Dagur - 21.11.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 21. nóvember 1989 Opnun Plús markaðar á föstudag seinkaði: Innsláttur á vöruverði tíma- frekari en reiknað var með - segir Hrafn Hrafnsson 1 fréttir h „Jú, opnunin tafðist nokkuð vegna þess að innsláttur á vöruverði var mun þyngri í vöfum en við höfðum reiknað með,“ segir Hrafn Hrafnsson, eigandi Matvörumarkaðarins á Akureyri um opnun Piús markaðarins við Fjölnisgötu síðastliðinn föstudag. Ætlunin var að verslunin yrði opnuð kl. 13 en það var ekki fyrr en kl. 18 sem opnað var fyrir fyrstu gestum. Hrafn segir að margt fólk hafi komið í verslunina á föstudags- kvöld og hún nánast verið full þar til lokað var kl. 22. Opnunartími verður hins vegar alla jafna frá kl. 13 til 18.30 og á laugardögum verður opið frá 10-14. Hrafn segist leggja mikið upp úr að selja akureyrskar fram- leiðsluvörur í nýju versluninni. Þessu hafi viðskiptavinir tekið mjög vel og merkjanleg sé vakn- ing meðal fólks um að kaupa vör- ur framleiddar í heimabyggð. í Plús markaðinum er tekið við greiðslukortum, ólíkt mörgum verslunum af þessari gerð. Ástæðuna segir Hrafn þá að nýja kassakerfið spari útreikninga á kortaviðskiptunum en stærstur Reykjahverfi: Hreppsneftid vill hafa MSKÞ „Hreppsnefnd Reykjahrepps mótmælir harðlega öllum áformum um að leggja M.S.K.Þ. niður. Hrepps- nefndin telur mjólkursamlagið vel rekið, með hallalausan rekstur, góðan tækjakost en samt með litlar skuldir. Þá myndi það hafa slæmar afleið- ingar fyrir atvinnulíf á Húsavík og nágrenni og veikja stöðu bænda í héraðinu ef Mjólkur- samlag K.Þ. yrði lagt niður.“ Svohljóðandi ályktun var sam- þykkt á fundi Hreppsnefndar Reykjahrepps 14. nóv. sl. og mun fleiri ályktana svipaðs efnis vera að vænta frá Húsvíkingum og Þingeyingum á næstunni. Mun m.a. verða fjallað um slíka álykt- un á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur í dag. IM hluti kostnaðar verslunareigenda vegna greiðslukortanna megi rekja til þessarar skrifstofuvinnu. „Þessar vélar hafa ekki verið gerðar fyrir íslenskar aðstæður fyrr en nú og það skýrir hvers vegna verslunareigendur hafa ekki tekið þær í notkun fyrr,“ segir Hrafn. JÓH Laugar í Reykjadal. Fullorðinsfræðsla reynd í Framhaldsskólanum á Laugum: Bændur áhugasamir um tölvu- fræði, bókhald og frönsku - fjöldi nemenda skólans jókst um 50% „Það hófu 70 manns nám í full- orðinsfræðslunni í október,“ sagði Páll Dagbjartsson skóla- meistari Framhaldsskólans að Laugum í Þingeyjarsýslu í samtali við Dag, en á vegum skólans er nú hafin kennsla fullorðinna í öldungadeild. Með tilkomu fullorðinsfræðsl- unnar fjölgaði nemendum skólans um 50% en nemendur í dagskóla eru um 130 talsins. Þetta er í fyrsta skipti sem kennsla „öldunga“ er reynd á Laugum en undirbúningur hófst í sumar. Send voru dreifibréf á öll heimili í þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að starfseminni og var alls ekki búist við svo miklum viðbrögðum. Að sögn Páls varð raunin sú að sumir áfangar hafi fyllst, aðsóknin hafi verið svo mikil. Boðið er upp á nám í all nokkrum fögum og er t.d. mikill áhugi á tölvufræði og bókfærslu. „Við erum með eina 10-11 nemendur skráða í frönsku, sem er nú ekki altítt upp til sveita á íslandi,“ sagði Páll. Nemendur í fullorðinsfræðsl- unni á vegum Framhaldsskólans að Laugum eru á öllum aldri og var elsti nemandinn sem skráði sig kominn á áttræðisaldur. Þeir sem hófu nám í haust geta haldið áfram að safna sér einingum til stúdentsprófs síðar, eftir því sem tíminn vinnst en í fyrstu verður hverjum áfanga skipt, þannig að hluti verður fyrir áramót og Fundarboð! Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Blómaskálanum Vín Eyjafirði miðvikud. 22. nóv. kl. 21.00. Frummælendur: Guðmundur Ágústsson, alþingismaður. Sveinbjörn Jónsson, oddviti Suðureyri. Stefán Valgeirsson, alþingismaður. Þórshöfn fimmtud. 23. nóv. kl. 21.00. Raufarhöfn föstud! 24. nóv. kl. 21.00. Lundi í Öxarfirði laugard. 25. nóv. kl. 2 e.h. Frummælendur á fundinum í Norður-Þingeyjarsýslu verða Guðmundur Ágústsson alþingismaður og Stefán Valgeirs- son alþingismaður. Rætt verður um stjórnmálaviðhorfið, efnahagsástandið og fjölmiðlafárið. Stefán Valgeirsson, Guðmundur Ágústsson og Sveinbjörn Jónsson. seinni hluti eftir áramót. „Það þýðir ekkert upp til sveita að byrja fyrr en um miðjan október og svo stefnum við að því að ljúka þessu um miðjan mars áður en vorverk bænda hefjast fyrir alvöru.“ Kennsla fer fram á fimm stöð- um í sýslunni, á Laugum, í Reykjahlíð, á Skútustöðum, Hafralæk og Stóru-Tjörnum. Umsjónarmaður fullorðinsfræðsl- unnar er Ari Páll Kristinsson, en kennarar skólans sjá um kennsl- una, auk tveggjá annarra og fara þeir á milli. „Það er minna mál að flytja einn kennara en tíu nemendur og fólkið sækir frekar í þetta ef það færist nær. Við próf- um líka fjarkennsluform þar sem póstþjónustan verður notuð í einhverju formi, svo við notum allar aðferðir í þessari tilraun okkar,“ sagði Páll að lokum. VG Byggðamerki samþykkt fyrir Svarfaðardals- og Presthólahrepp: Táknrænn vorboði c bátur í ólgusjó Samþykkt hafa verið byggða- merki fyrir tvo hreppa í Norðurlandskjördæmi eystra, Svarfaðardalshrepp og Prest- hólahrepp. Á merki Svarfaðar- dalshrepps er lóa en á merki Presthólahrepps er útfærður bátur í ólgusjó. Á síðasta ári bauðst Erlingur Páll Ingvarsson, myndlistarmað- ur, til að gera tillögur að byggða- merki fyrir hreppsnefnd Svarfað- ardalshrepps. Tillaga Erlings Páls var lögð fyrir hreppsnefnd til umsagnar í júlí sl. og samþykkti hreppsnefndin að gera hana að byggðamerki hreppsins. Á merk- inu er hinn kunni vorboði, lóan. Höfundur segir um hugmynd sína að sér þætti friðlynd fugla í utanverðri sveitinni sterkt ein- kenni á dalnum. Lóan hefði já- kvæða merkingu í hugum lands- Bátur í ólgusjó er tákrænn fyrir sjó- sókn í Presthólahreppi. manna og væri hún því einkenni fyrir sveit sem byði bæði menn og dýr velkomin. Þá sagði Erlingur í umsögn sinni að sterk hefð væri fyrir notkun dýra í skjaldar- merkjafræðinni. Merkilegt væri, að ekkert sveitarfélag hefði nýtt sér lóuna fyrr. Grunnur skjaldarins er í ljós- grænum lit. Skjaldarrönd og lín- ur í myndinni eru dökkgrænar, en hvítur grunnur undir lóunni. Þá hefur Presthólahreppur tek- ið upp byggðamerki. Hrepps- nefnd óskaði eftir hugmyndum hreppsbúa og annarra um merkið. Ragnhildur Skarphéð- insdóttir, landslagsarkitekt, kom með nokkrar hugmyndir og valdi hreppsnefndin eina þeirra. Á merkinu er útfærður bátur í ólgu- sjó. Merkið er í antikbláum lit. óþh Lóan telst gott einkenni fyrir sveit sem býður menn og dýr velkomin. ■ Bæjarráð hefur falið bygg- ingardeild bæjarins að undir- búa útboð á lokaáfanga húss- ins Helgamagrastræti 53, mið- að við að útboð geti farið fram í desember n.k. ■ Bæjarráð leggur til að 27. nóvember n.k. verði boðað til stofnfundar hlutafélags, Krossanes hf., sem yfirtaki eignir. skuldir og rekstur Krossanesverksmiðjunnar. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá bæjaryfirvöldum í Bayeux í Normandí í Frakklandi, þar sem mælst er til vinabæja- sambands milli Bayeux og Akureyrar. Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara erindinu. ■ Bæjarráð samþykkti nýlega að veita Sundfélaginu Oðni, styrk úr Bæjarsjóði að upphæð kr. 75.000.-, vegna keppnis- ferðar 16-18 ungmenna til Þýskalands í desember. ■ Bæjarráð hefur hafnað málaleitan frá húseigendum í Keilusíðu 7-9 um tjónabætur úr Bæjarsjóði, vegna vatns- streymis upp úr niðurföllum í kjallara húsanna í leysingum á sl. vori. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði frá Möl og sandi hf. í byggingu 225 ferm. dagvistar við Þverholt og falið byggingadeild að ganga frá samningi við fyrirtækið, innan ramma fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs. Tilboð Malar og sands hf., hljóðar upp á kr. 11.558.790,- en undanskilið í tilboði eru innréttingar, lagnir, málning ó.fl. sem áætl- að er að kosti kr. 5.850.000,- auk lauss búnaðar og frágangs á lóð og útileiktækja. ■ íþróttaráð hefur samþykkt að leggja fram kr. 150.000.-, vegna rannsóknar á kostnaði við rekstur og staðsetningu gervigrasvallar. ■ Umhverfisnefnd hefur bor- ist bréf frá Ferðaskrifstofu Akureyrar, þar sem sótt er um leyfi til þess að sleppa eldislaxi í nyrðri Leirutjörn. Nefndin frestaði'afgreiðslu málsins. ■ Bæjarráð hefur samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 að veita Hótel Norðurlandi hf. einfalda bæjarábyrgð að upp- hæð 10 milljón króna, vegna láns hjá Lánasjóði Vest- Norden gegn fullnægjandi tryggingu. Áður hafði erindi Hótels Norðurlands verið ítrekað í atvinnumálanefnd en nefndin vísað málinu til bæjar- ráðs. ■ Heilbrigðisnefndin á Akur- eyri leggur til við bæjarstjórn og bygginganefnd að húsið Hafnarstræti 84 verði rifið. Húsið er óíbúðarhæft með öllu, hefur verið umhirðulaust um langa hríð og er til óþrifn- aðar og hættu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.