Dagur - 24.11.1989, Page 6

Dagur - 24.11.1989, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 24. nóvember 1989 hvað.er að gerast Hús Bernörðu Alba: Síðustu sýningar Á sýningu Drafnar eru um 20 grafíkverk sem hún hefur unnið á þessu ári. Mynd: KL Gamli Lundur: Dröfti Friðfiiuisdóttir sýnir ný grafíkverk Myndlistarsýning Drafnar Frið- finnsdóttur stendur nú yfir í Gamla Lundi. Á sýningunni eru í kringum 20 grafíkverk, tré- og dúkristur, sem Dröfn hefur unnið á þessu ári. ÖH verkin eru til sölu. í samtali við Dag sagðist Dröfn vera ánægð með viðtökurnar fram til þessa. Sýningin var opn- uð um síðustu helgi og var aðsókn góð. Aðsókn hefur verið minni virka daga en Dröfn sagði þó að sumir kysu frekar að koma á virkum dögum þegar meira næði væri til að skoða verkin. Petta er þriðja einkasýning Drafnar en hún hefur einnig tek- ið þátt í samsýningum. Sýningin í Gamla Lundi er opin kl. 16-21 virka daga og kl. 14-22 um helg- ina. Síðasti sýningardagur er mánudagurinn 27. nóvember. Nú fer hver að verða síðastur að sjá lcikritið Hús Bernörðu Alba í rómaðri uppfærslu Leikfélags Akureyrar því auglýstar hafa ver- ið síðustu sýningar á verkinu. Hús Bernörðu Alba verður sýnt laugardagskvöldið 25. nóvémber kl. 20.30 og þá verður aukasýning á leikritinu sunnu- dagskvöldið 26. nóvember á sama tíma. Miðasala Leikfélags Akureyr- ar er opin alla daga nema mánu- daga kl. 14-18. Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA: Rætt um þátttöku kvenna í íslandsmótum í kvöld, föstudag verður haldinn aðalfundur knattspyrnudeildar KA. Fundurinn verður haldinn í KA heimilinu og hefst kl. 20.30. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf, en einnig er ætlunin að ræða um fyrirkomulag og þátttöku kvenna í Islandsmótum, en nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu um þetta málefni. Áhugamenn eru því hvattir til að mæta og láta skoðun sína í ljós. Kökusala í Göngugöt- urrni og við Sundlaugina Unglingar úr Sundfélaginu Óðni verða með kökusölu til styrktar starfseminni í göngugötunni föstudaginn 24. nóv. frá kl. 15 og við sundlaugina á laugardags- morgumnn. Einnig verða börn úr Sundfélag- inu með jólasveinahúfur til sölu í Kjörmarkaðinum við Hrísalund á föstudaginn 24. nóv. frá kl. 16. Júdódeild með kaffihlaðborð Nú er komið að júdódeildinni á ný að halda kaffihlaðborð í KA Hús aldraðra: Söngskemmtun X-tríósins Laugardagskvöldið 25. nóvem- ber gangast X-tríóið og Félags- starf aldraðra fyrir söngskemmt- un í Húsi aldraðra á Akureyri. Skemmtunin hefst kl. 20.30 og verða kaffiveitingar og dans að henni lokinni. Eldri borgarar og gestir þeirra eru sérstaklega boðnir velkomnir á þessa söng- skemmtun. X-tríóið hefur starfað í þrjú ár. Eins og nafnið bendir til er þetta Hjá okkur er lágt vöruverð og gott að versla v Franskbrauð kr. 93.- TllbOO 2 lítrar mjólk kr. 125,- Tilboö á kjötvörum og ýmsu öðru í gangi. Verslunin ÞORFIB _ Móasíöu 1 • Sími 27755. g. Opid alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendinj>arþjónusta. þriggja manna hljómsveit og munu þeir félagarnir leika og syngja lög úr öllum áttum, en fyrirmyndin er sótt í tríó á borð við Ríó og Savannatríóið. Félag- arnir f X-tríóinu líta frekar á sig sem skemmtikrafta en dans- hljómsveit þótt vissulega sé fólki heimilt að dansa þegar fjörið verður nánast óbærilegt. Söngskemmtun af þessu tagi er ekki daglegt brauð á Akureyri og er fólk hvatt til að mæta í Hús aldraðra á laugardagskvöldið, hlýða á X-tríóið og njóta veit- inga. heimilinu á sunnudaginn. Gestir geta byrjað að koma kl. 14.00 og er opið til kl. 17.00. Sem kunnugt er hefur íþrótta- fólkið í júdódeild KA staðið sig ákaflega vel í mótum jafnt innan- lands sem utan og því verðugt að styrkja málstað þeirra með því að mæta í kaffi, en kaffihlaðborð félagsins eru liður í fjáröflun hverrar deildar. Þá gefst félögum sömuleiðis tækifæri til að hittast og ræða málin á sunnudagseft- irmiðdögum því margir láta að venju sjá sig. Þitt er valið: Tveir nýir þættir um lífshætti imglinga Nú er lag að leggja sig 10-15% afsláttur á öllum rúmdýnum og svampvörum. Sauma yfir dýnur og púða, úrval áklæða. Sendi í póstkröfu. Svampur og bólstrun Austursíðu 2 • Sími 96-25137. Nefnd heilbrigðisráðuneytisins um heilbrigða lífshætti æskufólks hefur í samvinnu við Fræðslu- varpið látið vinna tvo þætti um lífshætti ungs fólks og það val sem það stendur frammi fyrir nær daglega. Þættirnir eru 17 og 20 mínútna langir og eiga erindi til nemenda í efstu bekkjum grunn- skóla og fyrstu bekkjum fram- haldsskóla. Efnið er fáanlegt á myndböndum og í vinnslu eru kennsluleiðbeiningar sem verða tilbúnar um áramótin. Fyrri þátturinn fjallar um tóm- stundir og íþróttir unglinga. Bent er á færar leiðir til þess að verja tómstundum á jákvæðan hátt og fjallað er um gildi þess að ungl- ingar stundi íþróttir í hófi. Einnig er fjallað um áfengi og tóbak og áhrif þessara efna á heilsu. Seinni þátturinn fjallar um mataræði, megrunarkúra og fleira. í þættinum fá unglingar ábendingar um fæðuval og tengsl milli hollrar fæðu og heilsufars. Hvað er hitaeining og hvers vegna virka ekki töframegrunar- kúrarnir sem eru vinsælir hjá mörgum stúlkum? Svör við þess- um spurningum og miklu fleiri fást í þáttunum Pitt er valið. Umsjón með þáttagerðinni hafði Bjarni Árnason. Fyrri þátt- urinn var sýndur f Fræðsluvarpi fimmtudaginn 16. nóvember sl. og síðari þátturinn verður sýndur fimmtudaginn 30. nóv., kl. 17.00. í framhaldi hans verður umræðu- þáttur undir stjórn Sigrúnar Stef- ánsdóttur. Menntamálaráðherra: Skipar nefind um barnamenningu Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd um barna- menningu í því skyni að efla þátt lista- og menningarstarfsemi í lífi, starfi og námi yngstu kyn- slóðarinnar. Helsta hlutverk nefndarinnar er: a) Að gera tillögur um hvernig auka megi tengsl barna, hvar sem þau eru, þar á meðal á dagvistar- heimilum og nemenda í grunn- skólum við lista- og menningar- stofnanir í landinu. b) Að kanna hvaða leiðir eru færar innan núverandi forskóla- og grunnskólakerfis til að nota listina í auknum mæli í almennri kennslu og gera tillögur um aukna kennslu í öllum listgrein- um miðað við lengdan skóladag. Óskað hefur verið eftir tilnefn- ingu frá Kennaraháskóla íslands, Bandalagi íslenskra listamanna, Fóstrufélaginu, Kennarasam- bandi íslands og Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra skipar formann nefndarinnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.