Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. nóvember 1989 - DAGUR - 15 16.05 Söngur villiandarinnar. 17.00 íþróttafréttir. 17.03 Fyrirmyndarfólk lítur inn hjá Randveri Þorlákssyni, að þessu sinni Ólafur Torfason. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Blógresið blíða. 20.30 Úr smiðjunni. 21.30 Áfram ísland. 22.07 Bitið aftan hægra. D2.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 ístoppurinn. 3.00 Rokksmiðjan. 4.00 Fréttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Afram ísland. 6.00 Fróttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Af gömlum listum. 7.00 Tengja. 8.05 Söngur villiandarinnar. Rás 2 Sunnudagur 26. nóvember 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 11.00 Úrval. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Tónlist - Auglýsingar. 13.00 Marvin Gaye og tónlist hans. 14.00 Spilakassinn. 16.05 Maðurinn með hattinn. 17.00 Tengja. Kristján Siguijónsson. (Frá Akureyri.) 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Áfram ísland. 22.07 Klippt og skorið. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 8,9,10,12.20,16,19,22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fróttir. 2.05 Djassþáttur. 3.00 „Blítt og létt...“ 4.00 Fróttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Harmonikuþáttur. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Suður um höfin. Rás 2 Mánudagur 27. nóvember 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. - Bibba í málhreinsun. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Stóra spumingin kl. 9.30, hvunndagshetj- an kl. 9.50, neytendahom kl. 10.03 og afmæliskveðjur kl. 10.30. Bibba í mál- hreinsun kl. 10.55. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. 12.00 Fréttayfirlit - Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lisa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Ámi Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spumingakeppni vinnustaða, stjómandi og dómari Flosi Eiriksson ki. 15.03. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Saivarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. 18.03 Þjóðarsálin og málið. Ólina Þorvarðardóttir fær þjóðarsálina til liðsinnis í málrækt. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Blítt og létt... 20.30 Útvarp unga fólksins. Sigrún Sigurðardóttir, Oddný Eir Ævars- dóttir Jón Atli Jónasson og Sigríður Am- ardóttir. 21.30 Fræðsluvarp: „Lyt og lær.“ Sjöundi þáttur dönskukennslu á vegum Bréfaskólans. 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. 3.00 Blítt og létt...“ 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Lísa var það, heillin. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmískóm. Ríkisútvarpið Akureyri Mánudagur 27. nóvember 8.10-8.30 Svædisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Nordurlands. Bylgjan Laugardagur 25. nóvember 09.00 Sunnudagur til sælu. Haraldur Gíslason spjaUar við hlustend- ur. 12.00 Hádegisfréttir. 13.00 Fótboltafyrirliði á vakt. 16.00 Hór er nýr þáttur i umsjá Rósu Guð- bjartsdóttur. Fram til jóla verður fjallað um nýjar íslenskar bækur, rætt við höfunda og útgefendur og lesnir verða kaflar úr bókunum. Þá verður ný íslensk tónlist i þættinum. 18.00 Snjólfur Teitsson. 20.00 Pétur Steinn Guðmundsson með forvitnilegan þátt um allt milli him- ins og jarðar. 24.00 Freymóður T. Sigurðsson. Sunnudagur 26. nóvember 07.00 Sigursteinn Másson og Haraldur Kristjánsson. 09.00 Páll Þorsteinsson með morguntónlist. 12.00 Valdís Gunnarsdóttir. 15.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. 19.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson með ljúfa tóna. Mánudagur 27. nóvember 07.00 Sigursteinn Másson og Haraldur Kristjánsson. Morgunstund gefur gull í mund. Fréttir af veðri, færð og samgöngum, kíkt í blöðin, neytendamál, lífshlaup þekktra manna. 09.00 Páll Þorsteinsson við hljóðnemann, vinir og vandamenn. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Mánudagsveikin tekin fyrir. „Dagskrárstjóri í 10 mínútur.“ Umsjónarmaður: Valdís Gunnarsdóttir. 15.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. 19.00 Snjólfur Teitsson í uppvaskinu. 20.00 Ágúst Héðinsson. Tónlist og létt spjall. Hvað er að gerast? 22.00 Frostrósin. Pétur Steinn Guðmundsson í skammdeg- inu. Tekið á viðkvæmum málum, gestir í hljóðstofu, opin lína 611111 og þitt áht. 24.00 Inní nóttina með Freymóði T. Sigurðssyni. Hljóðbylgjan Mánudagur 27. nóvember 17.00-19.00 Óakalög og afmæliskveðjur. Siminn er 27711. Stjómandi: Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00. ri Ijósvokorýni Óvirðing við íslenska fegurð Englendingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir gáfu frá sér keppnina um Ungfrú heim (Miss World), sem til þessa hefur verið haldin í Royal Albert Hall ár hvert með mikilli viðhöfn. Nú þykist þessi bjór- og knattspyrnuþjóð, höfuðvígi karlrembu og fornra hefða, skyndilega vera orðin jafnréttissinnuð. Já, Englendingar vilja ekkert með fegurðarsamkeppnina hafa og gefa þá skýringu að slík keppni undir- striki kvenfyrirlitningu. Þessi skýring er æði loðin því ég veit ekki betur en að konum sé hamþað í fegurðarsam- keppni, ekki öfugt, auk þess sem þær taka þátt í henni af fúsum og frjálsum vilja. (búar Hong Kong létu þessar kreddur sem vind um eyru þjóta og hýstu keppn- ina meö glöðu geði. Árangurinn kom í Ijós á Stöð 2 síðastliðið miðvikudags- kvöld. Reyndar náði þessi dagskrárliður aldrei að fanga athygli mina en við og við gaut ég augunum á snoppufríð fljóðin, ekki síst þegar stúlkurnar komu fram í sundbolum. Auðvitað var þetta hneyksli og skandall, ekki það að stúlkurnar skyldu dilla sér fáklæddar heldur einkunnagjöf dómaranna. Þær sem uppfylltu ekki viðurkenndar kröfur um vaxtarlag og andlitsfall fengu 18 i einkunn en þær fegurstu 26-30. Þegar stolt okkar, Hugrún Linda Guðmundsdóttir, fékk ekki nema 19 fyrir sundfatatilþrif sín þá var mér öll- um lokið. Þetta er rakin óvirðing við íslenska fegurð og íslenskar konur. ( mótmælaskyni ættum við að hætta að taka þátt i þessum fyrirlitlegu gripasýn- ingum. Fegurð er ekki eingöngu bundin við konur. Síðastliöinn sunnudag var falleg- ur dýralífsþáttur á dagskrá Stöðvar 2 og fjallaði hann um fíla og tígrisdýr. Að vísu var fegurðin hættuleg í líki kventígursins sem drap fólk og át. Ef við lítum á dagskrá Stöðvar 2 um helgina má sjá að í kvöld, eða í nótt öllu heldur, þá fá þeir sem fjasa um kven- fyrirlitningu eitthvað við sitt hæfi. Sýnd verður Ijósblá mynd af dönskum toga þar sem konur eru væntanlega misnot- aðar, bæði af körlum og konum. Jafn- réttishugsjónin virðist [aó hafa fest rætur innan veggja Stöðvarinnar því strax á eftir þessu „venjulega" klámi verður sýnd mynd um samkynhneigðan mann og elskhuga hans. Sannarlega fjörug nótt í vændum fyrir þá sem hafa áhuga á einhverju í þessum dúr. Ég vil að lokum þakka Erni Árnasyni fyrir frábæra túlkun á Ólafi Sigurðssyni, hinum þvoglumælta fréttamanni Sjón- varpsins. Sú mynd sem Örn dregur upp í 89 á Stöðinni er afar trúverðug og vil ég koma þeirri spurningu á framfæri við fréttastjóra Sjónvarps hvenær hann ætli að notfæra sér hugmynd Spaugstofu- manna og fá einhvern til að túlka fréttir Ólafs á skiljanlegu máli. Stefán Sæmundsson Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfsmann á skrifstofu fyrir opinbert fyrirtæki. Starfið fellst í almennum skrifstofustörfum og vinnu við tölvu. Verslunarmenntun og/eða reynsla í skrifstofustörf- um svo og þekking á tölvum nauðsynleg. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. RÁÐNINGAR FELL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455. AKUREYRARB/ER Fræðslu- og jafn- réttisfulltrúi Akureyrarbær auglýsir laust til umsóknar starf fræðslu- og jafnréttisfulltrúa. Verksvið fulltrúans verður að vinna að fram- kvæmd jafnréttisáætlunar Akureyrar og jafnframt að stjórna fræðslu- og endurmenntunarmálum starfsfólks. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrar- bæjar og STAK. Gert er ráð fyrir að ráðningin sé til tveggja ára en að um framlengingu geti orðið að ræða. Meirihluti þeirra sem nú gegna stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Akureyrarbæ eru karlar en stefnt er að því að jafna stöðu kynjanna sbr. 9. grein laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Konur eru því hvattar til að sækja um starfið. Krafist er a.m.k. þriggja ára háskólanáms t.d. á sviði félagsvísinda, uppeldis- og kennslufræða eða sálarfræði. Reynsla af kennslustörfum æski- leg. Nánari upplýsingar um starfið veitir starfsmanna- stjóri í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k. og skal umsókn send undirrituðum á umsóknareyðublöð- um sem fást hjá starfsmannadeild Akureyrarbæj- ar, Geislagötu 9, sími 96-21000. Starfsmannastjóri. Ykkur öllum sem minntust mín á sjötíu ára afmælisdegi mínum 20,nóv. sl. Börnum mínum, ættingjum, vinnufélögum hjá Ú. A. og öðrum vinum, sendi ég hjartans þakkir fyrir heimsóknir, blóm og aðrar gjafir. Lifið heil. Með kærri kveðju, ÓLAFUR H. BALDVINSSON frá Gilsbakka. Þökkum auösýnda samúð vegna fráfalls, JÓHÖNNU BJARGAR JÓNSDÓTTUR. Rósa Jónida Benediktsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhanna Björg Pálsdóttir, Erika Magnúsdóttir, Markús Magnússon, Hafliði Jónsson, Magnús Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.