Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 24.10.1989, Blaðsíða 16
oAsm Akureyri, þriðjudagur 24. október 1989 DaLcrblaðið ét lanclsh>ycycjðinni Áskriftarsíminn er 96-24222 Sauðárkrókur Húsavík 95-35960 96-41585 ' ÍM®®SE Vikulega að sunnan. Vörumóttaka í Reykjavík til kl. 16:00 á mánudögum. Vörumóttaka á Akureyri til kl. 12:00 á fimmtudögum. Allar nánari upplýsingar hjá EIMSKIP Akureyri, sími 24131. EIMSKIP Almennur hreppsfundur í Presthólahreppi: „Mönnum finnst skrítið að úrelda ágætis sláturhús“ - segir Sigurður Árnason, bóndi Hjarðarási Fjölmennur almennur hrepps- fundur á Kópaskeri 19. októ- ber sl. mótmælir þeim hug- myndum sem fram hafa komið um úreldingu sláturhússins á Kópaskeri. I ályktun fundarins sem send var landbúnaðarráð- herra segir orðrétt: „Fundur- inn bendir á álit sláturhúsa- nefndar skipaðri af landbúnað- arráðherra 1987, en þar segir m.a.: „Sláturhúsið á Kópa- skeri er nýlega endurbætt og ekki gert ráð fyrir að þar þurfí frekari fjárfestingar á komandi árum... Nýtingu mætti auka með því að flytja þangað slátr- un frá Þórshöfn og Vopnafirði, en á þeim stöðum báðum eru léleg sláturhús á undanþágu.“ Fundinn sóttu um 80 manns og segir Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri Presthólahrepps, að einhugur hafi ríkt meðal fund- armanna. Á fundinum var samþykkt önnur svohljóðandi ályktun: „Almennur hreppsfundur hald- inn á Kópaskeri 19. október 1989 skorar á búnaðarfélögin í Norð- ur-Þingeyjarsýslu að kalla til sameiginlegs fundar nú þegar um framtíð slátrunar í sýslunni.“ „Mönnum finnst skrítið að úrelda ágætis sláturhús á Kópa- skeri og byggja upp nýtt hús á öðrum stað. Ætli megi ekki segja að það sé málið í hnotskurn," segir Sigurður Árnason, bóndi Hjarðarási í Presthólahreppi. Hann segir að atvinnumálin standi mjög höllum fæti á Kópa- skeri og nágrenni og það hafi ýtt undir samþykkt áðurgreindrar ályktunar. „Eg á frekar von á að erfitt reynist að ná samstöðu hér á Norðausturhorninu um fyrir- komulag slátrunar í framtíðinni. Hér er um ræða byggðapólitískt mál og atvinnuástandið hér hefur sitt að segja með okkar afstöðu," segir Sigurður. óþh x Veðrið á Norðurlandi: Éljagangur framundan í gærmorgun var éljagangur í Grímsey og á annesjum norðanlands og benti það til þess að vetur væri nú genginn í garð. Hjá Veðurstofu Islands fengust þær upplýsingar í gær að skil væru á leið austur yfir land og fylgdi þeim éljagangur á annesjum. í gærkvöld var hins vegar von á nýrri lægð til landsins með suð- vestanátt og hlýrra veðri. Á morgun er síðan búist við norðanátt og býst Veðurstofan við einhverjum éljum á Norður- landi á miðvikudag og fimmtu- dag, sérstaklega þó á annesjum. Pað er því full ástæða til að minna ökumenn á að setja vetrarhjólbarða undir bílinn enda kominn vetur samkvæmt almanakinu. SS - segir Ungfrú Dalvík 1989 „Þetta er alveg rosaleg tilfinning. Ég er varla búin að átta mig á þessu enn,“ sagði Árndís Guðný Grétarsdóttir, skömmu eftir að hún var valin Ungfrú Dalvík 1989. Kjör á Ungfrú Dalvík 1989 fór fram í Víkurröst á Dalvík sl. laugardagskvöld og var „umgjörð“ þess allt hið glæsilegasta. „Ég get ekki neitað því að ég var rosa- lega stressuð. Ég var nærri dottin í stiganum þegar ég gekk fyrst fram í salinn. Því verður ekki neitað að það er erfitt að koma fram í svona keppni, ekki síst þegar allir í salnum þekkja mann,“ sagði nýkjörin Ungfrú Dalvík 1989, Árndís Guðný Grétarsdótt- ir. Á myndinni sést er Sigríður Haraldsdóttir, sem sæti átti í sex manna dómnefnd, krýnir Ungfrú Dalvík. Sjá myndir frá keppn- inni á bls. 4. Texti og mynd: óþh Aðalfundur Félags ferðaþjónustu bænda: Syðri-Hagi verðlaunaður - fólk ánægt með Félag ferðaþjónustubænda hélt aðalfund sinn um helgina á ferðaþjónustubænum Efsta- landi í Olfusi. Fundurinn stóð frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds og mættu á fundinn um 40-50 manns. Á fundinum var í fyrsta sinn veitt viðurkenning fyrir góða ferða- þjónustu og hlutu hjónin Ármann Rögnvaldsson og Ulla Maja Rögnvaldsson í Syðri- Haga á Árskógsströnd hana að þessu sinni. Hjónin í Syðri-Haga hafa nú í nokkur ár verið með í ferðaþjón- ustu bænda. Þau hafa meðal ann- ars byggt upp gamalt hús fyrir gistinguna og hafa þau nú tvö hús fyrir gistinguna. Að auki eru þau með heimagistingu og bjóða ferðafólki upp á ýmsa aðra þjón- ustu. Að sögn Margrétar Jóhannsdóttur, hjá Félagi ferða- þjónustubænda, réðu umsagnir gesta á Syðri-Haga nokkru um þessa verðlaunaveitingu. „Fjöl- útkomuna í sumar margir gestir hafa haft samband við okkur og lýst sérstakri ánægju með þennan bæ,“ segir Margrét. Margrét segir að á aðalfundin- um hafi skýrt komið fram að ferðaþjónusta bænda hafi nú skapað sér fastan sess í þjónustu við ferðafólk hér á landi. Hvað varði verkefnin sem unnið sé að þessa dagana þá fari nú fram flokkun á gististöðum í ferða- þjónustu bænda. „Hvað nýliðið sumar varðar þá var fólk mjög ánægt með útkom- una. Nýtingartölur höfum við ekki enn fengið í hendur en mér er óhætt að fullyrða að þetta hafi verið eitt af betri sumrum sem komið hafa með tilliti til nýting- ar,“ segir Margrét. í nýrri skrá sem tekin hefur verið saman um ferðaþjónustu bænda eru 111 bæir skráðir í Félagi ferðaþjónustubænda. í einu er áætlað að ferðaþjónusta bænda geti tekið á móti um 2000 manns. JÓH AAKUREYRI ALLA FIMMTUDAGAI „Þetta er rosaleg tilfmnmg“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.