Dagur - 24.11.1989, Page 4

Dagur - 24.11.1989, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 24. nóvember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sótsvört skýrsla um eldvarnir og brunamál Óhætt er að fullyrða að brunavarnir hér á landi eru í miklum ólestri. Ef marka má nýja úttekt á stöðu brunamála í landinu, er löggjöfin um þennan málaflokk allgóð en gallinn er bara sá að enginn fer eftir henni! „Víða eru veilur í skipulagi brunamála og sérstaklega eldvarna- eftirlits," segir m.a. í skýrslu nefndarinnar sem úttektina vann „Athugasemdum og kröfum um úrbætur er lítt fylgt eftir og upplýsingar um helstu brunatjón eru ófullnægjandi. Lögbundn- ar lokaúttektir á byggingum hafa almennt ekki farið fram,“ segir ennfremur í skýrslu nefndar- innar. Þar er einnig fullyrt að eftirlitsleysi á byggingartíma sé veikasti hlekkur í brunavörn- um á íslandi. Skýlaus fyrirmæli laga og reglu- gerða eru með öðrum orðum hundsuð. Nefndin, sem úttektina vann, var skipuð af félagsmálaráðherra í kjölfar stórbrunans að Réttarhálsi 2 í Reykjavík sl. vetur. Þegar skýrsl- ur greina frá óþægilegri eða slæmri stöðu mála, er oft talað um að þær séu svartar. Skýrsla þessarar nefndar er að sönnu sótsvört. Bruna- tjón hér á landi er mjög mikið ár hvert og fer stöðugt vaxandi. Tjónabætur vátrygginga- félaganna vegna bruna á fasteignum og lausa- fé námu 285 milljónum króna árið 1981, en 651,4 milljónum króna á síðasta ári, og eru báð- ar tölurnar miðaðar við verðlag í júlí 1989. Horf- ur eru á að á yfirstandandi ári verði öll fyrri met slegin, því nú þegar eru tjónbæturnar orðnar yfir 700 milljónir króna. Þegar haft er í huga að beinar tryggingar vegna brunatjóns eru ekki nema um 30% af tjóni samfélagsins vegna eldsvoða, er um óheyrilega fjárhæð að ræða. í skýrslunni er t.d. talið að tjón samfélagsins vegna bruna hafi á síðasta ári numið tæplega 2,2 milljörðum króna. Sú tala verður örugglega mun hærri á þessu ári. í skýrslunni er bent á að Brunamálastofnun hafi búið við fjársvelti í mörg ár og fái ekki lög- bundið fjárframlag frá ríkinu. Þá er bent á að talsverðir samskiptaörðugleikar séu milli Brunamálastofnunar við sveitarstjórnir og slökkviliðsstjóra. Fleiri atriði mætti tína til hér, því af nógu er að taka. Það verður hins vegar látið ógert. En sem fyrr segir er augljóst af lestri skýrslunnar að brunavarnir hér á landi eru í megnasta ólestri. Nefndin setur reyndar fram nokkrar gagnlegar tillögur til úrbóta, sem sjálfsagt er að taka til athugunar. Ríkisstjórn- inni hefur þegar verið kynnt umrædd skýrsla og nú er beðið eftir viðbrögðum hennar. Þau hljóta að verða kröftug, því sótsvört skýrslan gefur fullt tilefni til róttækra aðgerða án tafar. BB. frétfir Úttekt á réttarstöðu heimavinnandi fólks: Ekki mögulegt að breyta lögum um fæðingarorlof - segir m.a. í niðurstöðum nefndarinnar Þriggja manna nefnd sem vann að úttekt á réttarstöðu heima- vinnandi fólks hefur skilað skýrslu sinni. Nefndin lagði í athugunum sínum áherslu á líf- eyrismál, tryggingamál, skattamál og mat á heimilis- störfum til starfsreynslu. Borin voru saman kjör barnafjöl- skyldna þar sem bæði hjónin unnu utan heimilis og hins veg- ar annað hjóna. Athugun nefndarinnar leiddi í ljós að af 51.293 hjónum eða sambýlisfólki var annar aðili heimavinnandi í 3.127 tilvikum eða 6%. í 5,4% tilvika var eig- inkonan heimavinnandi en eigin- maðurinn í 0,7%. Flokkun eftir fjölda barna sýndi að flestar heimavinnandi konur eru barn- lausar. Helstu niðurstöður og tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi: „Það er álit nefndarinnar að ekki séu tök á að veita heima- vinnandi fólki aðild að lífeyris- sjóðum með sama hætti og launþegum, a.m.k. við núverandi skipan lífeyrismála. Nefndin telur brýnt, að sá hluti draga að frumvarpi til laga um lífeyrissjóði, sem fjallar um skiptingu lífeyrisréttinda milli hjóna, verði þegar í stað lagður fyrir Alþingi og lögfestur. Nefnd- in leggur til að lífeyrisréttindum hjóna verði skipt þegar í lok hvers árs. Nefndin telur að jafna beri líf- eyri hjóna og einstaklinga frá almannatryggingum, þannig að hjón njóti sama réttar og 2 ein- staklingar gagnvart grunnlífeyri og tekjutryggingu. Bent er á aukna mismunun milli hjóna og einstaklinga sem orðið hefur með auknu vægi tekjutryggingar. Lögð er þung áhersla á að rétt- ur heimavinnandi fólks til slysa- trygginga og sjúkradagpeninga verði bættur. Nefndin telur brýnt að réttur til bóta vegna slysa við heimilisstörf verði gerður almennur réttur, án tillits til iðgjaldsgreiðslu. Nefndin telur ekki möguleika á að breyta lögum um fæðingar- orlof að svo stöddu. Fæðingar- dagpeningar eru greiðslur vegna tekjumissis í orlofi, en þær konur, sem vinna heima missa ekki tekjur-. Nefndin telur rétt að milli- færsla ónýtts persónuafsláttar milli hjóna með börn undir 2-3 ára eða jafnvel allt til 7 ára aldurs verði 100%. Þá telur nefndin einnig, að ónýttan persónuafslátt ntegi færa að öllu leyti til maka, ef það hjóna sem ekki nýtir sinn afslátt sannanlega annast sjúka eða aldraða á heimili sínu. Nefndin mælist til þess að sam- tök á vinnumarkaði beiti sér fyrir því að lífaldur fái aukið vægi við starfsaldursmat.“ SS Bæjarstjórn Húsavíkur: Bæjarfiilltrúi skíthræddur við mengun í höfiiinni „Ég varð skíthræddur þegar ég heyrði ummæli heilbrigðisfull- trúa um ástand og mengun í höfninni," sagði Örn Jóhanns- son, bæjarfulltrúi á Húsavík, er hann gerði grein fyrir tillögu sinni um að við gerð fjárhags- áætlunar fyrir árið 1990, verði lögð áhersla á, að framkvæmd- ir við holræsagerð á hafnar- svæðinu geti hafist á árinu, og að bæjarstjórn nýti sér heimild til hækkunar á holræsagjöld- um vegna þessa verkefnis. Jón Asberg Salómonsson sagði að hönnun á lagningu holræsis út fyrir höfnina hefði tvisvar verið sett á fjárhagsáætlun á kjörtíma- bilinu en í bæði skiptin skorin niður við endurskoðun fjárhags- áætlananna. Hann sagði að til- laga Arnar væri nákvæmlega sú sama og hann hefði sjálfur lagt fram fyrir tveimur árum, en best væri að taka ákvörðun um máiið um leið og tekin væri ákvörðun um álagningu skatta á næsta ári. Háskólinn á Akureyri: Þrír nýir lektorar ráðnir í haust Við Háskóiann á Akureyri voru ráðnir þrír nýir lektorar í haust, tveir í hlutastörf í heilbrigðis- deild, og einn í fullt starf í rekstr- ardeild. Við heilbrigðisdeild var Hólm- fríður Kristjánsdóttir B.S. ráðin lektor í hjúkrunarfræði og dr. Ingvar Teitsson í sjúkdómafræði. Hólmfríður lauk prófi í hjúkr- unarfræði frá Háskóla íslands 1984. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og verið stundakennari við Verk- menntaskólann á Akureyri og einnig Háskólann á Akureyri frá vorinu 1988. Dr. Ingvar Teitsson lauk prófi frá læknadeild Háskóla írlands 1978 og doktorsprófi frá Univer- sity of London 1983. Hann er sér- fræðingur í almennum lyflækn- ingum og gigtlækningum. Ingvar hefur starfað við fjölmörg sjúkra- hús hér á landi og í Bretlandi frá því að hann lauk námi. Nú síðast sem aðstoðarsérfræðingur og lektor í lyflækningum og gigt- lækningum við kennslusjúkra- húsin í Aberdeen í Skotlandi. Við rekstrardeild var Lilja Mósesdóttir M.A. ráðinn lektor í rekstrarhagfræði. Hún stundaði nám í hagfræði og þýsku í Banda- ríkjunum, við University of Iowa, og lauk þaðan B.B.A. prófi 1984. Því næst lagði hún stund á þýsku og uppeldis- og kennslufræði við Philipps-Uni- versitat í Marburg í V-Þýska- landi. Lilja lauk M.A. prófi í hagfræði frá University of Sussex í Brighton í Bretlandi 1988. Hún kenndi við Verslunarskóla ís- lands veturinn 1985-86 og starf- aði síðastliðið ár sem hagfræðing- ur Alþýðusambands íslands. Tryggvi Finnson sagði þetta mál víðtækara en virtist fljótt á litið, t.d. hvað varðaði máva sem væru á höfninni en flygju síðan upp í bæ. Lagði Tryggvi til að til- lögunni yrði vísað til bæjarráðs og sagði að um hana ætti ekki að skapast ágreiningur, þar sem hol- ræsamálið hefði verið ofarlega á lista hjá öllum flokkum fyrir síð- ustu kosningar. Örn lagði tillöguna fram fyrir hönd fulltrúa G-listans, en samt lýsti Kristján Ásgeirsson því yfir að hann væri ekki hrifin af hækk- un holræsagjalda og bað bæjar- fulltrúa að athuga hverjir lentu í því að borga gjöldin. Samþykkt var santhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs og fjárhagsnefndar. IM Egilsstaðabær: Bygging nýs miðbæjar í undirbúningi A Egilsstöðum er nú hafínn undirbúningur vegna bygging- ar nýs miðbæjar með því m.a. að auglýsa skipulag miðbæjar- svæðisins. Að sögn Sigurðar Símonarsonar bæjarstjóra á Egilsstöðum er undirbúningur skammt á veg kominn, en menn telja tímabært að fara að hefja byggingar á svæðinu. Umrætt svæði er við Norður- landsveg á móti Kaupfélaginu og er áhugi fyrir að kanna meðal atvinnurekenda og þjónustuaðila hvort til greina komi að þeir verði með. „Við viljum gjarnan að þetta taki ekki mjög íangan tíma því það verður skemmti- legra að geta reist þarna heilstætt hverfi á ekki of mörgum árum,“ sagði Sigurður. I skipulagi er gert ráð fyrir þjónustukjarna og torgi, húsa- gerð er lýst í skipulagsskilmálum en nánari útfærsla er ekki nákvæm. Því gefst væntanlegum byggingaraðilum kostur á að vera með í nánari útfærslu á nýja mið- bænum. VG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.