Dagur - 21.11.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 21.11.1989, Blaðsíða 1
72. árgarigur Akureyri, þriðjudagur 21. nóvember 1989 223. tölublað LACOSTE Peysur ★ bolir sloppar HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Verkstæðishús Foss hf. á Húsavík: Landsbankiim bauð hæst á uppboði í gær Véla- og bifreiðaverkstæði í eigu þrotabús Foss hf. á Húsa- yík var slegið Landsbanka Islands á uppboði í gær. Landsbankinn bauð 27 millj- ónir króna í húsið en Iðnlána- sjóður bauð 26 milljónir. Fleiri aðilar buðu í húsið en þessir Alþýðubandalagið: Daivíkingar öskureiðir Fastlega er búist við að kjör Steingríms J. Sigfússonar, landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra, í sæti varaformanns Alþýðubandalagsins á lands- fundi flokksins um helgina cigi eftir að draga dilk á eftir sér í starfi Alþýðubandaiags- ins í Norðurlandskjördæmi eystra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra, bauð sig fram á móti sitjandi varafor- manni og fyrsta varamanni á lista Alþýðubandalagsins í kjör- dæminu, Svanfríði Ingu Jónas- dóttur á Dalvík. Deildar mein- ingar eru um það í herbúðum Alþýðubandalagsins í kjördæm- inu hvort líta beri á framboð Steingríms gegn Svanfríði sem persónulegt eða málefnalegt uppgjör. Stuðningsmenn Stein- gríms telja framboð hans komið til vegna málefnaágreinings en margir stuðningsmanna Svan- fríðar líta hins vegar á framboð hans sem persónulegt gagnvart varaþingmanninum. Dagur hefur fyrir því traustar heimildir að fjöldi Alþýðu- bandalagsfólks úr stuðningsliði Svanfríðar og Ólafs Ragnars í kjördæmi íhugi að segja sig úr flokknum. Á Dalvík mun til dæmis vera ríkjandi mikil reiði í herbúðum Álþýðubandalags- fólks vegna „atlögu" Stein- gríms, eins og það er orðað, gegn Dalvíkingnum Svanfríði Ingu Jónasdóttur. Sjá í DAGS- Ijósinu á bls. 6: „Málefnalegt eða persónulegt uppgjör" óþh tveir bitust að lokum um hús- eignina. Örlygur Hnefill Jónsson, bús- stjóri, segir að enn vanti talsvert upp í kröfur í búið. Enn er nokk- uð af lausafé úr búinu óselt en Örlygur segist ekki vilja segja til um hvort það verði boðið upp sérstaklega. „Á þessu stigi get ég ekki sagt til um hvort þetta fer á uppboð en með einhverju móti verður reynt að koma þessu í verð,“ seg- ir Örlygur. Verkstæðishúsið að Garðars- braut 48 er að hluta til gamalt en stórt vélaverkstæði var byggt árið 1984. Fasteignamat hússins er um 34 milljónir króna. Foss hf. varð gjaldþrota þann 16. maí sl. JÓH Húsvískar endur bíða eftir því að hendur fari á loft og fleygi til þeirra brauði. Mynd: IM Aðalfundur Félags dráttarbrauta og skipasmiðja á Akureyri um síðustu helgi: Fyrirtæki í skipaiðnaöi þurfa að leita leiða tQ að auka samvinnu - hagræðingarátak nauðsynlegt, segir Jósef H. Þorgeirsson, formaður FDS Fyrirtæki í skipaiðnaði þurfa að leita leiða til að sameinast eða að auka samvinnu bæði við einstök viðfangsefni og almennt. Þetta er m.a. niðurstaða aðal- fundar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja sem haldinn var á Akureyri um helgina. Auk venju- legra aðalfundarstarfa voru hald- in þrjú framsöguerindi um málefni skipasmíðastöðva. Bogi Sigurðsson frá Útflutningsráði íslands ræddi 'um markaðsmál skipasmíðastöðva, Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvar- innar, fjallaði um framleiðni og hagræðingu í skipasmiðjum og Þorleifur Jónsson, framkvæmda- stjóri Landssambands iðnaðar- manna fjallaði í sinni framsögu um aðstöðumál og hagræðingu í skipasmíðaiðnaðinum. Áð sögn Jósefs H. Þorgeirs- Bílvelta í Þingvallastræti á Akureyri: Snerist í þrjá hringí og valt lýst eftir vitnum og ökumanni hvítrar fólksbifreiðar upplýsingar," Síðdegis á laugardag var „svín- að“ fyrir fólksbíl á Akureyri með þeim afleiðingum að bfll- inn valt, og er hann mikið skemmdur. Ökumaðurinn, Björn Erlendsson, lýsir eftir Þrotabú Árlax: Samvinnubankiiiii rekur stöðina út vikuna Samvinnubankinn rekur lax- eldisstöðina Árlax í Keldu- hverfi til næstkomandi mánu- dags en fyrirtækið varð gjald- þrota á dögunum. Þessi ákvörðun var tekin eftir fund stærstu kröfuhafa í síðustu viku en þar var ákveðið að gera úttekt á stöðu stöðvarinnar og kanna hvað gera þyrfti svo unnt verði að reka stöðina áfram. Að sögn Örlygs Hnefils Jóns- sonar, bússtjóra, er ljós vilji kröfuhafanna til að halda rekstr- inum áfram og áðurnefndri könn- un því ætlað að finna hagkvæm- ustu leiðina til áframhaldandi reksturs. JÓH vitnum að atvikinu. Björn ók bíl sínum, bláum Subaru 4 dyra fólksbíl árg. 1979, austur Þingvallastræti. Er hann kom að gatnamótum Skógar- lundar ók bíll skyndilega í veg fyrir hann úr suðri, og sinnti ekki biðskyldu. Birni tókst að sveigja framhjá þeim sem „svínaði" með þeim afleiðingum að Subaru- bíllinn snerist þrjá hringi á götunni og hafnaði síðan á hliðinni í snjó- ruðningi á umferðareyju. „Ég náði ekki númeri eða gerð bílsins sem þessu olli, en hann var hvítur og frekar lítill. Lög- reglan segist ekkert geta gert nema ég komi sjálfur með frekari upplýsingar um hver þetta hafi verið. Maður gerir allt sem mað- ur getur til að forða slysum en ef engin vitni gefa sig fram þá sit ég uppi með tugþúsunda króna tjón eða ónothæfan bíl. Ég skora því á vitni til að gefa mér sjálfum eða lögreglunni Björn. segir EHB Norðurland: Lágheiðin jeppafær Um helgina var víða erfíð færð á Norðurlandi, sérstaklega á föstudaginn. Þá lentu bflstjór- ar í erfíðleikum í Kinn vegna skafrennings og þurftu nokkrir að skilja bíla sína eftir. Hálka var töluverð á vegum norðan- lands. Hjá Vegagerð ríkisins á Akur- eyri fengust þær upplýsingar að á föstudaginn hefði snjómokstur verið í fullum gangi og t.d. hefði ekki verið unnt að ljúka við hann í Kinninni fyrr en í gær. Vegir á Norðurlandi voru greiðfærir í gær og Lágheiðin enn jeppafær. SS sonar, formanns Félags dráttar- brauta og skipasmiðja, var sá vandi sem skipasmíðaiðnaðurinn stendur nú frammi fyrir mikið ræddur á fundinum. Jósef segir að forsvarsmenn stöðvanna bendi á ýmis atriði sem betur mætti fara hjá stjórnvöldum gagnvart skipasmiðjunum en hins vegar leggi þeir áherslu á að skipasmíðastöðvarnar þurfi að hafa frumkvæði að ýmsum aðgerðum til að bæta stöðu þeirra í samkeppni við erlenda skipasmíði. Jósef segir að huga beri að því að fá fjársterka aðila til að leggja fram eigið fé í endurskipulagn- ingu skipaiðnaðarfyrirtækja. Jósef segir að fundurinn hafi lagt áherslu á eflingu markaðsstarfs, bæði á innlendum sem erlendum markaði. Þá segir hann að fyrir- tækin þurfi að gera átak í hag- ræðingu, þar sem lögð verði áhersla á samspil verkáætlana og hönnunar m.t.t. framleiðslu og verkskipulags. Stjórnvöld aðstoði við þetta starf með því að auðvelda útvegun verkefna sem eru nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að vinna að slíku skipulagsstarfi innan fyrirtækj- anna. Jósef vísar einnig til þeirrar samþykktar aðalfundarins að fyrirtækin þurfi að taka upp verkáætlanir í ríkari mæli og að athuga möguleika á sveigjanlegri verðstefnu með það að markmiði að jafna árstíðabundnar sveiflur í eftirspurn. Þannig megi hvetja útgerðarmenn til að dreifa við- haldi skipa jafnar eftir árstíðum. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.