Dagur - 24.11.1989, Page 11

Dagur - 24.11.1989, Page 11
hér & þar KA hefiir jafiian spilað áferðar- fallegri knattspymu en Þór - sagði Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri Víkurblaðsins m.a. í ræðu sinni og hafði hann sínar ástæður fyrir því áliti Herrakvöld KA: Stefán Gunnlaugsson hlaut Lille-hammerinn til varðveislu í eitt ár. Þórarinn E. Sveinsson veislustjóri afhenti Stefáni gripinn og hann þakkaði fyrir sig með kossi. Herrakvöld KA, hiö fjórða í röðinni, var haldið með pompi og prakt í KA-heimilinu síðast- liðið laugardagskvöid. Þar voru saman komnir um 80 KA- menn og í það minnsta einn Þórsari og skemmtu þeir sér hið besta, enda heppnaðist þetta kvöld virkilega vel. Veislustjóri var Þórarinn E. Sveinsson samlagsstjóri Mjólk- ursamlags KEA og að hans sögn, komst hann í það embætti með nokkrum krókaleiðum. Þórarinn stóð sig mjög vel sem veislustjóri og stjórnaði kvöldinu af miklum myndarskap. Jóhannes ritstjóri fór á kostum Dagskráin hófst með fordrykk en síðan hófst borðhald. Boðið var upp á hlaðborð með fjölda rétta frá Bautanum og var greinilegt að gestir kunnu vel að meta það sem á borðum var. Því næst flutti aðalræðumaður kvöldsins, Jóhannes Sigurjóns- son ritstjóri Víkurblaðsins á Húsavík ræðu sína og fór hann þar á kostum. Að lokinni ræðu Jóhannesar, fluttu þrír KA-félag- ar skemmtidagskrá, þar sem gert var grín að mönnum og málefn- um og var engum hlíft. Að loknum skemmtiatriðum þeirra félaga, var komið að keppni á milli fulltrúa einstakra deilda í félaginu. Keppnin var í því fólgin, að keppendur fengu eitt egg hver og áttu þeir að hlaupa með það frá KA-heimil- inu og fá eggið spælt í einhverri íbúð í næsta nágrenni og koma með það þannig til baka. Síðan áttu þeir að lýsa fyrir gestum hvernig þeim hefði gengið að fá eggið spælt og vöktu þær frásagn- ir mikla kátínu. Stefán fékk Lille-hamerinn Hefðbundinni dagskrá lauk síðan með bögglauppboði þar sem stór- ir og fallegir pakkar voru seldir á „góðu“ verði. Á þessu fjórða herrakvöldi, var Lille-hammerinn afhentur öðru sinni en um er að ræða far- andgrip sem veittur er þeim KA- manni til varðveislu, er þykir hafa staðið sig „sérstaklega“ vel á árinu. Að þessu sinni hlaut Stefán Gunnlaugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA gripinn til varðveiðslu, fyrir málefnalega Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri Vík- urblaðsins var aðalræðumaður kvöldsins og hann brást ekki frekar en fyrri daginn. umræðu í þættinum Hringiðan á Stöð 2 fyrir skömmu. Enn með sár á stóru tánni eftir Gunnar Austfjörð Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um þetta skemmtilega kvöld, án þess að minnast örlítið á innihald ræðu Jóhannesar Sigurjónssonar. Jóhannes kom víða við og rakti m.a. samskipti sín með Völsungi á Húsavík við Akureyrarfélögin KA og Þór. Hann sagði að KA hefði jafnan spilað áferðarfallegri knattspyrnu en Þór og því væri KA-liðið í meiri metum á Húsa- vík, ef hægt væri að tala um slíkt. Sem dæmi um leik Þórsara, sagði Jóhannes að hann bæri þess enn merki að hafa leikið á móti leik- mönnum liðsins fyrir nokkrum árum. Til að mynda væri hann enn með opið sár á annarri stóru tánni, eftir að Gunnar Austfjörð hafði staðið á henni stanslaust í 90 nrín. og auk þess með mar aft- an við annað eyrað, eftir hnéð á Magnúsi Jónatanssyni. Hins veg- ar bæri hann enginn merki þess að hafa leikið gegn KA á sfnum tíma. Þingeyingar staðið sig vel á landsmótum Þá talaði Jóhannes um árangur KA í knattspyrnu, blaki og judó á árinu, sem hann taldi mjög góðan. Þó vildi hann ekki láta hjá líða að minnast á að Þingeyingar hafi einnig staðið sig á íþrótta- sviðinu og nefndi sem dæmi Landsmót ungmennafélagana. Árið 1960 hafi þeir t.d. unnið gull í línubeitinu og að leggja á borð. - Og næsta landsmóti á eftir, hafi Þingeyingar unnið þrefaldan sig- uí' f dráttarvélaakstri og auk þess unnið gull í sömu greinum og á mótinu á undan. Þrátt fyrir þetta hafi þeir ekki verið með nein veisluhöld kvöld eftir kvöld eins og sumir, enda Þingeyingar þekktir fyrir hógværð. -KK Á meðal gesta á herrakvöldinu, voru þeir Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda, Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðnað- armanna á Akureyri og Ólafur Ólafsson fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akureyri. Föstudagur 24. nóvember 1989 - DAGUR - 11 S (*=$$= Laugardagur kl. 14:25 47. LEIKVIKA- 25. nóv. 1989 1 X 2 Leikur 1 NQrnberg - B. MQnchen Leikur 2 Charlton Man. City Leikur 3 Coventry - Norwich Leikur 4 Man. Utd. - Chelsea Leikur 5 Nott. For. - Everton Leikur 6 Q.P.R. - Miliwall Leikur 7 Shefl. Wed. - C. Palace Leikur 8 Southampton - Luton Leikur 9 Tottenham - Derby Leikur 10 Wimbledon - Aston Villa Leikur11 Blackburn - West Ham Leikur 12 Newcastie - Sheff. Uta. i Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Tvöfaldur pottur!!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.