstone Pictures. Hún ber sannarlega nafn með rentu þessi mynd leikstjórans Garry Marshalls. Á baðströnd- inni er lítil stúlka búin að gleyma nafninu á hótelinu sem hún býr á. í öngum sínum sest hún á gamlar og lúnar timburtröppur. Allt í einu kveður við rödd annarrar lítillar stúlku sem býðst til að fylgja hinni heim á hótelið aftur. Strax þarna í fjörunni eru stúlk- urnar jafnólíkar og hugsast getur. Önnur kemur frá sóma- kæru heimili, faðir hennar er rík- ur og hún býr við allar mögulegar lystisemdir sem peningar fá keypt. Hin, sú undir tröppunum, býr í fátækrahverfi en á'sér draum um að slá í gegn sem söng- kona. Á einni síðdegisstund myndast með stúlkunum óvenju- lega sterk vináttutengsl en það er langt á milli heimkynna þeirra og næstu tuttugu árin eða svo sjá þær ekki hvor aðra en eru þeim ntun duglegri að skrifa. Þar kemur að Hershey gerir uppreisn gegn föður sínum, en hún er þá orðinn lögfræðingur, og flytur inn til Midler. En ein- mitt í viðskiptum þeirra tveggja við aðra, sérstaklega karlmenn, kemur skýrast fram munurinn á persónunum. Hershey vill þókn- ast „og vera góð“, hún lærir lög- fræði vegna þess að faðir hennar vill það, fer í sama skóla og hann og tekur síðan upp störf hjá ætt- arfyrirtækinu. Síðar, þegar hún giftist, leggur hún alla drauma um starfsframa á hilluna og helg- ar sig heimilinu vegna þess að eiginmaðurinn vill það. Midler er allt öðru vísi farið, hún vill ráða og vera miðpunkturinn í'öllu. Móðir hennar gefst upp á ráðríki hennar og síðar eiginmaðurinn einnig. Órjúfanleg vinabönd er engin spennumynd, hún er hugljúf á köflum, manneskjuleg og sorgleg. Heildarupphæö vinninga 21.10 var 5.237.373,- 1 haföi 5 rétta og fær hann kr. 2.237.133,- Bónusvinninginn fengu 6 og fær hver kr. 128.190.- Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 6.039.- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 327.- Sölustaðir loka 15 minútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 1 Reykingar á . meðgöngu j ógna heil- brigði móður og barns. LANDLÆKNIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.