Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1989 Hamingjan kemur með póstmum Góðan daginn, kæru lesendur. Alkunna er plága sú sem nefn- ist keðjubréf. Þessi hvimleiða tómstundaiðja virðist útbreidd um allan heim og berst öðru hverju til íslands. Mig grunar líka að óprúttnir menn í höfuðborginni búi slík bréf til og dreifi um landsbyggðinna. Akureyringar hafa ekki farið varhluta af ósómanum að undanförnu og má þar nefna svokölluð hamingjubréf. Slíkt bréf barst mér í hendur á dögunum frá konu sem var alveg í öngum sínum, en upp- haf bréfsins hljóðar svo: „Þetta bref er sent til þin svo þu fair happ og hamingju. Upprunalega brefið var skrifað i NEW ENGLAND. Brefið hefur farið umhverfið jorðina a.m.k. 10 sinnum. Hamingja er þer send. Innan fjogra daga eftir að þu hefur fengið brefið kemur happið til þin. Þetta er ekkert grin.“ Framhaldið er auðvitað þetta venjulega stagl um að fjölrita bréfið og senda, þá komi hamingjan gangandi í gulum skóm, en gíeymi maður að senda bréfið blasir við atvinnumissir, fátækt og eymd. í þessu bréfi eru reyndar ekki hinar algengu feigðarspár sem gjarnan fylgja þeim sem ákveða að henda bréfinu, en hjátrúin er sterk í íslendingum og þeim hættir til að taka keðjubréf alvarlega. í mínum huga eru þessi bréf ekkert ólík gluggapóstinum og þau eiga að fara sömu leið, beint í ruslið. „Ertu vitlaus maður? .Þú ert búinn að snerta bréfið og þá verður þú að senda það áfram.“ Þar gól konan og fálm- aði eftir hamingjubréfinu í rusladallinum, en það var sundurtætt. „Láttu ekki eins og bestía, kona. Ég hef annað að gera en fást við hvíandi kvenpersónur og bréfsnepla.“ Konan virtist sár, öllu held- ur ösku-sjóðandi reið. Hún skaut hökunni fram og grænar glyrnurnar leiftruðu af vonsku. Ef augun eru spegill sálarinnar þá verða næg verkefni fyrir vissa stétt manna á næstunni. „Þú ert tilfinningalaus nrotti, nvæsti min yndistrioa. „Við þurftum einmitt á ham- ingju að halda fyrir jólin en nú hefurðu kastað tækifærinu á glæ. Hvernig eigum við að geta haldið jól í þessu skuldafeni sem þú hefur sökkt okkur í?“ Jólunum er borgið. Hamingjan kom gangandi í gulum skóm og gerði konuna blíða og undirgefna. matarkrókur Suðrænt og seiðandi Jólin nálgast og eldhúsber- serkir af báðum kynjum hugsa sér gott til glóðarinnar. Matarkrókurinn mun vœnt- anlega taka nokkrum breyt- ingum áður en hátíð Ijóss og friðar fœrist yfir en uppskrift- irnar í dag eru þó ekki bundnar við nein sérstök tilefni. Suðurhafskjúklingur er krydd í tilveruna á frost- köldum vetri og gulrótarkaka er tilvalin fyrir gesti og gang- andi. Vel á minnst, við vilj- um nota tækifœrið og aug- lýsa eftir uppskriftum að jólasœlgæti fyrir sykursjúka. Ef þið lumið á slíkum upp- skriftum vinsamlegast hafið þá samband við undirritað- an. Sudurhafskjúklingur 1 kjúklingur 2 msk. hveiti 'ó msk. karrý 1 tsk. salt Sósa: 1 laukur 5 sneiðar bacon (reykt flesk!) 1 msk. karrý 1 msk. hveiti 1 epli 1 msk. tómatkraftur IV: dl kjötsoð '/2 dós ananas Meðhöndlun: Hlutið kjúklinginn í sundur. Veltið bitunum upp úr krydduðu hveiti og steikið þá á pönnu, sjóðið í 20 mínútur. Setj- ið kjúklingabitana síðan í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Sósan er búin þannig til: Rífið laukinn og skerið baconið í bita. Steikið á pönnu og stráið karrýi yfir og lát- ið þetta malla augnablik. Því næst bætið þið hveiti, tómat- krafti, soði og ananassafa út í og sjóðið sósuna í 10 mínútur. Að lokum er epla- og ananasbitum bætt í sósuna áður en henni er hellt yfir kjúklingabitana. Rétt- urinn er bakaður í ofni í 30 mínútur og borinn fram með hrísgrjónum. Gulrótarkaka 2 egg 2 dl sykttr 2 dl hveiti I tsk. natron 1 tsk. kanill 1 tsk. vanillusykur 1 tsk. lyftiduft 1 dl matarolía 3 dl rifnar gulrœtur Krem: 50 g rjómaostur 30 g smjörlíki 2 dl flórsykur 1 tsk. vanillusykur Þú gætir reynt að éta minna, sleppt því að fara í lagningu og kaupa þér jólaföt og heimtað kauphækkun, hugsaði ég en sagði ekki orð. Þau eru gagns- laus þegar þörfin er mest. „Mér kæmi ekki á óvart þótt þú misstir vinnuna fyrst þú reifst bréfið. Þar var sagt frá einhverjum John Holmes sem var rekinn fjórum dögum eftir að hann sleit keðjuna. Þú gætir jafnvel misst eitthvað fleira,“ hreytti hún út úr sér og kastaði til höfðinu svo hárstrýið þyrl- aðist upp undir loft. „Guð, ég verð að panta lagningu á morgun,“ stundi hún á hljóp inn á bað. Sælir eru einfaldir, fátækir, fatlaðir og aldraðir, hugsaði ég með mér og tölti um stofuna. Árans tannpínan blossaði upp. Ég sem ætlaði að þrauka fram yfir jólin, enda voru ekki nema fimm ár síðan ég fór síðast til tannlæknis. Það kom ekki til greina að fara fyrir jól. Ég gat ekki hugsað mér að borga jóla- matinn fyrir fjölskyldu tann- læknisins þegar ég megnaði ekki að kaupa svín ofan í mig og mína. Nei, hann skyldi fá að plokka einhverja aðra fyrir jólasteikinni. Ég skenkti mér kók í glas og lagði höfuðið í bleyti. Meðan kolsýrt sykurvatnið át sig í gegnum glerung tanna minna datt mér snjallræði í hug. Á einu bretti gæti ég bjargað ærunni gagnvart konunni og gert hana meyra sem kjöt af nýslátruðu. Já, ég ætlaði að skrifa henni hamingjubréf, sem ég og gerði: „Kæri viðtakandi. Bréf þetta færir þér óumræðilega ham- ingju, sérstaklega yfir jólin. Þú munt finna hjá þér gríðarlega þörf fyrir að láta vel að maka þínum, elska hann og dá. Bréf- ið hefur farið 25 sinnum kring- um jörðina og fært milljónum manna frið og farsæld. Konur hafa fallið í öngvit af einskærri hamingju. Bréf þetta er upp- runanlega frá Theresu Charles og hefur hamingja hennar smitað út frá sér. Þú þarft ekki að fjölrita bréfið, geymdu það bara ofan í skúffu hjá þér og þá mun hamingjan brosa við þér. Ef þú hendir bréfinu fer hins vegar illa fyrir þér. Tómas frændi reif sitt bréf og hann átti ömurlega ævi í kofanum. Þá er betra að hlýða fyrirmælunum og umfram allt leggja áherslu á að vera makanum undirgefin og þjónustufús. Þannig virkar hamingjan. Glædelig jul, hilsner fra Danmark.“ Bréfið kom í pósti daginn eftir, stílað á konuna. Fýld grönin geiflaðist í brosi þegar hún las bréfið. Hún stakk því ofan í skúffu með sæluglampa í augum. Já, það er víst engin ástæða til að kvarta lengur. Þetta verður ábyggilega bæri- legast aðventa. Hallfreður Örgumleiðason: Suðurhafskjúklingur veitir yl á frostköldum vetri. Svona gerum við: Þeytið saman egg og sykur, blandið þurrefnun- um saman við. Að síðustu er matarolíu og rifnum gulrótum bætt út í deigið. Setjið það í smurt kringlótt mót og bakið við 175 gráður í u.þ.b. 40 mínútur. Kremið: Látið allt hráefnið í kremið í skál og hrærið. Kremið er síðan sett ofan á kökuna þegar i hún er orðin köld. Skreytið gjarnan með söxuðum möndlum. Þess má geta að gulrótarkakan er best daginn eftir að hún er bökuð I og verði ykkur síðan að góðu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.