Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 24. október 1989 Húsnæðismálin: Húsbréfakerfi hleypt af stokkunum i nnan þriggja vikna - fyrstu viðskipti í nýja kerfinu geta farið fram í jólamánuðinum Að rúmum þremur vikum liðn- um taka gildi lög um húsbréfa- viðskipti sem samþykkt voru á síðastliðnu þingi. Þessa dagana er að Ijúka störfum nefnd um framkvæmd laganna en hún hefur á síðustu vikum og mán- uðum samið drög að reglugerð um húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar og húsbréfavið- skipti. I nefndinni eiga sæti fulltrúar frá hinum ýmsu aðil- um er hlut eiga að máli og nú fyrir helgina var byrjað að kynna reglugerðardrögin. Félag fasteignasala fundaði síðastliðið miðvikudagskvöld og þar voru litlar athugasemdir gerðar við reglugerðardrögin Almennt ríkti bjartsýni meðal fasteignasala með framkvæmd kerfisins. Stóra spurningin er hins vegar hver viðbrögð almennings verða við kerfinu. Hvernig vinnur kerfið? Vert er að rifja upp hvernig við- skipti í húsbréfakerfinu ganga fyrir sig. Þeim má skipta í 10 eftirfarandi þætti. 1. Væntanlegur íbúðarkaup- andi fær greiðslugetu sína metna svo og greiðslubyrði vegna fyrir- hugaðra íbúðarkaupa. Til að unnt sé að meta greiðslugetu þarf íbúðarkaupandinn að leggja fram staðfest afrit af síðustu skatta- skýrslu, afrit af launaseðlum og afrit af síðustu greiðslukvittun allra skulda. íbúðarkaupandinn gerir grein fyrir hve dýra íbúð hann hefur í hyggju að kaupa. Húsbréfadeild Húsnæðisstofnun- ar getur samið við banka, spari- sjóði, aðrar fjármálastofnanir og löggilta fasteignasala um að sjá um ofangreint mat en íbúðar- kaupandanum verður tilkynnt bréflega um mat á greiðslugetu hans. 2. Væntanlegur íbúðarkaup- andi skoðar mögulegar íbúður m.t.t. mats á greiðslugetu. Þegar hann hefur fundið þá íbúð sem hann hefur hug á að kaupa gerir hann eiganda hennar kauptilboð. Þegar aðilar hafa komið sér sam- an um verð, samþykkir eigandinn kauptilboðið með fyrirvara um skuldabréfaskipti við húsbréfa- deildina. Allt að 65% af kaup- verði íbúðarinnar getur verið fasteignaveðbréf sem íbúðar- kaupandinn gefur út og íbúðar- seljandinn getur fengið skipt fyrir húsbréf. Athuga ber þó að fjár- hæðin má ekki vera hærri en 8 millj. króna. Þessi hámarksfjár- hæð breytist ársfjórðungslega samkvæmt byggingavísitölu mið- að við ofnanefndan grunn. Fasteignaveðbréf hverra íbúð- arkaupa geta verið tvö þegar selj- andi íbúðar þarf að aflétta áhvíl- andi veðskuldum sem kaupandi yfirtekur ekki. Við undirskrift kaupsamnings er gefið úr frum- fasteignaveðbréf en viðaukafast- eignaveðbréf þegar seljandi hef- ur Iokið aflýsingu að fullu. Samanlögð fjárhæð frumfast- eignaveðbréfsins og viðaukafast- eignaveðbréfsins skal rúmast inn- an 65% af matsverði íbúðarinnar eins og það er á kaupsamningi. 3. íbúðarkaupandinn leitar eftir mati húsbréfadeildarinnar á þeirri íbúð sem hann hyggst kaupa og fer unt leið fram á að húsbréfum verði skipt fyrir fast- eignaveðbréf sem kveðið er á um í kauptilboði hans. Til að unnt sé að gera þetta mat á veðhæfni íbúðar þarf kaupandinn að leggja fram veðbókarvottorð, bruna- bótamat og kauptilboð sem sam- þykkt er af væntanlegum íbúðar- seljanda með fyrirvara um skulda- bréfaskipti við húsbréfadeildina. í kauptilboðinu þurfa að koma fram upplýsingar um áhvílandi uppfærð lán ásamt lánskjörum. Einnig þarf að fylgja yfirlýsing húsfélags og áður fengið mat á greiðslugetu. 4. Húsbréfadeildin metur matsveð íbúðarinnar og athugar greiðslugetu væntanlegs íbúðar- kaupanda m.t.t. kauptilboðs hans. Samþykki húsbréfadeildin íbúðarkaupin, útfyllir hún fast- eignaveðbréfið á nafn seljanda og sendir íbúðarkaupandanum. Húsbréfadeildin getur falið sérstökum trúnaðarmönnum að annast mat á matsverði íbúðar. Deildin getur einnig falið bönkum, sparisjóðum, öðrum fjármálastofnunum eða löggiltum fasteignasölum að útfylla fast- eignaveðbréfið og afhenda það væntanlegum íbúðarkaupanda. 5. Ibúðarkaupandinn og íbúð- arseljandinn gera með sér kaup- samning þar sem fram kemur að kaupandinn ætlar að greiða selj- andanum allt að 65% af mats- verði íbúðarinnar með húsbréf- um. A sama tíma gefur íbúðar- kaupandinn út fasteignaveðbréf- ið og afhendir íbúaðarseljandan- um. 6. íbúðarkaupandinn lætur þinglýsa kaupsamningnum og kemur afriti til íbúðarseljandans. 7. íbúðarseljandinn lætur þinglýsa fasteignaveðbréfinu. 8. íbúðarseljandinn kemur þinglýstu fasteignaveðbréfinu og afriti af þinglýstum kaupsamningi til húsbréfadeildarinnar eða ann- arra aðila sem hún vísar til. Hús- bréfadeildin afhendir húsbréf, á nafni seljanda í skiptum fyrir fasteignaveðbréfið. 9. Sé gefið út viðaukafast- eignabréf skal seljandi koma því þinglýstu til húsbréfadeildarinnar innan 60 daga frá útgáfudegi þess þó eigi síðar en ári ásamt nýju veðbókarvottorði. Húsbréfa- deildin afhendir húsbréf á nafni seljandans í skiptum fyrir við- aukafasteignaveðbréfið. Höfuð- stóll viðaukafasteignaveðbréfsins uppfærist ekki frá kaupsaningi til útgáfudags þess. 10. íbúðarseljandi sem tekið hefur við húsbréfum getur látið þau ganga áfram til næstu íbúðar- kaupa, átt þau áfram eða selt þau á markaði. Vextir hús- og fasteignaveðbréfa Hér að framan hefur verið rakið hvernig viðskipti í húsbréfakerf- inu ganga fyrir sig. Fyrst um sinn verður aðeins hægt að fara inn í húsbréfakerfið vegna viðskipta með eldra húsnæði og hafa þeir forgang sem sótt hafa um lán frá Húsnæðisstofnun fyrir 15. mars sl. Eftir 15. maí nk. verður kerfið opnað almenningi. En spurning- ar almennings hafa einnig snúist um vexti hús- og fasteignaveð- bréfanna. Reglugerðardrögin kveða á um að húsbréf verði gefin út í flokk- um og öll bréf í sömu flokkum beri sömu fjárhæð og lánskjör. Vextir húsbréfa í hverjum flokki skulu vera óbreytanlegir allan lánstímann. Húsbréfadeildin ger- ir tillögu til félagsmálaráðherra um m.a. vexti, verðtryggingaskil- mála, endurgreiðslur og lánstíma í hverjum húsbréfaflokki. Ríkis- stjórnin tekur ákvörðun um slík atriði og mun félagsmálaráðherra síðan birta reglugerð fyrir hvern húsbréfaflokk. Fasteignaveðbréfin skulu vera verðtryggð með lánskjaravísitölu sem Seðlabankinn auglýsir. Vextir fasteignaveðbréfs skulu vera óbreytanlegir allan lánstím- ann, þ.e. 25 ár. Fasteignaveð- bréfið skal endurgreiðast með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana, að viðbættum verð- bótum samkvæmt lánskjaravísi- tölu. Lottó-hugtakið í umræðunni um húsbréfakerfið hefur nokkuð verið rætt um „lottóútdráttinn“, sem sumir vilja nefna svo. Það sem átt er við í þessu sambandi er að húsbréfa- deildin innheimtir afborganir, vexti og verðbætur af fasteigna- veðbréfum og ráðstafar því fé sem þannig innheimtist til endur- greiðslu húsbréfa með útdrætti eftir hlutkesti. Útdrátturinn fer þannig fram að á hverjum gjald- daga húsbréfa endurgreiðist af hlutaðeigandi húsbréfaflokki því sem næst er svarar til endur- greiðslu jafngreiðsluláns með þeim vöxtum sem um flokkinn gilda, lánstíma sem eftir er og eftirstöðvum. Gjalddagar útdreg- inna húsbréfa eru fjórum sinnum á ári og verða niðurstöður úr hverjum útdrætti birtar a.m.k. tveimur mánuðum fyrir gjald- daga. Ahrif á fasteigna- og fjármagnsmarkað Ein af stóru spurningunum um húsbréfakerfið er sú hver áhrif það kunni að hafa á fasteigna- og fjármagnsmarkað. Sérfræðinga- nefnd sem skipuð var af ríkis- stjórninni fjallaði síðastliðinn vet- ur um þessi mál og komst að þeirri niðurstöðu að áhrifin á fasteignamarkað gætu orðið jákvæð. Kerfið gæti dregið úr verðsveiflum og einfaldað veru- lega fjármögnun fasteignavið- skipta'. „Húsbréfakerfið mun að líkindum auka innri fjármögnun við fasteignaviðskipti og upptaka þess og afnám núverandi kerfis ætti því að eyða þeirri offjár- mögnun sem felst í núverandi lánakerfi," sagði í áliti sér- fræðinganna. Hvað fjármagnsmarkaðinn varðar telja sérfræðingar að hús- bréfakerfið leiði til lækkunar vaxta. Það gerist með minni umsvifum núverandi kerfis sem losar um ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna. Tryggja verði að mark- aður fyrir húsbréf verði virkur þannig að ekki skapist tregða við sölu húsbréfanna. Erfiðast er þó að meta hver viðbrögð húsbréfakerfið fær hjá almenningi. Góð viðbrögð er forsenda fyrir því að öflugt hus- bréfakerfi komist af stað. Þar veltur mikið á kynningarþættin- um en ljóst er að tíminn til að kynna almenningi þetta kerfi er orðinn mjög naumur. JÓH „Jákvæðast að ná púlsinum á við- sláptunum þegar þau eiga sér stað“ - segir Grétar Guðmundsson hjá Húsnæðisstofnun ríkisins „Eitt er alveg grundvallar- atriði í sambandi við hús- bréfakerfið og það er að eng- in viðskipti munu eiga sér stað nema að dæmið hafi ver- ið skoðað ofan í kjölinn áður. Þetta er það sem er hvað jákvæðast við þetta kerfi. Við erum með þessu komin með púlsinn á kaupin á hverri íbúð þegar þau eiga sér stað og ætti það að koma í veg fyr- ir greiðsluerfiðleika,“ segir Grétar Guðmundsson, for- stöðumaður Ráðgjafastöðvar Iiúsnæðisstofnunar og einn nefndarmanna í fram- kvæmdanefnd um lög um húsbréf- og húsbréfavið- skipti. „Hvað þá varðar sem nú eru í biðröðinni hjá Húsnæðisstofn- un þá er ljóst að það verður enginn neyddur til að fara í hús- bréfakerfið á meðan núverandi kerfi er í gangi samhliða nýja kerfinu. Við vitum ekkert hvort eða hvenær núverandi kerfi vcrður lagt niður en það sem við munum útskýra fyrir fólki eftir 15. nóvember eru þessir tveir kostir sem fyrir hendi eru, annars vegar húsbréfakerfið og hins vegar gamla kerfið. í báð- um kerfum þarf fólk að eiga fjármagn en skammtímalánin fyrir flesta eru líklega hærri í núverandi kerfi cn þau koma til með að verða í húsbréfakerf- inu.“ Aðspurður um vaxtabætur í húsbréfakerfinu segir Grétar að þær verði í þremur þrepum, að hámarki 100 þús. kr. fyrir ein- stakling, 130 þúsund kr. fyrir einstæða foreldra og 160 þús. kr. fyrir hjón. Þessar vaxtabóta- greiðslur taka mið af eignum og tekjum. Grétar segir að vonir standi til að afgreiðsla hjá húsbréfa- deildinni taki innan viö hálfan mánuð. „Reyndar er í lögunum gert ráð fyrir að aðrir aðilar en Húsnæðisstofnun geti sinnt þessu hlutverki og þar er átt við banka, sparisjóði, löggilta fast- eignasala og aðrar fjármála- stofnanir. Stefnan er því sú að þannig verði útibúskerfi til um allt land eins fljótt og hægt er.“ „Við erum með starfi nefndar- innar að reyna að koma í veg fyrir alla vankanta á þessu kerfi og það er mín von að okkur hafi tekist að komast fyrir þá flesta. Kerfið fer í gang um miðjan nóvember og fyrstu viðskipti gætu því farið fram þegar nær dregur jólum. í gegnum árin hefur það verið svo aö viðskipti mcð fasteignir hafa verið róleg á þeim tíma og við vonum að svo verði einnig nú þannig að kerfið fari rólega í gang. Þess vegna er ekki hægt að nefna neinar kostnaðartölur í sam- bandi við húsbtéfakerfið á þessu ári. Það sér einfaldlega enginn fyrir nú.“ „Aðalatriðið er að okkur tak- ist að kynna kerfið vel, takist það erum við ekki í vafa um að þetta mun allt ganga. Breyting- in er mest hvað varðar útborgun í íbúðum sem í dag er komin út í tóma vitleysu, bæði í Reykja- vfk og líka t.d. á Akureyri. Selj- endur íbúða ættu að taka þessu fagnandi því með þessu fá þeir inikið af verði íbúða sinna greitt rneð ríkisábyrgð á skömmum tíma. Þetta kerfi hefur alla burði til aö vera öllum í hag,“ segir Grétar Guðmundsson. JÓH Reglugerðardrögin kveða á um að húsbréf verði gefin út í flokkum og öll bréf í sömu flokkum beri sömu fjárhæð og Iánskjör. Vextir húsbréfa í hverjum flokki skulu vera óbreytanlegir allan lánstímann. íbúðarkaupandinn leitar eftir mati húsbréfa- deildarinnar á þeirri íbúð sem hann hyggst kaupa og fer um leið fram á að húsbréfum verði skipt fyrir fasteignaveðbréf sem kveðið er á um í kauptilboði hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.