Dagur - 21.11.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 21. nóvember 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNPSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Samningstregða
Sovétmanna
Sú töf, sem orðið hefur á því að sjávarútvegsráð-
herra Sovétríkjanna staðfesti samninginn um kaup
sovéskra innflytjenda á íslenskri saltsíld, hefur þeg-
ar valdið íslenskum síldarsaltendum verulegu tjóni.
Senn eru þrjár vikur liðnar frá því samkomulag náð-
ist milli samningamanna Síldarútvegsnefndar og
sovéskra innflytjenda og í framhaldi af því réðu
flestar síldarsöltunarstöðvarnar til sín fólk til að
vinna upp í samninginn. Þetta fólk hefur að mestu
verið aðgerðalaust eða -lítið síðan, því sem fyrr seg-
ir er samningurinn einskis virði uns hann hefur
hlotið staðfestingu sovéskra yfirvalda. Biðin eftir
staðfestingu samningsins hefur af þessum sökum
þegar reynst síldarsaltendum dýr, því þeir hafa að
sjálfsögðu þurft að greiða starfsfólkinu laun í
aðgerðaleysinu á biðtímanum.
Nýjustu fregnir herma að Sovétmenn vilji lægra
verð en kveðið var á um í fyrrnefndu samkomulagi.
Síldarsaltendur segja á móti að svigrúm til verð-
lækkana sé ekkert, þar sem hugsanlegur ágóði af
síldarsölunni sé þegar glataður vegna þeirra tafa
sem orðið hafa. Á þessari stundu er ógerlegt að
segja til um lyktir þessa máls. Svo gæti jafnvel farið
að ekkert verði af samningum um síldarkaup
Sovétmanna í ár.
Sú staða sem upp er komin í þessu máli er ekki ný
af nálinni. Það er nánast regla en ekki undantekn-
ing að erfiðlega gangi að semja við Sovétmenn um
síldarkaup. Á hverju hausti hafa síldarsaltendur
þurfa að bíða milli vonar og ótta eftir því hvort
Sovétmönnum þóknist að kaupa af okkur síld. Þessi
óvissa er óþolandi, ekki síst þegar tillit er tekið til
þess að viðskiptahagsmunir þjóðanna eru gagn-
kværhir. íslendingar kaupa ár hvert mikið magn af
olíuvörum frá Sovétríkjunum og hafa ávallt lagt sig
fram um að viðhalda viðskiptatengslunum við
Sovétríkin. Þess er skemmst að minnast að í síðustu
viku var undirritaður nýr olíuviðskiptasamningur
milli landanna. Þótt því hafi verið haldið fram að
það styrki málstað íslendinga og samningsstöðu að
við höfum þar með staðið við okkar hluta samkomu-
lagsins, verður að draga það mjög í efa. Mun
skynsamlegra hefði verið að ræða báðar hliðar
málsins, inn- og útflutning, á sama tíma.
Flestum er ljóst að Sovétmenn eiga í miklum
gjaldeyriserfiðleikum og virðast ekki eiga annarra
kosta völ en að tengja þessa tvo þætti saman, enda
ætti það að vera báðum aðilum til hagsbóta. Þess
vegna hlýtur það að teljast fljótræði af íslenskum
stjórnvöldum að undirrita olíukaupasamning á
sama tíma og síldarsamningum var ekki lokið. Jafn-
framt hlýtur tregða Sovétmanna nú að leiða til þess
að viðskiptasamningur ríkjanna verði tekinn til
gagngerrar endurskoðunar. Slík endurskoðun er
augljóslega tímabær. BB.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson:
Stóriðja - byggðamál?
Nú hefur aftur komið upp eftir
nokkuð hlé umræða um frekari
uppbyggingu á orkufrekum iðn-
aði hér á landi.
Ýmislegt bendir til þess að nú á
næstunni muni skapast sú að-
staða að íslendingar verði sam-
keppnishæfir varðandi orkuverð
á heimsmarkaði. Kemur þar
tvennt til, bæði fer orkuverð til
stóriðju erlendis hækkandi og
með meiri reynslu og nýrri tækni
er hægt að lækka framleiðslu-
kostnað við orkuvinnslu hér á
landi.
Á sama hátt og við íslendingar
höfum um langt árabil nýtt okkur
auðlindir sjávar og lands til þess
að bæta lífskjör okkar hljótum
við nú á tímum takmarkana á
þeim sviðum að líta til annarra
átta varðandi nýja sókn til auk-
inna þjóðartekna.
Bitur reynsla við
uppbyggingu
Þegar umræða um orkufrekan
iðnað var síðast á dagskrá - á
árunum 1983-1984 - var mjög
mikið rætt um að frekar ætti að
beina uppbyggingu í nýjar at-
vinnugreinar sem menn þá bundu
miklar vonir við. Svo sem
fiskeldi, loðdýrarækt, líftækni
o.fl. Þrátt fyrir að þetta séu allt
saman atvinnugreinar sem, að
mínu mati, koma til með að
verða framtíðaratvinnugreinar
hér á landi, þá höfum við gengið
í gegnum bitra reynslu við upp-
byggingu þeirra og ljóst er að
fleira verður að koma til.
Það sem nú er uppi varðandi
orkufrekan iðnað er fyrst og
fremst aukning á álbræðslu. Þar
hefur verið rætt um stækkun ál-
versins í Straumsvík með sam-
vinnu við nokkur álfyrirtæki í
Evrópu. Nú bendir flest til þess
að Áluswiss verði ekki með í
þeirri samvinnu og áhugi manna
beinist að nýju álveri með fram-
leiðslugetu um 185 þúsund tonn á
ári.
Einungis tvö svæöi
koma til greina
Þetta þýðir að á ný koma upp
vangaveltur um staðsetningu á
slíku fyrirtæki. í greinargóðri
skýrslu sem staðarvalsnefnd um
orkufrekan iðnað vann kemur
fram að að þeirra mati eru ein-
ungis tvö svæði sem koma til
greina við val á staðsetningu
fyrirtækis af þessari stærðargráðu
(þeirra vinna miðast við 130 þús-
und tonna álver). Annars vegar
er um höfuðborgarsvæðið ásamt
Suðurnesjum að ræða og hins
vegar Eyjafjörð.
Þar sem hér er um að ræða
fyrirtæki með 500-700 starfsmenn
þegar það er komið í gang og
óhemju miklar framkvæmdir eru
við uppbygginguna er ljóst að
staðsetning á því mun hafa af-
drifamiklar afleiðingar varðandi
þróun byggðar í landinu.
Aukin byggöaröskun
Ef við reynum fyrst að gera okk-
ur grein fyrir hvaða áhrif stað-
setning slíks iðjuvers á suðvestur-
horninu mundi hafa þá má nefna
eftirfarandi:
1. Flutningur fólks af lands-
byggðinni mundi stórlega aukast,
líkur eru á að það mundi koma
hvað verst niður á Norðaustur-
landinu þar sem að hér er mestur
fjöldi iðnaðar- og tæknimanna
sem mundu verða eftirsóttir við
uppbyggingu slíkrar starfsemi.
2. Öll margfeldisáhrif slíkrar
starfsemi (1 starfsmaður þýðir 2-
3 í annarri þjónustu) mundi
verða á höfuðborgarsvæðinu.
3. Nýting á opinberri þjónustu
hér, svo sem skólum og heil-
brigðisþjónustu mundi versna á
meðan kallað væri eftir aukinni
uppbyggingu á Suðvesturlandi.
Þetta yrði til óhagræðis bæði fyrir
ríki og sveitafélög.
4. Benda má á með sterkum
rökum að meiri samþjöppun
fólks á höfuðborgarsvæðinu sé
þjóðfélaginu mjög dýr á fleiri
sviðum. Nægir þar að nefna að
nú þegar er farið að tala um að
grafa jarðgöng undir heilu sveit-
arfélögin til þess að anna vaxandi
umferðarþunga.
Stóriðja kemur ekki
í stað annars
Hvað varðar staðsetningu orku-
freks iðnaðar í Eyjafirði er einnig
margs að gæta.
1. Til viðbótar við ný störf í
álveri mundu margfeldisáhrifin
að verulegu leyti koma hér fram,
þó svo að þeirra myndi einnig að
einhverju leyti gæta á höfuðborg-
arsvæðinu. Þetta gæti þýtt allt að
2000 ársverk sem staðið gætu
undir 5000 manna byggð.
Akureyri:
Kvenfélagið Framtíðin
gefur út jólamerki
Jólamerki kvenfélagsins Fram-
tíðarinnar á Akureyri er komið
út.
Falleg jólamynd prýðir
merkið, sem er unnið og prentað
hjá Prentverki Odds Björnssonar
á Akureyri.
Sölustaðir eru Póststofan,
Akureyri og Frímerkjahúsið og
Frímerkjamiðstöðin í Reykjavík.
Félagskonur sjá um sölu á Akur-
eyri. Merkið kostar 12 krónur og
örkin 144 krónur. Allur ágóðir
rennur í elliheimilissjóð.
„Gott fólk. Við treystum á að
sem flestir sjái sér fært að láta
þetta fallega merki á jólapóstinn
sinn og styrkja um leið þarft
málefni," segir í frétt frá Fram-
tíðarkonum um útgáfu jólamerk-
isins.
2. Laun í starfsemi sem þessari
eru almennt hærri en hér er,
þannig að umsvif myndu aukast
meira hlutfallslega en sem nemur
fjölguninni.
3. Það er algert lykilatriði að
traustur grunnur sé undir annarri
atvinnustarfsemi á svæðinu ef
ráðist er í slíkar framkvæmdir
(t.d. fiskvinnslu, þjónustu og
samkeppnisiðnaði ásamt land-
búnaði) þannig að þeim haldist á
mannafla. Það má ekki líta á
orkufrekan iðnað sem eitthvað
sem komi í stað annars eins og
oft er látið í veðri vaka. Það er
grundvallaratriði að hann komi
til viðbótar við það sem fyrir er
og aðra nýsköpun í atvinnulífinu.
4. Það þarf ekki að taka fram að
við þær aðstæður sem hér eru
þarf að tryggja að ýtrustu meng-
unarvarnir séu viðhafðar. Þar má
ekkert fara úrskeiðis. Nú þegar
eru til miklar upplýsingar um
áhrif slíks iðjuvers á lífríki við
Eyjafjörð og nú eru norskir aðíl-
ar að yfirfara þau mál og er von á
niðurstöðu þessarar vinnu um
næstu áramót.
Mikil ábyrgð
Það mætti fara löngu máli um
almenn viðhorf til orkufreks iðn-
aðar s.s. varðandi eignarhald,
orkuverð, skattamál og áhrif
slíkra fjárfestinga í orkuverum
og verksmiðjum á íslenskt efna-
hagslíf, það væri efni í aðra grein
og verður að bíða betri tíma.
í þeirri umræðu sem nú er
framundan hvílir mikil ábyrgð á
íbúum eyfirskra byggða.
Okkur er falin ábyrgð á nátt-
úruauði héraðsins og hann ber
okkur að varðveita. Við getum
hins vegar ekki vikist undan því
að kanna af kaldri rökhyggju
hvort honum sé í nokkru ógnað í
sambýli við orkufrekan iðnað þar
sem ítrasta aðgát er viðhöfð.
Áhrifamikil öfl á móti
Ég vil því skora á héraðsnefnd
Eyjafjarðar, bæjarstjórn Akureyr-
ar, Búnaðarsamband Eyjafjarðar,
verkalýðsfélögin á svæðinu og
aðra þá aðila sem málið varðar
að taka nú þegar höndum saman
um að móta afstöðu heimamanna
til þessa máls, þannig að ekki
þurfi að standa á henni þegar
kemur að ákvarðanatöku um
staðsetningu nýs álvers.
Það er ljóst að áhrifamikil öfl
munu berjast gegn því með kjafti
og klóm að slík uppbygging sem
hér um ræðir fari út fyrir Suðvest-
urland. Við megum því ekki láta
standa á því að við séum ekki
búin að vinna heimavinnuna
okkár. Eyfirðingar geta staðið
frammi fyrir því að gera upp hug
sinn til þessara mála á næstu vik-
um og mánuðum.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Höfundur er alþingismaöur fyrir Framsóknar-
flokkinn í Noröurlandskjördæmi eystra.