Dagur - 21.11.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. nóvember 1989 - DAGUR - 13
Héldu hlutaveltu
Þessir drengir héldu fyrir skömmu hlutaveltu til fjár-
öflunar vegna framkvæmda við heita pottinn í Dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri. Þeir lieita, talið frá vinstri:
Lúðvík Freyr Sæmundsson, Gunnar Björgvin Arason og
Marinó Nordquist. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir
framtakið. Mynd: KL
Þessir strákar héldu fyrir skömmu hlutaveltu til styrktar
Barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þeir
söfnuðu alls 5.700 krónum og hefur peningunum verið
komið til skila. Strákarnir heita Sigurður Hlynur Sigurð-
arson, Jens Kristinn Gíslason, Guðjón Sigurður
Tryggvason og Marinó Tryggvason. Eru þeim færðar
bestu þakkir fyrir. Mynd: kl
Frá fyrsta samráðsfundi forsvarsmanna Frístundar Rafeindatækja sf. og aðalumboðsmanna Grundig, Akai og Orion
á íslandi.
Grundig, Akai og Orion rafeindatæki
Nýverið hóf nýtt fyrirtæki, Frí-
stund Rafeindatæki sf. í Reykja-
vík að versla með vörumerkin
Grundig, Akai og Orion auk
ýmissa annarra tegunda sem til-
heyra flokki heimilisrafeinda-
tækja.
Frístund Rafeindatæki sf., hef-
- nýr umboðsaðili
ur byggt upp öflugt þjónustukerfi
umboðsmanna um land allt með
það fyrir augum að veita við-
skiptavinum sem besta þjónustu,
og munu þessir umboðsaðilar
annast sölu tækjanna í sínum
verslunum, víðsvegar um landið.
Nú fyrir skömmu var haldinn
fyrsti samráðsfundur umboðs-
manna Frístundar Rafeindatækja
sf., af öllu landinu og verða slíkir
fundir haldnir reglulega með það
fyrir augum að bæta og efla þjón-
ustu við viðskiptavini.
Ungmennafélagið Mývetningur fagnaði
80 ára afmæli um helgina:
300 manns í veglegu hófi í Skjólbrekku
Ungmennafélagið Mývetning-
ur í Mývatnssveit var stofnað
19. nóvember 1909 og fagnar
því 80 ára afmæli um þessar
mundir. Mývetningar héldu
upp á þessi tímamót með veg-
legu 300 manna samsæti í
Skjólbrekku að kvöldi sl. laug-
Fundur um sorg
og sorgarviðbrögð
Næsta fimmtudag, 23. nóvember,
mun séra Sigfinnur Þorleifsson
prestur við Borgarspítalann í
Reykjavík koma til Akureyrar á
vegum Eyjafjarðarprófastsdæm-
is. Hann hefir mikið starfað með-
al syrgjenda og leiðbeint í þeim
málum. í ferð sinni norður mun
séra Sigfinnur eiga fund með
norðlenskum prestum í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju og
hefst hann kl. 15. Kl. 17.15 verð-
ur fyrirbænaguðsþj ónusta í
Akureyrarkirkju eins og venju-
lega á fimmtudögum. Kl. 18
verður í Safnaðarheimilinu rætt
um stofnun félags, sem mun
helga sig málefninu, sorg og sorg-
arviðbrögð. Slíkt félag hefir verið
starfandi syðra og margt gott af
því leitt.
Á fundinn eru allir velkomnir,
sem áhuga hafa á þessu máli.
Héraðsnefnd.
ardags.
Að sögn Jóhönnu Njálsdóttur,
formanns Mývetnings, tókst hóf-
ið í Skjólbrekku hið besta og
gestir fóru glaðir heima að lok-
inni góðri skemmtun. Listafólk
flutti söng og leiklistin var í
hávegum höfð. Stefanía Þor-
grímsdóttir í Garði flutti ágrip af
sögu félagsins í 80 ár. Erlingur
Sigurðarson, menntaskólakenari
á Akureyri, var veislustjóri. Að
aflokinni dagskrá var dans stiginn
fram til kl. 4 aðfaranótt sunnu-
dags.
Á þessum tímamótum barst
félaginu fjöldi veglegra gjafa.
Nefna má 100 þús. kr. peninga-
gjöf frá einstaklingi og aðra 100
þúsund króna gjöf frá Sparisjóði
Mývetninga. Þá voru m.a. lesnar
kveðjur frá Ungmennafélagi
íslands og Héraðssambandi Suð-
ur-Þingeyinga. Kaupfélag Þing-
Ásbyrgi
- leiðrétting
í frétt sem birtist í Degi fimmtu-
daginn 16. nóvember er rang-
hermt að Kaupfélag Langnesinga
reki verslun sem KNÞ rak um
árabil í Ásbyrgi. Hið rétta er að
Kaupfélag Þingeyinga rekur
verslunina í Ásbyrgi. Beðist er
velvirðingar á þessari missögn.
EHB
eyinga gaf ýmsar vörur til afmælis-
hófsins.
Félagar í Ungmennafélaginu
Mývetningi eru um 130. Þrátt fyr-
ir aukna fjölmiðlun og mynd-
bandavæðingu er Jóhanna bjart-
sýn á framtíð félagsins. Hún segir
að m.a. sé lögð áhersla á öflugt
leik- og íþróttastarf og félagið
eigi nú fjölda efnilegra unglinga í
frjálsum íþróttum. óþh
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta,
á eftirtöldum fasteignum
fer fram á eignunum sjálfum
á neðangreindum tíma:
Höfn II, Svalbarðsstr. hreppi, þingl.
eigandi Soffía Friðriksdóttir, föstu-
daginn 24. nóv. ’89, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands, Ólaf-
ur B. Árnason hdl., Þorsteinn Ein-
arsson hdl. og innheimtumaður
ríkissjóðs.
íb. h. á lóð úr landi Sólbergs, þingl.
eigandi Úlfar Arason, föstud. 24.
nóv. '89, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Árni Pálsson hdl., Veðdeild Lands-
banka Islands, Brunabótafélag
íslands og Ragnar Steinbergsson
hrl.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
Bæjarfógeti Húsavíkur.
Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl. og Veð- deild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma:
Gránufélagsgata 19, e.h., Akureyri, þingl. eigandi Selma Jóhannsdóttir, föstud. 24. nóv. '89, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl.
Kaupangur v/Mýrarveg K-B-hl. Akureyri, þingl. eigandi Sjálfstæðis- flokkurinn, föstud. 24. nóv. '89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður og Byggðastofnun. Ránargata 7, Akureyri, þingl. eig- andi Bjarni Jónasson, föstud. 24. nóv. '89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs.
Kaldbaksgata, skáli, A-hluti, Akur- eyri, þingl. eigandi Bílasalan h.f., föstud. 24. nóv. ’89, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, innheimtumaður ríkissjóðs og Guðjón Ármann Jóns- son hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Smárahlíð 18 f, Akureyri, þingl. eig- andi Hildur Gunnarsdóttir, föstud. 24. nóv. ’89, kl. 15.00.
Blaðaprentun
Blaðaprentun
Hjartkær eiginkona mín,
GUNNÞÓRUNN RÚTSDÓTTIR,
Byggðavegi 148, Akureyri,
lést á Borgarspítalanum laugardaginn 18. nóvember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. nóvember
kl. 13.30.
Fyrir hönd foreldra hennar, barna okkar og annarra vanda-
manna.
Eðvarð Jónsson.
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, föður og
bróður,
BJÖRNS ÞÓRS ÁRNASONAR,
Smáravegi 8, Dalvík.
Árni Reynir Óskarsson, Ingibjörg Björnsdóttir,
Sigrún Birna Björnsdóttir,
Helga Kr. Árnadóttir, Guðmundur Guðiaugsson,
Óskar Reynir Árnason, María G. Jónsdóttir,
Víkingur A. Árnason,
Þorbjörg Á. Árnadóttir,
Snjólaua E. Árnadóttir.