Dagur - 21.11.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 21.11.1989, Blaðsíða 3
r*t i a r-% Þriðjudagur 21. nóvember 1989 - DAGUR - 3 -i fréftir Nýju tekjustofnalögin taka gildi um áramót: Breytingar á álagningargnindvelli fasteignaskatta Fjórðungssamband Norðlend- inga sendi sveitarstjórnum á Norðurlandi bréf fyrir nokkru vegna breytinga á álagningar- grundvelli fasteignaskatta, en um næstu áramót ganga í gildi ný lög um tekjustofna sveitar- félaga sem hafa í för með sér breytingar á grundvelli skattsins. í 3. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 91/1989 segir svo um fasteignaskatt: „Stofn til álagningar skattsins á hús og mannvirki skal vera afskrifað endurstofnverð þeirra margfald- að með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík samkvæmt matsregl- um Fasteignamats ríkisins. Stofn til álagningar fasteignaskatts á aðrar fasteignir skal vera markaðs- verð þeirra.“ í fyrrgreindu bréfi sem Árni Bjarnason ritaði fyrir hönd Fjórðungssambandsins segir: „Þetta þýðir að stofn til álagning- ar fasteignaskatts á hús og mann- virki verður sá sami um allt land, þ.e. fasteignamat hússins eða mannvirkisins eins og það væri staðsett í Reykjavík. Gjaldstofn fasteignaskatts annarra eigna, þ.e. landa, ræktunarhlunninda og lóða fylgir fasteignamati. Gjaldstofn fasteignaskatts á hús ásamt tilheyrandi lóðarhluta er þessi nýi álagningarstofn íbúð- arinnar, að viðbættu fasteigna- mati lóðarhlutans. Á bújörðum er gjaldstofn fast- eignaskatts hinn nýi álagningar- stofn húsa, þ.m.t. útihúsa. Við það bættist fasteignamat lands, ræktunar og hlunninda. Ákvörðun um álagningar- Flúormengun í umhverfi álversins í Straumsvík árið 1988: Reyndist óvenju nnkil og með því mesta sem hefur mælst þar - mikil breyting til batnaðar hefur orðið á framkvæmd mengunarvarna á árinu 1989 Iðnaðarráðuneytinu hefur öor- hreinsitækja hafi gengið erfið- ist árleg skýrsla frá Flúornefnd Iega. um niðurstöður rannsókna á Mikil breyting til hins betra flúormengun í umhverfi álvers- ins í Straumsvík, fyrir árið 1988. í Ijós kom að flúormeng- un frá álverinu reyndist óvenju mikil í fyrra og með því mesta, sem hefur mælst þar. Slík frávik má að jafnaði rekja til vandamála í rekstri og fram- leiðslu fyrirtækisins, enda viður- kennt að þannig hafi verið háttað fram eftir ári 1988. Meðal atriða sem koma til greina í þessu sam- bandi er að rafskaut sem notuð voru hafi ekki verið nægjanlega góð, að gerð og gæslu á kerjalok- um, sem eiga að varna mengun, hafi verið ábótavant og rekstur hefur orðið á framkvæmd meng- unarvarna á árinu 1989 en við- ræður áttu sér stað milli iðnaðar- ráðherra og forráðamanna ÍSAL þegar um veturinn 1988, um nauðsynlegar úrbætur. í j>eim viðræðum kom fram að ISAL hefur ákveðið að verja á þessu ári og næstu árum, verulegum fjár- munum í búnað til að draga úr mengun frá álverinu í Straums- vík. Á fundi með aðalforstjóra Alusuisse, hinn 1. þ.m., ræddi iðnaðarráðherra sérstaklega um mengun frá Álverinu í Straums- vfk og nauðsyn þess að koma í veg fyrir að atburðir fyrri hluta árs 1988 endurtaki sig. Af hálfu Einföldun á gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar: Fastagjald eftir mæla- stærð í stað aflgjalds Frá og með næstu áramótum verður sölufyrirkomulagi Hita- veitu Akureyrar breytt þannig að í stað orkugjalds og aflgjalds, sem nú er innhcimt, kemur orkugjald og fastagjald eftir mælastærð. Breyting þessi var samþykkt á fundi Stjórnar veitustofnana 8. nóvember. í bókun segir að til- lagan miðist við að einfalda gjaldskrá Flitaveitunnar, en gert er ráð fyrir að heildartekjur hennar verði þær sömu eftir breytinguna og fyrir. Launavísitalan: Hækkar um 0,2% á milli mánaða Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu fyrir nóvembermánuð 1989, miðað við meðallaun í október. Er vísitalan 110,3 stig eða 0,2% hærri en vísitala fyrra mánaðar. Samsvarandi launavísitala til greiðslujöfnunar fasteignaveð- lána tekur sömu hækkun og er því 2.414 stig í desembermánuði. Eftir breytinguna verður fasta- gjald mæla sem hér segir á ári: 15 mm kr. 6.720.-, 20 mm kr. 16.368.-, 25 mm kr. 32.736.-, 32 mm kr. 65.472.-, 40 mm kr. 130.944,- og af 50 mm og stærri mælum greiðast árlega kr. 261.888.- Sigurður J. Sigurðsson, for- maður Stjórnar veitustofnana, segir að breyting þessi þýði að gjaldskrá H.A. verði eftirleiðis aðeins miðuð við orkusölu eftir mæli og mælagjald, í stað viðmið- unar við afl. Hér væri verið að taka upp sama fyrirkomulag og tíðkaðist hjá Hitaveitu Reykja- víkur, sem væri jafnframt algeng- asta sölufyrirkomulag hitaveitna í landinu. „Við teljum að verið sé að gera þessi mál einfaldari í framkvæmd og hagkvæmari fyrir notendur. Þetta á ekki að hafa í för með sér hækkun á rekstrargjöldum og er reiknað með nákvæmlega sömu tekjum fyrir og eftir breytingu. Við drögum hins vegar úr rekstr- arútgjöldum hitaveitunnar því hætt verður að setja upp hemla. Verðmæti þess búnaðar er mjög mikill en kostnaður vegna við- halds hemlanna er hár. Þetta er því sparnaðarskref í rekstri en framfaraskref í þjónustu," segir Sigurður. EHB Alusuisse var ítrekað að fram- kvæmdaáætlun um mengunar- varnir væri fylgt fast eftir. Formlegar viðræður fara nú fram milli fulltrúa iðnaðarráðu- neytisins, heilbrigðisráðuneytis- ins, Hafnafjarðarbæjar og Holl- ustuverndar annars vegar og full- trúa ÍSAL hins vegar, til þess að komast að samkomulagi um ásættanleg mengunarmörk og aðgerðir til að tryggja að þeim verði náð. prósentu er breytt, þannig að hún er allt að 0,5% í lægri flokknum og allt að 1% í hærri flokknum. Sveitarstjórnum er .þó heimilt að hækka þessa hundraðshluta álagningar um allt að 25%. Sam- kvæmt þessu getur álagningar- prósenta fasteignaskattsins verið 0 til 0,625% í lægri flokknum og 0 til 1,25% í þeim hærri. í drögum að reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, um tekjujöfnunarframlög, er gert ráð fyrir að sveitarfélög þurfi að nýta heimildir til álagningar aðstöðugjalda og fasteignaskatta án álags samanlagt a.m.k. 80% og fullnýta heimild til álagningar útsvars, sem er 7,5% án álags. Hafi sveitarfélag ekki nýtt tekju- stofna sína samkvæmt þessu, skal draga frá reiknuðu tekjujöfnun- arframlagi fjárhæð sem nemur tvöföldum mismun álagðra skatt- tekna og þeirra skatttekna sem álagðir hefðu verið miðað við nýtingu tekjustofna, sbr. hér að ofan. Undanþágum frá fasteignaskatti fækkar og eru t.d. félagsheimili, samkomuhús, orlofsheimili laun- þegasamtaka og stúdenta- og hjónagarðar ekki lengur undan- þegin fasteignaskatti. Engar breytingar hafa enn ver- ið gerðar á reglugerðum um vatnsskatt og holræsagjald, og fer því álagning þeirra nú fram á sama hátt og verið gefur.“ EHB Nú er lag aö leggja sig 10-15% afsláttur á öllum rúmdýnum og svampvörum. Sauma yfir dýnur og púða, úrval áklæða. Sendi í póstkröfu. Svampur og bólstrun Austursíðu 2 • Sími 96-25137. ALLA FIMMTUDAGA! Vikulega að sunnan. Vörumóttaka í Reykjavík til kl. 16:00 á mánudögum. Vörumóttaka á Akureyri til kl. 12:00 á fimmtudögum. Allar nánari upplýsingar hjá EIMSKIP Akureyri, sími24131. EIMSKIP *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.